Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 46
MINNINGAR 46 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Eins árs gamall fluttist hann ásamt foreldrum sínum og bræðrum að Hvilft og ólst þar upp hjá foreldrum sínum sem bjuggu eftir það á hluta jarðarinnar á móti foreldrum mínum, sem þetta ritar. Enda þótt nokkur aldursmunur væri á okkur, þá ólumst við upp á sama bænum, vorum bernskuvinir og félagar á unglingsárum. Þar voru gagnvegir milli húsa og þeir tíðfarnir. Æskuminningar mínar eru því mjög tengdar Högna, því aðrir drengir HÖGNI JÓNSSON ✝ Högni Jónssonfæddist í Sveins- húsi á Flateyri við Önundarfjörð 20. maí 1923. Hann varð bráðkvaddur 25. apríl síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðbjörg Tómas- dóttir húsfreyja, f. 1881, d. 1963, og Jón R. Sveinsson bóndi á Hvilft við Önundar- fjörð, f. 1881, d. 1974. Högni var yngstur fjögurra bræðra. Þeir eldri voru: Sveinn, f. 1907, d. 1992, Jóhann Tryggvi, f. 1919, d. 1924, og Sveinbjörn, f. 1921, d. 2001. Högni ólst upp á Hvilft fram undir tvítugt en veiktist og var sjúklingur eftir það. Útför Högna fór fram í kyrr- þey. voru ekki á bænum þeg- ar ég var kominn á leikaldurinn. Högni hlaut í vöggu- gjöf góðar og fjölbreytt- ar gáfur. Hann var strax á unglingsárum lestrarhestur mikill og eru mér í minni tíðar ferðir hans á bókasafnið á Flateyri, enda sagði hann við mig einhverju sinni, og brosti við, að þeim færi nú að fækka bókunum á safninu sem til væru þar og hann langaði til að lesa. Enda varði hann gjarnan aurunum sínum til að kaupa nýútgefnar bækur. Hann var glaðvær og kíminn og mikið náttúrubarn. Mér eru sérstak- lega minnisstæðar ferðirnar okkar í apríllok eða byrjaðan maí, þegar við vorum sendir til að reka geldfé til beitar út á Sauðanesið. Öll náttúran lifnuð eftir vetrardvalann, grængres- ið að teygja sig upp úr sinunni, múkk- inn og svartbakurinn sestir í björgin og á sveimi þar. Gjarnan nælt sér í egg þar sem hægt var að ná þeim án þess að síga. Legið í grasinu að rekstri loknum og notið hinnar stór- brotnu náttúru. Fylgst með átökum æðarblikanna þegar þeir 3, 4, 5 eða fleiri börðust um eina og sömu koll- una, bíða og spá hver myndi sigra, vit- andi að kollan hafði þegar valið hinn rétta. Horfa á mökunina þegar allir hinir vonbiðlarnir voru horfnir til hafs. Allt þetta sagði Högni mér, litla stráknum, fyrirfram. Hann aðstoðaði mig við að kíkja ofan í laup sem var utan í kletti nálægt Stapanum, til að skoða hrafnsungana, nýskriðna úr eggjunum, eldrauða og ófiðraða og ekkert nema kjafturinn þegar ég sagði krunk, krunk. Ekki var fært í tal að steypa undan hrafninum þótt hann væri óvinur okkar um sauðburð- inn. Hrafnshreiður hef ég ekki séð síðan. Þeir sem þekkja til hér vita hvar Stapinn er. Það fellur út að honum um stórstraymsfjöru. Aðeins tvo menn hef ég heyrt um sem hafa leikið það að klífa Stapann án aðstoðar og var Högni annar þeirra. Það þarf djörf- ung og kjark til að vinna slíkt afrek. Árið 1948 reisti Högni ásamt foreldr- um sínum stórt hús á bæjarhólnum á Hvilft. Það átti að verða framtíðar- heimili hans og athvarf foreldranna þegar ellin sækti að. Þau nutu þess allt til síðustu ára sinna. En þá dundi ógæfan yfir.Árið 1951 veiktist Högni alvarlega aðeins 28 ára gamall. Hann kom ekki aftur að Hvilft til langdvalar, aðeins stuttar ferðir og þá sem öryrki. Hugur hans var þó löngum bundinn við æsku- stöðvarnar. Fyrst var hann fluttur á sjúkrahús en síðan dvaldi hann á ýmsum heil- brigðisstofnunum, síðast á Dvalar- heimili aldraðra á Barmahlíð á Reyk- hólum og var vistmaður þar er hann varð bráðkvaddur 25. apríl sl., Ég leyfi mér fyrir mitt leyti að færa starfsfólkinu á Barmahlíð þakkir fyr- ir alúð og hlýju við umönnun hans. Hvergi undi hann betur en þar eftir að hann flutti að heiman. Aðstand- endum votta ég einnig samúð. Útför hans fór fram í kyrrþey frá Fossvogs- kapellu mánudaginn 5. maí sl. Gunnlaugur Finnsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi, bróðir, mágur og frændi, GUNNAR KRISTINN ALFREÐSSON, Eyrarholti 4, Hafnarfirði, sem lést fimmtudaginn 8. maí, verður jarðsunginn frá Hafnarfjarðarkirkju þriðju- daginn 20. maí kl. 13.30. Sigrún Sigurðardóttir, Guðrún Magnea Gunnarsdóttir, Gunnar Sigurðsson, Bára Dís Guðjónsdóttir, Bjarki Dagur Guðjónsson, Friðgeir Már Alfreðsson, Friðjón Alfreðsson, Margrét Jónsdóttir og frændfólk. Þökkum samúð og vinarþel sem okkur var sýnt vegna andláts og útfarar föður okkar, tengda- föður, afa og langafa, STEFÁNS SVAVARS viðskiptafræðings, Kópavogsbraut 1b, Kópavogi, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu- daginn 2. maí. Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar, sem annaðist hann í veikindum af sérstakri alúð og hlýju. Guð blessi ykkur öll. Þorsteinn J. Stefánsson, Margrét Kristjánsdóttir, Svavar Stefánsson, Auður B. Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Elsku litlu drengirnir okkar, ALMAR OG BRYNJAR GUÐMUNDSSYNIR, Háeyrarvöllum 8, Eyrarbakka, létust sunnudaginn 11. maí. Útför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug. Guðmundur Marteinsson, Arnrún Sigurmundsdóttir, Hugborg og Sigurður Gauti. ANDRJES GUNNARSSON vélstjóri, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði föstudag- inn 16. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Aðstandendur. Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför SIGRÍÐAR NARFHEIÐAR JÓHANNESDÓTTUR, Tjarnargötu 22, Keflavík. Megi ljós Guðs lýsa þér, lífsvegi bjarta. Áttatíuátta er með, ósk frá mínu hjarta. Ingi Þór Jóhannsson og aðstandendur. Ástkær sonur okkar og bróðir, THEODÓR LAXDAL SVEINBERGSSON, Túnsbergi, Svalbarðsströnd, varð bráðkvaddur föstudaginn 16. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Guðrún Fjóla Helgadóttir, Sveinberg Laxdal, Líney Laxdal, Helgi Laxdal. ✝ Hákon Magnús-son fæddist í Reykjarfirði 30. des- ember 1930. Hann lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut að kvöldi föstudagsins 9. maí síðastliðins. Foreldrar hans voru Magnús Hákonarson bóndi, f. á Reykhól- um í Reykhólasveit 4. maí 1899, d. 24. nóvember 1963, og Ingunn Jónasdóttir, f. á Borg í Reykhóla- sveit 28. nóvember 1909, d. 29. okt. 1999. Systkini Hákonar eru: Gunn- hildur, f. 13. september 1933, Jón- as, f. 1935, dó nokkurra mánaða gamall, Bjarni, f. 11. maí 1936, d. 27. desember 1994, tvíburasyst- Skarphéðinn Mathieu, Nicolas Magnús og Anouk Marianna Mich- ele, f. 11. nóvember 1997; og Magnús, f. 14. febrúar 1963. Hákon ólst upp við Ísafjarðar- djúp þar sem faðir hans var bóndi og um tíma vitavörður á Ósi undir Óshlíð. Hann fór sem unglingur til Noregs til föðursystur sinnar Odd- fríðar og eiginmanns hennar í Ála- sundi þar sem hann var á skíða- skóla. Hákon lauk prófi frá Lýðháskól- anum í Sigtuna í Svíþjóð 1950, kennaraprófi frá Kennaraskóla Ís- lands 1953, las sögu og dönsku í Kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn 1956 og var þar aftur við nám 1965–66. Hann var dönskukennari í Melaskólanum og Miðbæjarskólanum í Reykjavík, en lengst var hann kennari í Réttar- holtsskóla, eða 1968–1993. Einnig kenndi hann dönsku og íslensku um nokkurra ára skeið í Náms- flokkum Reykjavíkur. Útför Hákonar var gerð frá Fossvogskirkju 16. maí, í kyrrþey að ósk hins látna. urnar Arndís Oddfríð- ur og Kristín Jóhanna, f. 12. apríl 1940, Mar- grét Ólöf, f. 27. mars 1950, og fóstbróðir Jón Ólafur Bjarnason, f. 1. október 1926. Hákon kvæntist í nóvember 1960 Maríu Önnu Lund ljósmóður, f. á Raufarhöfn 2. september 1927. For- eldrar hennar voru Maríus Jóhann Lund, f. 27. september 1880, d. 15. janúar 1935, og Rannveig Guðrún Laxdal Lund, f. 7. júlí 1890, d. 9. nóvember 1961. Börn þeirra Há- konar og Maríu Önnu eru tvö: Þor- björg Rannveig, f. 29. júlí 1961, gift Bertrand Jouanne, f. í Frakk- landi 2. ágúst 1965, börn þeirra: Fyrir rétt rúmu ári ritaði sá sem hér er kvaddur, Hákon Magnússon, minningargrein um föður minn og mág sinn, Árna Pétur Lund frá Mið- túni. Greinin bar vott um að þar hélt á penna vel ritfær maður sem kunni í senn kjarnyrt íslenskt mál og að koma hugsunum sínum á blað þann- ig að eftir væri tekið. Það kom eng- um á óvart sem þekktu Hákon. Hann var slíkur maður. Nú er Hákon ekki lengur til að skrifa. Óvænt var hann kallaður burtu úr hérvistarheimi; hann lést á Landspítalanum að kvöldi 9. maí í kjölfar hjartaaðgerð- ar. Það var alltaf spenningur í sveit- inni þegar von var á gestum að sunn- an. Þannig var þegar föðursystir mín hún María Anna, eða Stúlla frænka eins og við Miðtúnsbræður köllum hana, boðaði eitt sinn komu sína, þá nýgift Hákoni. Auðvitað virtum við þau fyrir okkur, myndarlegt parið. Hún, litla systir pabba; alltaf sjarm- erandi í útliti og hann myndarlegur, hress í orði og æði. Ég heyrði á tali Stúllu að hana langaði í ekta heima- verkaðan harðfisk og hafði þau ráð að fá hann hjá frænda mínum til að gleðja frænku mína og að sjálfsögðu að ganga í augu hins nýja fjölskyldu- meðlims. Harðfiskinn barði ég á steini og dró hvergi af mér, en trú- lega lamdi ég of lengi því þessi fyrr- verandi golþorskur, veiddur undir Rauðanúpi, breyttist í mylsnu eina. Þannig bar ég hann hróðugur á dúk- að borðið. Einhver orð fékk ég um að ég hefði eyðilagt þennan rétt með sleggjunni en Hákon kunni vel að meta framtakssemi stáksa og þótti harðfiskurinn góður. Sjálfsagt hefur hann þó etið annan og betri fisk á sínum yngri árum; fæddur og uppal- inn við Reykjafjörð í Djúpi. Þá strax og ætíð síðan bar hann okkur bræðrunum gott orð og sýndi okkur væntumþykju. Við vorum „Lúnnarar“ eins og hann orðaði það og það þótti Hákoni gott kyn. Árin liðu og saman lágu leiðir af og til. Hákon kom norður og vann um tíma á síldarplani og við handfæra- veiðar á Raufarhöfn, fæðingarstað eiginkonunnar. Þá var ég unglingur og hafði öðrum hnöppum að hneppa en ræða við mér eldri menn um lífið og tilveruna. Á mínum skólaárum í Reykjavík fékk Stúlla það hlutverk að þvo mína þvotta og átti ég oft leið til þeirra hjóna á Háaleitisbrautina. Var mér þar alltaf vel tekið. Þá kom fyrir að ég sæti kvöldstundir með börnum þeirra Hákonar og Stúllu og líkaði mér það vel. Skoðaði þar myndir af ættmennum, gestabækur ömmu minnar og ræddi málin við þau hjón- in. Hákon var hress í framkomu, hafði jafnan margt að segja og varp- aði gjarnan nýju ljósi á þau mál sem til umræðu voru. Sannarlega fóru þessar viðræður okkar oft með him- inskautum. Seinna, þegar ég fór að skipta mér af pólitík, kom það oftar en ekki fyrir að Hákon léti í sér heyra, þó ekki væri nema til að hvetja mig til baráttu. Fyrir allt þetta þakka ég Hákoni á skilnaðar- stundu. Vel á minnst, ég get ekki kvatt Hákon nema nefna þann hæfi- leika sem hann bjó yfir og ég heill- aðist af. Það var skýr og tilkomu- mikil rithönd sem til að mynda fyllti út allt umslag jólakortsins. Hef ég reynt að líkja eftir einstaka stafa- gerð og útliti þegar sæmilega skal draga til stafs. Þá hefur og mun Há- kon koma upp í hugann. Taka vil ég þó fram að mitt pár er léleg eftirlík- ing. Nú er Hákon allur og eftir lifir minning um góðan og hressan mann. Fyrir Hákoni lá að gangast undir hjartaaðgerð sem flestir ganga heilir frá. Gerði hann ráð fyrir stuttri sjúkrahúsdvöl og góðri heimkomu. Það fór hins vegar á annan veg og úr þessari aðgerð átti Hákon ekki aft- urkvæmt. Lengi lifði fjölskyldan í voninni um bata og á meðan sátu HÁKON MAGNÚSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.