Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG er faðir sjö ára drengs í fyrsta bekk í Foldaskóla. Fimmtudaginn 15. maí kom minn maður heim úr skólanum um kl. 16 og tilkynnti mér að fyrir dyrum stæði danssýning nemenda, allir væru velkomnir og sýningin hæfist kl. 23:30. Hann var reyndar ekki alveg klár á dagsetn- ingunni. Allt fannst mér þetta heldur á reiki en komst að því í símtali við starfsmann skólans að danssýningin átti að vera kl. 17:00 þennan sama dag en ekki hálftíma fyrir miðnætti ótiltekins dags einsog minn maður vildi meina. Ég fór með syni mínum á danssýn- inguna. Og skemmti mér afskaplega vel og sá að sama máli gegndi um alla þá sem þarna voru, börn, for- eldra og aðra aðstandendur. Þeir fullorðnu nutu leiðsagnar barnanna í dansinum áður en yfir lauk og sýnd- ist mér ekki af veita í mörgum til- vikum. Þessi eina klukkustund sem ég varði í Foldaskóla þennan dag færði mér heim sanninn um það að dans- kennsla á heima sem hluti af skyldu- námi í öllum grunnskólum landsins. Alla langar til þess að dansa og öllum finnst gaman að dansa sem það kunna. Og dansinn hefur ómetanleg forvarnaráhrif hvað áfengi og önnur vímuefni varðar. Þau ungmenni sem læra í bernsku að dans sé eðlilegur og sjálfsagður þáttur af lífinu, munu síður leita á náðir aukaefna til að bjóða draumadísinni eða drauma- prinsinum upp í dans. Og við sem eldri erum en tvævetur, vitum hvað slíkt boð getur verið hrikalega mikið mál, ekki síst þegar maður kann ekki einu sinni að dansa. Ég færi forsvarsmönnum Folda- skóla bestu þakkir fyrir að kynna dansinn sem eðlilegan hluta af grunnnámi hvers barns. Jafnframt hvet ég alla þá sem einhverju ráða um skólamál í okkar landi til að fara að fordæmi Foldaskóla í þessu efni. Sérstaklega leyfi ég mér að biðja ráðherra menntamála að færa dans- inn upp að hlið lestrar, skriftar og reiknings. Öll langar okkur jú til að verða boðið upp í dans. GÍSLI HEIMISSON, Hverafold 31, Reykjavík. Í Foldaskóla er dansað til fyrirmyndar Frá Gísla Heimissyni ÁTTUNDA maí síðastliðinn var haldinn fundur í þröngri og loftlausri kaffistofu Sinfóníuhljómsveitar Ís- lands með fulltrú- um stjórnmála- flokka. Þar voru fyrir hönd sinna flokka mættir frá Frjálslynda flokknum: Sigurð- ur Ingi Jónsson, Gísli Helgason og Kolbeinn Már Guðjónsson, Framsóknar- flokknum: Björn Ingi Hrafnsson, Nýju Afli: Guðmundur G. Þórarins- son , Samfylkingunni: Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, Sjálfstæðisflokknum: Katrín Fjeldsted og Vinstri grænum: Kolbrún Halldórsdóttir. Efni fundarins var bara eitt: Bygg- ing tónlistar- og ráðstefnuhúss og stefna flokkanna í því máli. Óþarfi er að taka fram að auðvitað var einblínt á tónlistarhluta hússins. Skemmst er frá að segja að þar kom fram þver- pólitísk afstaða þar sem allir flokkar eru sammála um að það er sorglegt hversu lengi hefur dregist að drífa þetta hús upp og væri þetta for- gangsverkefni. Hvað annað? Það voru tveir dagar í kosningar. Tuttugu ár eru liðin frá stofnun Samtaka um byggingu Tónlistar- húss. Níu ár eru liðin frá því að Sjálf- stæðisflokkur og R-listinn lýstu því yfir fyrir borgarstjórnarkosningar 1994 að bygging þessa húss væri for- gangsverkefni. Getur verið að „for- gangsverkefni“ hafi mismunandi þýðingu eftir því hvort borg eða ríki eigi í hlut? Nú er meira en ár liðið frá því að borg og ríki undirrituðu sam- komulag um byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss. Þar var sett fram áætlun um hvað það verkefni tæki langan tíma og ætti húsið að vera ris- ið árið 2006. Ekki var árið liðið en að sett var fram „endurnýjuð tímaáætl- un“. Þá átti að byrja að byggja árið 2006. Menn geta kallað þetta öllum þeim nöfnum sem þeir vilja en á mannamáli heitir „endurnýjuð tíma- áætlun“, seinkun. Það er ekki það sama og forgangur. Þó að allir flokkar væru sammála um að svo mætti ekki lengur við una kveður Framsóknarflokkurinn fastar að orði en aðrir. Þannig lýsti Björn Ingi Hrafnsson því að Framsóknar- flokkurinn vildi setja byggingu Tón- listar- og ráðstefnuhúss í stjórnar- sáttmála. Það er gleðiefni því það virðist vera nokkuð sama hvernig mál þróast, Framsókn virðist ætla að vera í stjórn. Því spyr ég: Ætlar Framsóknarflokkurinn að tryggja það að bygging Tónlistar- og ráð- stefnuhúss verði örugglega forgangs- verkefni á komandi kjörtímabili og verði því sett í stjórnarsáttmála? ÞÓRIR JÓHANNSSON, kontrabassaleikari í Sinfóníu- hljómsveit Íslands, meðlimur jarðýtunefndar SÍ og kennari í Tónlistarskóla Kópavogs. Tónlistar- og ráðstefnuhús í stjórnarsáttmála Frá Þóri Jóhannssyni Þórir Jóhannsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.