Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 51 Fyrirtæki til sölu: Kaup og sala fyrirtækja er frábrugðin fasteignasölu á margan hátt og kaup- endur jafnt sem seljendur hafa eðlilega litla reynslu í þeim efnum. Við vilj- um gjarnan deila okkar reynslu með því að einfalda og útskýra þá hagfræði sem ræður á þessum markaði. Það er ástæða þess að við höfum tekið saman marvíslegan fróðleik sem er að finna á heimasíðu okkar, www.husid.is:  Hvernig gerast fyrirtækjakaup?  Hvað ber að varast  Hlutverk fyrirtækjasala  Verðlagning fyrirtækja  Greiðslufyrirkomulag  Skilgreiningar og hugtök Við sölu fyrirtækja er gagnkvæmur trúnaður mikilvægur og við gefum því ekki upplýsingar um fyrirtæki í síma. Við viljum fá kaupendur til okkar og kynnast þeim, en með því móti getum við einnig þjónað þeim betur. Vinsamlega hringið áður og pantið tíma. Síminn er 533 4300 en einnig er hægt að nota tölvupóstinn: jens@husid.is Eftirfarandi eru stuttar lýsingar á nokkrum fyrirtækjum sem eru fáanleg, en við auglýsum ekki nema brot af þeim fyrirtækjum sem höfum til sölumeð- ferðar.  Mjög góð sólbaðstofa í Breiðholti fáanleg á rekstrarleigu með kauprétti. Tilvalið fyrir hressar konur sem vilja eigin rekstur.  Höfum til sölu nokkrar stórar sérverslanir, heildverslanir og iðnfyrirtæki í ýmsum greinum fyrir rétta kaupendur. Ársvelta 100—1000 m. kr.  Glæsilegur veitingastaður á Suðurnesjum, einungis fyrir fagmenn. Frá- bært tækifæri til að skapa sér nafn í faginu.  Vörubílaverkstæði með föst viðskipti.  Heildverslun með pípulagningavörur. Góð umboð.  Lítil en góð heildverslun með gjafavöru Tilvalið fyrir 1—2 eða sem viðbót við annan rekstur.  Fyrirtæki í auglýsingageiranum fáanlegt fyrir rétta aðila.  Innflutnings og þjónustufyrirtæki með kælitæki o.fl. Góður rekstur og miklir möguleikar. Tilvalið fyrir vélstjóra.  Söluturn og vídeóleiga í Hafnafirði. Verð 4,5 m. kr.  Gott þjónustufyrirtæki í Keflavík.  Viðgerðaverkstæði fyrir vélar og rafmagnstæki. Ábyrgðarviðgerðir fyrir stórt verslunarfyrirtæki. Þægilegur og öruggur rekstur fyrir 1—2 starfs- menn.  Matvöruverslun, bensínsala og veitingarekstur í Búðardal. Eigið hús- næði. Ársvelta er nú tæpar 200 m. kr. og hefur farið vaxandi með hverju ári. Góður hagnaður um margra ára skeið og mjög heilbrigður rekstur. Sérstaklega hentugt fyrir stóra fjölskyldu eða tvenn hjón.  Bónstöð í atvinnuhverfi. Upplagt fyrir hörkuduglega. Gott verð.  Stórt samkomuhús í nágrenni Reykjavíkur með góðri aðstöðu fyrir dans- leiki, veislur og fundi. Ársvelta 40—50 m. kr. Gott tækifæri fyrir fag- menn. Rekstrarleiga möguleg.  Ein besta sólbaðstofa borgarinnar. Góður hagnaður. Skipti möguleg á góðu atvinnuhúsnæði.  Snyrtilegur og fallegur söluturn með vídeó. Gott tækifæri fyrir samhenta fjölskyldu. Verð 8 m. kr.  Hjólbarðaverkstæði og bifreiðaverkstæði, vel tækjum búið.  Stórt og arðbært þjónustufyrirtæki í byggingariðnaði.  Rótgróið framleiðslufyrirtæki með ljósabúnað, upplagt sem sameining- ardæmi.  Höfum ýmis góð sameiningartækifæri fyrir stærri fyrirtæki.  Stór sérhæfð trésmiðja með góðan hagnað. 10 starfsmenn. Gott tæki- færi fyrir fyrirtæki í svipaðri starfsemi.  Þekkt sérverslun með 100 m. kr. ársveltu. Rekstrarhagnaður 14 m. kr.  Atvinnutækifæri. Rótgróinn pylsuvagn í atvinnuhverfi. Opnunartími virka daga kl. 10—17. Ágætar tekjur, auðveld kaup.  Falleg snyrtistofa í úthverfi Reykjavíkur. Verð 2 m. kr.  Heildverslun með iðnaðarvélar. Mikil tækifæri framundan.  Teygjustökk. Allur búnaður, þjálfun og viðskiptasambönd. Mikill hagnaður. Skoðið nýja heimasíðu fyrirtækjadeildar með ítarlegri söluskrá og gagnlegum fróðleik: www.husid.is Suðurlandsbraut 50 (Bláu húsin v/Faxafen) Sími 533 4300, GSM 820 8658 Jóhannes S. Kjarval Verið velkomin að skoða verkin í Gallerí Fold, Rauðarárstíg 14 - 16, í dag kl. 12.00 - 17.00. Boðin verða upp um 100 verk, þar á meðal óvenjumörg verk gömlu meistaranna. Hægt er að nálgast uppboðsskrána á netinu: www.myndlist.is Rauðarárstíg 14-16 sími 551 0400 LISTMUNAUPPBOÐ verður haldið í kvöld kl. 20.00 á Hótel Sögu, Súlnasal. Moggabúðin Reiknivél, aðeins 950 kr. Moggabúðin Íþróttataska, aðeins 2.400 kr. GÚSTAF Gústafsson blikksmiður er 75 ára og hefur stundað veiði- skap í Heiðarvatni í Mýrdal í rúma hálfa öld. Hann hefur haft við vatn- ið sína bátskektu, hjólhýsi af minnstu gerð og spúnana sína, sem eru víðfrægir vegna sérstöðu sinn- ar, en þeir eru tilklipptir úr göml- um krómuðum stefnuljósahlífum af gömlum Volkswagen-bjöllum. Og engin smásmíði enda er Gústaf ekki að egna fyrir neina smáfiska. Nú gæti verið að Gústaf hefði farið í sína síðustu veiðiferð í Heiðar- vatn. Gústaf var í Heiðarvatni á fimmtudagskvöldið og veiddi fimm „stóra og spikfeita sjóbirtinga, allt að 5 punda“, eins og hann lýsti því sjálfur. Hann stóð í landi að þessu sinni, beitti tvo samliggjandi króka með makríl og hélt þeim við botn- inn með pungsökku. Aðrir nálægir veiðimenn beittu sömu brögðum en veiddu lítið, en auðvitað mok- veiddi Gústaf og í einu tilvikinu tóku tveir boltafiskar í einu, syntu þvers og kruss og slitu allt undan. Þrír 18 punda Gústaf hefur þrívegis veitt 18 punda sjóbirtinga í vatninu, fjöl- marga aðra gríðarstóra en smærri, og segir enn stærri fiska í vatninu, í fyrra hafi t.d. veiðst 24 punda birtingur í net. Er Gústaf þekktur fyrir að stíma hring eftir hring um vatnið, hvernig sem viðrar, með hina stóru krómuðu spúna sína í eftirdragi. Hann segir það stund- um taka sinn tíma að finna fiskinn, en þegar hann er fundinn sé oft hægt að moka í klukkutíma í einu. „En svo dettur allt niður og ég þarf að finna fiskinn aftur,“ segir kappinn. Að missa leyfið? Gústaf er skjólstæðingur ábú- enda á Stóru-Heiði og fékk á sín- um tíma að veiða með þeim orðum að hann mætti stunda vatnið á meðan hann væri giftur núverandi konu sinni. Gústaf segir það hafa verið prýðishvata til að halda hjónabandinu á góðu róli, „annars hefði ég misst veiðileyfið“, segir hann. En svo kann að fara að hann missi leyfið eigi að síður. Hann er a.m.k. ekki bjartsýnn þessa dag- ana og telur jafnvel að sl. fimmtu- dagskvöld hafi hann rennt í vatnið í síðasta skipti. „Það er kominn er- lendur maður sem hefur keypt upp jarðir við vatnið og menn vita ekki alveg hvað hann ætlar sér með það í framtíðinni. Þetta er Svisslend- ingur, fiskeldismaður skilst mér, og þar sem ég hef heyrt af honum þá er ég ekkert sérlega bjartsýnn. Ég ætla þó að reyna að ná fundum hans þegar hann kemur hingað á næstunni,“ segir Gústaf. En hvað ef hann tapar leyfinu sá gamli? „Ég fer að minnsta kosti ekkert annað að veiða. Ætli ég fari ekki bara til fjandans!“ segir hann og hlær að eigin kaldhæðni. Gústi veiðimaður við bátinn sinn. Hættur veiðiskap í Heiðarvatni eftir 50 ár? Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Gústaf Gústafsson, eða Gústi veiðimaður eins og hann er gjarnan kallaður, með tvo ein- tök af sínum frægu „Króm- bjölluspúnum“. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.