Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 2
2 B SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ L AUGARDAGSKVÖLDIÐ 24. maí mun Birgitta Haukdal Brynjarsdóttir, 23 ára gömul þverflautu- og fimleikastúlka frá Húsavík, standa ásamt félögum sínum á sviði frammi fyrir milljónum áhorf- enda í Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Lagið er Open Your Heart eftir Hall- grím Óskarsson og Birgitta mun opna keppnina með flutningi sínum á laginu. Bún- ingurinn er leyndarmál en danssporin hafa þegar verið æfð. Hún er þegar farin að hlakka yfirmáta til kvöldsins eins og fjölmargir aðrir – það verð- ur eitt stórt partí um allt land. Þegar Birg- itta var lítil voru Evróvisjón-partí einmitt hennar allra helsta tilhlökkunarefni á vorin; þá söfnuðust vinir og ættingjar saman á heimili hennar á Húsavík og Brynjar pabbi grillaði ofan í liðið eða þá að húsmóðirin Anna eldaði sérlega góðan mat. Svo var hald- inn sérstakur Evróvisjón-leikur, allir skrif- uðu niður spádóma sína um þrjú efstu sætin í keppninni og miðunum var safnað í pott. „Verðlaunin voru alls konar, það gat verið konfektkassi eða eitthvert fjölskylduspil. Þetta var svona sambærilegt við möndlu- gjöf,“ rifjar Birgitta upp, dálítið dreyminni röddu, en bætir við að hún hafi aldrei unnið pottinn. „Ég er eina tónlistarkonan í fjöl- skyldunni og mér tókst aldrei að vinna pott- inn! Kannski var ég of ung, valdi bara sæt- ustu stelpurnar eða flottustu dansatriðin en ekki endilega bestu lögin. Annars var oft erf- itt að ráða í þetta og spárnar voru almennt sjaldan réttar. En mér fannst þetta alveg rosalega skemmtilegt.“ – Það hlýtur þá að verða sérlega hátíðlegt núna, þegar ættin á sinn eigin fulltrúa í keppninni. „Ja, nú er ég bara að fá alla fjölskylduna með mér út til Lettlands þannig að partíið færist eiginlega þangað. Mamma og pabbi ætla að koma, fjórar systur hennar mömmu, ein kær vinkona mín og fleiri og fleiri, alveg heill flokkur. Strax eftir að ég vann undan- keppnina ákváðu þau að koma út – jafnvel þótt það sé rándýrt að fljúga til Riga – sem sýnir enn og aftur hvað ég á yndislegt fólk að,“ svarar Birgitta. Auðvitað er þetta tímabundið Hún er merkjanlega þreytt eftir annríki síðustu vikna á öllum vígstöðvum söngs, dansleikja og leiklistar, en kvartar ekki. – Hvernig líður þér yfir þessu öllu, svona í raun og veru? „Veistu, mér líður bara rosalega vel. Ég er farin að hlakka svo til að ég get ekki beðið. Mér finnst ég vera búin að bíða svo lengi. Þannig að nú ætla ég bara að drífa mig út og njóta þess í botn. Hópurinn er líka skemmtilegur og mikil stemmning hefur myndast. Við höfum verið að hittast og þjappa okkur saman og allir eru að farast úr spenningi. Með mér á sviðinu verða Viggi og Hanni úr Írafári, ásamt Hebba úr Skítamóral, og bakraddirnar eru Margrét Eir og Regína Ósk sem ég hika ekki við að segja að séu bestu bakraddir landsins. Þegar þær syngja tvær saman er eins og þær séu fjórar.“ Í opinberu sendinefndinni eru til viðbótar höfundur lagsins, útsetjari, danshöfundur og fulltrúar RÚV. Svo mun drífa að fólk úr ýms- um áttum á eigin vegum. „Hinir strákarnir úr Írafári ætla til dæmis að koma með til þess að horfa á. Við förum sko annaðhvort öll eða ekkert okkar,“ segir Birgitta, en eins og kunnugt er hefur hún verið söngkona sveitarinnar síðan Írafár sló í gegn í poppgeiranum sumarið 2001, reyndar tveimur árum betur. Og vinsældirnar hafa vaxið jafnt og þétt; sveitin átti langsöluhæstu plötu síðasta árs hér á landi, Allt sem ég sé (sem nú hefur selst í tæpum 17 þúsund ein- tökum) og að auki sópaði að sveitinni á Hlustendaverðlaunum FM957, þar sem hún hlaut sjö verðlaun af ellefu. Mætti hér lengi áfram telja. Staða Birgittu er þannig sú að hvert sem hún fer, hvar sem hún kemur, þekkir fólk hana með nafni. Og aðdáendur – sem eru vægast sagt á öllum aldri – vinda sér að henni með spurningar, beiðnir um eiginhand- aráritanir og fleira. Einlægustu aðdáendurn- ir eru jafnvel teknir upp á því að banka á dyrnar heima hjá henni. „Já, það er dinglað hér nokkrum sinnum á dag og ég fæ fullt af pósti. Þetta eru krakk- arnir og þau eru bara svona góð. Þeim finnst fullkomlega eðlilegt að vilja fá að kíkja í heimsókn,“ segir Birgitta og yppir öxlum. En vitanlega er þetta álag og ekki viðlit að sinna því öllu, til viðbótar við tölvupóstinn, símtölin og allt hitt. „Ég endaði á því að kaupa mér filmur í gluggana og gat á hurðina til þess að sjá hver er á tröppunum. Þannig er ein- faldlega staðan, ég þarf að skyggja rúðurnar heima hjá mér til þess að geta haft það kósí með kærast- anum án þess að fylgst sé með. Það eru óteljandi kostir við þennan bransa, alveg frábærir kostir, en þetta er helsti gallinn; hversu erfitt er að fá að vera í næði. Hins vegar er óþarfi að fjargviðrast of mikið því auðvitað er þetta bara tímabundið. Og það sem drepur mig ekki gerir mig bara sterkari.“ – Nú koma óneitanlega upp í hugann línur úr laginu ykkar, Stjörnuryki: „Nú flýgur hún hátt, en hvernig kemst hún niður…“ Hefurðu einhvern tíma áhyggjur af því, hvernig þú komist klakklaust niður? „Ég held að mér hafi sem betur fer tekist að halda mig á jörðinni. Hins vegar er alveg rétt að þetta lag átti upphaflega að heita Poppstjarnan og fjallar um stjörnu sem læt- ur frægðina fara þannig með sig að hún kemst ekki aftur niður á meðal fólks. Lagið var hins vegar samið áður en við vorum orðin svona vinsæl og ég var eingöngu að ímynda mér, skálda. Og þótt það hafi farið að ganga vel hef ég aldrei litið svo á að ég sé yfir aðra hafin eða svífi ofar, sem betur fer, og vona að ég þurfi aldrei að leita í þennan texta til að minna mig á það.“ – Þú semur megnið af textum Írafárs. Skrifarðu þá fyrirfram, eða við lögin? „Ég á reyndar fullt af textum sem ég hef skrifað í gegnum tíðina, en nota þá ekki endi- lega því það er allra best að upplifa lagið. Er það glatt, sorglegt, sniðugt…? Lagið gefur manni innblástur og ég reyni að fylgjast með því hvaða hugmyndir kvikna á meðan ég hlusta á það. Annars skrifa ég langoftast persónulega texta og meina það sem ég syng um. Ég lít ekki á mig sem neinn meiriháttar textasmið, en ég legg að minnsta kosti hjart- að í það sem ég segi.“ Ég skil ekki hvað við gerðum… Og það er einmitt einlægnin sem kemur til tals þegar velt er vöngum yfir galdrinum við að ná til fólksins. – Skiptir ímyndin miklu máli? „Ég hugsa að hún hljóti að skipta máli, en held þó að það fari mest eftir tíðarandanum. Sumir eru svalir og hleypa engum að sér, aðrir fara eftir frægðarformúlum sem ég kann ekki að nefna, ég held að hver hafi sína aðferð. Reyndar held ég að það hafi ekki virkað neitt sérstaklega vel þegar „væmna Birgitta“ kom fram á sjónarsviðið. Ég þótti alls ekki nógu kúl og menn fórnuðu höndum: „Oh, hvað hún er væmin ... ég þoli hana ekki...!““ Birgitta gerir sér upp hneykslunar- tón sem leysist upp í hlátur, finnst gaman að fíflast með sjálfa sig og hina ímynduðu ímynd. Enda breytti hún sér aldrei til þess að falla að almennum smekk, það var viðhorf fólks sem breyttist. „Á endanum kom í ljós að mörgum fannst fínt að ég væri bara eins og hver önnur stelpa, ekki með neina stæla. Sjálfri finnst mér það skemmtilegast, þegar ég er að fylgjast með einhverjum stjörnum í viðtölum, að sjá eitthvað í þeim sem passar við mig sjálfa. Maður á ekkert að vera að setja sig í neinar stellingar.“ – En hefurðu einhverjar skýringar á því hvers vegna þú hefur náð svona víðtækum vinsældum hjá börnum og unglingum? „Mmm… Í rauninni finnst mér þetta jafn- furðulegt og öllum öðrum. Ég skil ekki hvað við gerðum til þess að verðskulda svona góða og mikla athygli hjá svona mörgum. Ég meina, það eru foreldrarnir sem kaupa disk- inn og fíla hann vel, svo eru það unglingarnir á sveitaböllunum og svo eru það lítil börn og pínulítil. Þetta er rosalega skrýtið, það er eiginlega ekki hægt að lýsa því. Þegar leik- skólakennarar tilkynna að börnin séu að syngja lögin okkar út og inn, þá hlýtur mað- ur að verða hissa. Við bíðum eiginlega eftir því að unglingarnir hætti við að koma á sveitaböllin, að þeim þyki hallærislegt að hlusta á sömu tónlist og yngri systkinin. Og nú erum við frekar rokkaðri en önnur sveita- ballabönd, ef eitthvað er – minna um kassa- gítara og ballöður og slíkt – sem gerir þetta enn skrýtnara.“ Birgitta klórar sér bókstaflega í höfðinu, virðist enn ráðvillt. „Kannski er það vegna þess að það er stelpa í bandinu,“ segir hún hugsi. „Eða vegna þess að maður er bara eðlilegur. Ég held að litlir krakkar væru annars fljótir að sjá í gegnum mann, jafnvel á undan hinum fullorðnu. Kannski heyra þau líka bara að ég meina það sem ég syng um.“ Frábært þegar farðinn laskast Heimasíða Írafárs segir allt um athyglina sem dyggir aðdáendur veita sínu fólki, eins og þekkt er í unglingamenningu allra tíma: „Birgitta, þú syngur ótrúlega vel…“ / „Hæ allir í Írafár ég dái og þrái ykkur rosa mik- ið!!! en ég á ekki diskinn…“ / „Við vorum á tónleikum í Smáralind 10. maí og þetta var sko flott hjá ykkur…“ / „Ég var að spá í hvort þú gætir sent mér plaggat…“ / „Hæhæ þið eruð æði gangi þér vel í Ríga vona að þú vinnir ég stend með þér Birgitta;)“ – Nú líta margir þessara ungu hlustenda að ýmsu leyti á þig sem fyrirmynd. Tekurðu það hlutverk alvarlega? „Auðvitað tek ég það alvarlega, ég vil alls ekki að þau sjái mig gera eitthvað ósæmilegt eða óviðeigandi. Þau taka líka sjálf allt svo alvarlega, þess vegna þarf að passa sig á sniðugheitum eða húmor sem þau hafa kannski ekki skilning á,“ svarar Birgitta að bragði. Sjálf segist hún ekki hafa áhyggjur af því að verða sér til skammar – og þó ... „Ég hef skammast mín í eitt skipti. Þá var ég í partíi á Ísafirði eftir ball – það er alltaf svo gaman að spila þar – og einn strákur bað mig um eiginhandaráritun. Kærastan hans stakk þá upp á því að ég skrifaði á rassinn á honum, sem okkur fannst öllum ótrúlega fyndið. Vinur hans tók mynd af þessu, fyrir strákinn að eiga, og þá datt okkur í hug að láta líta út fyrir að ég væri að kyssa á rassinn á honum. Auðvitað myndi ég aldrei kyssa á rassinn á ókunnugum, þannig að ég hallaði mér langt frá, en frá sjónarhorni myndavél- arinnar var eins og ég væri mjög nálægt. Heyrðu, heldurðu að myndin hafi svo ekki komið í Séð og heyrt! Í fyrsta lagi datt mér aldrei hug að myndin yrði seld og í öðru lagi fannst mér þetta leiðinlegt gagnvart ungum aðdáendum sem skilja kannski ekki sjón- hverfinguna og halda að það sé í alvöru snið- Drottning í einn dag Ljósmynd/Friðrik Örn Hjaltested ’ Það eru óteljandi kostir við þennan bransa, alveg frá-bærir kostir, en þetta er helsti gallinn; hversu erfitt er að fá að vera í næði. ‘ Morgunblaðið/Árni Torfason Ungir aðdáendur bíða eftir eiginhandaráritun söngkonunnar á tón- leikum til styrktar krabbameinssjúkum börnum í Háskólabíói.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.