Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 6
Chardonnay. Það er milt í munni, eik- in er nokkuð ríkjandi og lengdin í meðallagi. Kostar 1.170 krónur. 17/20. Stellenzicht Cabernet Sauvignon 1995 er vín sem farið er að sýna nokkurn þroska. Ávöxturinn er farinn að breytast yfir í aðra tóna, dimma og jarðarmikla og tannínin að hverfa. Þetta vín er að komast á tíma, hefur séð sinn fífil fegri, gott nú fyrir þá sem kjósa þroskuð vín en mér skilst að nýr árgangur sé síðan að detta inn fljótlega fyrir þá sem kjósa ávaxta- ríkari vín. Kostar 1.390 krónur. 15/20. Stellenzicht Merlot 1997 þurr ilmur, reykkendur, í munni nokkur sýra, þurr ávöxtur, brenndur viður. 16/20 Stellenzicht Golden Triangle Shi- raz 2000 er vín í mjög nútíma- legum stíl. Ávöxturinn er þroskaður og feitur og þarna má greina plómur, vanillu og berjaböku. Í munni dökkt súkkulaði, lakkrís. Góð tannínuppbygging. Sem sagt, hörku- vín. Kostar 1.490 krónur. 18/20. Stellenzicht Syrah 1998 er toppurinn frá Stellen- zicht og er þetta vín ein- ungis fáanlegt á veit- ingahúsum og í sérpöntun. Ilmur þung- ur og heitur, viður og dökk ber, feitt og rjóma- mikið. Mikið af dökku súkkulaði og jafnvel app- elsínuberki. Stórt í munni, bragðið kemur líkt og högg og dvínar svo jafnt og þétt. Eikin er áberandi í bland við þurran, þykkan og kryddaðan ávöxt. Glæsi- legt vín. Kostar um 2.800 krónur. 18/20 6 B SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Einkunnagjöf vína byggist á heildstæðu mati á gæðum, upprunaeinkennum og hlutfalli verðs og gæða. Vín getur fengið að hámarki 20 stig í einkunn. Ef um mjög góð kaup er að ræða er vínið merkt með buddu. Suður-afrísk vín njóta vaxandi vin- sælda og framleiðandinn Stellenzicht er eitt þeirra víngerðarahúsa sem menn ættu að gefa gaum. Stellenzicht hefur yfir að ráða 123 hektörum af ekrum í hlíðum fjallsins Helderberg, milli borgarinnar Stellenbosch og Atl- antshafsins. Ekrurnar eru einungis í nokkurra kílómetra fjarlægð frá haf- inu og hefur það mikil og temprandi áhrif á loftslag á svæðinu. Stellen- zicht-vínin hafa vakið töluverða at- hygli á undanförnum árum og þá ekki síst Syrah/Shiraz-vín fyrir- tækisins. Þannig er Syrah-vín Stellenzicht talið vera eitt hið besta úr þessari þrúgu, sem framleitt er í Suður-Afríku. Tvö Stellenzicht-vín eru fáanleg í vín- búðum ÁTVR, Cabernet Sauvig- non 1995 og Shiraz 2000 en nokk- ur til viðbótar, þar á meðal Syrah-vínið fræga, er fáanlegt á veitingahúsum og fæst einnig í sérpöntun. Hvítvínið Stellenzicht Golden Triangle Sauvignon Blanc 2001 einkennist af sígildri, skarpri Sauvig- non-angan, grösugri, þykkri og ágengri. Þarna má finna grænar jurtir og grænan aspas. Í munni gott jafnvægi, sýrumikið og ferskt en einnig með fínni sætu í ávextinum. Bragðið breiðir vel úr sér og endist lengi. Kostar 1.070 krónur og er hreint út sagt frábær kaup í þeim verðflokki og því fær það 19/20. Stellenzicht Golden Triangle Chardonnay 2001 angar af reyk og eik, þurrkuðum hitabeltisávöxtum, smjöri og vanillu. Sem sagt. Týp- ískt og gott Suðurhvels- Stellenzicht Stellenzicht Cabernet Sauvignon. Morgunblaðið/Arnaldur Þessa uppskrift fann ég á sínum tíma í sænskri matreiðslubók frá áttunda áratugnum og var rétturinn þar kenndur við „Alibab“ sem sagður var hafa verið þekktur matgæðingur í París á þriðja áratugnum. Nú þekki ég ekki frekari deili á þessum Alibab og hef ekki heyrt á hann minnst í öðru samhengi. Hann hefur ekki náð sömu frægð og nafni hans í sögunum um Þúsund og eina nótt. Rétturinn er hins vegar einstaklega góður, það góður að maður fær ekki samviskubit út af öllum rjómanum sem í hann fer. Hann er þar að auki gott dæmi um hvernig nýta má Dijon-sinnep í mat- argerð. Einn stór kjúklingur, bútaður niður eða 6 kjúklingabitar, t.d. bringur á beini Tvær sítrónur 0,75 dl rjómi Stór dolla af Dijon-sinnepi Salt og pipar Setjið kjúklingabitana í eldfast mót og smyrjið þá með Dijon-sinnepi. Sinnepið verður að þekja þá alveg og best er að nota sem hressilegast af því. Eldfast mótið er sett í 200ºC heit- an ofninn og kjúklingurinn eldaður þar til hann er tilbúinn. Hversu lang- an tíma það tekur fer eftir stærð bit- anna. Á meðan er þunn rönd af berki flysjuð af sítrónunum. Hitið rjómann í potti, bætið sítrónuberkinum út í ásamt nýmuldum svörtum pipar og látið krauma á vægum hita. Þegar kjúklingurinn er tilbúinn eru bitarnir ásamt sinnepinu í mótinu settir út í pottinn. Blandið sinnepinu vel saman við rjómann og látið þetta krauma þar til sósan fer að þykkna aðeins. Veiðið sítrónubörkinn upp úr. Saltið og piprið ef þarf. Borið fram með hrísgrjónum. Góð Bordeaux-vín smellpassa með þessum rétti. Mæla má með Chateau Louviere eða Chateau Ormes de Pez. Betri Cabernet Sauvignon-vín frá Napa og Sonoma í Kaliforníu koma einnig til greina. KJÚKLINGURINN HANS ALIBAB Meðlæti með mat þarf ekki að vera flókið.Þetta hafa Frakkar ávallt vitað og þóttfrönsk matargerð sé oft einstaklega flókingetur franska heimilismatargerðin verið ótrúlega einföld. Það sem mestu máli skiptir er að hafa réttu hráefnin. Eitthvert mikilvægasta hráefnið á öllum frönskum heimilum, fyrir utan salt og pipar, er dós af Dijon-sinnepi. Þetta sinnep, sem kennt er við borgina Dijon í Búrgund í Mið-Frakklandi (borið fram Dísjon), er talið ómissandi og notað nær daglega af flestum frönskum húsmæðrum. Þegar vinaigrette-sósan er útbúin með salatinu er það til dæmis lykilatriði að setja teskeið af sinnepi út í olíuna og edikið þegar þetta er allt pískað saman. Þá þarf oft ekki annað en teskeið eða tvær af sinnepi með nauta- steikinni. Ef steikin er góð getur verið best að leyfa henni að njóta sín einni og sér. Ég hef margsinnis snætt á frönskum heimilum þar sem það eina er borið var fram með nautakjötinu var hvítt baguette-brauð, Dijon- sinnep og rauðvín. Samt hafa þetta oft verið ógleyman- legar máltíðir enda er þessi einfalda samsetning nær fullkomin. Dijon-sinnep er einnig tilvalið að nota í fljótlegar sós- ur. Það þarf ekki annað en að hita sýrðan rjóma eða rjóma á pönnu, bæta út í nokkrum matskeiðum af sinn- epi (allt eftir því hvað menn vilja hafa sinnepsbragðið ríkjandi) hræra saman og láta krauma þar til sósan þykknar. Þannig sósa er einstaklega góð með pasta (veltið tagliatelle eða penne upp úr sósunni á pönnunni) ásamt t.d. svínakótilettum eða kjúklingabringum. Þá er hægt að sleppa pastanu og bera fram hrísgrjón með sós- unni. Þótt þetta sinnep sé kennt við Dijon er þó ekkert skil- yrði að það sé framleitt í Búrgund. Heitið „Dijon“ vísar í þessu tilviki til ákveðinnar aðferðar við sinnepsgerð er var þróuð fram á þessu svæði á nítjándu öld fremur en að vera upprunavottorð. Þekktustu framleiðendurnir eru frönsku fyrirtækin Maille og Poupon en einnig má finna Dijon-sinnep framleitt utan Frakklands. Dijon-sinnep er framleitt úr brúnum og svörtum sinnepsfræjum, hvítvíni, þrúgusafa og kryddblöndum og bragð þess er yfirleitt nokkuð skarpt og sterkt. Það er hins vegar misjafnt eftir tegundum hversu sterkt það er. Fyrir þá sem ekki eru komnir á bragðið getur því verið skynsamlegt að fara hægt í sakirnar þegar bragð- að er á sinnepinu. Þeir sem hafa ánetjast skófla sinn- epinu hins vegar upp í sig eins og um sælgæti væri að ræða. Sinnepið frá Dijon Morgunblaðið/Arnaldur Sælkeri á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Töluverð breyting hefur orðið á upp- röðum vína í þeim vínbúðum, sem bjóða upp á sérlistavín, þ.e. versl- ununum á Stuðlahálsi og í Kringl- unni. Áður voru svokölluð sérlistavín flokkuð sér, sem gerði að verkum að vín frá ákveðnum svæðum var að finna á tveimur stöðum í búðunum. Nú eru vínin einungis flokkuð eftir víngerðarsvæðum og ekki hægt að sjá mun á því í hillunum hvort um er að ræða vín af hinum almenna vörulista, sk. kjarnavín, eða sérlistavín. Páll Sigurðsson, verslunarstjóri í Kringlunni, segir að þetta hafi leitt til nokkurrar breytingar á sölumunstri í búðunum, það sé greinilegt að þessi nýja tilhögun auki söluna á sérlistavínunum. Í Kringlunni eru um tvö þús- und tegundir í boði og þar af um sjö hundruð tegundir af rauðvíni. Páll segir þetta mikla úrval vekja hrifningu viðskiptavina og margir útlend- ingar er komi í búðina séu hissa á hversu fjölbreytt og vandað úrvalið sé. „Sumir viðskiptavinir verða eins og krakkar í dótabúð,“ sagði Páll. Þegar gengið er inn í verslunina eru vín frá Frakklandi á vinstri hönd og Ítalíu á hægri hönd en önnur vín innar í búðinni. Í fremri hluta versl- unarinnar er einnig að finna hillu með víni á niðursettu verði. Þar er um að ræða vín sem eru að fara út á lista og er verð þeirra lækkað um allt að 30% að undanskildum áfengisgjöldum, sem eru í fastri krónutölu. Þar er stund- um hægt að gera góð kaup, til dæmis var nú fyrir helgi í hillunum kaliforn- ískt rauðvín er hafði lækkað úr um 1.700 krónum í um 1.200 krónur. Aðspurður hvort hægt sé að greina einhverjar meginlínur í vínkaupum viðskiptavina þessa stundina segir Páll að greinilegt sé að Nýi heimurinn njóti mikillar hylli en einnig séu vín frá Ítalíu í sókn. „Það eru ekki síst vín frá Suður-Ítalíu og Sikiley sem eru að koma sterkt inn en einnig hefur mátt greina endurnýjaðan áhuga á til dæmis vínum frá Toskana,“ segir Páll. Páll Sigurðsson hjá ÁTVR. Flokkunum blandað Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.