Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 7
Upplýsingar um ferðabækur sem taka t.d. fyrir lítil gistihús víða um heim: www.karenbrown.com Í MIÐGARÐI á Selfossi er búið að opna allsérstakt kaffihús í kjall- aranum, Eldstó Café & Hús leirkera- smiðsins. Kaffihúsið er nefnilega hluti af leirkeraverkstæði hjónanna Þórs Sveinssonar leirkerasmiðs og Guðlaugar Helgu Ingadóttur leir- listakonu. Þau hafa lagt áherslu á að búa til nytjahluti eins og kaffi- bolla, tekatla, skálar, kertastjaka og fleira í þeim dúr en hanna einnig skrautmuni. Gestir geta komið og fengið sér kaffi en boðið er upp á kaffi hússins sem er sérlagað fyrir Eldstóna. Þá er á boðstólum ekta súkkulaði eða úrvalste, heimalag- aðar kökur og nýsmurðar samlokur og í hádeginu er hægt að fá sér þar súpu og brauð. Það þarf vart að taka fram að allt er borið fram í leirtaui sem Þór og Guðlaug Helga hafa hannað og búið til. Í leiðinni geta gestir skoðað og notið þeirra muna sem eru til sýnis og sölu. Þór og Guðlaug Helga hafa unnið fyrir marga á Suðurlandi, búið til matarstell fyrir Víkingaskálann undir Ingólfsfjalli, miðaldabikara fyr- ir Sögusetrið á Hvolsvelli og einnig verið að vinna fyrir bæjarfélagið á Selfossi og fyrirtæki eins og Eld- hesta. Nýstárlegt kaffihús á Selfossi Leirlist og kaffibolli Gestir virða svo fyrir sér nytjalist þeirra hjóna á meðan matast er.  Eldstó Café og Hús leirkerasmiðsins Miðgarði Austurvegi 4 Selfossi sími 482 1011, 6913033 Tölvupóstfang: eldsto@hotmail.com Vefslóð www.netverslun.com/eldsto Morgunblaðið/grg Guðlaug Helga Ingadóttir leirlistakona tekur á móti viðskiptavinum og lagar fyrir þá kaffi sem er búið til fyrir Eldstóna eða skenkir ekta súkkulaði. STÓR nöfn í poppheiminum ætla að heiðra Vínarbúa með tónleikahaldi í sumar. Flestir tónleikanna fara fram á Ernst Happel-leik- vanginum sem kenndur er við þekktasta knattspyruþjálfara þeirra Austurríkismanna. Í lok maí ríður hljómsveitin Bon Jovi á vaðið með tón- leikum á fótboltavellinum. Rolling Stones verða á vett- vangi 18. júní og viku seinna kemur New Jersey-popparinn Bruce Springsteen með E-götubandið í heimsókn. „Ís- landsvinurinn“ Robbie Will- iams ætlar að hefja heims- tónleikaferð sína á Ernst Happel-leikvanginum 4. júlí. Morgunblaðið/Ómar Rokkað í Vín í sumar  Upplýsingar og miðar á www.stadthalle.com/de/ happel_stadion/ events.html Ísland Hótel Örk býður Sumarlykil Hótel Örk hefur ákeðið að bjóða upp á svokallaðan Sumarlykil í sumar. Hann felur í sér gistingu, morgunverð af hlaðborði og þrí- réttaðan kvöldverð á 7.250 krónur. Aukagjald fyrir börn 6–12 ára er 1.850 krónur með gist- ingu og kvöldverði. Í fréttatilkynningu frá Hótel Örk kemur fram að gestir geta farið í sund á hótelinu sem er með vatnsrennibrautum og barna- laug, þeir geta farið í jarð- gufubað, heita potta og golf og tennis. Þá er einnig hægt að spila billjarð eða borðtennis. Auk Sumarlykils hótelsins er boðið upp á pakka sem heitir Sumar og grill. Sá pakki er ætl- aður starfsmannahópum, fjöl- skyldum eða vinahópum svo dæmi séu tekin og innifalið í pakkanum er aðgangur að úti- svæði hótelsins og síðan grilla kokkar hótelsins fyrir gesti. Golf í London GB-ferðir hafa gert samning við 5 stjörnu golfhótelið Marriott Hanbury Manor í London. Hótel- ið er aðeins 30 km frá Stansted- flugvellinum. Í fréttatilkynningu frá GB-ferðum kemur fram að golfvöllurinn er hannaður af Jack Nicklaus II. Marriot Han- bury Manor hefur margsinnis haldið Opna enska meistara- mótið og er völlurinn talinn með þeim bestu á Englandi. GB-ferðir bjóða upp á þrenns konar helgarpakka allan ársins hring. Verð er frá 13.900 krónum.  Nánari upplýsingar hjá GB- ferðum í síma 534-5000 eða á www.gbferdir.is og í 534-5000. Í BYRJUN desember kom út ný og endurbætt útgáfa af geisladiski Landmælinga Íslands, „Á flugi yf- ir Íslandi“. Á honum er þrí- víddarmynd af landinu í raun- litum sem hægt er að fljúga yfir og skoða frá mismunandi sjónarhornum. Notandinn ræð- ur flughæð, hraða og flugstefnu, en í nýju út- gáfunni eru auknir möguleikar til að stjórna hreyfingum. Þrívíddar- myndin er sett saman úr stafrænu landhæðarlíkani og gervitungla- myndum, en á diskinum eru nú til viðbótar ferðakort 1:750 000 og ný sveitarfélagakort. Helstu endurbætur frá fyrstu útgáfu disksins eru að hægt er að birta nöfn 230 staða/svæða á myndinni, bætt hefur verið við ör- nefnalista með meira en 1200 nöfnum og nú er sjálfvirkt flug til allra staða í örnefnalista með því að smella á nafnið. Vegakerfi landsins hefur verið bætt við auk loftmynda af nokkrum þéttbýlis- og ferðamannastöðum, sem gefa möguleika á nákvæmari skoðun. Íslenskur leiðbeiningabæklingur fylgir útgáfunni. Á flugi yfir Íslandi Með AVIS kemst þú lengra Pantaðu AVIS bílinn áður en þú leggur af stað – Það borgar sig Hringdu til AVIS í síma 591-4000 AVIS Knarrarvogi 2 – 104 Reykjavík – Sími 591 4000 Fax 591 4040 – Netfang avis@avis.is Innifalið í verði er ótakmarkaður akstur, trygging, vsk. og flugvallargjald. (Verð miðast við lágmarksleigu 7 daga). Ekkert bókunargjald. Verona kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Bologna kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk Milano kr. 2.900,- á dag m.v. B flokk www.avis.is Við gerum betur Ítalía Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 39.950 M.v. 2 í íbúð, flug, gisting, skattar. 28. maí. Vikuferð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. Nú getur þú tryggt þér síðustu sætin í sólina í maí á hreint ótrúlegum kjörum og tryggt þér síðustu sætin til Benidorm, þessa vinsæla áfangastaðar. Sumarið er komið á Spáni og hér getur þú notið lífsins við frábærar aðstæður og nýtur traustrar þjónustu fararstjóra Heimsferða allan tímann. Munið Mastercard ferðaávísunina Síðustu sætin Stökktu til Benidorm 28. maí frá kr. 29.963 Verð kr. 29.963 M.v. hjón með 2 börn, 2–11 ára, flug, gisting, skattar. 28. maí. Vikuferð. Ferðir til og frá flugvelli kr. 1.800. * Verð er staðgreiðsluverð. Almennt verð er 5% hærra og miðast við ef greiðsla hefur ekki borist frá kortafyrirtæki fyrir brottför.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.