Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 14
Veistu hvað þú átt að gera ef þú villist í íslenskum skógi? Standa upp!!! Evróvisjónkeppni Ef svarið er já, þá er geisladiskurinn umræddi auðvitað með Evró- visjónlaginu árið 2003, „Open Your Heart / Segðu mér allt“ í flutn- ingi Birgittu yfirpæju. Til þess að eiga möguleika þarftu að svara nokkrum spurn- ingum og senda svörin í tölvupósti á barn@mbl.is fyrir kl. 17 þriðjudaginn 20. maí. Ef svörin eru rétt hjá þér lendir þú í potti sem dregið verður úr kl. 17 og ef þú ert einn af fimm heppnum les- endum verður svarið komið til þín fyrir kl. 20. Og vanda sig svo! 1) Hvaða ár var Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva haldin í fyrsta skipti? 2) Hvaða ár tóku Íslendingar fyrst þátt í Evróvisjón? 3) Í hvaða sæti lentu Íslendingar þrjú fyrstu árin sem þeir tóku þátt? 4) Í hvaða sæti lenti Selma árið 1999? 5) Hversu gamall var yngsti keppandinn sem hefur tekið þátt? Viltu vinna geisladisk?  Nafn: Erna Hörn Davíðs- dóttir. Aldur: 5 ára. Leikskóli: Sólvellir Seyðis- firði. „Birgitta er uppáhalds- söngkonan mín. Ég á eina Íra- fársplötu og svo á ég diskinn með Evróvisjónlaginu. Ég hlustaði þrisvar sinnum á lag- ið í gær, og líka þrisvar í dag.“ – Hvernig mun Birgittu ganga? „Vel, en ég veit ekki í hvaða sæti hún lendir. Ég vona í 1. sæti.“ Nafn: Hjálmar Örn Bjarka- son. Aldur: 5 ára. Leikskóli: Glaðheimar Bol- ungarvík. „Ég sá Birgittu í keppninni í sjónvarpinu. Mér finnst hún ekki fín söngkona og lögin ekki skemmtileg, en ég hélt samt með henni.“ – Mun henni ganga vel? „Já, hún lendir í 4., nei 5. sæti. En ég er líka að fara til útlanda, til Legolands og fullt af lönd- um.“ Nafn: Kristín Hulda Björns- dóttir. Aldur: 12 ára. Skóli: 6. bekk Húsaskóla. „Ég held upp á Birgittu, svona eins og allir. Hún er góð söngkona og ekkert ljót heldur. Ég á diskinn með Evróvisjónlaginu, þar sem lag- ið er í misjöfnum útgáfum. Fínn diskur.“ – Á henni eftir að ganga vel? „Já, alveg eins. Ég spái henni engu sérstöku sæti, en vona 1. sæti.“ Nafn: Bryndís Lára Hall- dórsdóttir. Aldur: 12 ára. Skóli: 6. bekkur Húsaskóla. „Ég held alveg eins upp á Birgittu. Ég á nýjasta diskinn með Írafári, en ekki með Evróvisjónlaginu. Hún syngur skemmtileg lög, svo er hún sæt.“ – Í hvaða sæti lendir hún? „Kannski svona 10.–15. sæti. Ég er ekki mjög bjartsýn, samt finnst mér lagið gott.“ Nafn: Hildur Ágústa Alfreðsdóttir. Aldur: 11 ára. Skóli: 6. bekkur Húsaskóla „Birgitta er uppáhalds- söngkonan mín. Það er engin betri en hún. Ég á því miður ekki Evróvisjóndiskinn, en mér finnst lagið mjög flott.“ – Og henni mun ganga vel? „Já, örugglega. Vonandi lendir hún í 1. sæti, en samt held ég varla að það sé möguleiki.“ Nafn: Áslaug Erlendsdóttir. Aldur: 11 ára. Skóli: 6. bekkur Húsaskóla. „Mér finnst Birgitta ágæt en hún er ekki endilega uppá- haldssöngkonan mín. Ég keypti mér samt diskinn með Írafári og mér finnst Evró- visjónlagið líka skemmtilegt.“ – Verður Birgitta ofarlega í Evróvisjónkeppninni? „Já, frekar ofarlega en neðarlega, en ég treysti mér ekki til að giska á neitt sæti.“ Hvernig mun Birgittu Erna Hörn Áslaug ganga í Evróvisjón? Vonandi 1. sæti! Kristín Hulda. Hjálmar Örn Hildur Ágústa Bryndís Lára Nú eru bara sex dagar þar til Evróvisjón- keppnin hefst í Riga sem er höfuðborg Lett- lands (allir að kíkja í landabréfabók!). Eins og við vitum öll er það sjálf Birgitta Haukdal sem ætlar að syngja lagið „Open Your Heart“ eða „Segðu mér allt“ fyrir hönd Íslands. Margir eru orðnir býsna spenntir og farnir að undirbúa notalega kvöldstund fyrir framan sjónvarpið næsta laugardagskvöld. Evróvisjón og heimsfrægð En hvað er Evróvisjón og hvernig byrjaði keppnin? Söngvakeppni Evrópskra sjónvarpsstöðva – einsog Evróvisjón heitir á íslensku – var fyrst haldin í landinu Sviss árið 1956, og þá tóku sjö lönd þátt. Keppnin var hugsuð til að tengja evrópskar þjóðir eftir stríðið. Samt fá Ísraelar að vera með þótt þeir séu ekki í Evrópu. Síðan hefur keppnin verið haldin á hverju ári. Margir hafa tekið þátt í keppninni sem síðan urðu heimsfrægir. Þar má nefna sænsku hljómsveit- ina ABBA og kanadísku söngkonuna Celine Dion sem keppti fyrir hönd Sviss, og vann ekki! Þrettán ára vinningshafi Írland hefur unnið oftast eða alls sjö sinnum. Englendingar segjast þó vera betri því þeir hafa unnið fimm sinnum og 15 sinnum lent í 2. sæti. Ætli það sé vegna þess að Írar og Eng- lendingar séu svo góðir að búa til lög? Kannski. Ástæðan getur líka verið sú að fram til ársins 1999 áttu allar þjóðir að syngja á sínu tungumáli, og hver skilur íslensku, eða tyrknesku, eða pólsku? Ekki margir, en allir skilja ensku. Auðvit- að hafa samt margir unn- ið þrátt fyrir að syngja á sínu óskiljanlega móður- máli. Sandra Kim er yngsti keppandi sem unnið hefur. Hún er frá Belgíu og var bara 13 ára þegar hún vann árið 1986 með laginu „J’aime La Vie“ (framburður: Sjem la ví, og þýðir Ég elska lífið), sem hún söng á frönsku. Við ættum kannski að senda Jóhönnu Guðrúnu næst? Af hverju ekki? Því miður var árið 1989 sett 16 ára aldurstakmark á söngv- arana, svo Jóhanna Guðrún verður að bíða í nokkur ár. Auðvitað vinnum við! Blaðamaður barnablaðsins man eftir að hafa spenntur beðið eftir Evróvisjón, en í þá daga var sjónvarpið ekki í lit og keppnin sýnd mörg- um dögum eftir að hún var haldin og úrslitin öllum kunn. En samt var voða gaman. Síðan fóru Íslendingar að taka þátt og þá var bein útsending frá útlöndum, og mikil stemmning myndaðist. Fyrsta lagið sem tók þátt fyrir hönd Íslands hét „Gleðibankinn“ og það var árið 1986. Lagið var rosalega vinsælt á Íslandi, og heyrist enn af og til í útvarpinu. Íslendingar voru ýkt ánægðir með þetta flotta lag sitt og héldu auðvitað að við myndum vinna – og það með gleðibrag! En ó nei! „Gleðibankinn“ lenti í 16. sæti, og það er svolítið fyndið að Íslendingar lentu í 16. sæti þrjú fyrstu árin sem þeir tóku þátt í keppninni! Oft höfum við lent í 12. eða 13. sæti, en stundum gengið aðeins betur og lent í 4. og 7. sæti. Kannski einhver ykkar muni eftir því þegar Selma tók þátt í Evróvisjón árið 1999, en hún lenti í 2. sæti með lagið „All Out Of Luck“ og það munaði aðeins nokkrum stigum á henni og sigurvegaranum sem var frá Svíþjóð. Vinnum við eða bara þú? Þá er bara að bíða og vona að Birgitta lendi ekki í 16. sæti – og helst í 1. sæti! Það yrði frá- bært. Fram til laugardagskvöldsins 24. maí má hins vegar stytta sér stundir, m.a. á Netinu. Verslunin BT hefur opnað sérstakan vef um Evróvisjónkeppnina. Slóðin er: www.bt.is/ BT/Eurovision/default.htm og þar má finna upplýsingar um Birgittu, ljósmyndir af henni, myndband lagsins, söngtextann og ýmsar aðr- ar skemmtilegar upplýsingar. Auk þess er leikur þar sem hægt er að vinna sjónvarp, síma og svo snakk í sjálft Evróvisjónpartíið. Svo er líka upplagt að kíkja á leikinn hér fyrir neðan. Góða skemmtun og áfram Birgitta! SENN L ÍÐUR AÐ EVRÓV ISJÓN . . . EPA Birgitta Haukdal er komin í réttu stellingarnar fyrir Evróvisjón. Morgunblaðið/Ásdís Selma var stórglæsileg á sviðinu árið 1999 og lenti í 2. sæti!Áfram Birgitta! Sandra Kim var bara 13 ára þegar hún keppti í Evróvisjón. Hvernig væri að fá að halda smá Evró- visjónpartí með nokkrum krökkum? Þá er Evrópa auðvitað þema partísins. Nema hvað? Boðskortið er aðalmálið, því í því koma fram allar helstu reglur sem gilda í Evrópu- partíinu. 1) Skrifaðu á miða nöfn á jafnmörgum Evrópulöndum og gestirnir verða. Best er að sleppa Íslandi. Stingdu nafni á einu landi í hvert umslag, og þá veit gesturinn hvaða land hann verður fulltrúi fyrir í partíinu. 2) Allir eiga að koma í búningum sem tengjast landinu sem þeir eru fulltrúar fyrir. Það þarf ekki að vera þjóðbúningur, en kannski föt í fánalitum landsins eða eitthvað sem þjóðin gengur oft í. Eru Hollendingar ekki oft í klossum? 3) Segðu öllum að koma með smávinning með sér. Eftir að öll lögin hafa verið flutt skrifa allir niður hvaða land þeir haldi að vinni. Sá sem giskar rétt eða er næstur í stig- um fær vinningana eftir úrslitin. Svo ætti sá sem er fulltrúi fyrir vinningslandið auðvitað að fá sérstök verðlaun. Skreyta má með fánum Evrópulandanna og alls konar blöðrum. Gaman væri að bjóða gestunum upp á and- litsmálningu í fánalitunum þeirra. Á meðan á stigagjöf stendur gætir þú haft nammi í skál sem enginn má fá sér af nema sá sem er fulltrúi landsins sem var að fá 12 stig. Kannski má bjóða upp á nokkra evrópska þjóðarrétti í partíinu? Pitsur eru ítalskar og eru franskar kartöflur ekki franskar? Svo er danskt sælgæti gott. En ekkert kók, það er bandarískt. Ef enginn vill svo fara heim eftir keppnina má kannski spila lagið hennar Birgittu af geisladiski og hafa eftirhermukeppni? Já, það verður sko stuð! Verður stuð hjá þér? Evrópupartíí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.