Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 8
8 C SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Framtíðarstarf Þjónustufyrirtæki í Hafnarfirði óskar eftir dug- legum starfskrafti til framtíðarstarfa. Viðkom- andi þarf að búa yfir mikilli þjónustulund, hafa einhverja tölvukunnáttu og geta unnið sjálf- stætt. Vinnutími er frá kl. 10—18 virka daga. Ráðning er fljótlega. Umsóknir skulu berast til auglýsingadeildar Mbl., merktar: „F — 13710“ eða í box@mbl.is, fyrir 23. maí næstkomandi. Grunnskólinn á Blönduósi Lausar kennarastöður Grunnskólinn á Blönduósi auglýsir eftir kennurum til starfa á komandi skólaári 2003-2004. Okkur vantar:  sérkennara til að hafa umsjón með sérkennslu skólans  tónmenntakennara Einnig eru lausar stöður í stærðfræði, upplýsingatækni, heimilisfræði, list- og verkgreinum og íþróttum. Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi LN og KÍ. Upplýsingar veita Helgi Arn- arson skólastjóri í síma 452-4229, netf- ang: helgi@blonduskoli.is og Björgvin Þór Þórhallsson aðstoðarskólastjóri í síma 452-4147, netfang: bjorg- vin@blonduskoli.is . Lítið einnig við á vefsíðu skólans http://blonduskoli.is en þar er að finna ýmsar upplýsingar um það starf sem fram fer í skólanum. Um- sóknarfrestur er til 2. júní 2003. Umsókn- ir berist Grunnskólanum á Blönduósi, Húnabraut, 540 Blönduósi. Sölufólk Tryggingastofan ehf. er ung og framsækin vátryggingamiðlun með metnaðarfulla starfsmenn á sviði lög - og viðskiptafræði ásamt starfs- fólki með áratuga reynslu sem trygginga- og lífeyrisráðgjafar. Getum bætt við okkur sjálfstæðum söluráð- gjafa til að selja tryggingar og veita ráðgjöf varðandi lífeyrissparnað. Við sjáum fyrir okkur að þú hafir góða sam- skiptahæfileika, sért heiðalegur, skipulagður og glaðlyndur einstaklingur. Starfið gefur góða tekjumöguleika fyrir réttan einstakling sem vill ná árangri í starfi og hvetjum við jafnt kon- ur sem karla að sækja um starfið. Umsóknir sendist til: Tryggingastofan ehf., Skúlagötu 17, 101 Reykjavík eða á tölvutæku formi á axel@tryggingastofan.is . Skaftárhreppur Kirkjubæjarklaustur Skólastjóri Kirkjubæjarskóla á Síðu bráðvantar öflugan skólastjóra Hér eru einnig lausar stöður íþrótta-, smíða- og sérkennara. Íþróttakennari mun vera með í lokaspretti á byggingu nýja íþróttahússins, sem verður tilbúið á næsta ári, s.s. velja tæki og skipuleggja starfsemi hússins. Gott húsnæði er í boði, húsnæðisfríðindi og flutningsstyrkur. Nánari upplýsingar gefa skólastjórnendur Valgerður og Kjartan í síma 487 4633, Gunnsteinn sveitarstjóri í síma 487 4840 og Sveinbjörg formaður fræðslunefndar í síma 863 4658. Hér á Kirkjubæjarklaustri er líka ágætur leikskóli, Kæribær, og þar vantar til starfa leikskólakenn- ara. Nánari upplýsingar gefur Þórunn leikskólastjóri í síma 487 4803. Í Skaftárhreppi er góður einsetinn grunnskóli með u.þ.b. 70 skemmtilega krakka, mötuneyti og Tónlistarskóla Skaftár- hrepps. Hann er starfræktur í góðri samvinnu við grunnskól- ann í húsnæði hans. Í þessu sveitarfélagi er gott að vera, nátt- úrufegurð er rómuð, öflug ferðaþjónusta og stutt í náttúru- perlur s.s. Laka, Eldgjá, Skaftafell, Vatnajökul. Talmeinafræðingur Talmeinafræðingur óskast til starfa á fagsviði Einhverfu og málhamlana sem fyrst. Miðað er við 85% starfshlutfall til að byrja með. Starfið felst í greiningu og ráðgjöf vegna barna með ofangreindar fatlanir, ásamt fræðslu og langtímaeftirfylgd vegna fátíðra og alvarlegra málþroskaraskana. Viðkomandi mun taka þátt í að móta fræðslu um málþroskaraskanir og meðferðarleiðir, þar með taldar óhefðbundnar tjáskiptaleiðir. Æskilegt er að umsækjandi hafi meistaragráðu í talmeinafræði eða sambærilegt nám að baki. Boðið verður upp á handleiðslu reyndra tal- meinafræðinga, símenntun og þátttöku í rann- sóknum. Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins þjónar öllu landinu. Meginhlutverk hennar er greining á röskunum í taugaþroska og fötlunum, ásamt ráðgjöf til foreldra og þeirra sem annast þjálfun, kennslu og meðferð. Unnið er út frá hugmyndum um snemmtæka íhlutun (early intervention) með áherslu á þverfaglega samvinnu. Stöðinni berast árlega ríflega tvö hundruð nýjar tilvísanir vegna barna og ungmenna. Við hana starfa tæplega fjörutíu manns (barnalæknar, félagsráðgjafar, iðjuþjálfar, sálfræðingar, sérkennarar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar og þroskaþjálfar). Umfangsmikið fræðslustarf er rekið á vegum stöðvarinnar og rann- sóknir skipa síaukinn sess. Sjá nánar um starfsemina á heimasíðu: www.greining.is . Umsóknarfrestur er til 14. júní. Nánari upplýsingar gefa sviðsstjóri og for- stöðumaður í síma 510 8400. Skipholt 33 105 Reykjavík Sími 533 4646 www.eskimo.is (bakhús, bakvið Tónabíó Eskimo leitar eftir nýju fólki á aldrinum 12 - 25 ára, sem hefur áhuga á fyrirsætustörfum. Reynsla er ekki nauðsynleg. Við hvetjum áhugasama að koma til okkar í dag sunnudaginn 18. maí milli kl.14 og 18. Miðvikudaginn 21. maí verður starfsfólk Eskimo á Cafe Akureyri milli kl. 15.00 og 18.00. Erlendur umboðsaðili verður á staðnum. OKKUR VANTAR FÓLK „Au pair“ til Sviss Íslensk-frönsk fjölskylda í Genf óskar eftir „au pair“ til að gæta 9 ára stúlku frá september 2003 til árs. Þarf að vera barngóð, jákvæð og reyklaus. Ekki yngri en 19 ára. Skriflegar umsóknir sendist á netfang helga.leifsdottir@ifrc.org. Leikskólakennarar — starfsfólk óskast Leikskólakennarar eða starfsfólk óskast við leik- skólann Undraland. Undraland er þriggja deilda blandaður leikskóli með bæði heils- og hálfsdagsvistun. Áhersla er lögð á hópastarf. Umsóknum skal skilað fyrir 23. maí nk., á skrif- stofu bæjarins. Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu Hvera- gerðisbæjar www.hveragerdi.is . Nánari upplýsingar veitir leikskólastjóri Sesselja Ólafsdóttir í síma 483 4234.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.