Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 C 9 Verslunarmaður Sérverslun með byggingavörur óskar að ráða afgreiðslumann. Helstu verkefni eru:  Afgreiðsla í verslun og af lager.  Söluverkefni.  Uppgjör & pantanir. Við leitum að fólki með eftirfarandi reynslu og eiginleika:  Metnaður.  Frumkvæði.  Þjónustulipurð. Vinnutími mánud.—föstud. frá kl. 8—18.30. Góð laun í boði fyrir rétta aðila. Umsóknum skal skilað til augldeildar Mbl. eða í box@mbl.is merktum: „K — 13699“. Auglýsing frá Húnavallaskóla í Austur-Húnavatnssýslu Húnavallaskóli auglýsir eftir aðstoðarskóla- stjóra og kennurum í 1.—10. bekk. Húnavallaskóli er um 100 nemenda skóli, stað- settur rúmlega 200 km frá Reykjavík. Í skólan- um er unnið metnaðarfullt skólastarf og þar er góð aðstaða fyrir nemendur og kennara. Nemendum er ekið daglega til og frá skóla og í skólanum er gott mötuneyti. Flutningsstyrkur og mjög góð húsnæðisfríðindi eru í boði. Okkur vantar kennara í: — textilmennt, — upplýsingatækni, — ensku, — almenna bekkjarkennslu á yngra stigi — íþróttum (veruleg aukavinna er í boði fyrir duglegan og áhugasaman íþróttakennara). Allar nánari upplýsingar veitir Þorkell Ingimars- son, skólastjóri, í símum 452 4049, 452 4313, 865 2258 og 552 0809, netfang: thingi@ismennt.is . Umsóknarfrestur er til 2. júní. Tannsmiður Tannsmiðjan Króna sf. óskar eftir að ráða tann- smið. Er um fullt starf að ræða en hlutastarf kemur til greina. Þekking á undirbúningsvinnu fyrir postulín og Empress kerfi væri kostur en ekki skilyrði. Vinsamlegast sendið umsóknir með uppl. um menntun og fyrri störf til auglýsingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is merktum: „Tannsmiður—13706“ fyrir 15. júní 2003. Öllum umsóknum verður svarað. Rangárþing ytra Starf leikskólastjóra er laust til umsóknar við leikskólann Heklukot á Hellu. Heklukot er tveggja deilda leikskóli fyrir allt að 50 börn. Hella er byggðakjarni í 96 km fjarlægð frá Reykjavík. Á Hellu búa u.þ.b. 650 manns en í sveitarfélaginu Rangárþingi ytra eru 1442 íbúar. Á Hellu er fallegt og barnvænt umhverfi, öll almenn þjónusta, verslanir, heilsugæsla, grunn- og leikskóli og mikil og góð íþróttaað- staða. Leitað er að leikskólakennara sem æskilegt er að hafi nokkra reynslu af stjórnun deilda eða sem hefur verið leikskólastjóri í deilda- skiptum leikskóla. Reiknað er með að ráðning verði frá og með 16. júní 2003. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og Launanefndar sveitarfélaga. Umsóknarfrestur er til og með 28. maí 2003. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjórinn, Guð- mundur Ingi Gunnlaugsson, í síma 487 5834 og formaður fræðslunefndar, Engilbert Olgeirs- son, í síma 899 6514. Rangárþing ytra, Laufskálum 2, 850 Hella. Staða aðstoðarskólastjóra við Brautarholts- og Gnúpverjaskóla er laus til umsóknar. Staðan er til eins árs, skólaárið 2003—2004. Umsækjandi þarf að hafa sérkennslu- eða stjórnunarmenntun og búa yfir ríkulegri færni á sviði mannlegra samskipta. Brautarholts- og Gnúpverjaskóli er á Suðurlandi í Skeiða- og Gnúp- verjahreppi. Í skólanum eru um 70 nemendur í 1.—7. bekk. Skólanum er deildarskipt, kennt er á tveimur stöðum þar sem vegalengd milli staða er 16 km. Umsóknarfrestur er til 1. júní nk. Nánari upplýsingar veita Rut Guðmundsdóttir, skólastjóri, í símum 898 6439/486 6051/486 5505/486 6434 og Tryggvi Steinarsson, formað- ur skólanefndar, í síma 486 6034. Tónlistarkennari/ organisti Tónlistarkennara og útibússtjóra vantar við útibú Tónlistarskóla Ísafjarðar á Þingeyri næsta vetur. Kennslugreinar eru píanó, blokkflauta, gítar, tónfræði. Tónlistarkennarinn er jafnframt organisti við Þingeyrarkirkju. Skriflegar umsóknir ber að senda til Tónlistar- skóla Ísafjarðar, Austurvegi 11, 400 Ísafjörður og/eða sóknarprestsins Guðrúnar Eddu Gunn- arsdóttur, Aðalstræti 40, 470 Þingeyri fyrir 27. maí nk. Nánari upplýsingar veitir Sigríður Ragnars- dóttir skólastjóri í símum 456 3926/861 1426 eða Guðrún Edda Gunnarsdóttir sóknarprestur í símum 456 8211/695 8211. Einnig má senda fyrirspurnir og umsóknir í tölvupósti til sigga-ti@snerpa.si . Búðahreppur Leikskólastjóri Búðahreppur, Fáskrúðsfirði, auglýsir eftir leik- skólastjóra við leikskólann Kærabæ. Starfið er laust frá 1. ágúst 2003. Fáskrúðsfjörður er tilvalinn staður fyrir þá sem vilja njóta þægilegs umhverfis, útivistar, náttúrufegurðar og veðursældar. Í þéttbýlinu búa tæplega 600 íbúar og alla helstu þjónustu er að finna á staðnum. Leikskólinn er um 30 barna skóli og á honum starfa fyrir leikskóla- kennari auk starfsfólks með áralanga reynslu. Laun eru eftir kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Fél. ísl. leikskólakennara. Skriflegar umsóknir sendist skrifstofu Búða- hrepps, Hafnargötu 12, 750 Fáskrúðsfjörður. Umsóknarfrestur er til 31. maí 2003. Nánari upplýsingar veitir sveitarstjóri Búða- hrepps í síma 475 1220 og leikskólastjóri í síma 475 1223. Sveitarstjóri. Félagsþjónusta Héraðssvæðis Félagsmálastjóri Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra hjá Félagsþjónustu Héraðssvæðis. Helstu markmið félagsþjónustunnar er að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi íbúa. Helstu störf félagsmálastjóra eru dagleg stjórn- un félagsþjónustunnar skv. lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga og barnaverndar- lögum. Óskað er eftir að ráða félagsráðgjafa eða ein- stakling með aðra háskólamenntun sem nýtist í starfinu. Reynsla er áskilin. Óskað er eftir einstaklingi sem:  Hefur áhuga á uppbyggingu félags-og barna- verndarþjónustu.  Getur starfað sjálfstætt.  Hefur hæfni í mannlegum samskiptum.  Býr yfir stjórnunarhæfni. Félagsþjónusta Héraðssvæðis er samstarfs- verkefni sveitarfélaga á Héraði (Austur-Hérað, Fellabær, Norður-Hérað, Borgarfjörður eystri og Fljótsdalshreppur). Á undanförnum árum hefur verið unnið að samræmingu þjónustunn- ar á Héraðssvæði. Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf, skulu sendar Félagsþjónustu Héraðssvæðis, Einhleypingi, 701 Egilsstöðum, fyrir 1. júní 2003. Laun skv. kjarasamningum. Nánari upplýsingar um starfið veita Jónas Þ. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Héraðsstjórnar, sími 471 2715 og Sigrún Harðardóttir, formaður Félagsmála- nefndar Héraðssvæðis, sími 471 3820.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.