Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 C 13 Íbúð í New York Til leigu í sumar fullbúin tveggja herb. íbúð í Flushing, Queens. Uppl. Sif 848 3680, kidnon@hotmail.com . Keflavík Skemmti- og veitingastaður til leigu við Hafnargötu í Keflavík. Upplýsingar í síma 699 6869. Til leigu skrifstofuhúsnæði í Þarabakka 3 í Mjóddinni Glæsilegt 90 fm skrifstofuhúsnæði á 3. hæð (efstu). Hátt til lofts. Skiptist í 3 herbergi, móttökurými og eldhúsaðstöðu. Tölvulagnir fyrir hendi. Sérsnyrting. Næg bílastæði. Upplýsingar í síma 587 7060. TIL LEIGU Íbúð í miðbæ Reykjavíkur Þriggja herbergja íbúð í Þingholtunum til leigu. Nánari upplýsingar má sjá á http://www.simnet.is/tomasson og í síma 663 0437 (Gunnar). TILKYNNINGAR Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á blómum Með vísan til 65. gr. og 65. gr. A laga nr. 99/ 1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á blómum, fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 31. desember 2003. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00-16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnað- arráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Tilkynning Ræðismáladeild sendiráðs Bandaríkjanna verður lokuð vegna byggingaframkvæmda frá 23. maí til 16. júní nk. Öllum þeim sem eiga erindi við deildina vegna áritana, útgáfu bandarískra vegabréfa eða annarra mála er vinsamlegast bent á að þessa daga verða einungis afgreidd mál í sérstökum neyðartilvikum og tilbúin skjöl afhent. Frekari upplýsingar um lokunina má finna á vefslóð sendiráðsins www.usa.is . Sendiráð Bandaríkjanna. Announcement Due to construction work the consulate of the Embassy of the United States in Reykja- vík will be closed, except for return of docu- ments already processed, from May 23 to June 16, 2003. All those needing visa, passport or any other service from the consulate, please be avised: Only cases involving humanitarian emergencies will be accepted during this period. Detailed information can be found on the embassy website at www.usa.is. Embassy of the United States. Auglýsing um skipulag í Kópavogi Hörðuvellir. Breytt aðalskipulag Deiliskipulag. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2000-2012 auglýsist hér með skv. 18. gr. skipu- lags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. Breytingin nær til svæðis sem afmarkast af Rjúpnahæð í vestur, fyrirhuguðum Arnarnes- vegi og Vatnsendahvarfi í norður, fyrirhugaðri íbúðarbyggð við Andarhvarf, Fagrahvarf (Norðursvæði) og af svo kölluðu Suðursvæði í austur og Heimsenda í suður. Tillagan gerir ráð fyrir breytingum á aðalgatnakerfi og stíga- kerfi og stærð og afmörkun íbúðarsvæða, verslunar- og þjónustusvæða, opinna svæða til sérstakra nota og stofnanasvæða breytist eins og nánar er tilgreint á uppdrætti. Á svæð- inu er gert ráð fyrir blandaðri íbúðarbyggð fyrir um 2800 íbúa og er þéttleiki fyrirhugaðrar byggðar áætlaður 17 íbúðir á hektara. Aðalskipulagsuppdrátturinn er í mkv. 1:10.000 ásamt greinargerð og er hann dagsettur í apríl 2003. Þá auglýsist jafnframt, í samræmi við 25. gr. skipulags- og byggingarlaga, tillaga að deili- skipulagi á ofangreindu svæði. Í tillögunni er gert ráð fyrir blandaðri íbúðarbyggð sérbýlis og fjölbýlis. Á deiliskipulagssvæðinu er enn- fremur gert ráð fyrir heildstæðum grunnskóla, leiksskólum, um 8 ha íþróttasvæði með íþrótta- húsi og keppnisvöllum, svæði fyrir verslun og þjónustu, kirkjulóð og svæði sérstaklega ætlað íbúðum fyrir aldraða. Í tillögunni kemur jafn- framt fram fyrirhugað gatnakerfi, gönguleiðir, reiðleiðir, opin svæði, trjáræktarsvæði og leik- svæði. Tillagan er sett fram á uppdráttum í mkv. 1:1000 og 1:2000 ásamt greinargerð, sneiðmyndum og skilmálum dags. 14. apríl 2003. Ofangreindar tillögur verða til sýnis á Bæjar- skipulagi Kópavogs, Fannborg 6, 2. hæð, frá kl. 8:30 til 16:00 alla virka daga frá 23. maí til 25. júní 2003. Athugasemdir eða ábendingar skulu hafa borist skriflega Bæjarskipulagi eigi síðar en kl. 15:00 miðvikudaginn 9. júlí 2003. Þeir, sem ekki gera athugasemdir innan tilskil- ins frests, teljast samþykkir tillögunum. Skipulagsstjóri Kópavogs. Hringvegur um Norðurár- dal, Kjálkavegur-Heiðar- sporður, Akrahreppi Mat á umhverfisáhrifum - úrskurður Skipulagsstofnunar Skipulagsstofnun hefur úrskurðað samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrif- um. Fallist er á, með skilyrði, lagningu Hringvegar í Norðurárdal frá Kjálkavegi að Heiðarsporði í Akrahreppi samkvæmt leiðum B, C, G, L og M. Úrskurðurinn í heild liggur frammi hjá Skipu- lagsstofnun, Laugavegi 166, 150 Reykjavík. Úrskurðinn er einnig að finna á heimasíðu Skipulagsstofnunar: www.skipulag.is . Úrskurð Skipulagsstofnunar má kæra til um- hverfisráðherra og er kærufrestur til 20. júní 2003. Skipulagsstofnun. Landbúnaðarráðuneytið Tollkvótar vegna innflutn- ings á nautgripa-, svína-, alifugla- og hreindýrakjöti Með vísan til 65. gr. og 65 gr. A laga nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvör- um, með síðari breytingum og með vísan til reglugerðar, dags. 15. maí 2003, er hér með auglýst eftir umsóknum um tollkvóta vegna innflutnings á nautgripa-, svína-, alifugla- og hreindýrakjöti, fyrir tímabilið 1. júlí 2003 til 30. júní 2004. Nánari upplýsingar liggja frammi í ráðu- neytinu á skrifstofutíma frá kl. 9:00-16:00. Skriflegar umsóknir skulu berast til landbúnað- arráðuneytisins, Sölvhólsgötu 7, 150 Reykjavík, fyrir kl. 15:00 föstudaginn 23. maí nk. Landbúnaðarráðuneytinu, 15. maí 2003. Akurinn, kristilegt samfélag Góð heimsókn Sautján söngvarar frá Klaksvík í Færeyjum (vinabæ Kópavogs) heimsækja Kópavog helg- ina 17.-18. maí. Stjórnandi kórsins er Jógvan við Keldu, lögþingsmaður. Söngflokkurinn mun halda söngsamkomu í Núpalind 1, sunnudaginn 18. maí kl. 13.00 og tónleika á Akranesi kl. 17.00 sama dag. Allir hjartanlega velkomnir. Kaffi og meðlæti eftir samkomuna. Akurinn, kristið samfélag, Núpalind 1, Kópavogi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.