Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.05.2003, Blaðsíða 16
16 C SUNNUDAGUR 18. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ HÚSNÆÐI Í BOÐI Til leigu endaraðhús í Staðahverfi í Grafarvogi Langtímaleiga. 4 svefnherbergi, stórt fataher- bergi, 2 baðherbergi, eldhús, stofa, sjónvarps- herbergi, þvottahús og bílskúr. Tilboð óskast send á box@mbl.is, merkt: „L — 13709." ÚU T B O Ð Fangelsi á Hólmsheiði Forval nr. 13308 Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. dóms- og kirkju- málaráðuneytisins, óskar eftir áhugasömum aðilum til að taka þátt í alútboði um byggingu fangelsis á Hólmsheiði í Reykjavík. Fangelsið er ætlað um 50 föngum. Þarna er um að ræða um 4.000 m² byggingu auk tilheyrandi stoð- rýma vegna vinnu og íþrótta. Fangelsið á að byggja á 3,5 ha lóð á Hólmsheiði í jaðri Reykja- víkurborgar. Verkinu tilheyrir uppsetning girð- ingar umhverfis fangelsissvæðið með tilheyr- andi öryggishliðum og -búnaði. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. desember 2005. Forvalsgögn eru til sýnis og sölu á kr. 6.000 hjá Ríkiskaupum, Borgartúni 7C, 105 Reykjavík. Umsóknum um þátttöku í forvali skal skila til Ríkiskaupa í síðasta lagi 2. júlí 2003 kl. 14.00. FYRIRTÆKI Sölu og markaðsfólk Þjónustusíða á netinu til sölu, ásamt mikilli undirbúningsvinnu, listum og fleiru. Síðan er tilbúin til rekstrar og hefur verið kynnt lítillega við mjög góðar undirtektir. Tilvalið sem viðbót við annan rekstur, sem aukavinna heima eða aðalstarf fyrir einn eða tvo. Býður upp á nánast óþrjótandi stækkunarmöguleika og góðar tekj- ur fyrir rétta aðila. Mjög lítill rekstrarkostnaður, skemmtilegt og sívaxandi þema. Verð 2 millj- ónir. Þeir sem óska frekari upplýsinga, sendi nafn, tölvupóstfang og símanúmer til auglýs- ingadeildar Mbl. eða á box@mbl.is. BÁTAR SKIP Nýsmíði til sölu Til sölu er plastbátur, nýsmíði, afhendist með Yanmar eða Deniwer vél. Báturinn er 8,84 m. LOA. B. 3,05 m. D. 1,40 m. Smíðaður í Engl- andi/Íslandi 2003. Skipamiðlun Bátar og Kvóti. http://www.skipasala.com Sími 568 3330. Fax 568 3331. Til sölu Hafnarröst ÁR 250 Til sölu er Hafnarröst sem er neta- og snur- voðaskip. Skipið er 218 brl., 36,3 m langt og 7,31 m breitt. Skipið var yfirbyggt og því breytt í frystiskip árið 1989. Það hefur 17 tonna frysti- getu á sólarhring. Lestar eru tvær, frystilest og kælilest. Nánast öll tæki í brú voru endur- nýjuð árin 2000 og 2001. Vélar, rafmagn og búnaður mikið endurnýjaður og í frábæru ástandi. Verð mjög lækkað, 15 milljónir, miðað við stað- greiðslu en ýmis skipti gætu komið til greina, jafnt á minni bátum eða fasteignum. Uppl. í síma 892 2327. SUMARHÚS/LÓÐIR Úrvals sumarbústaður óskast Er að leita að vönduðum og vel útbúnum 40— 50 m² sumarbústað á um 1 hektara landi, í kjarri eða skógivöxnu landi, fjarri umferð og þéttri byggð, í um 1 til 2 klst. akstursfjarlægð frá Reykjavík. Aðkeyrsla, bílastæði og um- gengnislóð frágengin. Neysluvatn og rafmagn (og hiti) í aðlögnum og löglegt frárennsli. Bú- staðurinn hafi aðgang að silungsveiði og sé nálægt golfvelli og sundlaug. Staðgreiðsla fyrir réttan bústað. Tilboð sendist í tölvupósti til: gutti@landspitali.is. Svarað á kvöldin í síma 587 3465. Skorradalur - sumarhús Til sölu stórglæsilegur 45 fm sumarbústaður auk svefnlofts og gestahúss í landi Dag- verðarness í Skorradal. Húsið stendur á skógi- vöxnu landi, nálægt Skorradalsvatni, með geysifögru útsýni yfir vatnið og til fjalla. Verönd og sólpallar eru kringum húsið. Hér er um að ræða vandað hús í einu vinsæl- asta sumarhúsahverfi landsins. Innan við klst. akstur frá Reykjavík. Ásett verð 9,9 millj. Bústaðurinn er til sýnis í dag og næstu dag. Upplýsingar gefa Runólfur í síma 892 7798 og Halldór í síma 898 1232. HÖFÐI fasteignamiðlun, Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 533 6050 — hofdi@hofdi.is . Styrkur Orkuveita Reykjavíkur auglýsir styrk til konu sem stundar eða hyggst hefja í haust nám í verkfræði eða tæknifræði. Einungis nám til fyrstu prófgráðu í greininni er styrkhæft. Styrkurinn verður veittur um mánaðamótin ágúst—sept. nk. Styrkupphæðin er 450 þúsund krónur. Umsóknum með náms- og starfsferil ásamt upplýsingum um fyrirhugað nám og staðfest- ingu á skráningu skilist til Orkuveitu Reykjavík- ur, Bæjarhálsi 1, 6. hæð (sími 516 7707), 110 Reykjavík, fyrir 20. júní nk. Orkuveita Reykjavíkur hefur það sem lið í jafnréttisáætlun sinni að hvetja konur til náms í tæknigreinum og reyna þar með að stuðla að auknu framboði af vel menntuðum konum á þeim sviðum sem best nýtast Orkuveitunni. SJÁ EINNIG RAÐAUGLÝSINGAR Á BLS 43 OG 44

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.