Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 14
LISTIR
14 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
ALMENNAR
BÍLA-
VIÐGERÐIR
Vagnhöfði 21 • 110 Reykjavík
Sími: 577 4500 • www.velaland
velaland@velaland.is
d
es
ig
n.
is
2
00
3
Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði
„Að geta sýnt fram á lokapróf í Alþjóðlegri ferða-
markaðsfræði frá jafn virtri stofnun sem IATA/UFTAA
er, hlýtur að teljast gulltrygging fyrir atvinnu innan
ferðaþjónustunnar hvar sem er í heiminum.“
Sigurlaug Valdís Jóhannsdóttir,
Allrahanda.
Námsefnið kemur frá IATA/UFTAA og tekin eru próf í mars nk. og
veitir því alþjóðlega viðurkenningu, en kennslan fer fram á íslensku.
Námið hentar öllum þeim, sem áhuga hafa
og vilja auka þekkingu sína á ferðaþjónustu.
www.menntun.is
Bíldshöfða 18 • Sími 567 1466 • Opið frá kl. 8—22
Hverafold 1-3 • Torgið - Grafarvogi • Sími: 577 4949
Opnunartími:
11-18 mánudag-föstudag
11-18 og 20-22 fimmtudag • 12-16 laugardag
Glæsilegt verð
á glæsilegum vörum
Vorhátíð LHÍ, haldin í Listasafni
Reykjavíkur – Hafnarborg kl. 20
Kammertónleikar – Strengjakvart-
ettinn Áróra flytur tríó fyrir píanó,
fiðlu og selló eftir Franz Schubert og
píanókvintett eftir Dmitri Shostak-
ovitch píanókvintett. Kvartettinn
skipa Helga Þóra Björgvinsdóttir,
fiðla, Ingrid Karlsdóttir, fiðla, Vala
Ólafsdóttir, víóla, Gyða Valtýsdóttir,
selló og Daníel Bjarnason píanó.
Þriðjudagur kl. 12-12.30 Fókusinn
– verk nemenda skoðuð.
Í DAG
Sjá einnig Staður og stund á mbl.is
UPPLÝSING, félag bókasafns- og
upplýsingafræða, hefur útnefnt
bókina Skrýtnastur er maður sjálf-
ur – hver var Halldór Laxness?
eftir Auði Jónsdóttur bestu fræði-
bók fyrir börn sem út kom á árinu
2002.
Í rökstuðningi dómnefndar segir
m.a. að bókin hafi orðið fyrir valinu
vegna þess að hún væri mjög vel
skrifuð, upplýsandi og nýstárleg.
„Bókinni er ætlað að fræða okkur
um líf og starf Halldórs Laxness
en ekki síður um
manneskjuna
Halldór og þann
tíma og það þjóð-
félag sem hann
lifði í. Dómnefnd
þykir bókin at-
hyglisvert fram-
lag til að koma
einum fremsta
rithöfundi Íslend-
inga á framfæri við yngri kynslóð-
ina. Markmiðið með viðurkenningu
Upplýsingar er að hvetja til útgáfu
vandaðra fræðibóka fyrir börn og
er ekki hægt að segja annað en að
hér sé um slíka bók að ræða.
Skrýtnastur er maður sjálfur
hlaut á dögunum tilnefningu til Ís-
lensku bókmenntaverðlaunanna og
hefur vakið athygli heima og er-
lendis. Mál og menning gaf bókina
út.
Skrýtnastur er maður
sjálfur besta fræðibók barna
Auður Jónsdóttir
við illan kost í síðari heimsstyrjöldinni
og mjög líklega haft þörf fyrir sam-
vistir við almættið. Lagið er ákaflega
sérkennilegt og varla hægt að átta sig
á frammistöðu flytjenda, sem þó unnu
sitt af öryggi.
Lokaverkefni tónleikanna var
kantatan Gottes Zeit ist die allerbeste
Zeit, eftir J.S.Bach, sem mun vera
meðal fyrstu verka hans, þótt það sé
skráð BWV 106. Talið er að verkið sé
samið 1707 og að það hafi verið flutt
við jarðarför móðurbróður Bachs,
Tobiasar Lämmerhirt, en eftir hann
erfði Bach 50 gyllini, sem gerði hon-
um kleift að giftast frænku sinni,
Maríu Barböru. Verk þetta er að því
leyti til ólíkt seinni verkum meistar-
ans, að þar er ekki farið eftir forskrift
þeirri sem Neumeister setti fram um
1700, þar sem lögð er áhersla á
dramatíska túlkun og notkun á sér-
ortum texta. Hjá Bach, sem auk þess
að notast í þessu verki aðeins við bibl-
íu- og sálmatexta, kemur strax fram
sú aðferð að byggja verkin á mismun-
andi formgerðum og þannig gefa
forminu meiri vídd. Ein aðferðin er,
að á móti einsöng syngur einhver kór-
röddin sálmalag, eins og gerist í
bassaaríunni Í dag skaltu vera með
mér í Paradís, sem Benedikt Ingólfs-
son söng sérlega vel. Aríurnar sem
eru flestar ofnar saman í eina heild
með kórnum voru sungnar af Lauf-
eyju Helgu Geirsdóttur, Oddnýju Sig-
urðardóttur, sem einnig átti lengstu
aríu verksins, Nú héðan á burt í friði
ég fer og Guðlaugi Viktorssyni. Öll
fóru þau vel með en mest bragð var af
söng kórsins í upphafs- og lokakórn-
um, sem er rismikil tónsmíð, þar sem
fléttað er saman leik hljómsveitar og
kórs, með svipuðum hætti og síðar
gerðist í kóralforspilum meistarans.
Þar sýndi það sig, að Vox gaudiae er
vaxandi kór, undir stjórn Jóns Ólafs
Sigurðssonar, kór sem vel má hafa
vakandi auga með í framtíðinni.
Hljómsveitin, sem var tvær blokk-
flautur (Camilla Söderberg og Ragn-
heiður Haraldsdóttir), tvær gömbur
(Hildigunnur Halldórsdóttir og Ólöf
Sesselja Óskarsdóttir) og basso cant-
inuo (Sigurður Halldórsson og Lenka
Mátéová) lék smá Sónatínu (forleik) í
upphafi, er að öðru leyti sá um „cont-
inuo“ undirleik og í lokakórnum, þar
sem sveitin átti nokkrar sjálfstæðar
strófur. Tónleikarnir voru bornir uppi
af töluverðum metnaði og góður söng-
ur kórsins átti sitt í að gera þessa tón-
leika ánægjulega, er lauk svo tónleik-
unum með því að syngja aftur Alta
trinita, með sannkölluðum glæsibrag.
TÓNLIST
Hjallakirkja
Kórinn Vox gaudiae, einsöngvarar og bar-
okksveitin Aldavinir fluttu trúartónlist frá
ýmsum tímum undir stjórn Jóns Ólafs Sig-
urðssonar. Miðvikudagurinn 13. maí,
2003.
KÓRTÓNLEIKAR
Raddir gleðinnar
ÞAÐ er góðs viti að tónlistarstarf í
kirkjum landsins hefur vaxið mjög á
undanförnum árum og að hin mikla
menningareign kirkjunnar á sviði
kirkjutónlistar er uppistaðan í við-
fangsefnum kirkjukóranna. Vox
gaudiae, kammerkór undir stjórn
Jóns Ólafs Sigurðssonar, orgelleikara
í Hjallakirkju, hélt tónleika sl. mið-
vikudagskvöld í Hjallakirkju, þar sem
bæði er að finna nýtt orgel og góða
hljómgun og flutti tónverk er spanna
tímann frá barokk til nútímans.
Tónleikarnir hófust með hinum
forna himna Alta trinita beata, er
hljómaði einstaklega fallega og hon-
um fylgt eftir með öðrum fornum
himna, Þetta er þinn dagur. Eftir
Jakob Tryggvason var sunginn fal-
legur sálmur við hinn klassíska texta
Hallgríms, Vertu Guð faðir, faðir
minn, sem kórinn flutti á látlausan og
fallegan máta. Í tveimur verkum eftir
Bruckner, Locus iste og Ave Maria,
þar sem heyra má einstaklega falleg-
ar raddfleyganir, gat að heyra, að Vox
gaudiae er góður kór, þar sem gott
jafnvægi er á milli raddanna (8-7-5-5),
er ráða yfir töluverðum styrkleika-
breytingum, sem Bruckner gerir
töluvert tilkall til í þessum fallegu
verkum.
Eftir norska tónskáldið Knut Ny-
stedt, sem gerir mikið af því að semja
við enskan texta, var sungið Peace I
leave with you en það er tónalt nokk-
uð erfitt verk, sem kórinn söng af ör-
yggi. Karlarnir sungu svo einir lat-
nesku friðarbænina Domine pacem,
af töluverðum þokka. Sólokantatan
Singet dem Herrn ein neues Lied, eft-
ir Buxtehude, er samin fyrir sópran,
fiðlu, selló og orgel. Laufey Helga
Geirsdóttir söng verkið og sýndi sig
að vera efnileg söngkona og þrátt fyr-
ir lága barokkstillingu hljóðfæranna,
náði hún oft blómstrandi hljómi á efra
tónsviðinu. Ave verum corpus, eftir
Mozart og Eitt orð Guðs, eftir Faure
var fallega flutt af kór og orgelleikara,
sem var Lenka Máteova en einmitt í
verki Faure er margt fallegt að heyra
í orgelsamleiknum. Kristján Helga-
son bariton og Lenka Máteova fluttu
sérkennilegt smálag eftir óperu-
söngvarann Sigurð Skagfield, við
Faðir vor og er það samið 1942. Þá
mun Sigurður hafa verið í Þýskalandi, Jón Ásgeirsson
RÉTTINDASTOFA Eddu – út-
gáfu hefur gengið frá samningi
um sölu á skáldsögunni Augu þín
sáu mig eftir Sjón til Like í Finn-
landi. Þar með hefur útgáfurétt-
urinn á sögunni verið seldur til
fjögurra landa en hin löndin eru
Danmörk, Svíþjóð og Noregur.
Þá er framhald skáldsögunnar,
Með titrandi tár, sem Mál og
menning gaf út árið 2001, vænt-
anlegt í Svíþjóð á vordögum
2004.
Umsagnir erlendra fjölmiðla
um Augu þín sáu mig hafa allar
verið á eina lund. Gagnrýnandi
Politiken í Danmörku sagði að
sagan væri skrifuð „í hárbeittum
stíl sem vísast gæti sett herra og
frú Danmörku út af laginu“ og
bætti því við að hún væri „líka
fyndin og hreinir galdrar“. In-
formation sagði: „Það eru ekki
margir norrænir höfundar sem
skrifa um þessar mundir texta
jafn leikandi og úthugsað og
þessa skáldsögu.“ Þá sagði gagn-
rýnandi Weekendavisen söguna
„seiðmagnaða“ og bætti við: „Hið
sérlega sjónska er léttleiki, íþrótt
eða glæsileiki; yfirlætislaust
kæruleysi væri trúlega réttnefni
– viturt og einbeitt kæruleysi,
víðs fjarri og handan við bæði til-
finningaþrunginn og tilgerð-
arlegan póstmódernisma.“
Sjón fór tónleika- og upplestr-
arferð til Bretlands með Brodsky-
kvartettinum í vor þar sem hann
las sögu sína Anna and the
Moods. Brodsky-kvartettinn er
meðal hinna virtustu í heiminum
en sögunni hefur verið lýst sem
nútímaútgáfu af Pétri og úlf-
inum. Segist Réttindastofa Eddu
hafa kynnt söguna á barnabóka-
messunni í Bologna nú í apríl og
þar hafi hún vakið mikla athygli.
Standi nú yfir viðræður við for-
lög víða um heim um útgáfu á
sögunni.
Skáld-
saga
Sjóns
gefin út í
Finnlandi
Morgunblaðið/Einar Falur
Sjón
BÓK Ingu Láru Baldvinsdóttur,
Ljósmyndarar á Íslandi/Photo-
graphers of Iceland 1845–1945, hef-
ur vakið athygli víða í Evrópu og
hlotið afar jákvæða dóma, m.a. í
virtum fagtímaritum sem hafa
fjallað ítarlega og á afar jákvæðan
hátt um þetta viðamikla verk Ingu
Láru.
Árið 2001 gaf JPV útgáfa bókina
út í samvinnu við Þjóðminjasafn Ís-
lands og hlaut til þess styrki, m.a.
frá Hasselblads-sjóðnum í Svíþjóð.
Í bókinni er fjallað um sögu og
þróun ljósmyndunar á Íslandi. Hana
prýða hátt á fimmta hundrað ljós-
myndir sem veita fágæta sýn á þjóð-
ina og sögu hennar. Allar ljósmynd-
irnar eru birtar óbreyttar og í
upprunalegum lit og margar höfðu
ekki birst áður á prenti. Í bókinni er
einnig ljósmyndaratal, orðalisti og
ítarleg heimildaskrá ásamt mynda-
skrám, og nafna- og atriðisorðaskrá.
Að auki er megintextinn á ensku til
að auðvelda útlendingum lesturinn.
Í vorhefti History of Photography
er prentverkinu hælt ekki síður en
inntaki bókarinnar og segir þar:
„Þessi áhrifamikla bók hefur ómet-
anlegt gildi fyrir sögu ljósmyndunar
og er nauðsynlegt öllum þeim sem
einhverju láta sig
skipta þekkingu
á sögu ljósmynd-
unar.“
Í aprílhefti
danska tímarits-
ins Objektiv/
Dansk Foto-
historisk Selskab
er útliti bókar-
innar, prentun og
faglegum vinnu-
brögðum Ingu Láru hrósað og segir
m.a.: „…nákvæmt uppflettirit með
vísunum til heimilda og ítarefnis á
íslensku skapar bók þessari algjöra
sérstöðu … loksins hefur Ísland
eignast bók sem er hliðstæð því sem
tíðkast á Norðurlöndum.“
Einnig fer gagnrýnandi hollenska
tímaritsins PF Magazine Fotografie
En Imaging fögrum orðum um bók-
ina í aprílhefti sínu og segir hana
mikilvæga heimild um sögu og þró-
un ljósmyndunar.
Inga Lára Baldvinsdóttir er sér-
fræðingur á Þjóðminjasafni Íslands
og vann í mörg ár að þessu viða-
mikla verki, rannsakaði ljósmyndir í
innlendum og erlendum söfnum auk
þess að leita fanga hjá fjölmörgum
heimildarmönnum.
Ljósmyndarar á Ís-
landi vekja athygli
Inga Lára
Baldvinsdóttir