Morgunblaðið - 19.05.2003, Síða 18
18 MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
EFTIR tólf ára forystu í ríkisstjórn varð
Sjálfstæðisflokkurinn fyrir talsverðu fylg-
istapi í alþingiskosningum um síðustu
helgi. Kannanir eftir kosningar sýna að
umtalsvert fylgi við Framsóknarflokkinn,
samstarfsflokk okkar í ríkisstjórn, kom frá
þeim sem kusu Sjálfstæðisflokkinn 1999.
Hluti skýringar á þessu tapi er að ýmsir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins svör-
uðu skilaboðum forystu Framsóknar um
að forsenda áframhaldandi stjórnarsam-
starfs byggðist á að Framsókn yrði ekki
fyrir því fylgistapi sem kannanir spáðu.
Ríkisstjórnin hélt traustum velli.
Það er full ástæða til að fyllast stolti yfir
Sjálfstæðisflokknum og stuðningsmönnum
hans. Heilindi og trygglyndi eru einkenni
okkar fólks.
Einstakur árangur
Undir forystu Davíðs Oddssonar hefur
Sjálfstæðisflokkurinn leitt þjóðina inn í
nýtt samfélag sem stenst samanburð við
alla mælikvarða um eitt framsæknasta og
lífvænlegasta samfélag á meðal þjóða,
þrátt fyrir smæð okkar. Ég er ekki viss
um að við Íslendingar gerum okkur nægi-
lega grein fyrir þeim stórkostlegu breyt-
ingum sem hafa orðið í samfélagi okkar á
síðustu árum undir forystu Davíðs. Við
færumst frá samfélagi sem var langt neð-
an við miðju alþjóðlegra mælikvarða um
skynja m
kosning
þegar fr
sem þur
stæðisfl
þurfum
Stærs
arinnar
lögum o
verður
áhrif þe
herrast
Feðraor
Að
Þótt é
greinar
gæði þjóða upp í hóp hinna tíu efstu.
Styrkur Sjálfstæðisflokksins er fólginn
í því að hann höfðar til breiðs hóps kjós-
enda. Hann spannar svið frá „kratískum“
viðhorfum yfir til íhalds og frjálshyggju.
Rétt blanda þessara viðhorfa hefur gert
þjóðina sterka. Úr þessari breidd hefur
orðið til stefna sem leggur áherslu á ein-
staklingsfresli til athafna og umbun fyrir
dugnað um leið og þeir sem eru minni
máttar njóta stuðnings og styrks til að
standa eins sjálfstæðir og þeim er mögu-
legt. Þessi stefna boðar umburðarlyndi
fyrir ólíkum viðhorfum, við hlustum og
þróumst, en höldum fast í kjarnann. Frá
þessari breidd skulum við aldrei víkja.
Brjóstagjöf úr ráðherrastóli
Við höfum yfirleitt verið heppin með
mannval. Forysta okkar er gríðarlega
sterk. Nú er áberandi sókn ungra manna
inn á þing. Þeir hafa góðan bakgrunn.
Þótt bindishnútarnir í kosningunum hafi
virkað svipaðir eru þessir einstaklingar
ólíkir að upplagi og áherslum. Þeir við-
halda breiddinni. Það mun koma skýrt í
ljós á þessu þingi. Saman munu þeir halda
uppi merkjum hinnar víðsýnu sjálfstæð-
isstefnu. Nýliðun í hópi kvenna varð nán-
ast engin hjá okkur í þessum kosningum
og fækkun þeirra í þingliðinu áberandi.
Hér þurfum við sjálfstæðismenn að
Kjörtímabil kynsl
Eftir Árna Sigfússon
’ Stí sög
ist br
orlof
lofi. Þ
verð
miki
þess
Á SAMA tíma fyrir ári bjuggust flestir við
því að aðild Íslands að Evrópusambandinu
yrði eitt af stóru kosningamálunum í vor.
Flestir höfðu rangt fyrir sér. Þegar á hólm-
inn var komið höfðu kjósendur engan áhuga
á Evrópusambandinu. Og þess vegna var lít-
ið sem ekkert sagt um það í kosningabarátt-
unni.
Þessi mál voru mikið á dagskrá í haust og
voru rædd á vettvangi atvinnurekenda og
launþega, á vegum frjálsra félagasamtaka, í
háskólum, í fjölmiðlum og í stjórnmálaflokk-
unum. Skemmst er frá því að segja að um-
ræðan slökkti áhuga Íslendinga á að ræða
þetta frekar. Þeir stjórnmálaleiðtogar sem
mest höfðu talað um aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu í haust steinhættu því í vor.
Það er engu líkara en að Íslendingar hafi
kosið að vera áfram utan þessa sambands,
án þess að hafa beinlínis kosið um það.
Davíð Þór Björgvinsson, prófessor við
lagadeild Háskóla Íslands, sem starfar nú
við EFTA-dómstólinn, ritaði grein sem birt-
ist í Morgunblaðinu 9. mars sl. þar sem hann
fjallaði um stjórnarskrá Íslands og framsal
ríkisvalds. Gerði hann stuttlega grein fyrir
réttarstöðunni í dag og lýsti því þar að erfitt
væri fyrir stjórnmálaflokka að setja aðild að
Evrópusambandinu á oddinn í kosningabar-
áttunni.
Ástæðuna kvað hann vera að lögfræðilega
pólitíska
ESB get
hluti af þ
að lagag
aðild sé m
þeirra k
áður en b
Af þessu
að ná br
Stjórn
fyrir kos
eftir kos
slík brey
á miðju k
inga, sem
og Davíð
rugla alþ
aratkvæ
bandinu
legs eðli
Hinu p
það er ár
Alþingi a
fyrir aði
eru allar
hugunar
athugun
iskosnin
Það er
tískar fo
ópusamb
ómögulegt væri að efna loforðið að fullu á
því kjörtímabili sem nú er að hefjast, jafnvel
þótt öllum öðrum hindrunum yrði rutt úr
vegi. Taldi Davíð Þór ærið tilefni til að
fjallað yrði um stjórnskipulega hlið aðild-
arinnar, en Ísland gæti ekki gengið í sam-
bandið að óbreyttri stjórnarskrá „… vegna
þess að aðild hefði í för með sér framsal rík-
isvalds til sambandsins umfram þau tak-
mörk sem stjórnarskráin setur. Breytingar
á stjórnarskrá þarf að samþykkja á tveimur
þingum, með kosningum á milli. Þótt rík-
isstjórn og/eða þingmeirihluti kunni að taka
Kosningarnar og E
Eftir Birgi Tjörva Pétursson
’ Það er áreiðanlegaekki meirihluti fyrir því á
Alþingi að breyta stjórn-
arskránni til að opna fyr-
ir aðild að Evrópusam-
bandinu. Þannig eru allar
líkur á því að slíkt komi
ekki til athugunar … fyrr
en í tengslum við alþing-
iskosningar 2011. ‘
FYRIRSJÁANLEGUR TAPREKSTUR
ENDURSKOÐUN
VEIKINDARÉTTAR
Kjarabarátta snýst um meiraen að krefjast hærri launa. Íraun mætti með vísan í
reynslu færa rök að því að slíkar
kröfur einar og sér leiði til verri
kjara en ekki betri, enda hefur
kjarabarátta tekið miklum breyt-
ingum á undanförnum áratug. Það
er hins vegar hægt að leita margs
konar leiða að því markmiði að
bæta kjör og auka kaupmátt. Versl-
unarmannafélag Reykjavíkur hefur
leitað nýrra leiða í kjarabaráttu svo
eftir hefur verið tekið og m.a. undir
forustu nýs formanns, Gunnars
Páls Pálssonar, sem tók við starfinu
á liðnu ári og setur fram ýmsar ný-
stárlegar hugmyndir í viðtali í
Morgunblaðinu í gær.
Gunnar Páll beinir þar sjónum að
sjúkrasjóðum, orlofsdögum og að-
komu stéttarfélaga að stjórnum
fyrirtækja. Í ræðu, sem hann flutti
1. maí, velti hann upp hugmyndum
um það hvort hér ætti að taka upp
svipað kerfi veikindaréttar og tíðk-
ast á Norðurlöndum. Í viðtalinu
segir hann að hér á landi séu laun-
þegar betur tryggðir í stuttum en
langvinnum veikindum. Veikinda-
réttur sé almennt lengri hér á
landi, en hann byggist aftur á móti
smám saman upp. Gallinn sé sá að
fólk skipti sífellt um vinnu og nýtt
fólk komi inn á vinnumarkaðinn.
Við það falli veikindarétturinn nið-
ur. Þetta mætti leysa með því að
byggja veikindaréttinn upp utan
fyrirtækjanna og það ætti einnig að
gilda um veikindi barna.
Gunnar Páll telur að nýta beri
einstaka sjúkrasjóði verkalýðs-
félaga hér á landi, fækka þeim og
stækka og taka upp meiri samvinnu
milli þeirra þannig að réttindi verði
millifæranleg eins og í lífeyris-
sjóðakerfinu.
Gagnvart vinnuveitendum yrði
þetta kynnt með því að tekið yrði
aftan af veikindaréttindum gegn
kauphækkun um leið og greiðsla
dagpeninga úr sjúkrasjóðum hæfist
fyrr og styrktími lengdist.
Gunnar Páll segir að veita verði
þeim, sem lendi í lengri veikindum
eða verði fyrir alvarlegum áföllum,
meiri stuðning.
„Til dæmis mætti skoða það að
fyrsti dagurinn í veikindum yrði
launalaus, eins og tíðkast sumstað-
ar í Skandinavíu,“ segir hann. „Það
er dýrasti veikindadagurinn út frá
sjónarhóli vinnuveitandans. Við er-
um með lélegar tryggingar fyrir þá
sem eru með langveik börn eða eiga
við alvarlegan sjúkdóm að stríða,
jafnvel árum saman. Þá er fólki
hent út úr kerfinu. Ég held það
væri sniðugra að snúa þessu við og
menn hefðu sjálfsáhættu í minni
veikindum gegn því að fá betri
tryggingar í lengri og alvarlegri til-
vikum.“
Gunnar Páll bætir við að með því
að taka upp tryggingakerfi af þess-
um toga skapaðist jafnvel svigrúm
um leið til að hækka laun og mætti
nota það til að hækka lægstu launin
sérstaklega.
Þær hugmyndir, sem Gunnar
Páll, leggur fram eru athygli verðar
og sú grundvallarhugsun að kerfið
eigi fremur að styðja þá, sem lenda
í langvinnum erfiðleikum, hvort
sem þau eru vegna slyss, veikinda
eða af öðrum toga, en þann þorra
launþega, sem þarf að taka veik-
indadaga af og til, lýsir mjög skyn-
samlegri forgangsröðun. Margir
geta sagt raunasögur af því hvernig
þeir hafa orðið utangátta í kerfinu
vegna langvinnra veikinda eða ann-
arra aðstæðna, en flestir myndu
sennilega fara létt með það að yfir-
vinna launamissi vegna tilfallandi
veikinda dag og dag.
Mikil umræða um þjóðfélagsmál
virðist eiga sér stað innan stétt-
arfélaganna um þessar mundir.
Skemmst er að minnast hugmynda,
sem BSRB setti fram um breyt-
ingar á skattkerfinu í átt til aukins
jafnaðar 1. maí og hafa verið raktar
hér í blaðinu. Nú bætast við hug-
myndir VR um róttækar breytingar
á sjúkrasjóðum og tryggingamálum
launþega. Þessar hugmyndir þarf
að taka til rækilegrar skoðunar.
Á stjórnarfundi í OrkuveituReykjavíkur sl. föstudag lögðu
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í stjórn
fyrirtækisins, þeir Björn Bjarnason
og Guðlaugur Þór Þórðarson, fram
bókun þar sem athygli er vakin á því,
að Lína.net hafi tapað á árunum 2001
og 2002 329 milljónum króna. Enn-
fremur vöktu þeir athygli á því í bók-
un, að Tetra Ísland ehf. hefði á sama
tíma tapað 346 milljónum króna.
Þórólfur Árnason, borgarstjóri,
sagði á síðasta borgarstjórnarfundi,
að staðreynd væri að ekki hefðu öll
fjarskiptafyrirtæki lánast og skilað
eigendum sínum góðum hagnaði.
Tímar hefðu verið erfiðir fyrir þessi
fyrirtæki. Fáir vita það betur en
borgarstjóri, sem hafði forystu um
vel heppnaða uppbyggingu Tals hf. á
sama tíma.
Það sem er sérstakt við taprekstur
þessara fyrirtækja og þá alveg sér-
staklega Línu.nets er það, að nánast
frá upphafi varaði minnihlutinn í
borgarstjórn meirihlutann við því, að
lítið sem ekkert vit væri í þessum
rekstri en á þær aðvaranir var aldrei
hlustað. Þáverandi borgarstjóri,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, hélt
uppi hörðum vörnum fyrir aðild
Orkuveitu Reykjavíkur að fyrirtæk-
inu á sama tíma og Inga Jóna Þórð-
ardóttir, þáverandi oddviti minni-
hlutans gagnrýndi þessa ráðstöfun
fjármuna borgaranna harðlega.
Nú er komið í ljós, að allt, sem
borgarfulltrúar minnihlutans í borg-
arstjórn Reykjavíkur hafa sagt um
þetta mál, hefur reynzt rétt. Það er
alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá,
sem að þessu hafa staðið.
KOSNINGABARÁTTAN er að baki, kosn-
ingarnar frá og sumarið framundan. Þessa
dagana hittumst við í ýmsum hópum innan
hreyfingarinnar, förum yfir atburði síðustu
vikna, gleðjumst yfir því sem vel var gert og
veltum vöngum yfir því sem betur mátti fara.
Að langmestu leyti erum við sátt við okkur
sjálf og hvernig við stóðum að verki bæði í
framlínu og bakvarðasveit.
Á ferðum mínum um landið átti ég þess
kost að koma við á nær öllum kosn-
ingaskrifstofum Vinstri grænna. Alls staðar
var baráttuglatt fólk að verki sem lagði ótrú-
lega mikið á sig í baráttunni fyrir stefnu
Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.
Flest þetta fólk lagði sitt af mörkum í sjálf-
boðavinnu sem aldrei verður metin til fjár.
Mörg þeirra sem lögðu okkur lið í kosn-
ingabaráttunni hafa áður komið að slíku
starfi og geta miðlað reynslu til nýliðanna.
Þetta fólk leggur til kjölfestuna og er ómiss-
andi og ómetanlegt. Nýliðarnir hafa ekki síð-
kom til l
öðlaðist
asta dag
Barát
framboð
einkenn
trú á gó
baráttu
var vel t
fannst v
myndum
fyrir fjó
ingum fl
varð að v
um aðei
okkur h
sárni þa
fylgi í þi
vestur- o
tilviki til
En vi
stofume
ur miklu að miðla. Unga fólkið vakti athygli í
baráttunni fyrir dugnað og ósérhlífni, frum-
legar hugmyndir og djarfleg uppátæki. Það
kom með gleðina inn í baráttuna og upplífg-
andi baráttuanda. Vinstrihreyfingin – grænt
framboð þarf sannarlega engu að kvíða varð-
andi framtíðina. Kraftmikil sveit ungs fólks
Kaflaskil í baráttu
Eftir Steingrím J. Sigfússon
’ En við segjum einsog þeir Spaugstofu-
menn: Það gengur bara
betur næst. Við getum
verið stolt af kosninga-
baráttunni, sem við
háðum á málefnalegum
grunni og heiðarlegum
forsendum. ‘