Morgunblaðið - 19.05.2003, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 19
ára stjórnarforystu okkar tengist að hluta
til því forgangsverkefni að tryggja áfram
ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðis er
okkur hollt að horfa í eigin barm og
spyrja hvort allir frambjóðendur og for-
ystumenn okkar hafi náð að geisla sjálf-
stæðisstefnunni til kjósenda. Við vitum að
svo var ekki. Í prófkjörum komandi ára
þurfa stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins
að hugleiða betur hvernig þeir tryggja
fólk til forystu sem hefur þekkingu, drif-
kraft og, ekki síst, nær að höfða til kjós-
enda sem einstaklingar. Sérhver forystu-
maður verður að standast þær kröfur. Sá
sem hefur þekkinguna og dugnaðinn en
skortir rétta útgeislun til kjósandans á að
þekkja sinn stað. Ef hann skilur það ekki
sjálfur þarf að hjálpa honum til að gera
það. Ef hann hlustar ekki þarf að færa
hann úr forstuhlutverki í prófkjöri. Ég
hef fulla trú á því þingliði Sjálfstæð-
isflokksins sem nú var kjörið, að þing-
menn skilji að mest er um vert að sjálf-
stæðisstefnan festi enn sterkari rætur í
samfélagi okkar í gegnum öfluga stjórn-
arforystu. Ég trúi því að þetta kjörtímabil
verði því undirbúningur talsverðra breyt-
inga á mannvali og forystuhlutverkum til
að styrkja stöðu okkar í næstu kosningum
og til framtíðar.
mikilvægt verkefni fyrir næstu
gar. Ég kvíði því ekki, því ég sé nú
rábærlega hæfar ungar konur,
rfa að sækja inn á þing fyrir Sjálf-
lokkinn í næstu kosningum. Við
að koma þeim þangað.
sti jafnréttissigur í sögu þjóð-
r tengist breyttum fæðingarorlofs-
og feðraorlofi. Þegar uppstokkun
í ríkisstjórn er mikilvægt að sýna
ess í verki. Brjóstagjöf úr ráð-
óli á ekki að verða tiltökumál.
rlofið verði virkjað.
ð þekkja sinn vitjunartíma
ég hafi lýst því í upphafi þessarar
r að minnkandi kjörfylgi eftir tólf
óðaskipta?
Höfundur er bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
tærsti jafnréttissigur
gu þjóðarinnar teng-
reyttum fæðingar-
fslögum og feðraor-
Þegar uppstokkun
ur í ríkisstjórn er
lvægt að sýna áhrif
í verki. ‘
STEFÁN Már Stefánsson, lagapró-
fessor við Háskóla Íslands, og Óttar
Pálsson, héraðsdómslögmaður, blésu
til fundar miðvikudaginn 23. apríl sl.
og kynntu niðurstöður á rannsókn
sem þeir hafa stundað á sjáv-
arútvegsstefnu ESB. Nú vill svo til
að undirritaður hefur rannsakað
þennan málaflokk og nálgast við-
fangsefnið á svipaðan hátt, þ.e. skoð-
að tilurð og þróun sjávarútvegsstefn-
unnar, aðildarsamning Noregs frá
1994 og metið hugsanlega stöðu Ís-
lands í kjölfarið. Rannsóknin kom
fyrir rúmu ári út á bók sem ber heitið
„Gert út frá Brussel?“
Í hnotskurn er niðurstaða Stefáns
Más og Óttars sú að það sé útilokað
fyrir Íslendinga að ná viðunandi nið-
urstöðu um sjávarútvegsmál í aðild-
arviðræðum. Þetta kemur mér mjög
á óvart og er algjörlega í mótsögn við
mína niðurstöðu. Þeir félagar taka að
vísu fram að aðferðafræði þeirra sé
fyrst og fremst lögfræðileg. Mín
rannsókn byggist hins vegar á for-
sendum stjórnmálafræðinnar og
kann að vera að það sé að einhverju
leyti skýringin á ólíkum nið-
urstöðum.
Takmörk lögfræðinnar
eða pólitískur ásetningur?
Í máli þeirra kom skýrt fram að
lagalega séð væri ekkert því til fyr-
irstöðu að semja um sérlausnir í að-
ildarviðræðum ef pólitískur vilji væri
fyrir hendi. Slík ákvæði yrðu þá fest í
aðildarsamningi og hefðu stöðu
frumréttar í Evrópurétti. Jafnframt
slógu þeir þann varnagla að ýmsum
pólitískum álitamálum væri ósvarað í
rannsókninni. Þessi varnagli er mjög
athyglisverður. Þeir viðurkenna – og
undirstrika – að hér sé fyrst og
fremst um pólitískt úrlausnarefni að
ræða. Aðildarviðræður snúist fyrst
og fremst um pólitískan vilja. Í máli
þeirra kom auk þess fram að það
væri alfarið í höndum okkar Íslend-
inga að stjórna veiðum á okkar ríkja-
kvóta; með óbreyttu kvótakerfi,
veiðileyfagjaldi eða sóknarstýringu.
Hlutdeild okkar yrði síðan byggð á
veiðireynslu í samræmi við hlutfalls-
legan stöðugleika. Samt sem áður
fullyrða lögspekingarnir að það sé
hafið yfir allan vafa að ESB-aðild
myndi hafa í för með sér grundvall-
arbreytingu á íslenskum sjávar-
útvegi! Þeir fullyrða að „bandalagið“
gæti breytt forsendum okkur í óhag
nánast á einni nóttu án þess að við
gætum svo mikið sem lyft litla fingri!
Það er athyglisvert að prófessor við
Háskóla Íslands, sem lagt hefur
stund á Evrópurannsóknir í áraraðir,
skuli gefa sterklega í skyn að vinnu-
aðferðir ESB gagnvart einstökum
aðildarríkjum séu með þessum hætti.
Að „bandalagið“ sé líklegt til að taka
ákvörðun þvert á vilja aðildarríkis í
máli sem snertir grundvallarhags-
muni þess og geti sett efnahag við-
komandi ríkis í uppnám. Það hvarflar
að manni að lögfræðin ráði hreinlega
ekki við spurninguna sem velt er upp
eða að hér sé um hreina og klára póli-
tíska afstöðu að ræða og leiðir hug-
ann að því að Stefán Már hefur ekki
legið á því að verkið var styrkt af for-
sætisráðuneytinu!
Breytingar á hlutfallslega
stöðugleikanum
Aðildarsamningur ríkis er klárlega
viðauki við sáttmála sambandsins og
hefur sömu réttarstöðu. Allar breyt-
ingar og viðbætur við slíkan aðild-
arsamning þurfa að fá sömu máls-
meðferð og breytingar og viðaukar á
grunnsáttmála sambandsins og allar
aðildarþjóðir þurfa að staðfesta slík-
ar breytingar. Það er hins vegar lög-
fræðilegt deiluefni hvort breytingar
á hlutfallslega stöðugleikanum
þarfnist sömu málsmeðferðar. Eitt
er þó víst að ef breyta á ákvæðinu um
hlutfallslegan stöðugleika, með
auknum meirihluta atkvæða í ráð-
herraráðinu, þarf að koma tillaga
þess efnis frá framkvæmdastjórninni
og slíka tillögu þyrfti að rökstyðja
sérstaklega – ekki síst ef ganga ætti
á hlut eins ríkis. Engin áform eru
uppi um að breyta eða afnema hlut-
fallslega stöðugleikann – ef það stæði
til þyrfti að semja á ný um alla kvóta.
Hér er um gríðarlega erfitt ferli að
ræða og afar ólíklegt verður að telj-
ast að nokkur þjóð sjái sér hag í að
ógna þeim stöðugleika sem tók 13 ár
að ná sátt um. Slík uppákoma, þar
sem markmiðið yrði að ganga á hlut
þjóða sem mikið eiga undir sjávar-
útvegi, yrði án efa kveikja að gíf-
urlega flóknu og erfiðu ferli sem gæti
haft alvarleg áhrif á aðra þætti sam-
starfsins innan ESB. Þessi umræða
einkennist því af hinu fræðilega sem
dregið er fram á kostnað hins raun-
sanna.
Stefán Már og Óttar fullyrða að
ESB færi fram með kröfur um afla-
heimildir og aðgang að íslenskri lög-
sögu í aðildarviðræðum. Þessu til
rökstuðnings benda þeir á að slíkar
kröfur hafi alltaf komið fram þegar
Íslendingar hafa setið andspænis
ESB við samningaborðið. Fram kom
í máli þeirra að slíkar kröfur væru
uppi á borðinu í þeim viðræðum sem
nú standa yfir um aðlögun EES-
samningsins. Það er að vísu rangt.
Engar slíkar kröfur hafa verið settar
fram í þeim viðræðum. Slíkar kröfur
hafa hins vegar komið fram. ESB
hefur aftur á móti ekki riðið feitum
hesti frá þeirri glímu og einhverra
hluta vegna kom það ekki fram í fyr-
irlestri þeirra félaga. Í EES-ferlinu á
sínum tíma féll ESB frá öllum kröf-
um um veiðiheimildir í íslenskri lög-
sögu í skiptum fyrir aðgang að mörk-
uðum og staðfesti „gífurlegt
mikilvægi fiskveiða fyrir Ísland“ og
viðurkennir að sjávarútvegur sé
„grundvöllur efnahagsstarfsem-
innar“. Engin ástæða er til að ætla að
sambandið snúi við blaðinu hvað
þetta varðar ef til aðildarviðræðna
kæmi. Norðmenn þurftu ekki að
greiða aðgangseyri að sambandinu
með því að láta af hendi aflaheim-
ildir. Sú aflareynsla sem fyrir var áð-
ur en aðildarviðræður hófust lá til
grundvallar þeim hlutfallslega stöð-
ugleika sem samið var um.
Á blaðamannafundi, sem haldinn
var í tilefni heimsóknar Davíðs Odds-
sonar forsætisráðherra til Parísar og
Brussel í aprílmánuði 2001, sagði
Romano Prodi, forseti framkvæmda-
stjórnar ESB, aðspurður út í sjáv-
arútvegsstefnuna og hugsanlega að-
ild Íslands að sambandinu, að
vissulega væri hægt að semja um
allt. Þrátt fyrir að Romano Prodi sé
örugglega ekki sérfróður um málefni
sjávarútvegsins er svarið athygl-
isvert. Hér verður því ekki haldið
fram að aðildarviðræður yrðu ein-
hver dans á rósum fyrir samn-
inganefnd Íslands. Það er alveg ljóst
að Íslendingar þyrftu á öllu sínu að
halda í glímunni við samninganefnd
framkvæmdastjórnarinnar. Jafn-
framt er augljóst að fullyrðingar í þá
veru að það sé ekki um neitt að semja
– sjávarútvegsstefna ESB útiloki svo
mikið sem hugsanlegar aðild-
arviðræður – standast ekki gagnrýna
skoðun. Það er hægt að semja um
allt. Það er hins vegar ekki hægt að
svara pólitískri spurningu – á jafn af-
dráttarlausan hátt og Stefán Már og
Óttar gera – með þröngri lagalegri
nálgun.
Óttafull sjávarútvegs-
sýn Stefáns Más!
Eftir Úlfar Hauksson
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
’ Það hvarflar aðmanni að lögfræðin
ráði hreinlega ekki
við spurninguna sem
velt er upp eða að
hér sé um hreina og
klára pólitíska af-
stöðu að ræða. ‘
við aðild hér á landi kemur úr öllum áttum.
En það liggur líka alveg fyrir að það eru öfl
hér á landi, m.a. í fjölmiðlum (ekki síst innan
ríkisfjölmiðlanna), meðal forystumanna
launþega, meðal einstakra forystumanna at-
vinnurekenda og innan háskólanna sem telja
að Ísland eigi að gerast aðili að Evrópusam-
bandinu.
Samstarf Íslendinga við þjóðirnar í Evr-
ópusambandinu byggist að töluverðu leyti á
EES-samningnum og nær öruggt þykir að
gengið verði frá aðlögun hans að stækkuðu
Evrópusambandi mjög fljótlega. Þessi sam-
starfsvettvangur er síður en svo gallalaus og
það bíður okkar mikið verkefni á næstu ár-
um við að reyna að sníða af gallana.
Stríðandi öfl geta alveg haldið áfram að
rökræða og karpa um aðild að Evrópusam-
bandinu. Það mun bara ekki hagga því í bráð
að Ísland standi utan sambandsins og að
samstarfið við þjóðirnar innan þess byggist
á EES-samningnum. Á þeim vettvangi eru
mörg flókin verkefni sem Íslendingar þurfa
að glíma við. Enginn vafi er á því í mínum
huga að okkur Íslendingum myndi farnast
betur á næstu árum ef við sameinuðumst um
að leysa þessi verkefni í stað þess að eyða
orkunni í eitthvað sem er ekki á dagskrá.
a ákvörðun um að sækja um aðild að
tur hin sama ríkisstjórn eða meiri-
þessari ástæðu ekki fyrirfram tryggt
grundvöllur verði til staðar til þess að
möguleg. Ræðst það af niðurstöðum
osninga sem nauðsynlegt er að halda
breyting á stjórnarskrá tekur gildi.
u verður einnig ráðið mikilvægi þess
eiðri pólitískri samstöðu um málið.“
narskránni var ekki breytt á Alþingi
sningarnar í vor. Það yrði því fyrst
sningar 2007 sem möguleiki væri á að
yting tæki gildi, nema þing yrði rofið
kjörtímabili og efnt til alþingiskosn-
m telja verður nánast útilokað. Eins
ð Þór bendir á í grein sinni má ekki
þingiskosningum saman við þjóð-
æðagreiðslu um aðild að Evrópusam-
u. Umfjöllun Davíðs Þórs var fræði-
s og óháð hinu pólitíska landslagi.
pólitíska landslagi má lýsa þannig að
reiðanlega ekki meirihluti fyrir því á
að breyta stjórnarskránni til að opna
ld að Evrópusambandinu. Þannig
r líkur á því að slíkt komi ekki til at-
r – ef það kemur þá nokkurn tíma til
nar – fyrr en í tengslum við alþing-
ngar 2011.
ru sem sagt hvorki lagalegar né póli-
orsendur fyrir aðild Íslands að Evr-
bandinu í náinni framtíð. Andstaða
Evrópumálin
Höfundur er framkvæmdastjóri Heimssýnar.
getum verið stolt af kosningabaráttunni, sem
við háðum á málefnalegum grunni og heið-
arlegum forsendum. Við eigum innistæður í
velvild og virðingu sem borin er fyrir okkar
framgöngu og aðferðum, það finn ég hvar
sem ég fer þessa dagana. Ekki vildi ég skipta
á því andrúmslofti sem við mætum og blikn-
andi ímyndum auglýsingastofanna með til-
heyrandi reikningum sem nú bíða greiðslu í
tvöfaldri merkingu.
Ég færi öllum sem lögðu hönd á plóg í
þágu Vinstrihreyfingarinnar – græns fram-
boðs og málstaðar okkar bestu þakkir fyrir
einarða baráttu. Við söfnum nú kröftum og
liði til næstu verkefna. Ég kvíði engu um
framhaldið; Vinstrihreyfinginn – grænt
framboð er sterkari hreyfing í dag en nokkru
sinni fyrr. Gæfan fylgi okkur öllum út í sum-
arið
liðs við flokkinn í þessum kosningum,
reynslu og fór stækkandi fram á síð-
g.
tta Vinstrihreyfingarinnar – græns
ðs var uppbyggileg, málefnaleg og
ndist af lífsgleði og þeirri einurð sem
ðan málstað sjálfkrafa færir þeirri
sem á þeim forsendum er háð. Okkur
tekið hvar sem við komum og okkur
við hafa ríka ástæðu til að ætla að við
m bæta við það fylgi sem við fengum
rum árum, sem fór fram úr vænt-
flestra eins og menn muna. Reyndin
við héldum nær jöfnu, fylgið lækkaði
ns 0,3%. Þessi fáu atkvæði kostuðu
ins vegar þingmann og von að okkur
að. Einnig voru það vonbrigði að aukið
ingmannslausu kjördæmunum, Suð-
og Suðurkjördæmi, dugði í hvorugu
l að skila fulltrúa á þing.
ð segjum eins og þeir Spaug-
enn: Það gengur bara betur næst. Við
unni
Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar –
græns framboðs.
Reuters.
„Norðmenn þurftu ekki að greiða aðgangseyri að sambandinu með því að láta af hendi aflaheimildir,“ segir grein-
arhöfundur meðal annars.