Morgunblaðið - 19.05.2003, Qupperneq 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 29
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
NAUT
Afmælisbörn dagsins:
Þið eruð ákveðin og kraft-
mikil og hafið meðfædda leið-
togahæfileika. Á komandi ári
munu nánustu sambönd ykk-
ar verða í brennidepli.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Varið að eyða of miklum pen-
ingum í skemmtanir eða gjaf-
ir handa ykkar nánustu. Það
má gera of mikið af því góða.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Farið varlega í að lofa fjöl-
skyldunni einhverju í dag.
Það hefur oft mest aðdrátt-
arafl sem er utan seilingar og
það getur reynst dýrkeypt að
eltast við það.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Þér líður vel og þú lítur til-
veruna björtum augum.
Hamingjan felst í því að vera
sáttur við það sem maður
hefur.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Eyddu ekki of miklum pen-
ingum í vini þína í dag eða
vegna áskorana vina þinna.
Þú þarft ekki að standa undir
væntingum annarra.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Gættu þess að færast ekki of
mikið í fang í dag. Það er
hætt við að þú gangir of langt
í viðleitni þinni til að gera yf-
irmönnum þínum til hæfis.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Ferðaáætlanir og áætlanir
sem tengjast fjölmiðlum, út-
gáfustarfsemi og framhalds-
menntun virðast vænlegri en
þær eru í raun. Haltu vöku
þinni.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Farðu varlega í að gefa frá
þér hlutina í dag. Það er hætt
við að of mikil gjafmildi hafi
áhrif á dómgreind þína.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Dagurinn hentar vel til að
gera langtímaáætlanir með
öðrum. Reyndu að fá yfirsýn
yfir heildarmyndina án þess
að hafa áhyggjur af smáatrið-
unum.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Jákvæðni þín og bjartsýni
smita út frá sér í dag og því
nýtur fólk þess að vera með
þér.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Það er hætt við að viðskipti
gangi brösuglega í dag. Farið
sérstaklega varlega í við-
skiptum sem tengjast sjúkra-
húsum og skemmtanaiðn-
aðinum.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Þú lítur lífið jákvæðum og
bjartsýnum augum í dag. Þú
hefur góða yfirsýn yfir hlut-
ina og átt því auðvelt með að
gera langtímaáætlanir. Þú
ættir engu að síður að hlusta
á aðra og sýna sveigjanleika.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Það er hætt við að þú lofir
upp í ermina á þér í vinnunni.
Reyndu að hugsa málið til
enda áður en þú talar.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
SAKNAÐARLJÓÐ
Þá var ég ungur,
er unnir luku
föðuraugum
fyrir mér saman.
Man ég þó missi
minn í heimi
fyrstan og sárstan,
er mér faðir hvarf.
Man ég afl andans
í yfirbragði,
og ástina björtu,
er úr augum skein.
Var hún mér æ,
sem á vorum ali
grös in grænu
guðfögur sól.
- - -
Jónas Hallgrímsson
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
80 ÁRA afmæli. Í dag,mánudaginn 19. maí,
er áttræð Hulda Sigrún
Snæbjörnsdóttir, Holtsgötu
6. Hún tekur á móti skyld-
fólki og vinum í Safn-
aðarheimili Kaþólsku kirkj-
unnar, Hávallagötu 16 í dag
milli kl. 16 og 19.
STEVE Weinstein og
Bobby Levin unnu Caven-
dish-tvímenninginn í fyrra
en gekk illa í ár og enduðu
í 27. sæti af 50 pörum. En
þeir áttu auðvitað sín góðu
spil.
Norður gefur; AV á
hættu.
Norður
♠ ÁG865
♥ 8
♦ 6432
♣843
Vestur Austur
♠ 103 ♠ 4
♥ K10 ♥ ÁDG762
♦ DG9875 ♦ K10
♣ÁD6 ♣G975
Suður
♠ KD972
♥ 9543
♦ Á
♣K102
Weinstein varð sagnhafi
í fjórum spöðum í suður
eftir þessar sagnir:
Vestur Norður Austur Suður
Bramley Levin Lazard Weinstein
– pass 2 spaðar 2 spaðar
3 hjörtu 4 spaðar Pass Pass
Pass
Í andstöðunni voru Bart
Bramley og Sidney Laz-
ard. Bramley kom út með
hjartakónginn, sem Lazard
yfirdrap og skipti yfir í
tígulkóng. Sagnhafi á
augljóslega átta slagi á
tromp og einn á tígulás.
Með einhverju móti þarf
hann að skapa sér slag á
lauf.
Weinstein lét spaðann
eiga sig og hóf strax að
víxltrompa hjarta og tígul.
Eftir tvær stungur á báð-
um höndum kemur upp
þessi staða:
Norður
♠ ÁG8
♥ –
♦ 6
♣843
Vestur Austur
♠ 103 ♠ 4
♥ – ♥ DG
♦ DG ♦ –
♣ÁD6 ♣G975
Suður
♠ KD9
♥ 9
♦ –
♣K102
Suður á út og spilar
hjartaníu. Hvað á vestur
að gera? Ef hann hendir
laufi getur sagnhafi sótt
slag á kónginn með því að
fella ÁD. Hendi vestur
tígli getur sagnhafi til
dæmis tekið tvisvar tromp,
spilaði tígli og hent laufi
heima. Þá fær hann á lauf-
kónginn í lokin. Þriðji
möguleiki vesturs er að
stinga í hjartaníuna. Það
yrði yfirtrompað, tígull
stunginn, trompin tekin í
einni umferð og laufi spilað
á tíu. Vestur er í raun
þvingaður í þremur litum,
þar á meðal í trompinu!
BRIDS
Umsjón Guðmundur Páll
Arnarson
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3
Bb4+ 4. Rbd2 b6 5. a3
Bxd2+ 6. Bxd2 Bb7 7. Bg5
d6 8. e3 Rbd7 9. Dc2 De7 10.
Hd1 h6 11. Bh4 g5 12. Bg3
Re4 13. d5 Rxg3 14. hxg3 e5
15. Bd3 Kf8 16. g4 Kg8 17.
Rd2 Rf6 18. Bf5 Bc8 19.
Bxc8 Hxc8 20. Rf1 He8 21.
Rg3 Rxg4 22. Rf5
Df8 23. f3 Rf6 24. e4
a5 25. g4 Hh7 26.
Hd2 Kh8 27. Hdh2
Rg8 28. Hh5 f6 29.
H1h3 Hee7 30. Dh2
Hef7 31. Kd2 Hfg7
32. Rxh6 Rxh6 33.
Hxh6 Df7 34. Kc3
Hxh6 35. Hxh6+
Hh7 36. Hxh7+
Dxh7 37. Dxh7+
Kxh7 38. Kb3 Kg7
39. Ka4 Kf7
Staðan kom upp á
pólska meistara-
mótinu sem lauk fyr-
ir skömmu í Varsjá. Mikhail
Krasenkov (2.609) hafði
hvítt gegn Bartlomiej Mac-
ieja (2.634). 40. c5! dxc5 41.
Kb5 c4 41. ... Ke7 hefði einn-
ig leitt til ósigurs eftir 42.
Kc6 Kd8 43. d6 cxd6 44.
Kxd6. 42. Kc6 a4 43. Kxc7
b5 44. d6 b4 45. d7 bxa3 46.
bxa3 og svartur gafst upp.
Voratskákmót Tafl-
félagsins Hellis hefst kl. 20 í
húsakynnum félagsins,
Álfabakka 14a, en mótinu
verður fram haldið 26. maí.
SKÁK
Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
HUGARFARSÞJÁLFUN TIL BETRA LÍFS
EINKATÍMAR - NÁMSKEIÐ
Þú lærir að koma skilaboðum og jákvæðum huglægum hugmyndum og
viðhorfum inn í undirmeðvitundina. Þú lærir að upplifa tilfinningar þínar á
jákvæðan og uppbyggilegan hátt og að hafa betri stjórn á streitu og kvíða, auka
einbeitinguna og taka betri ákvarðanir. Þú byggir upp sjálfsöryggi og sterka
sjálfsmynd.
Leiðbeinandi Viðar Aðalsteinsson dáleiðslufræðingur.
Upplýsingar í síma 694 54 94
3 KYNNINGAR
Á morgun, þri. 20. maí,
HYGEA Laugavegi
Miðvikud. 21. maí
HYGEA Kringlunni
Fimmtud. 22. maí
HYGEA Smáralind
Alla daga
frá kl. 12-17Síðustu kynningar
fyrir sumarfrí!
10% kynningar-
afsláttur og
fallegur kaupauki
ERU HRUKKUR OG ÞREYTT
HÚÐ AÐ DRAGA ÞIG NIÐUR?
Kringlunni 8-12,
sími 533 4533
Laugavegi 23,
sími 511 4533
Smáralind,
sími 554 3960
NÝTT!
Cellular
Anti-Wrinkle
Firming Serum
www.laprairie.com
Fallegar heilsárs
síðar kápur
Verð 29.900
Nýtt Visatímabil
Opið virka daga frá kl. 9-18
Laugardaga frá kl 10-15
Mörkinni 6 - Sími 588 5518
MEÐ MORGUNKAFFINU
Bíðum bara og sjáum til hvort köttur nágrannans þorir yfir!
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj
@mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,
103 Reykjavík
FRÉTTIR
BORIST hefur eftirfarandi yf-
irlýsing frá alþjóðlega flutninga-
fyrirtækinu DHL:
„Á sama tíma og alþjóðlega
flutningafyrirtækið DHL harm-
ar að misbrestur hafi orðið á af-
greiðslu utankjörstaðaratkvæða
í nýafstöðnum Alþingiskosning-
um, sem send voru með fyrir-
tækinu, óskar DHL eftir að
koma eftirfarandi á framfæri:
Til þess að tryggja öryggi í
lofti, láði og legi áskilur DHL
sér rétt til þess að opna pakka
sem fyrirtækið flytur. Sé pökk-
um eða umslögum lokað í við-
urvist starfsmanna DHL eru
þeir ekki opnaðir aftur, heldur
sérstaklega merktir að örygg-
iskröfum DHL hafi verið full-
nægt. Því miður láðist starfs-
manni DHL að merkja umslögin
með þessum hætti í umræddu
tilviki. Hlutaðeigandi aðilum
hefur verið gerð grein fyrir
málsatvikum og mun DHL vinna
að því að þetta atvik endurtaki
sig ekki.
Árum saman hefur DHL átt
samstarf við ríkisstjórnir víða
um heim vegna utankjörstaðar-
kosninga. Þegar um slíkt sam-
starf er að ræða geta borgarar
viðkomandi ríkis nálgast kjör-
gögn á skrifstofum DHL í 220
löndum og DHL tryggir að at-
kvæðin komist á kjörstað í tæka
tíð. Sá háttur var hafður á fyrir
forsetakosningar Bandaríkjanna
2000 og þingkosningar Banda-
ríkjanna í fyrra. Þá geta kjós-
endur frá Belgíu nálgast kjör-
gögn með sama hætti, fyrir
þingkosningarnar sem munu
fara fram 18. maí nk. Íslenskum
stjórnvöldum hefur staðið til
boða að ganga til slíks samstarfs
frá árinu 1999.“
Yfirlýsing frá DHL-flutningum
Harma misbrest við
flutning atkvæða