Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ BÁÐAR vítaspyrnurnar sem Jó- hannes Valgeirsson dæmdi í leik Grindavíkur og Vals í gær þóttu af- ar umdeilanlegar. Ray Anthony Jónsson, Grindvíkingur, fékk þá fyrri þegar hann féll við eftir meintan árekstur við Ólaf Þór Gunnarsson, markvörð. Á upp- tökum sjónvarpsstöðvanna sem sýndar voru í gær var ekki að sjá að um teljandi snertingu hefði verið að ræða. Svipað var uppi á teningnum þegar Jóhannes dæmdi vítaspyrnu á Sinisa Kekic seint í fyrri hálfleik en ekki var annað að sjá en að hann stæði kyrr þegar Jóhann H. Hreið- arsson fór utan í hann og féll við.  Þá var nokkuð deilt um hvor bræðranna hefði skorað sigurmark Vals í leiknum, Jóhann H. Hreið- arsson eða Sigurbjörn Hreiðarsson. Jóhann skaut á mark Grindvíkinga en boltinn breytti stefnu af Sig- urbirni og fór þaðan í markhornið. Ekki var annað að sjá en að Jóhann hefði hitt á markið úr skotinu og þar með er markið hans þó þeir bræður hefðu í leikslok viljað eigna það hvor öðrum.  Grétar Hjartarson, sóknar- maður Grindvíkinga, missti af sín- um fyrsta deildaleik frá því hann sneri aftur til þeirra frá Noregi fyr- ir tímabilið 2001. Grétar lék alla leiki Grindavíkur 2001 og 2002.  Ólafur Þór Gunnarsson, mark- vörður Vals, og Ólafur Örn Bjarna- son, fyrirliði Grindavíkur, hafa ekki misst úr leik í deildinni frá árinu 1999. Tvær umdeildar vítaspyrnur í Grindavík hann á skiljanlega enn talsvert í land með að komast í góða leikæfingu. En það var ekki bara slakur leikur heimamanna sem stóð að baki þess- um óvæntu úrslitum. Valsstrákarnir vita að þeir þurfa að berjast fyrir sínu í hverjum einasta leik og það gerðu þeir samhentir og svikalaust í Grindavík í gær. Krafturinn í miðju- mönnum Vals var það sem gerði út- slagið og ljóst að þar munu þeir verða harðir í horn að taka, og um leið færir um að spila góðan fótbolta. Það reyndi ekki sérlega mikið á vörnina eða Ólaf Þór Gunnarsson í markinu, svo þeir þættir eiga eftir að skýrast betur, og sóknarleikurinn skerpist eflaust þegar Hálfdán Gíslason og Jóhann G. Möller verða komnir á fulla ferð en þeir komu báðir við sögu sem varamenn í gær. Draumur allra nýliða rættist, fræki- legur sigur í fyrsta leik, og Vals- menn geta miðað við þennan leik horft björtum augum fram á sum- arið. Lee Sharpe lék sinn fyrsta deilda-leik hér á landi og það hefði mátt halda að Grindvíkingar teldu að nærvera hans ein og sér myndi færa þeim stigin þrjú án teljandi fyrirhafnar. Allavega virtust þeir ekki vera tilbúnir til að berjast fyrir þeim á sama hátt og Hlíðarendapilt- arnir sem voru betri aðilinn nánast allan tímann. En ekki með baráttuna eina að vopni, viljinn einn og sér er ekki nóg, og Valsmenn sýndu að það er heilmikið í þá spunnið. Þeir eru skipulagðir og skynsamir og færir um að spila ágætan fótbolta. Liðs- heild, þar sem hver vinnur fyrir ann- an. Sterkur vindur sem stóð skáhallt á völlinn var með heimamönnum í fyrri hálfleik. Gestirnir byrjuðu samt betur og það gerði lítil boð á undan sér þegar Ólafur Örn Bjarna- son færði Grindavík forystuna úr vítaspyrnu eftir aðeins 10 mínútna leik. Þar fyrir utan voru heimamenn tvívegis nálægt því að skora í fyrri hálfleik, og það var í raun öll hættan sem þeir sköpuðu leikinn á enda. Án Grétars Hjartarsonar virtist Grindavíkurliðið gjörsamlega heill- um horfið, það hafði engan til að leysa hann af hólmi í fremstu víglínu og Valsvörnin var nánast aldrei í vandræðum með að stöðva máttlitlar sóknartilraunirnar, í þau fáu skipti sem Sharpe og félagar gátu eitthvað athafnað sig á miðjunni fyrir sívinn- andi og snöggum Valsmönnum. Sjálfir voru Valsmenn ekki sér- lega beittir. Sigurbjörn Hreiðarsson lét þó Ólaf Gottskálksson hafa virki- lega fyrir því að verja frá sér ágætt skot, en það var önnur vítaspyrna sem færði gestunum jöfnunarmark- ið. Jóhann H. Hreiðarsson skoraði, 1:1. Eins og í fyrra skiptið var sá dómur strangur. Með vindinn í bakið voru Vals- menn mun sterkari í seinni hálfleik og heimamenn sköpuðu sér aldrei teljandi færi. Jóhann skoraði sigur- markið 18 mínútum fyrir leikslok og eftir það var Valsliðið nær því að bæta við en Grindavík að jafna. Stef- án Helgi Jónsson átti tvær góðar skottilraunir á lokasprettinum en boltinn fór hárfínt framhjá og yfir mark Grindvíkinga. Það var eins og heimamenn væru gjörsamlega ráðalausir í leik sínum. Sharpe reyndi að komast betur inn í leikinn á lokakaflanum og nokkrir samleikskaflar byggðust upp í kringum hann en án þess að Vals- vörninni stæði af því teljandi ógn. Til þess að þessi fyrrverandi leikmaður Manchester United nýtist Grindvík- ingum sem skyldi þurfa samherjar hans á miðjunni að auka vinnufram- lag sitt til muna. Það þýðir lítið að standa og bíða eftir því að Sharpe leysi málin fyrir þá. Þetta var fyrsti deildaleikur hans í níu mánuði og Lee Sharpe náði sér ekki á strik í Grindavíkurbúningnum í fyrsta leik arsson var hetja Valsmanna; skoraði bæði mörk þe Valsmenn gáfu ekkert eftir í Grindavík Draumur nýliðanna GRINDVÍKINGAR léku í gær sinn 500. leik í deildakeppninni frá upphafi en hann verður þeim ekki eftirminnilegur. Eflaust vilja þeir gleyma því sem fyrst hversu slakir þeir voru gegn baráttuglöðum nýliðum Vals í rokinu á eigin heimavelli. Vals- strákarnir, sem spáð hefur verið falli, sýndu svo ekki varð um villst að þeir geta bitið frá sér og gert öllum skráveifu. Þeir lögðu Grindvíkinga að velli, 2:1, og ekki er annað hægt að segja en að það hafi verið fyllilega verð- skulduð úrslit. Víðir Sigurðsson skrifar B (  (   ))  !  $         C .<  >  & "  % %     B (! )(  %    # B     (        !+          /<   "    ! )(         %  , >  *        "     >  "             #    !+                    (                     ?? #$ 3  # =     #$B   8$  D@A+ .8 -   + # $3E!   "$ .4 !+  % !+,)   '6)* ,8"+ 8 !  % ")  /)* 7 ! 48 9 :;) $   4 5    01 2334 " <  D      # !     =+ $14= >!   !   /? "  !  "     >  @  "   3   8 , 5     ( ; ' ?     #$ !    )    =  3  5    ,-    #$. 4  $3  !  !+)    95     )    @+4   % !+  @5/')* #$ 1   %3$34 0)*    $ &  !  :44;  5  )"  :4=;  >  8 "  :61;    "  !  :74;  5 , 5 *  ;6:03; ;;:47; ;:72; %* '  %(* Ólafur var allt annað en sáttur að leikGrindavíkur og Vals loknum. „Leik- urinn í dag olli mér virkilegum vonbrigð- um. En nú verðum við að líta í eigin barm, við vorum arfaslakir og menn unnu ekki vinnuna sína. Til marks um það hversu slak- ir við vorum held ég að við höfum ekki fengið marktækifæri í öllum leiknum, sem er vægast sagt lélegt. Einnig er það áhyggjuefni að við skyldum fá á okkur tvö mörk hérna á heimavelli í dag. Nú verður hver og einn leikmaður að skoða sinn leik og huga að því hvað hann geti gert betur.“ Eins og góðum íþróttamanni sæmir vildi Ólafur nota tækifærið og óska nýliðum Vals til hamingju með sigurinn. „Það er ekki hægt að taka neitt af Valsmönnum, þeir unnu sína vinnu einfaldlega mjög vel, lokuðu öllum svæðum og voru mjög dug- legir.“ Um framhaldið sagði Ólafur að þeir þyrftu að gera miklu betur en í dag til að ná takmarki sumarsins. „Í svona stuttu móti eins og Íslandsmótinu má afar lítið út af bregða ef ekki á illa að fara. Tap tveimur eða þremur leikjum í upphafi m er hætt við að liðið verði úr leik í bar unni um titilinn,“ sagði Ólafur Gottská son.“ Grindvíkingar söknuðu Grétars Grétar Ólafur Hjartarson, helsti ma skorari Grindvíkinga undanfarin ár, ekki með félögum sínum í gær ve meiðsla. Grétar hefur verið frá æfingum keppni síðustu þrjár vikur eða frá þv það blæddi inn á lið í ökkla hans í leik g Keflavík í undanúrslitum deildarbikars Á föstudag bjóst Bjarni Jóhannes þjálfari Grindvíkinga, við því að Gr gæti leikið með liði sínu en allt kom f ekki. Grétar, sem fer í myndatöku í sagði í stuttu spjalli við Morgunblaði hann gæti ekkert sagt um það hve hann yrði tilbúinn í slaginn en vonaðis að sjálfsögðu eftir því að það yrði fyrst. Næsti leikur Grindvíkinga er g Fylki á útivelli næsta mánudag og þ veitir ekki af því að Grétar verði þá or leikfær. „Virkileg vonbrigði“ ÓLAFUR Gottskálksson, markvörður Grindavíkur, lék í gær sinn fyrsta leik h á landi síðan hann spilaði með Keflvíkingum sumarið 1997. Um mitt það su ar hélt Ólafur til Skotlands og lék með Hibernian. Þar lék hann í þrjú ár áður hann hélt suður til Lundúna og lék með Brentford. Ólafur hefur lengi verið í hópi bestu markvarða okkar Íslendinga en Grindavík er fimmta liðið sem ha leikur með í efstu deild hér á landi. Eftir Hjörvar Hafliðason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.