Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 7
KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 B 7 HEIMIR Guðjónsson, fyrirliði FH, var ekki sátt- ur við að fá bara eitt stig á heimavelli gegn Skagamönnum í gær. „Mér fannst við betri í heildina, vorum reyndar fullvarkárir í byrjun en eftir að við náðum tökum á leiknum gekk mjög vel. Í seinni hálfleik áttu þeir ekki færi fyrr en markið þeirra kom, en eftir það fengu þeir meira sjálfstraust og eitt færi í kjölfarið. Við ætluðum ekki að bakka en það vill oft verða að við gerum of mikið af því og það varð þess valdandi að þeir fengu horn og aukaspyrn- ur, sem þeir eru sterkir í. Ég vil fá þrjú stig á heimavelli en við fengum bara eitt og þetta voru töpuð stig fyrir okkur. Nú förum við norður um næstu helgi og verðum að æfa vel í vikunni til að vera klárir í þann slag,“ sagði Heimir eftir leik- inn. „Þetta voru töpuð stig fyrir okkur“ Morgunblaðið/Arnaldur Reynir Leósson úr ÍA og Jónas Grani Garðarsson úr FH eigast við. ÓLAFUR Þórðarson þjálfari knattspyrnuliðs ÍA segir að hann hafi áhuga á að fá Alexandar Linta til liðs við félagið á ný. Linta lék með Skagamönnum árið 1997 er Ivan Golic stjórnaði liðinu fram eftir sumri en Linta lék alls 12 leiki með ÍA. Árið 1999 lék Linta 13 leiki með liði Skallagríms úr Borgarnesi er liðið var í 1. deild það ár. Ólafur segir á heimasíðu ÍA að Linta komi vel til greina þar sem nú sé leitað að leikmanni sem geti leikið í stöðu vinstri bakvarðar sem og vinstri vængmanns. Að mati þjálfarans er ekki nóg fyrir ÍA að hafa aðeins þá Guðjón Sveinsson og Andra Karvelsson til reiðu til þess að leysa áðurnefndar stöður á vellinum - ætli liðið sér að blanda sér í baráttuna um meistaratitilinn. Skagamenn urðu síðast meistarar árið 2001. Skagamenn hafa áhuga á Linta mig. Við höfum spilað vel í vor en sigur í deild- arbikarnum gefur okkur ekki neitt því mótið sem var að byrja í dag reiknast og við verðum að spila betur en við gerðum í dag ef við ætlum að fá þrjú stig. Við höfum alla burði til að eiga gott sumar en þá verðum við leggja meira á okkur.“ hálfleikinn og áttum að skora fleiri mörk. Það var eitthvert kæruleysi og jafnvel vanmat en ég veit ekki af hverju við ættum að vanmeta FH, þeir eru með mjög gott lið. Við vorum full væru- kærir og vöknuðum ekki fyrr en í hálfleik,“ sagði Gunnlaugur. „Sumarið leggst annars vel í FYRIRLIÐI Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson, var ekki sáttur við leik sinna manna gegn FH í Kaplakrika. „Ég er óánægður með að ná aðeins jafntefli hér í Kaplakrika. Reyndar byrjuðum við ekki leikinn fyrr en í hálfleik og gáfum þeim frekar ódýrt mark en við eigum mest allan seinni Það virtist koma Skagamönnum íopna skjöldu þegar Hafnfirðing- ar hófu að sækja á þá – hvernig sem á því stendur. Reyndar reyndu þeir að setja undir sig hausinn og ná tökum á leiknum en heimamenn gáfu lítið fyrir það, misstu að vísu tökin í nokkrar mínútur en náðu sér svo aftur á strik og hlutskipti gestanna varð því frekar að verjast. Það kom því ekkert á óvart þegar Jónas Grani Garðarsson skoraði á 36. mínútu en sumir vildu meina að einhver rangstöðulykt hefði verið af því. Röggsam- ur dómari leiksins og aðstoðardómarar hans voru hins vegar vissir í sinni sök. Eftir hlé snerist dæmið við enda hefur þjálfari Skagamanna, Ólafur Þórðarson, eflaust sagt sínum mönnum til syndanna. Þeir náðu strax undirtökunum á meðan heima- menn hörfuðu enda of algengt að falla í þá gryfju. En þrátt fyrir að Skaga- menn væru að taka leikinn í sínar hendur létu færin á sér standa og þeir fengu frekar hornspyrnur en færi því vörn FH var sterk og stóðst áhlaupin. Sóknin þyngdist hinsvegar stöðugt og eitthvað varð undan að láta, tvívegis náðu FH-ingar að bjarga á línu áður en Gunnlaugur Jónsson, varnarjaxl og fyrirliði ÍA, skoraði með skalla. Reyndar munaði ekki miklu á síðustu mínútum leiksins að gestirnir myndu hirða öll þrjú stigin þegar Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, bjargaði á línu og um leið heiðri liðsins. FH var spáð falli, en miðað við frammistöðu þeirra í gær er hæpið að það gangi eftir – ef miðað er við fyrri hálfleikinn. Vörnin var föst fyrir og Heimir fyrirliði ásamt Dananum Tommy Nielsen skilaði sínu. Hinn Daninn í FH, Allan Borgvardt, barð- ist í fremstu víglínu og stóð sig einnig vel, tók góða spretti og náði að spila boltanum. Reyndar fékk hann úr litlu að moða eftir hlé. Þrátt fyrir hrósið var greinilega veikleiki að láta hrekja sig í vörnina eftir hlé með eitt mark í forskot, að vísu falla mörg lið þann pytt en í efstu deild er ekki spurt að slíku – oftast er liðum refsað duglega fyrir slíkt. Skagamenn voru ekki með á nót- unum lengi vel, frekar eins og þeir biðu eftir að leikurinn snerist þeim í hag en í staðinn fengu þeir mark eins kalda vatnsgusu. Sú gusa dugði hins- vegar ekki til að rífa þá upp úr doð- anum og það var ekki fyrr en eftir hlé að menn voru búnir að stilla streng- ina. Sem fyrr var Gunnlaugur fyrirliði traustur og tókst sæmilega að hemja spræka sóknarmenn mótherjanna. Framlínan var ekki eins skörp enda þurfti Gunnlaugur sjálfur að skreppa fram til að jafna. Bróðurlega skipt hálfleikjum, mörkum og stigum Gunnlaugur var hetja ÍA LEIK FH og Skagamanna í Hafnarfirði í gær var bróð- urleg skipt – Hafnfirðingar réðu ferðinni fyrir hlé og uppskáru mark en gestirnir af Skipaskaga voru með seinni hálfleik í sinni vörslu og skoruðu líka. Sitt stigið hvort er því sanngjarnt en hvorugt liðið var samt sátt við það en þurfti ekki mikið til að hirða öll þrjú. Stefán Stefánsson skrifar  &         $                     !        (     *             #    )(  *  ,  (              ! ))     $         0; > 3   <        8F  @ -1 .   !  4 $3  % =C! /?)*   !  !      24  $  %" 2  5 (0)* "   7 ! 48 9 :;) $   5    01 2334 " <  E  #  00  !     =+ $F 1=3 >! " '    & B0 "  !  * "  " "(  3   8 , 5     ; ;6 6      !  !   &B2    ,8 !    !  "  9    3  ,8   %. ! 5 ';)* G,$   D3    !)    $3 ! !   %5 ) ')*     % "   (6)*   " 9:02;,   &      9:0A;,  "    +:2=;,  "    +:77;,  5 , 5 *  ;6:4=; ;;:1A; %* ;  %0* Morgunblaðið/Arnaldur Magnús Ingi Einarsson úr FH hefur gætur á Skagamanninum Ellerti J. Björnssyni. Áttum að skora fleiri mörk  ÓLAFUR Örn Bjarnason, lands- liðsmaður í knattspyrnu og fyrirliði Grindavíkurliðsins, skoraði fyrsta mark efstu deildar, þegar hann skor- aði mark Grindvíkinga gegn Val eftir 9.55 mín. í Grindavík. Aðeins sjö sek. síðar skoraði Gunnar Heiðar Þor- valdsson mark fyrir ÍBV í Eyjum.  ÞETTA er annað árið í röð sem leikmaður Grindavíkurliðsins skorar fyrsta mark efstu deildar. Paul McShane skoraði fyrsta markið í fyrra – eftir 9.47 mín. á KR-vellinum, þar sem KR og Grindavík skildu jöfn, 2:2. ALDREI áður hefur fyrsta markið verið skorað í Grindavík, þannig að mark Ólafs Arnars er sögulegt þar í bæ.  Ólafur Örn skoraði mark sitt úr vítaspyrnu, en sex sinnum áður hafa leikmenn skorað fyrsta markið í efstu deild úr vítaspyrnu. Reynir Jónsson, Val, 1968, Magnús Jónatansson, ÍBA, 1970, Aðalsteinn Sigurgeirs- son, Þór, 1977, Óli Þór Magnússon, Keflavík, 1987, Valdimar K. Sigurðs- son, Skallagrímur, 1997 og Guð- mundur Steinarsson, Keflavík, 2000.  ÞAÐ þarf að fara aftur til ársins 1984 til að finna að leikmenn úr sama liði skori fyrsta markið tvö ár í röð. Óskar Ingimundarson, KR, skoraði fyrsta markið 1983 og félagi hans Ómar Ingvarsson 1984 og síðan setti Björn Rafnsson, KR, fyrsta markið 1985.  AÐEINS einu sinni áður hafa leik- menn frá sama liði skorað fyrsta markið þrjú ár í röð í efstu deild. Það gerðu Keflavíkingar – Steinar Jó- hannsson 1972, Einar Gunnarsson 1973 og Steinar aftur 1974.  VALSMENN léku með sorgarbönd í Grindavík í gær en það gerðu þeir til að minnast Guðrúnar Helgu Arn- arsdóttur, eiginkonu Geirs Sveins- sonar, þjálfara handknattleiksliðs Vals, sem lést í síðustu viku.  BENEDIKT Bóas Hinriksson, hægri bakvörður Valsmanna, lék sinn fyrsta leik í efstu deild í gær- kvöld. Hann tók þar með þátt í fyrsta sigri Vals í Grindavík í átta ár. Valur vann fyrsta leik sinn þar árið 1995, en hafði ekki náð þremur stigum sunnan Svartsengis frá þeim tíma.  JÓHANN Hilmar Hreiðarsson, miðjumaður Vals, hafði aðeins leikið tvo leiki í efstu deild þar til í gær. Jó- hann gerði bæði mörk Vals og er því með gott hlutfall milli leikja og marka: Þrír leikir og tvö mörk.  VARNARJAXLARNIR Freyr Bjarnason og Ásgeir Gunnar Ás- geirsson í FH fengu hvorugur að spreyta sig gegn ÍA í gær. Þeir eru að ná sér af meiðslum en það er ljóst að þeir verða að hafa nokkuð fyrir að taka stöðuna af nýja Hafnfirðingn- um, Tommy Nielsen. FÓLK Morgunblaðið/Ómar sínum með liðinu en Jóhann Hreið- eirra í leiknum. pi lið móts rátt- álks- s arka- lék egna m og ví að gegn sins. sson, rétar fyrir dag, ð að enær st þó sem gegn þeim ðinn “ hér m- r en í ann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.