Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 8
ÍÞRÓTTIR 8 B MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ  HEIÐMAR Felixson, landsliðs- maður í handknattleik, hyggst leika knattspyrnu í sumarfríi sínu frá spænska handboltanum. Heiðmar hefur gengið frá félagaskiptum frá Dalvík, þar sem hann spilaði síðast fótbolta hérlendis, yfir í Reyni frá Árskógsströnd, sem sendir lið í 3. deildina í sumar eftir 12 ára hlé.  ÓLI Þór Birgisson úr KA og Bjarni Rúnar Einarsson úr ÍBV léku báðir sinn fyrsta leik í efstu deild í knattspyrnu í gær þegar félög þeirra áttust við í Vestmannaeyjum.  TVEIR nýliðar tóku einnig þátt í viðureign Fylkis og Fram í Árbæn- um í gærkvöld. Það voru Arnar Þór Úlfarsson úr Fylki og Gunnar Þór Gunnarsson úr Fram.  SINDRI Viðarsson, knattspyrnu- maður úr ÍBV, hefur verið lánaður til nágrannaliðsins í Eyjum, KFS, sem leikur í 2. deild í fyrsta skipti.  RANGERS og Celtic berjast hat- rammri baráttu um sigur í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þegar einni umferð er ólokið eru liðin jöfn að stigum, markamunur liðanna er jafn en Rangers telst í efsta sæti þar sem liðið hefur skorað einu marki fleira. Í lokaumferðinni næsta sunnudag tekur Rangers á móti Dunfermline en Celtic sækir Kilm- arnock heim.  CELTIC átti frí um helgina þar sem liðið mætir Porto í úrslitaleik UEFA-keppninnar á miðvikudag en Rangers vann 2:0-sigur á Hearts í gær. Rangers var lengi að brjóta ís- inn og það var ekki fyrr en á 65. mín- útu sem Hollendingurinn Ronald de Boer kom Rangers yfir og átta mín- útum síðar bætti Daninn Peter Löv- enkrands við öðru marki.  HARRY Redknapp, framkvæmda- stjóri Portsmouth, hefur skorað á Glenn Roader, framkvæmdastjóra West Ham, að segja starfi sínu lausu og láta heilsuna ganga fyrir. Roader fékk vægt hjartaáfall nú fyrir skömmu en vonast til að geta haldið áfram að stýra liðinu á næsta tíma- bili.  ARSENE Wenger, framkvæmda- stjóri Arsenal, hefur lofað stuðn- ingsmönnum Arsenal því að hann muni kaupa markvörð og varnar- mann í sumar. Nöfn þeirra Rustu Recber og Paul Robinson hafa helst verið nefnd til sögunnar í því sam- bandi. Þá er vitað að Wenger hefur lengi haft augastað á John Terry, miðverði Chelsea.  TONY Battie, miðherji NBA-liðs- ins Boston Celtics, fór í aðgerð á hné á föstudag en hann missti af ellefu leikjum í vetur vegna þeirra meiðsla. Boston-liðið féll úr leik gegn New Jersey Nets í undanúrslitum austur- strandarinnar og tapaði fjórum leikj- um í röð í þeirri rimmu. FÓLK Bæði lið voru spræk á upphafs-mínútum leiksins, skiptust á að sækja án þess að skapa sér umtals- verð marktæki- færi. Þegar 12 mínútur voru liðn- ar af leiknum náði Ingi Hrannar Heimisson forystunni fyrir gestina. Þór fékk aukaspyrnu vinstra megin úti fyrir vítateig Breiðabliks, Orri Freyr Hjaltalín spyrnti knettinum fast fyrir mark Blika og Ingi Hrann- ar skallaði hann fram hjá Páli Jóns- syni í marki Breiðabliks. Heima- menn voru ekki lengi að svara fyrir sig því mínútu síðar jafnaði Olgeir Sigurgeirsson metin. Hann fékk boltann rétt fyrir utan vítateig Þórs, átti skot að marki sem breytti um stefnu af varnarmanni og knötturinn hafnaði í netinu. Eftir þetta tóku leikmenn Þórs smátt og smátt völdin í leiknum og yóku aftur forystuna á 28. mínútu þegar Freyr Guðlaugsson skaut hnitmiðuðum jarðarbolta frá vítateigslínunni í hægra markhorn heimamanna. Eftir markið gerðist fátt markvert fram að hálfleik. Blikar sóttu á fáum leikmönnum í fyrri hálfleik en í þeim seinni var lögð meiri áhersla á sóknina. Leik- menn Þórs lögðu að sama skapi áherslu á að halda forystunni. Blik- arnir voru því mun meira með bolt- ann í seinni hálfleik. Breiðablik hafði öll völdin í seinni hálfleik. Sóknar- þungi heimamanna óx þó jafnt og þétt eftir því sem leið á hálfleikinn en leikmenn Þórs vörðust vel. Hreiðar Bjarnason fékk 3 góð marktækifæri um miðjan hálfleikinn sem hann náði ekki að nýta og munar um minna. Þegar vallarklukkan sýndi 90 mín- útur komst Olgeir í gott færi en Atli Már Rúnarsson í marki Þórs varði. Eftir hornið var Þorsteinn Sveins- son rifinn niður í teig gestanna. Blik- arnir heimtuðu víti en ekkert var dæmt, það gat Jörundur Áki Sveins- son þjálfari Breiðabliks ekki sætt sig við og hellti sér yfir aðstoðardóm- arann. Honum var vikið af leikvell- inum fyrir vikið og skömmu seinna var leiknum lokið. Þór fór því með þrjú stig í farteskinu. Maður leiksins: Orri Hjaltalín, Þór. Góð byrjun Þórs BREIÐABLIK og Þór mættust í 1. deildinni í knattspyrnu í gær. Þessum liðum var nýverið spáð góðu gengi í sumar og sýndu þau á köflum ágæta knatt- spyrnu. Það voru gestirnir frá Akureyri sem höfðu betur þegar flautað hafði verið til leiksloka, skoruðu tvö mörk gegn einu gestanna. Benedikt Rafn Rafnsson skrifar KEFLVÍKINGURINN í liði Framara, Guðmundur Stein- arsson, sýndi oft lipur tilþrif í Árbænum í gærkvöldi en tókst ekki að leika sama leik og Haukur Ingi, fyrrver- andi félagi hans í Suðurnesjaliðinu, sem skoraði fyrsta mark leiksins. „Það var skelfilegt að fá þessi tvö mörk á sig í byrjun. Þetta var nánast eins og rothögg og við vorum gjör- samlega á hælunum í byrjun. En við náðum að rífa okkur upp og ég held að þegar upp er staðið höfum við ekki verið lakari aðilinn,“ sagði Guðmundur við Morgun- blaðið eftir leikinn. „Við þurfum að ná aðeins meiri stemningu upp í okkar liði. Það var eins og menn áttuðu sig ekki á því að mótið var byrjað,“ sagði Guðmundur ennfremur. Spurður hvernig hann kynni við sig í búningi Framara svaraði Guðmundur: „Bara ljómandi vel. Það er gaman að vera kominn heim eftir dvölina í Danmörku og mér líst feiki- lega vel á sumarið. Mér finnst vera meiri spenna í loftinu núna en oft áður, bæði hjá leikmönnum og fjölmiðlum, og ég held að þetta verði mjög skemmtilegt mót.“ Nánast eins og rothögg HAUKUR Ingi Guðnason hóf Ís- landsmótið vel í búningi Fylkis- manna, en þessi eldfljóti Keflvík- ingur opnaði markareikning sinn og Fylkis á Íslandsmótinu þegar hann skoraði strax á 3. mínútu leiksins á móti Frömurum. Haukur Ingi nýtti hraða sinn vel þegar hann stakk varnarmenn Fram af og skoraði af öryggi framhjá Gunnari Sigurðssyni. „Ég er fyrst og fremst ánægður með að hafa unnið en það var ekki verra að mér tókst að skora mark. Það var gott að byrja mótið með sigri en ég get ekki annað en hrós- að Frömurum fyrir fínan leik. Þeir eru með sprækt lið. Okkur var uppálagt að setja þá undir pressu strax og það herbragð tókst vel. Keyrslan var mikil í fyrri hálfleik og það var farið að síga mjög í menn í seinni hálfleik enda völlur- inn orðinn nokkuð þungur,“ sagði Haukur Ingi við Morgunblaðið. – Nú ert þú búinn að skora eitt mark á Íslandsmótinu. Hefurðu sett þér eitthvert markmið fyrir sum- arið í þeim efnum? „Nei, í raun og veru ekki. Það er erfitt að setja sér markmið hvað þetta varðar. Aðalmálið er að vinna leikina og ef maður skorar er það bara bónus. Ég var þokkalega sátt- ur við mína frammistöðu. Það tekur kannski smátíma að komast í takt við nýtt lið en það er alltaf gott að byrja með marki og vonandi verða þau fleiri í sumar,“ sagði Haukur Ingi Guðnason. Morgunblaðið/Árni Torfason Haukur Ingi Guðnason í baráttu við Bjarna Hólm Aðalsteinsson á Árbæjarvelli í gær. Haukur Ingi fljótur að minna á sig Talsvert var um þreifingar áfyrstu mínútum og kom fyrsta markskot ekki fyrr en á 10 mínútu þegar fyrirliði Hauka, Darri Jóhan- sen, skoraði með hörkuskalla eftir hornspyrnu. Eftir markið lentu varnarmenn gestanna í miklum vandræðum og gáfu þeir Sævari Eyjólfssyni fínt færi strax í næstu sókn, skot hans fór hinsvegar talsvert framhjá. Næstu tíu mínútur voru rólegar og þreifingarnar hófust á ný. Þá komst Högni Þórðarsson, framherji Njarðvíkur, í ágætis færi en komst ekki í gegnum vörn heima- manna. En Njarðvíkingum tókst að jafna metin á 28 mínútu þegar Snorri Már Jónsson kom boltanum inn fyrir línuna eftir mikinn darraðardans í teignum eftir hornspyrnu. Sókn gestanna þyngist eftir jöfnunar- markið og kom það því engum á óvart þegar Högni Þórðarson stakk varnarmenn Hauka af eftir góða stungusendingu og renndi knettin- um örugglega milli fóta Jörundar Kristinssonar, markvarðar Hauka – það gerðist á 44. mínútu og var stað- an því 1:2 þegar flautað var til leik- hlés. Eftir bragðdaufar fyrstu mínútur síðari hálfleiks áttu heimamenn fyrsta færið á 55 mínútu – enn og aft- ur eftir hornspyrnu – en Friðrik Árnason, markvörður Njarðvíkur, varði vel. Eftir því sem leið á leikinn jókst fjörið og þegar 20 mínútur voru liðnar af seinni hálfleik fengu bæði lið dauðafæri hvort á sömu mínútu, hjá Haukum vantaði aðeins herslu- muninn á að Sævar Eyjólfsson tæk- ist að jafna leikinn þegar hann komst upp að marki gestanna – hann missti boltann hinsvegar aðeins of langt frá sér og hafnaði skotið í hliðarnetinu. Strax í næstu sókn gáfu svo varn- armenn Hauka Eyþóri Guðnasyni kjörið tækifæri þegar þeim mistókst að koma boltanum úr vörninni en Jörundur var vel á verði í markinu. Haukar náðu að jafna á 74. mínútu þegar Sævar Eyjólfsson kláraði vel útfærða sókn heimamanna með góð- um skalla. Á 89. mínútu var Sævar svo aftur á ferð, hann fékk boltann úti á hægri kantinum, renndi honum inn í miðjan vítateig gestanna þar sem varamaðurinn Andri Sveinsson smellti honum í nærhornið, stöng og inn. Eftir það áttu gestirnir tvær ágætis sóknir sem báðar runnu út í sandinn og þar við sat, 3:2. „Við vissum að við myndum mæta mjög spræku Njarðvíkurliði og mér fannst við sýna mikinn styrk með að koma til baka í síðari hálfleik. Þetta var kannski ekki fallegur fótbolti en ég er mjög sáttur með leikinn. Við höfum sett okkur ákveðin markmið fyrir sumarið og komumst yfir fyrstu hindrunina,“ sagði Darri Jó- hansen, fyrirliði Hauka. Maður leiksins: Sævar Eyjólfsson, Haukum Morgunblaðið/Ómar Magnús Ólafsson, framherji Hauka, í baráttu við leikmann Njarðvíkur í Hafnarfirði í gær. Heppnin var með Haukum í lokin BERSÝNILEGT var á leik Hauka og Njarðvíkur á Ásvöllum í gær að um fyrstu umferð sumars væri að ræða. Óöryggi var í sendingum og á köflum vissu varnir liðanna ekki alveg í hvorn fótinn þær áttu að stíga. Nýliðar Njarðvíkur gáfu heimamönnum þó ekkert eftir og var það ekki fyrr en á lokamínútum leiksins að Hafnfirðingar stálu sigr- inum og stigunum þremur, 3:2. Andri Karl skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.