Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 19.05.2003, Blaðsíða 11
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 19. MAÍ 2003 B 11 Schumacher fékk sigur í mótinu íA1-Ring á silfurfati í fyrra vegna liðsfyrirmæla Ferr- ari, en hann þurfi á engri slíkri hjálp að halda í dag, slíkir voru yfirburðir 2003- bílsins sem virðist ósigrandi sem stendur. Var honum að þessu sinni teflt fram öðru sinni í keppni en hann vann jómfrúarkappakstur sinn í Barcelona fyrir hálfum mánuði. Räikkönen heldur enn forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra en er þó einungis tveimur stigum á undan Schumacher, 40:38. Þá komst Barrichello upp í þriðja sætið í þeirri keppni nú og er með 26 stig; fór fram úr Fernando Alonso (25) og David Coulthard (23). Með sigri Schumachers og þriðja sæti Barrichello vann Ferrari sig fram úr McLaren í keppni bílsmiða í fyrsta sinn á árinu, en einu stigi mun- ar á liðunum, 64:63. Fyrir kappakst- urinn í A1-Ring var McLaren með þriggja stiga forskot. Mætti ætla að þessi tvö lið væru að segja skilið við önnur í bílsmiðakeppninni þar sem Renault og Williams eru einungis með 35 stig í þriðja og fjórða sæti. Jenson Button hjá BAR jafnaði sinn besta mótsárangur með því að verða fjórði en félagi hans Jacques Villeneuve getur harmað sinn hlut þar sem hann var vel á undan Button er bíllinn bilaði í seinna þjónustu- stoppi hans. Erfiðlega gekk að hefja keppni því tvisvar var ræsingin blásin af, í bæði skiptin vegna rafeindakerfisbilunar í Toyotabíl Cristiano da Matta. Varð hann á endanum að hefja keppni aft- astur. Þegar lokaræsingin tókst vant- aði nokkra bíla á rásmarkið. Kúpling- in bilaði í bíl Heinz-Haralds Frentzen svo hann drap á sér. Freistaði liðið þess að koma honum í varabílinn sem settur var upp fyrir félaga hans Nick Heidfeld og dugði liðinu ekki það tímasvigrúm sem það hafði til að breyta honum fyrir Frentzen svo hann gat aldrei hafið keppni. Þá kaus Fernando Alonso hjá Ren- ault að hefja keppni úr bílskúrarein- inni og sömuleiðis Mark Webber hjá Jagúar. Fyrir vikið gat Alonso breytt keppnisáætlun sinni og til að bæta upp fyrir að þurfa hefja keppni einna aftast ákvað hann að reiða sig á ein- ungis eitt þjónustustopp og reyna að vinna sig þann veg upp á við, en flestir keppinautanna stoppuðu tvisvar. Gekk það að óskum og um tíma var Alonso í sjötta sæti en bilun á næsta hring eftir bensínáfyllingu batt enda á keppni af hans hálfu. Juan Pablo Montoya hjá Williams vann sig fram úr Räikkönen í ræsing- unni og hélt forystu í kappakstrinum í 10 hringi vegna vandræða í fyrstu stoppum beggja Ferrariþóranna, en hvor þeirra var um 20 sekúndur á þjónustusvæði liðsins vegna vanda- mála við að koma bensíni á bílana. Montoya féll hins vegar úr leik á 32. hring vegna mótorbilunar og í óviss- unni sem skapaðist er reykjarstrókur stóð aftan úr bíl hans tókst Schu- macher að læðast fram úr Räikkönen og stela forystunni. Fljótlega hvarf hann nánast úr augsýn, slíkur var hraðinn á F2003-GA bílnum. Schumacher slapp með skrekkinn í fyrra þjónustuhléi sínu í lok 23. hrings þegar eldur kom upp við bens- ínlokið í bíl hans. Áttu tæknimenn Ferrari í miklum erfiðleikum með að losa stútinn og rifu í hann og kipptu. Við það hefur myndast neisti því er stúturinn loks losnaði logaði eldur í honum og örlítið á yfirbyggingu bíls- ins. Aðstoðarmenn Schumachers voru snöggir til og gripu þrjú hand- slökkvitæki og réðu niðurlögum log- anna áður en þeir læstu sig í bílinn. Gat hann því haldið áfram keppni eins og ekkert hefði í skorist, nema hvað hléið tók 20 sekúndur röskar í stað 8. Allt gekk að óskum er Ferrariþór- arnir stoppuðu öðru sinni, þá hafði að- stoðarmönnum þeirra tekist að gera við bensínáfyllingarbúnaðinn. Ætla má að vandræðin hafi jafnvel kostað Barrichello annað sætið í keppninni en Räikkönen sýndi meistaratakta er honum tókst að verjast sókn Barrich- ello á síðustu 10 hringjunum og halda öðru sætinu og þar með forystu í stigakeppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Næst í Mónakó Næsti kappakstur í Formúlu-1 verður í Mónakó eftir hálfan mánuð; braut sem reynir meira á færni öku- þóranna en afkastagetu keppnisbíl- anna. Þar reynir og meira á liðsstjór- ana en nokkru sinni fyrr við að ákvarða keppnisáætlun sem gefið getur nógu góða stöðu á rásmarki til að fleyta mönnum til góðra sæta í sjálfri keppninni. Reuters Michael Schumacher fagnar sigrinum í Spielberg í Austurríki. Eldur stöðvaði ekki Schumacher MICHAEL Schumacher hjá Ferrari vann öruggan sigur í Austurríkis- kappakstrinum þrátt fyrir að hann tefðist í fyrsta þjónustuhléi er kviknaði í bensínstút sem sat fastur í bílnum. Var þetta þriðji sigur Schumachers í röð og virðast yfirburðir nýja Ferrarifáksins tals- verðir. Annar varð Kimi Räikkönen hjá McLaren en hann átti í mikilli keppni síðasta fjórðunginn við Rubens Barrichello hjá Ferrari en hélt sætinu og þar með forystunni í stigakeppninni um heimsmeist- aratitil ökuþóra. Ágúst Ásgeirsson skrifar FRANSKI landsliðsmaðurinn Claude Makelele, sem hefur leikið með Real Madrid á Spáni undanfarin fimm ár, segir umboðsmann sinn í viðræðum við enska meistaraliðið Manchester United. Hinn þrítugi miðvallarleikmaður hefur fengið mikið lof frá samherjum sínum í Madrid undanfarin ár og verið sagður mikilvæg- asti hlekkurinn í liðinu og var hans sárt saknað í undanúrslitaleiknum gegn Juv- entus þar sem ítalska liðið sigraði 3:1. Makelele er fæddur í Kongó og hefur leikið með Nantes, Marseille og Celta Vigo. „Ég myndi ekki slá hendinni á móti tilboði frá Manchester United og ef Real Madrid er tilbúið að selja mig þá er ég tilbúinn að fara. Ég hef löngun til þess að leika undir stjórn Alex Fergusons,“ segir Makelele, en hann er sagður falur fyrir um 1,3 milljarða ísl. kr. Makelele vill semja við United LEIKMENN og þjálfarar norska úrvals- deildarliðsins Molde tóku ekki þátt í hátíð- arhöldum þann 17. maí er Norðmenn héldu uppá þjóðhátíðardag landsins. Kvöldið áð- ur hafði Molde tapað 3:0 á heimavelli gegn grannaliðinu Bryne og er það venja að leik- menn og þjálfarar norskra knattspyrnuliða gangi saman um götur bæja sinna á slíkum stundum. Aftenposten hefur heimildir fyrir því að sænsku þjálfararnir Gunder Bengts- son, Kalle Bjørklund og Jan Hansson verði ekki við stjórnvölinn út leiktíðina en Molde þurfi að greiða allt að 55 millj. ísl. kr vegna starfslokasamninga við þá félaga. Leik- menn liðsins skiptast í tvo hópa hvað varð- ar álit sitt á þjálfurunum og eru erlendir leikmenn liðsins sagðir styðja við bakið á Bengtsson. Í Molde leika Bjarni Þor- steinsson, Ólafur Stígsson og Andri Sig- þórsson. Liðinu var spáð mikill velgengni en hefur aðeins náð í fimm stig af fimmtán. Allt í hers höndum í Molde Í lokaumferðinni sækir Lever-kusen lið Nürnberg heim, en frá því félagi var Augenthaler rekinn fyrir þremur vikum, en Bielefeld fær Hannover í heim- sókn. Stuttgart missti annað sæti í hendur fyrrverandi meistara Dortmund en tvö efstu liðin fá sæti í Meistaradeildinni. Stutt- gart tapaði fyrir meisturum Bay- ern München, 2:1, þar sem Bras- ilíumaðurinn Elber skoraði bæði mörk Bæjara og hefur þar með skorað 21 mark á tímabilinu en Dortmund gerði markalaus jafn- tefli við Kaierslautern á útivelli. Daniel Bierofka, Búlgarinn Berbatov og Marko Babic skor- uðu mörkin fyrir Leverkusen og gáfu þar með sínum mönnum von um að halda sæti sínu í deildinni en hvorki hefur gengið né rekið hjá liði Leverkusen á leiktíðinni eftir frábært tímabil í fyrra þar sem liðið varð í öðru sæti á þremur vígstöðvum. Deildar- keppninni, bikarkeppninni og í Meistaradeildinni. Reyndar er Borussia Mönchengladbach ekki öruggt með sæti sitt en fyrir lokaumferðina er liðið með þriggja stiga forskot á Bielefeld og mætir Bremen í lokaumferð- inni um næstu helgi. Jiri Stajner jafnaði metin fyrir Hannover gegn Gladbach á lokamínútunni og tryggði þar með liði sínu öruggt sæti í deildinni. Hertha Berlín tapaði þriðja leik sínum í röð í Wolfsburg þar sem liðið lá, 2:0 Mílanóliðin og Inter örugg í Meistaradeildina AC Milan, Inter og Lazio bók- uðu sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð með sigrum í næst síðustu umferð ítölsku 1. deildarinnar í knattspyrnu um helgina. Juventus, sem þegar var búið að tryggja sér titilinn í 27. sinn, tapaði hins vegar fyrir Reggina en „Gamla frúin“ eins og lið Juventus er jafnan nefnt, stillti upp frekar veiku liði. Á hinum enda töflunnar féll Piac- enza úr A-deildinni með 3:2 ósigri á móti Parma eftir að hafa komist yfir, 2:0. AC Milan, sem mætir Juvent- us í úrslitaleik Meistaradeildar- innar á Old Trafford þann 28. þessa mánaðar, hafði tögl og hagldir í leik sínum við Bolgna og þeir Andrea Pirlo, Clarence Seedorf og Filippo Inzaghi sáu um að skora mörk liðsins en Inz- aghi brenndi auk þess af víta- spyrnu. Lazio lenti undir á móti Brescia þegar Roberto Baggio skoraði snoturt mark en Róm- arliðið lét það ekki slá sig út af laginu og þeir Sinisa Mihajlovic, Cesar og Claudio Lopez sneru leiknum í vil fyrir Lazio. Inter þurfti ekki að hafa fyrir mikið fyrir sigrinum á Modena. Sjálfsmark kom Inter á bragðið en Mohammed Kallon bætti við öðru marki og þar við sat. Reuters Claudio Lopez, Lazio, fagnar marki gegn Brescia, 3:1. BAYERN Leverkusen byrjaði vel í fyrsta leik sínum undir stjórn Klaus Augenthaler og 3:0 sigur á 1860 München í næst síðustu umferð þýsku Bundesligunnar kom liðinu upp úr fallsæti. Á sama tíma tapaði Armenia Bielefeld fyrir Hansa Rostock og þar með höfðu Leverkusen og Bielefeld sætaskipti. Fyrir loka- umferðina eru Energie Cottbus og Nürnberg fallin en slagurinn um þriðja fallsætið stendur á milli Bielefeldt og Leverkusen. Leverkusen hefur 37 stig en Bielefeld stigi minna. Góð byrjun hjá Klaus Augenthaler

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.