Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 26
26 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir „ÉG hef skipt starfi mínu í tvennt á þann veg, að ég hanna líka hús- gögn og þá einkum fyrir fyrirtæki, sem hafa tekið þau til framleiðslu. Þetta var tómstundaiðja hjá mér hér áður fyrr, en ég hef gaman að því að rannsaka hluti, sem síðan má kannski nota í arkitektúr. Með tímanum hefur svo húsgagnahönn- unin farið vaxandi.“ Þannig komst Sigurður Gústafs- son arkitekt að orði í viðtali við Morgunblaðið. En lítur hann á sig sem listamann? „Ég lít á mig sem arkitekt,“ svarar hann. „Það eru aðrir sem segja til um, hvort mað- ur er listamaður eða ekki. Mér hefur alltaf fundizt það svo- lítið skrítið, þegar fólk talar um sig sem listamenn, því að eiginlega eru það aðrir, sem ráða því, hver telst listamaður og hver ekki. En ég tel, að við hönnun á byggingum og þá einkum útliti þeirra, þurfi að hafa svolítið myndrænt skyn líkt og fyrir málverkum.“ Sigurður er fæddur 1962 og al- inn upp á Akureyri. „Nánar til- tekið í Glerárþorpi,“ segir hann með nokkurri áherzlu. „Glerárþorp varð fyrst hluti af Akureyri árið 1955, en hafði fram að því bara verið þorp fyrir utan bæinn. Ég á því miklar rætur á Akureyri og umhverfið þar sem ég ólst upp hefur vafalaust haft mikil áhrif á formstíl minn.“ Sigurður var fyrst eitt ár við nám í arkitektúr í Kaupmanna- höfn, en hélt síðan til Osló og út- skrifaðist frá arkitektúrháskólan- um þar árið 1990. „Í Osló hafði ég ýmsa góða kennara, þeirra á meðal Sverre Fehn,“ segir Sigurður. „Ég hafði einnig gestakennara, svo sem Christina Hawley, sem kenndi mér að húsagerðarlist er ekki bara form heldur líka hugmyndir.“ Raðhús á Akureyri Meðal nýrri verkefna Sigurðar hér á landi eru raðhús við Kletta- borg á Akureyri. „Ég er að reyna að kompónera í kringum líf fólks- ins, sem á að búa þarna, heildstætt umhverfi, sem er bæði gefandi og áhugavert og leiksvæði inni á milli fyrir börnin,“ segir hann. „Að vísu hannaði ég ekki deili- skipulagið fyrir hverfið. Það gerði Teiknistofan Arkitektur.is. En ég hannaði húsin, sem eru yfirleitt sex saman í lengju. Hver íbúð er út af fyrir sig en húsin samt eins og samstæð byggingarheild. Að mínu mati gerist það of oft, að arkitektar hanna raðhús, þar sem yfirbragðið verður ósamstætt. Ég tel, að það hafi tekizt mjög vel með þessi hús. Ég nota frum- litina til þess að lífga upp á um- hverfið, en mér fannst vera full- mikil grámóska í húsunum í kring. Form húsanna er sótt svolítið aft- ur í tímann, en uppbygging húsanna sést vel í formi þeirra og á lóðinni taka litirnir á móti sólinni og lífinu.“ Sigurður tekur fram, að mögu- leiki er á arni í öllum íbúðunum. „Það er eftir því sem ég bezt veit mjög óvenjulegt í heilu hverfi á Akureyri. Enda þótt þar geti verið kalt á veturna, þá er þetta ekki eingöngu gert til þess að vinna bug á kuldanum heldur fyrst og fremst fyrir augað. Íbúðirnar eru hitaðar upp öðru vísi og á hefð- bundinn hátt. En arinn gefur íbúð- unum allt annan blæ. Þar sem arinstæðin eru eða kamínurnar verður kortenstál utan um skífuna, sem afmarkar arin- stæðið. Kortenstál er einnig notað svolítið á hliðarnar á húsunum. Það skapar myndræn skil. Þetta brýtur yfirbragð húsanna upp eins og sagt er á fagmáli og dregur að- eins úr hinum sterku litum.“ Sigurður kveðst álíta lóðirnar afar góðar, einhverjar þær beztu, sem eru í boði á Akureyri núna. „Útsýnið frá húsunum út á Eyja- fjörð er ótrúlega gott,“ segir hann. „Það má sjá sólina setjast í fjarð- armynninu. Þetta er líka örstutt frá nýju verzlunarmiðstöðinni, Glerártorgi og barnaskólinn er í næsta nágrenni.“ Sigurður hefur einnig hannað Víkurskóla, grunnskólann í Víkur- hverfi í Reykjavík. Fyrsti áfangi skólans var tekinn í notkun 2001, en áformað er að ljúka við bygg- inguna í sumar. Þetta er allstór bygging á einni og hálfri hæð, alls um 4.500 ferm. „Hugmyndafræðin að baki þessari skólabyggingu er sú, að hún verði eins og lítið þorp, sem henti íbúunum, það er börn- unum, eins og vel og kostur er,“ segir Sigurður. Blaðahillan DNA Húsagnahönnunin er snar þátt- ur í starfi Sigurðar, en hann hann- ar ýmist húsgögn, sem eru fram- leidd í takmörkuðu upplagi, kannski bara í einu eintaki eða húsgögn, sem eru ætluð fyrir fjöldaframleiðslu. „Þar má nefna lítinn lampa, sem framleiddur er í Svíþjóð,“ segir hann. „Einnig er ég búinn að hanna blaðahillu, sem er að koma á markaðinn og ber heitið DNA, en þar nota ég dna-kerfið sem strúktúr. Þetta er í rauninni spír- alkerfi byggt á dna-keðjunni og armar með litlum bökkum. Upp- lýsingunum er hlaðið á keðjuna. Ég held, að þessi hilla eigi fram- tíðina fyrir sér, en sænskur aðili hefur áhuga á að framleiða hana. Ég starfa nær eingöngu með er- lendum aðilum að húsgagnahönn- uninni og hef ávallt mikil tengsl við Norðurlönd, enda er ég búinn Meðal nýrri verkefna Sigurðar hér á landi eru raðhús við Klettaborg á Akureyri. „Ég nota frumlitina til þess að lífga upp á umhverfið,“ segir hann. „Útsýnið út á Eyjafjörð er líka ótrúlega gott. Það má sjá sólina setjast í fjarðarmynninu.“ Hannar jöfnum höndum húsgögn og byggingar Það er ekki algengt, að arkitektar hanni bæði hús- gögn og byggingar. Þeir eru þó til. Magnús Sigurðs- son ræddi við Sigurð Gústafsson, sem hannað hefur stórbyggingar eins og Víkurskóla í Reykjavík og íbúðabyggingar við Klettaborgir á Akureyri en einnig fjölda hluta, bæði stóla, hillur og húsbúnað, og hlotið margar viðurkenningar fyrir verk sín. Morgunblaðið/Sverrir Sigurður Gústafsson Þessi ruggustóll sem er hannaður af Sigurði Gústafssyni nefnist Rock’n’roll. Sigurður hefur hannað blaðahillu, sem er að koma á markaðinn og ber heitið DNA, en þar notar hann dna- kerfið sem strúktúr. Lampinn Take away. Framleiðsla á honum fer nú fram í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.