Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 20.05.2003, Blaðsíða 42
42 B ÞRIÐJUDAGUR 20. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir F YRSTA byggðin á Gríms- staðaholti varð þegar Grímur Egilsson reisti sér þar bæ árið 1842. Bæinn nefndi hann Grímsbæ og af því er nafn hverfisins dregið. Á þessum slóðum reis upp þéttbýliskjarni á ár- unum 1918 til 1920. Fyrst byggði þarna efnalítið fólk og var byggðin á svæðinu án skipulags. Margir vildu koma upp eigin hús- næði og var mikið byggt á svæðinu á fyrstu árum eftir fyrra stríð. Þetta voru harðduglegar fjölskyldur og ein af þeim voru hjónin Eyjólfur Brynj- ólfsson og Kristín Árnadóttir og börn þeirra. Árið 1929 kaupir Eyjólfur Brynj- ólfsson hús við Túngötu sem var fyr- ir skipulagi. Eyjólfur flytur húsið að Smyrilsvegi 28 þar sem hann hafði fengið byggingarlóð og byggir kjall- ara úr steinsteypu undir það. Í kjall- ara þessa húss var eina þvottahúsið á stóru svæði og fengu nágrannakon- urnar að þvo þvotta sína þar. Eyjólfur og kona hans, Kristín Árnadóttir, voru ung hjón sem höfðu búið í leiguíbúðum með barnahópinn sinn og stundum ekki nema í einu herbergi. Tekið niður fjöl fyrir fjöl Húsið var tekið niður næstum því fjöl fyrir fjöl og flutt á handvagni frá sínum upphaflega stað, Túngötunni, vestur á Grímsstaðaholt. Þar var það byggt upp nákvæmlega eins og það var á Túngötunni. Húsið er einlyft, með porti, risi og kjallara. Það er byggt úr bindingi, klætt að utan með borðum, pappa og járni yfir á veggj- um og þaki. Á hæðinni eru þrjú íbúðarher- bergi, eldhús og stigagangur. Í útveggjum er sagspónastopp og hæðin öll þiljuð að innan með plægð- um panelborðum, strigalögð og veggfóðruð. Í þaklyfti eru tvö íbúðar- herbergi, eldhús og gangur, með samskonar frágangi og á hæðinni. Í kjallara eru þrjú geymsluherbergi og þvottahús. Grunnflötur hússins er 7 x 6,5 m. Inngönguskúr er við norðurgafl hússins, byggður eins og það að efni til og öllum frágangi. Á aðalhæðinni er forstofa en í kjallara er gangur og klósett. Steinsteyputröppur eru við skúrinn og undir þeim er kolaklefi. Grunnflötur skúrsins er 2,1 x 3,2 m. Eyjólfur og Kristín eignuðust tíu börn sem öll komust til fullorðinsára nema sonurinn Ingvar sem lést að- eins sjö mánaða gamall. Samkvæmt íbúaskrá frá árinu 1940 eiga heima á Smyrilsvegi 28 Eyjólfur Brynjólfsson, fæddur 25. júlí 1891 á Miðhúsum í Biskupstung- um, og Kristín Árnadóttir, kona hans, fædd 3. nóvember 1899 í Mið- dalskoti í Laugardal. Með þeim í heimili eru skráð sjö börn þeirra. Annaðhvort er íbúaskráin ekki rétt eða eitt barnanna hefur ekki verið heima. Þá búa á öðru heimili í húsinu dótt- ir þeirra hjóna, María Eyjólfsdóttir, fædd 2. mars 1920 í Reykjavík, og maður hennar Sigurður Jón Vetur- liðason matsveinn, fæddur 20. mars 1914 á Suðureyri við Súgandafjörð, ásamt syni sínum, Eyjólfi, þá á fyrsta ári. Íbúðin í risi var leigð út þar til börnin byrjuðu að búa. Þá stofnuðu flest þeirra sitt fyrsta heimili í risinu. Eyjólfur byggði gripahús á lóðinni bak við húsið og áður en yfir lauk hýsti það þrjár mjólkandi kýr. Um tíma voru nokkrar kindur hafðar í kjallara hússins og einnig hænsni. Á sumrin var heyjað á túni á þeim slóð- um sem Háskólinn er og einnig var beitiland kúnna þar skammt frá. Það var verk barnanna að sækja kýrnar að kvöldi og reka þær í haga að morgni. Þegar búið var að ganga frá mjólkinni fór Kristín til vinnu á Þormóðsstöðum en þar var Alliance með fiskverkunarstöð. Um miðjan fimmta áratuginn var hætt með kýrnar og flest annað skepnuhald, en Eyjólfur hafði þá látið draum sinn rætast um að eignast hesta og um tíma átti hann þrjá gæðinga. Kristín og Eyjólfur voru samhent hjón. Bæði ákaflega dugleg og vel verki farin. Afkomendum þeirra er í fersku minni að alltaf var til eldaður matur á heimilinu og hrein og heil föt að fara í. Eyjólfur vann öll þau störf sem til féllu, bæði til sjós og lands. Hann var lengi á sjó með Pétri Maack. Söngelsk hjón Eyjólfur og Kristín voru bæði söngelsk og sungu við vinnu sína á heimilinu á kvöldin eftir að komið var heim frá löngum vinnudegi. Eyjólfur dvaldi þá gjarnan á verkstæði sínu í kjallara hússins en Kristín settist við saumavélina. Hjónin kunnu mikið af ljóðum og lögum sem hafa fylgt af- komendum þeirra sem öll eru söng- elsk og listunnendur. Orgel var keypt á heimilið svo að börnin gætu lært að spila. Í garðinum á grunni fjóssins byggði Eyjólfur dúkkuhús fyrir börn og barnabörn. Þar áttu yngstu börnin sínar sælustundir. Eyjólfur Brynjólfsson lést 5. sept- ember 1973, en Kristín Árnadóttir lést 16. júní 1974. Eftir lát þeirra var ekki búið í húsinu í eitt ár en afkom- endurnir hittust þar eins oft og því varð við komið. Eftir þann tíma varð að samkomulagi að Guðrún dóttir þeirra og maður hennar, Þórólfur Meyvantsson frá Eiði á Seltjarnar- nesi, keyptu hlut hinna erfingjanna. Þórólfur og Guðrún héldu húsinu vel við en reyndu að gera sem minnstar breytingar á því. Þau hjón bjuggu í húsinu til ársins 1989 en þá seldu þau það núverandi eigendum, hjónunum Eiríki Rögnvaldssyni pró- fessor við Háskólann og konu hans Guðrúnu Ingólfsdóttur bókmennta- fræðingi. Eiríkur og Guðrún hafa látið gera ýmsar endurbætur á hús- inu, t.d. látið skipta um járn og gluggana á hæðinni. Þegar það var gert voru gluggarn- ir gerðir með upprunalegu útliti, með sex rúðum. Gluggar hússins eru stór- ir miðað við stærð glugga á íbúðar- húsum á þeim tíma sem húsið var byggt. Einnig er búið að gera upp baðherbergi sem er í viðbyggingu við bíslagið sem Þórólfur og Guðrún byggðu. Einhvern tíma á ferlinum var hæðin múrhúðuð að innan og einnig voru gerðir tveir gluggakvistir á þakið. Núverandi eigendur skiptu um gólfefni á hæðinni og settu kork sem fer vel við húsið. Í kjallara eru tvö íbúðarherbergi, þar eru gólf lögð teppum sem voru á stofum á hæð- inni. Þar eru einnig þvottahús og geymsla. Í risinu eru þrjú íbúðarherbergi með panel í loftum en striga og pappa á veggjum. Eitt af herbergj- unum þar er veggfóðrað. Á gólfum er parket. Búið var að skipta um eld- húsinnréttingu sem er úr eik. Gott handbragð Gott handbragð er á smíði hússins og auðséð að þar var vandvirkni í há- vegum höfð. Núverandi eigendur, Eiríkur Rögnvaldsson og Guðrún Ingólfsdóttir, gerðu verönd við suð- urgafl hússins og dyr úr stofu út á veröndina. Þessi breyting á húsinu er afar smekkleg og gerir það enn fallegra. Þegar Þórólfur og Guðrún ákváðu að selja húsið, en það var þeim alls ekki sársaukalaust, voru margir búnir að koma og skoða og lýsa yfir að þeir óskuðu eftir að kaupa það. Af einhverjum ástæðum fannst þeim hjónum að þau ættu að bíða eft- ir rétta fólkinu sem passaði við húsið. Svo gerðist það einn daginn að Eirík- ur og Guðrún knúðu dyra. Langt var síðan húsið hafði vakið eftirtekt þeirra og þau langað til að eignast það. Húsið á Smyrilsvegi 28 hefur yfir sér sérstakan blæ, fallegt og hlýlegt, málað ljósgrænt nema dyra- og gluggaumbúnaður er dekkri. Það lík- ist kraftaverki að einn maður skuli hafa tekið húsið niður, flutt það á handvagni á milli bæjarhluta og reist það. Smyrilsvegur 28 Morgunblaðið/Jim Smart Húsið er einlyft, með porti, risi og kjallara. Ýmsar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu og gluggarnir þá gerðir með upprunalegu útliti, með sex rúðum. Húsið hefur yfir sér sér- stakan blæ, fallegt og hlý- legt, málað ljósgrænt nema dyra- og glugga- umbúnaður er dekkri, segir Freyja Jónsdóttir. Það líkist kraftaverki að einn maður skuli hafa tekið húsið niður, flutt það á handvagni á milli bæjarhluta og reist það. Einstök ljósmynd frá 1930. Þýzka loftskipið Graf Zeppelin sést hér eins og yfir húsinu Smyrilsvegi 28. Kristín Árnadóttir Eyjólfur Brynjólfsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.