Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 2
2 B MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar Útvarp MP3 MMC Allt að 300 laga geymslurými Tilboð kr. 49.900,- Útvarp 4 x 40w 5 diska CD 8w GSM Handfrjáls búnaður Tilboð kr. 79.900,-ALLT Í EINUM PAKKA Radíóþjónusta Bílanausts Síðumúla 17, sími 588 8282 SALA - ÍSETNING - TÆKNIRÁÐGJÖF 15 TÍMA TÓNLIST LOS ANGELESANTARIS TILBOÐ Jeep Grand Cherokee Limited árg. 1999, ek. 70 þ. km, 4700cc, sjálfskiptur, leður, lúga, ABS, geisladiskamagsín, fjarst. samlæsingar, allt rafdrifið. Verð 3.550.000. Tilboðsverð 3.150.000. Áhvílandi gott lán. RÚNAR Jónsson, tí- faldur Íslandsmeistari í ralli, snýr nú aftur til keppni eftir veik- indi. Hann náði undraverðum bata eftir að hafa fengið góðkynja æxli í heila sem fjarlægt var í ágústmánuði í fyrra á sjúkrahúsi í Svíþjóð. „Ég lít lífið öðrum augum og met það öðruvísi. Ég komst mjög nálægt strikinu og auðvitað breytist viðhorfið þegar maður áttar sig á því hvað það stutt leið milli lífs og dauða. Ég held að þetta breyti mér samt ekki sem öku- manni.“ Rúnar kveðst þó ekki vera búinn að ná sínum fyrri styrk en ætlar sér engu að síður stóra hluti í sumar með bróður sínum og aðstoðar- ökumanni, Baldri Jónssyni. Rúnar byrjaði að keppa í ralli sem aðstoðarökumaður föður síns, Jóns Ragnarssonar, þegar hann var fimmtán ára gamall. Hann er því að hefja sitt nítjánda keppnistímabil. Íslandsmeistari hefur hann orðið tíu sinnum. Ís- landsmeistari í Íslandsmeist- aratignum í ralli er hins vegar Jón faðir Rúnars. „Við Baldur höfum keppt sam- an áður. Við fórum t.d. saman til Bretlands til keppni haustið 2001 og svo byrjuðum við saman í fyrra en ég gat bara lokið einni keppni áður en ég veiktist,“ segir Rúnar. „Það þurfti að opna á mér höf- uðið og fjarlægja þetta. Fyrst þegar ég heyrði af þessu hélt ég að þetta væri miklu minna heldur en það var. Svo kom í ljós að það varð að gera þetta í Svíþjóð. Þetta var eiginlega fáránleg staða því ég hafði verið frískur fram að þessu,“ segir Rúnar sem var í 13 klukkustundir á skurð- arborðinu. Rúnar segir að það hafi komið sér á óvart hve lasburða hann var eftir aðgerðina. Hann hafði aldrei verið í betra líkamlegu formi þegar hann veiktist og seg- ir að það hafi örugglega hjálpað sér að ná bata fyrr en ella. Til að undirbúa sig fyrir keppn- istímabilið hefur Rúnar æft þrek en kveðst ekki ennþá búinn að ná upp fullu þoli. Til að ná árangri í rallkeppnum þurfa ökumenn að vera í góðu líkamlegu ástandi því aksturinn tekur mikið á. Subaru Legacy, keppnisbíll Rúnars og Baldurs, kom til landsins í gær eftir yfirhalningu í Bretlandi. Hvernig líst Rúnari á keppn- istímabilið? „Sigurður Bragi og Ísak á Metro verða aðalkeppinautarnir á þessu ári og mér skilst að þeir ætli sér titilinn í ár. Ég veit að Sigurður Bragi hefur aldrei komið jafnvel undirbúinn og sömuleiðis Ísak. Þeir koma sterkir til leiks. Ég og Baldur munum keyra okk- ur hægt og bítandi upp og sjá til hvaða hraða ég næ. Ég næ auð- vitað ekki mínum fyrri hraða strax. Við förum því í þetta þétt og örugglega og spurning hvað það dugar. Auðvitað stefnum við alltaf að sigri en höfum skyn- semina að leiðarljósi.“ Rúnar er giftur og þriggja barna faðir. „Ef eitthvað er þá hefði ég frekar viljað draga í land núna en konan mín ýtti mér áfram. Hún er minn dyggasti stuðningsmaður,“ segir Rúnar. Tífaldur Ís- landsmeistari snýr aftur Morgunblaðið/Árni Torfason Rúnar Jónsson er tilbúinn í rallslaginn á ný. NÁM í bíliðngreinum þ.m.t. bifvéla- virkjun hefur farið fram í Borgar- holtsskólanum (BHS) í Reykjavík frá stofnun hans árið 1996. Árlega hafa 20 til 30 unglingar úrskrifast af námsbraut í bifvélavirkjun frá skól- anum. Það er ekki þar með sagt að þeir hefji störf í greininni því þeim hefur fækkað sem taka sveinspróf í bifvélavirkjun. Kerfið er nefnilega þannig að nemendur sem læra bif- vélavirkjun í BHS fá ekki starfsheiti fyrr en þeir hafa tekið sérstakt próf, sveinspróf, hjá sjálfseignarstofnun- inni Fræðslumiðstöð bílgreina (FMB) og lokið 12 mánaða starfs- þjálfun á bifreiðaverkstæði hjá um- boði eða sjálfstætt starfandi bifvéla- virkjameistara. Skólinn ræður engu um það hvort nemendur komast í starfsþjálfun og sannast sagna þá hefur nemendum gengið illa að verða sér úti um starfsþjálfunarpláss á bílaverkstæðum undanfarið. Nem- endur sem hafa útskrifast úr bíla- deild BHS þykja, sem betur fer, gjaldgengir í ýmis störf og nám; margir hafa farið í háskóla bæði hér heima og erlendis. Á hverri námsönn eru u.þ.b. 100 unglingar í námi í bíliðngreinum, bif- reiðasmíði, bifvélavirkjun og bíla- málun í BHS, og nánast allir útskrif- ast að lokum í einhverri af fyrrnefndum iðngreinum. Námið í skólanum er yfirgripsmikið enda spanna starfsgreinar bíliðnamanna mjög breitt svið. Námið er samtvinn- að verklegt og bóklegt og kennt er í lotum. Þetta þýðir að nemendur eru aðeins með eina námsgrein í einu og ljúka henni áður en næsta er tekin fyrir. Svo dæmi sé tekið af samsetn- ingu námsins þá er námsefni um bílarafmagn 700 kennslustundir af 1.568 kennslustunda fagnámi í bif- vélavirkjun eða um 45% þess. Brott- fall úr námi sem virðist landlægt er nánast ekkert meðal nemenda í bíla- deildinni. Það er nokkuð árvisst að talsmenn „atvinnulífsins“ gefi yfirlýsingar um slappleika skólanna og getuleysi þeirra til að standa undir þeim mark- miðum sem þeim eru sett. Skóla- mönnum er það vorkunn að þegja undir gagnrýni sem oft er óverð- skulduð í stað þess að svara fullum hálsi. Geri þeir það er þeim nuddað upp úr því að vera neikvæðir, ósam- vinnuþýðir og á móti atvinnulífinu! Hvað bíladeild BHS varðar eru þau fyrirtæki teljandi á fingrum sér sem sýnt hafa bifvélavirkjahluta deildar- innar áhuga t.d. með því að gefa kennurunum kost á að kynnast nýj- ungum í bifreiðum eða leggja til tæknilegar upplýsingar um þær. Fyrirtæki og þjónustuaðilar í bíla- málun hafa hins vegar stutt námið í þeirri grein af miklum myndarskap og eiga þau skilið að það sé nefnt og þeim þakkað. Nám í bíliðnum í Borgarholtsskólanum Ingibergur Elíasson, kennslu- stjóri bíliðna í Borgarholts- skóla, segir nokkuð árvisst að talsmenn „atvinnulífsins“ gefi yfirlýsingar um slappleika skólanna og getuleysi þeirra til að standa undir þeim mark- miðum sem þeim eru sett. Frá kennslu í rafmagnsfræðum í Borgarholtsskóla. 20 til 30 unglingar útskrifast af námsbraut í bifvélavirkjun frá Borgarholts- skóla árlega. Höfundur er bifvélavirkjameistari og kennslustjóri bíliðna í Borgarholts- skóla.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.