Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.05.2003, Blaðsíða 10
10 B MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ bílar BUICK Höskuldar stendur stífbón- aður fyrir framan húsið þegar blaða- maður rennur í hlað. Það hríslast um mann fortíðarþrá og fegurðartilfinn- ing við það eitt að sjá þennan króm- aða glæsivagn en að mati þess sem þetta skrifar eru amerískir bílar frá seinni hluta sjötta áratugarins og byrjun þess sjöunda, fulltrúar glæst- asta skeiðs bandarískrar bílahönn- unar. Það er arkitektúr í hverjum drætti og ekkert var sparað til að gera vagnana sem glæsilegasta. Krómið er alls staðar og stórir uggar og risavaxið, krómað grill sem stirnir á í kvöldsólinni, minnir mann á það að eitt sinn voru bílar annað og meira en eingöngu samgöngutæki. Buick Super Bíllinn heitir Buick Super vegna þess að hann er lengri en hefðbundna gerðin af þessum bíl. Til voru tveir Buick ’58 hér á landi. Annan átti Landsbankinn og Silli og Valdi hinn. Þeir voru þó ekki Super. Aðeins um 2.000 Super voru framleiddir um dagana og má því telja líklegt að ein- tak Höskuldar sé eitt fárra sem ennþá er til í góðu standi. Höskuldur keypti bílinn í Bandaríkjunum 1997 fyrir 2.500 dollara. Þá var hann ljós- blár á lit og nú er Höskuldur búinn að verja ófáum stundum í að gera bílinn sem fallegastan. Af hverju Super? „Við vorum búnir að finna nokkra fjögurra dyra „hardtop“ en svo fannst þessi og hann var bara tekinn. Mér skilst að það séu ekki margir svona til og það er mjög erfitt að fá allt í hann fyrir aftan afturhurðina. Þetta er einn krómnagli og mjög sér- stæður bíll,“ segir Höskuldur. Bíllinn var mjög heillegur og lítið ryðgaður þegar Höskuldur keypti hann og það tók hann aðeins tvö kvöld að ryðbæta bílinn. Lakkið og klæðningin inni í honum var öll sól- brunnin og það þurfti að laga. Lakkið var matt og áklæðið upplitað. Bíllinn var ekki keyrður nema 2.500 mílur þegar Höskuldur keypti hann og hann er þriðji eða fjórði eig- andi hans. Bíllinn er með átta strokka, 365 kúbiktommu vél, mikilli sleggju með fjögurra hólfa blöndungi og bíllinn torkar mikið og svarar vel. Startið er í bensíngjöfinni og er bíln- um startað með því að stíga bens- íngjöfina í botn. Í honum er gamall dýnamór og loftþurrkur. Strax 1959 Íslensk sauð- argæra og plötuspilari Einn af glæsilegri fornbílum landsins er án efa Buick Super árgerð 1958 sem er í eigu Höskuldar Sæmunds- sonar, bifvélavirkja hjá B&L. Höskuldur býr í Blesugróf- inni og Guðjón Guðmundsson heimsótti hann og skoðaði drossíuna. Morgunblaðið/Árni Torfason Höskuldur á fjörgömlum Farmall sem hann gerði upp sér til skemmtunar. F í t o n / S Í A F I 0 0 7 1 0 7 Suzuki Grand Vitara á frábæru verði Verð kr. 1.850.000 Tilboðsverð 1.650.000 kr. Ingvar Helgason notaðir bílarIngvar Helgason hf. · Sími 525 8000 · Sævarhöfða 2 ih@ih.is www.ih.is · opið virka daga kl. 9-18 Vagnasmiðjan ehf. auglýsir: Eigum jafnan á lager eða út- vegum eftirfarandi: * Loftpúðastell undir vagna með/ án öxuls. * Setjum stell undir vagna. * Sturtutjakka undir pall og nef- tjakka. — Skiptum um tjakka. * Hardox- og Domexstál. * Skiptum um botn og/eða hliðarplötur í pöllum og vagnskúffum að hluta eða öllu leyti, fast verð á lengdarmeter. * Skjólborð úr stönsuðu Domexstáli, grimmsterk og létt. — Skiptum um og/eða smíðum skjólborð. * Loftvarir m/öllu. — Skiptum um, setjum á loftvarir. * Smíðum palla og malarskúffur. * Setjum á krana. * Smíðum Íslands-malarvagna, sterka og stöðuga. * Sérstök kvöld- og helg- arviðgerðarþjónusta. * Allt framantalið á samkeppnisfæru verði og gæðum. * Leitið upplýsinga og tilboða. Vagnasmiðjan ehf., Eldshöfða 21, Rvík, s. 587 2200 og 894 6000. MERCEDES BENS ÁRG. '98 Ekinn 254 þús., sjálfskiptur. Búinn að vera í fullri þjónustu hjá Ræsi frá upphafi. Hagst. lán. Skoðaður '04. Verð 1.590 þús. Upplýsingar í síma 893 3866. TIL SÖLU SCANIA R113 Árgerð ´92, ekinn ca. 620.000 km, er með vörukassa, upptekin vél, loftfjaðrir. Kraft- ur hf. Upplýsingar í síma 567 7100 og www.kraftur.is . NÝ TOYOTA Á GJAFVERÐI Fermingargjöf, útskriftargjöf, brúðargjöf eða afmælisgjöf saumavelar.is — sími 892 3567. VW CADDY ÁRGERÐ 1998 Ekinn 50 þ. mjög vel með farinn, nýjar bremsur, smurbók frá byrjun. Sumar- og vetrardekk fylgja. Áhvílandi 240.000 þ. hjá Glitni. Greiðslub. 20 þ. á mán. Skipti möguleg á jeppa. Tilboð 590.000 þ. áður 680.000 þ. Uppl. í síma 533 3070 og 699 3332. TIL SÖLU SUZUKI BALENO ÁRG. '99 Ekinn 75 þ. Verðtilboð. Athuga öll skipti. Upplýsingar í síma 892 9673. 17" OZ RACING ÁLFELGUR og Yokohama 215/40/R17 dekk, núvirði 360 þús. Tilboð 150 þús. Einnig 16" Origin- al Impreza turbo álf. og sumardekk. Verð 50 þús. Uppl. í síma 863 9443. JEPPA- EÐA FÓLKSBÍLAKERRA óskast. Burðargeta 400—750 kg. Upplýsingar í síma 847 0470. MMC Pajero 2800 Tdi, 10/98, ek. 84 þ. km, sjálfskiptur, 32“ breyting, 7 manna, ABS, öryggispúðar, leðuráklæði, stillanleg fjöðrun, fjölstillanleg- ur drifbúnaður, 100% læsing að aftan, dráttarkúla, spoiler, varahjólshlíf, geislaspilari. Verð kr. 2.750.000 TIL SÖLU SCANIA 143, ÁRG. 1996, ekinn 330 þ. Stellbíll á lofti. Langendorf- malarvagn, árg. 1999. Upplýsingar í síma 893 1501. Kerrur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.