Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 1
PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 Á netinu mbl.is/vidskipti BLAÐ B Glitnir er sérfræ›ingur í fjármögnun atvinnutækja. Rétt val á fjármögnun getur skipt miklu um heildarkostna› vi› fjárfestingu. Glitnir b‡›ur fjórar ólíkar lei›ir vi› fjármögnun atvinnutækja. Umsóknir eru afgreiddar á skjótan hátt flegar nau›synleg gögn liggja fyrir. Haf›u samband vi› rá›gjafa Glitnis e›a kíktu á www.glitnir.is og fá›u a›sto› vi› a› velja flá fjármögnunarlei› sem hentar best. F T T E R F E T O T P E O P E Sér›u atvinnutæki› sem flig langar í? – traustur samstarfsa›ili í fjármögnun G l i t n i r e r h l u t i a f Í s l a n d s b a n k a K i r k j u s a n d i 1 5 5 R e y k j a v í k g l i t n i r . i s s í m i 4 4 0 4 4 0 0 VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS S É R B L A Ð Á F I M M T U D Ö G U M U M V I Ð S K I P T I , S J Á V A R Ú T V E G & A T H A F N A L Í F FJÁRMÖGNUN FASTEIGNIR BÓKHALD Íslendingar hafa stofnað fyrirtækið Carta Capital sem sérhæfir sig í milli- lagsfjármögnun. Fasteignafélög verða sí- fellt meira áberandi í ís- lensku viðskiptalífi en þeirra stærst er Stoðir. Hollenska matvörufyr- irtækinu Ahold hefur verið líkt við Enron vegna bókhaldsbrellna. GLUGGI FYRIR/4 OFT HAGKVÆMARA/6 ENRON EVRÓPU/5 Í PENINGAMÁLUM, ársfjórðungsriti Seðlabanka Íslands, segir: „Í byrjun sept- ember sl. hóf Seðlabanki Íslands að kaupa gjaldeyri af viðskiptavökum á innlendum millibankamarkaði, fyrst í stað tvisvar í viku 1½ milljón Bandaríkjadala í senn, þrisvar í viku frá janúar sl. og loks daglega frá byrjun febrúar. Alls keypti bankinn gjaldeyri í þess- um viðskiptum að andvirði 12,8 ma.kr. frá byrjun september 2002 til aprílloka 2003. Í janúar sl. keypti bankinn gjaldeyri í ein- um viðskiptum af einum viðskiptavaka að andvirði tæplega 4 ma.kr. Þegar ákvörðun var tekin um regluleg gjaldeyriskaup í ágúst 2002 var kynnt að áformað væri að kaupa gjaldeyri fyrir 20 ma.kr. fyrir árslok 2003. Það var nærri stöðu erlendrar skammtíma- fjármögnunar gjaldeyrisforðans á þeim tíma. Vegna sölu gjaldeyris, m.a. til ríkissjóðs í tengslum við greiðslu vaxta af erlendum lán- um, hefur skammtímafjármögnun gjaldeyr- isforðans ekki minnkað til samræmis við keyptan gjaldeyri og nam hún um 11 ma.kr. í lok apríl. Gjaldeyrisforði Seðlabankans var í lok apríl 38,5 ma.kr. og hafði erlend staða bankans styrkst um 6,8 ma.kr. frá lokum ágúst 2002. Sala á gjaldeyri til ríkissjóðs vegna vaxta- greiðslna af erlendum lánum nemur nokkr- um milljörðum króna þessi árin. Þegar litið er til lengri framtíðar og Seðlabankinn hefur byggt upp gjaldeyrisforða sinn stefnir hann að því að afla gjaldeyris vegna þarfa ríkis- sjóðs á innlendum gjaldeyrismarkaði fremur en að ganga á gjaldeyrisforðann.“ „Styrkja erlenda stöðu“ Þá segir að nú séu aðrar aðstæður á gjald- eyrismarkaði en í ágúst 2002. Innflæði gjald- eyris og hækkandi gengi gefi tækifæri á að kaupa gjaldeyri umfram þá 20 ma. sem ákveðið hafi verið að kaupa í ágúst. Því hafi bankinn ákveðið að kaupa daglega 2,5 millj- ónir Bandaríkjadala á innlendum gjaldeyr- ismarkaði. Með þessu séu hagstæðar að- stæður nýttar til að styrkja erlenda stöðu bankans. „Miklu skiptir að erlend staða bankans sé rúm, m.a. vegna erlendra skammtímaskulda innlendra aðila og í ljósi þess að erlend staða bankans skiptir tölu- verðu fyrir lánshæfi íslenska ríkisins og ann- arra innlendra aðila á erlendum mörkuðum.“ S E Ð L A B A N K I Í S L A N D S Ekki gengið á gjaldeyr- isforðann GENGI krónunnar lækkaði á mánudag og þriðjudag, um ríflega 1,6%, í kjölfar þess að Seðlabank- inn hefur ákveðið að dagleg kaup á gjaldeyri verði 2,5 milljónir Bandaríkjadala. Lækkun krón- unnar gekk til baka að hluta í gær og sérfræðingar virðast vera sam- mála um að hún haldi áfram að styrkjast vegna fyrirhugaðra stór- iðjuframkvæmda. Ólafur Frímann Gunnarsson, deildarstjóri millibankaborðs hjá Kaupþingi, segir að aukning á kaupum Seðlabankans á gjaldeyri hafi verið nokkru meiri en mark- aðurinn hafi átt von á. „Með þessu er bankinn sennilega að kaupa allt það innstreymi gjaldeyris sem von er á í ár, vegna stóriðjufram- kvæmdanna. Því veiktist krónan í kjölfarið, en er nú að styrkjast á nýjan leik. Markaðsaðilar eru aft- ur byrjaðir að kaupa krónur.“ Tilhneiging að kaupa krónur Spurður hvort inngrip Seðlabank- ans hafi áhrif til lengri tíma segir Ólafur: „Upplýsingar eins og þess- ar, um að bankinn hyggist kaupa meiri gjaldeyri í framtíðinni, eiga að hafa áhrif um leið og þær ber- ast.“ Hann segist frekar eiga von á því að krónan haldi áfram að styrkjast. „Tilhneigingin á mark- aðnum hefur verið að kaupa krón- ur og selja aðra gjaldmiðla. Sú til- hneiging er enn til staðar.“ Arnar Jónsson, sérfræðingur hjá Landsbanka, segist telja að veiking krónunnar vegna upp- kaupanna sé að mestu yfirstaðin, þótt ef til vill sé fullsnemmt að full- yrða um það. „Fyrstu áhrif upp- kaupanna eru komin fram, en síð- an þarf markaðurinn auðvitað að venjast þeirri staðreynd að keypt- ur sé gjaldeyrir fyrir 2,5 milljónir dollara á dag. Við sjáum ekki fyrir okkur að krónan þurfi að veikjast umtalsvert frá því sem nú er.“ Greining Íslandsbanka sagði á mánudaginn að þau kaup sem Seðlabankinn geri það sem eftir lifi af árinu jafngildi 25–30 millj- örðum króna og nemi því kaupin í heild um tvöfaldri þeirri upphæð sem upphaflega hafi verið áætluð. Segir að tilkynning um aukin gjaldeyriskaup hafi verið í takt við spá Greiningar, en fjárhæðin þó heldur hærri. „Að mati Greiningar ÍSB er hér einungis um tímabund- in áhrif að ræða [veiking krónunn- ar] og er spá Greiningar ÍSB um að krónan verði áfram undir þrýst- ingi til hækkunar á næstu miss- erum óbreytt.“ Sterkt gengi áfram Í Hálffimmfréttum Búnaðarbank- ans segir: „Þessi auknu gjaldeyr- iskaup Seðlabankans er varla hægt að túlka sem annað en inn- grip á gjaldeyrismarkaði, þó Seðlabankinn kjósi að tína til aðrar ástæður, svo sem styrkingu á er- lendri stöðu sinni. Kaupin verða væntanlega til þess að veikja gengi krónunnar um tíma, en krónan veiktist um 0,8% í dag [mánudag]. Greiningardeild gerir þó áfram ráð fyrir sterku gengi krónunnar á næstu misserum vegna stóriðju- framkvæmdanna.“ Samtök atvinnulífsins hafa miklar áhyggjur af stöðu gengis- mála um þessar mundir. Stjórn samtakanna sendi í gær frá sér ályktun, þar sem segir að núver- andi gengi krónunnar fái ekki staðist til lengdar. „...Seðlabank- inn spáir því að raungengi hækki um 10% á þessu ári og að sam- keppnisstaðan versni sem því nemur. Til mótvægis við stóriðju- framkvæmdir er afar brýnt að skýr aðhaldsstefna í opinberum fjármálum verði mótuð og þurfa stærstu sveitarfélögin einnig að koma að þeirri stefnumótun, til þess að viðhalda stöðugleika og tryggja samkeppnisstöðu atvinnu- veganna,“ segir í ályktuninni. Gengi fær ekki staðist Þá segir að samkeppnisstaða at- vinnuveganna hafi versnað undan- farið ár vegna hækkunar gengis. „Raungengi krónunnar, sem er mælikvarði á samkeppnisstöðu at- vinnuveganna, mun hækka um rúm 10% á þessu ári að mati Seðla- bankans. Að mati bankans verður raungengið hærra á þessu ári en á árinu 2000 en þá féll gengi krón- unnar á markaði þar sem það var ekki talið fá staðist til lengdar. Núverandi gengi krónunnar fær heldur ekki staðist til lengdar þar sem það samrýmist hvorki jafnvægi í utanríkisviðskiptum né skapar útflutnings- og samkeppn- isgreinum eðlilegan rekstrar- grundvöll. Það er því brýnt að stjórnvöld geri það sem í þeirra valdi stendur til að sporna gegn þeim kröftum sem ýtt hafa upp gengi krónunnar,“ að því er segir í ályktun stjórnar SA. Gengislækkun vegna dollarakaupa tímabundin Markaðsaðilar aftur byrjaðir að kaupa krónur. SA með áhyggjur af háu gengi krónunnar                         Miðopna: Oft hagkvæmara að leigja en eiga húsnæði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.