Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 B 5 NFRÉTTIR FRÉTTIR af hollenska matvöru- fyrirtækinu Royal Ahold NV hafa verið fyrirferðarmiklar í evrópskum viðskiptafjölmiðlum undanfarnar vikur og mánuði. Ahold varð upp- víst að því að bóka meiri hagnað en það fékk í raun. Stjórnendum fyr- irtækisins „yfirsást“ að því er talið er um 880 milljóna dollara hagn- aður á þriggja ára tímabili, frá 2000 til 2002. Umframhagnaðurinn, sem nemur tæpum 65 milljörðum íslenskra króna, var einkum færður til bókar hjá bandarísku dótturfyrirtæki Ahold, matardreifingarfyrirtækinu U.S. Foodservice sem er það næst- stærsta Bandaríkjunum. Ástæða umframhagnaðar Ahold er talin vera sú, samkvæmt tímarit- inu Economist, að verð á vörum sem fyrirtækið keypti af heildsölum var fært til bókar með afslætti, þótt ekki lægju fyrir staðfestingar frá heildsölum um að veita ætti afslátt. Þá telur blaðið að Ahold hafi gert ráð fyrir sérstökum greiðslum frá heildsölum fyrir söluörvandi að- gerðir á vörum frá þeim. Þessar „söluörvunargreiðslur“ hafi verið færðar til bókar sem tekjur en aldr- ei innheimtar. Leitt er líkum að því að samkomulag hafi ríkt um þessar færslur milli heildsala og Ahold. Hvernig getur þetta gerst? Þegar svona mál koma upp er eðli- legt að fólk velti fyrir sér hvernig þetta geti gerst. Það hljómar und- arlega þegar sagt er frá því að svo stór fyrirtæki, með fjölmarga hlut- hafa, geti logið til um hagnað í þrjú ár án þess að nokkur komist að því. Morgunblaðið leitaði álits Ólafs Þórs Jóhannessonar, aðjúnkts hjá HR og endurskoðanda hjá Price- WaterhouseCoopers. „Smásalinn gefur sér það í upphafi, á grundvelli sölusamnings, að hann fái einhvern tiltekinn afslátt að gefnu ákveðnu sölumarkmiði. Svona afslátt á ekki að færa í bækur fyrr en ljóst er að sölumarkmið nást og samningsað- ilar séu sammála um það og fjár- hæðir því tengdu. Í þessu tilfelli virðist smásalinn færa afsláttinn í bækur þrátt fyrir að það sé ekki víst að sölumarkmið náist og gerir ekki viðeigandi leiðréttingar þegar fyrir liggur að markmið nást ekki. Með því að lækka innkaupsverðið á vörunni í sínum bókum þá býr U.S. Foodservice til kröfu á heildsalann, án þess að nokkur fótur sé fyrir kröfunni, lækkar kostnaðarverð seldra vara í rekstrarreikningi og eykur þar af leiðandi hagnað.“ Að sögn Ólafs Þórs er ágrein- ingur um reikninga og afslætti al- gengur. „Samningar sem gerðir eru í svona viðskiptum ganga mikið til út á afsláttarkjör og endurgreiðslur. Flest fyrirtæki láta þó svona hluti ekki gerast og færa bækur sínar á heiðarlegan hátt. Þarna virðist vera ásetningur um að fegra reiknings- skilin.“ Bókhaldssvik Enron orkufyrir- tækisins í Bandaríkjunum voru af öðrum toga að sögn Ólafs Þórs. Í því tilviki hafi Enron stofnað til skuldbindinga í gegnum félög sem það átti hlut í en þurfti þó ekki að setja inn í samstæðureikning hjá sér. Því hafi verið um að ræða duld- ar skuldir utan efnahagsreiknings. Ákveðnum rekstrareiningum hafi þannig verið haldið utan við sam- stæðuna til að láta hagnað Enron virðast meiri. 65 milljarða svik Í febrúar síðastliðnum, þegar fyrst bárust fréttir af þessu bókhalds- hneyksli, sem nefnt hefur verið „Enron Evrópu,“ var talið að of- metinn hagnaður félagsins gæti numið 500 milljónum dollara eða um 40 milljörðum króna. Líkt og raunin varð í Enron-hneykslinu hefur þetta mál undið upp á sig eft- ir því sem nánar er farið ofan í saumana á bókhaldinu. Nú er ljóst að umframhagnaðurinn, sem í raun kom aldrei inn í kassann, er um 75% hærri en í fyrstu var talið eða í kringum 880 milljónir dollara, sem nemur tæplega 65 milljörðum ís- lenskra króna. Til samanburðar má nefna að verðmæti stærsta félags í Kauphöll Íslands nemur ekki einu sinni svo hárri fjárhæð. Í grein Economist er ýjað að því að fleiri fyrirtæki á smásölumarkaði gætu haft óhreint mjöl í pokahorn- inu. Fram kemur að blaðið hafði samband við hóp af smásölum og heildsölum til að spyrja þá um bók- haldsvenjur. Enginn þeirra sem haft var samband við vildi þó tjá sig. Metur blaðið það svo að smá- salar, einkum á matvörumarkaði, séu hræddir um að upp komist um oftalin afsláttarkjör eða „söluörv- unargreiðslur“ í þeirra bókhaldi. Ennfremur að heildsalar séu tregir að tjá sig um þessi mál af ótta við að missa smásala úr viðskiptum. Enron Evrópu? Reuters Nýr forstjóri Ahold, Svíinn Anders Moberg, stendur á milli stjórnarmanna í fyrirtæk- inu. Hluthafar binda miklar vonir við að Moberg nái að rétta af fjárhag fyrirtækisins. Ahold færði til bókar afslátt af heildsöluverði án þess að fá hann. Afslátturinn var nýttur til lækkunar kostnaðar og hækkunar hagnaðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.