Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 22. MAÍ 2003 B 11 NFÓLK V IÐ hvað starfaðirðu áð- ur en þú tókst við starfi prentsmiðjustjóra hjá Gutenberg? „Síðast starfaði ég hjá Netverk samstæðunni, m.a. við fjármálastjórn og áætlanagerð, hafði umsjón með sölu og markaðs- málum, þjónustu við viðskiptamenn og síðast sem framkvæmdastjóri. Ég starfaði um tíma við túnfisk- útgerð í Abidjan í Vestur-Afríku og einnig við ráðgjöf og greiningu fyrir Evrópska þróunarbankann (EBRD) í London. Hef starfað fyrir SH við fram- kvæmdastjórn söluskrifstofu í Rúss- landi og áður sem framkvæmda- stjóri Icecon ehf. Meðal verkefna var umsjón með framkvæmdum og uppgjör fjölmargra verkefna er- lendis, má þar nefna uppbyggingu bolfiskvinnslustöðva á Grænlandi, síldarvinnslu á Hjaltlandseyjum, ráðgjafarverkefni í Íran, Saudi Ar- abíu, Chile, Mexíkó og Perú.“ Þú hefur komið víða við, starfað m.a. í sjávarútvegi og fjar- skiptageiranum. Er mikil breyting að koma yfir í prentiðnaðinn? „Á margan hátt er það mikil breyting, ég er búinn að vera í verk- efnum erlendis og kynnst mismun- andi aðstæðum, s.s. menningu, tungumálum og vinnuumhverfi. Það að reka fyrirtæki eins og Gutenberg er eins og að koma á heimavöll aftur eftir langa útivist.“ Hvernig leggst nýr vinnustaður í þig? „Mjög vel, hjá Gutenberg vinnur samhentur hópur, meðal þeirra er fjöldi fagmanna með mikla reynslu á sínu sviði. Þetta er ein öflugasta sveit prentiðnarmanna á landinu og held ég að flestir sem til þekkja séu sammála mér, enda leysum við fjöl- breytt og vandasöm verkefni á degi hverjum.“ Gutenberg er aldargamalt og rótgróið fyrirtæki. Er margt sem þig langar til að breyta? „Alls staðar er hægt að gera bet- ur, en meginverkefnið er að ná að skipa Gutenberg réttan sess á sjón- deildarhring þeirra sem kaupa prentverk hér á landi.“ Hvað tekurðu þér helst fyrir hendur utan vinnutíma? „Vinnan tekur nú ansi stóran part af mínum tíma og hefur alltaf gert. Utan vinnutíma taka verkefni vegna Kerlingarfjalla nokkuð mikinn tíma, þar er alltaf gott að koma. Af áhugamálum þá er útivist og fyr- irbyggjandi heilsurækt ofarlega á blaði. Við hjónin fórum með litlum vina- hópi á skíði til Ítalíu í vetur, það var einkar ánægjuleg ferð, Ítalir miklir gestgjafar og aðstaða öll til fyr- irmyndar. Vonandi eigum við hjónin eftir að ganga eitthvað um óbyggð- irnar í sumar, svæðið kringum Kárahnjúka kemur vel til greina.“ Kerlingarfjöll og Kárahnjúkar Morgunblaðið/Arnaldur Páll Gíslason er fæddur árið 1953. Hann lauk stúdentsprófi frá MA 1974, bú- fræðinámi frá Bændaskólanum á Hvanneyri ári síðar og 2. stigi frá Vélskóla Íslands 1976. Eftir útskrift úr HÍ með BS próf úr véla- og skipaverkfræði árið 1981 fór hann utan og lauk námi sem rekstrar- og iðn- aðarverkfræðingur frá AUC í Álaborg árið 1984. Páll tók nýlega við sem prentsmiðju- stjóri hjá Gutenberg en hefur starfað víða um heim. Páll býr á Seltjarnarnesi ásamt eig- inkonu sinni Arnfríði Gísladóttur hjúkr- unarfræðingi en þau eiga tvö uppkomin börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.