Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 22.05.2003, Blaðsíða 12
S TJÓRN Opinna Kerfa Group hf., OKG, hefur undanfarið fylgt metnað- arfullri stefnu sem meðal annars gerir ráð fyrir markvissri útrás til Norðurlandanna og vexti. Í áætluninni er stefnt að því að félagið tvöfaldist að verðmæti á næstu þremur árum, að félagið sýni áframhaldandi arðsemi og hafi skýra sjálfsmynd og markaðsstöðu. Til að hrinda stefnunni í framkvæmd voru skipulagsbreytingar gerðar hjá fé- laginu og Chris Jansen ráðinn for- stjóri samstæðunnar frá 1. mars sl. en hann vann einnig að mótun stefn- unnar fyrir félagið sl. haust. Í ljósi þess hve upplýsingatækni- iðnaðurinn hefur verið í mikilli lægð sl. þrjú ár er áhugavert að sjá fyr- irtæki eins og OKG setja fram jafn skýra stefnu fyrir framtíðina. Er upplýsingatækniiðnaðurinn að taka við sér á nýjan leik? „Opin kerfi hafa náð sterkri stöðu á íslenska markaðnum í sölu á tölvu- búnaði frá Hewlett Packard, HP, og þjónustu við hann. Félagið hefur á síðustu tíu árum stækkað ört innan- lands meðal annars með því að kaupa hlut í fyrirtækjum eins og Skýrr hf., Tölvudreifingu hf. og Teymi hf., en jafnframt með innri vexti. Hluti af upplýsingatæknimarkaðn- um um heim allan hrundi árið 2001 og þessarar þróunar gætti líka á Íslandi. Hlutabréf í Opnum kerfum lækkuðu í verði en náðu síðan jafnvægi í kring- um 20 krónur á hlut. Sem skráð félag á markaði er þýð- ingarmikið að vaxa og skila hluthöf- um nauðsynlegri arðsemi af hluta- bréfum. Við sáum að það var varla hægt að vaxa mikið á Íslandi. Ísland er aðeins 1% af norræna upplýsinga- tæknimarkaðnum og OKG er með góða hlutdeild af þessu prósenti. Til þess að skapa okkar fyrirtæki nýja vaxtarmöguleika, ætlum við að stefna að því að ná markaðshlutdeild á hinum norræna upplýsingatækni- markaði. Í raun væri nóg að ná einu prósenti af honum til þess að meira en tvöfalda veltu OKG,“ segir Chris Jansen. „Í leit okkar að vaxtartækifærum álitum við einu leiðina vera þá að skilgreina okkar heimamarkað sem Norðurlöndin, og það höfum gert. Við keyptum fyrirtækið Datapoint AB í Svíþjóð í lok árs 2001 og stofnuð- um einnig fyrirtækið Enterprise Solutions A/S í Danmörku, sem svo aftur hefur nýlega keypt upp tvö smærri fyrirtæki í Danmörku. Næsta stóra skrefið er síðan kaupin á Virtus AB. Virtus AB í Svíþjóð er í starfsemi sem við þekktum vel til, þeir eru að selja og þjónusta búnað frá HP. Stefnt er að því að sameina það Datapoint Svenska AB. Íslenska krónan er nú mjög sterk t.d. miðað við þá sænsku sem gerir kaup áhugaverð auk þess að fyrir- tæki eru lágt metin í Svíþjóð en hafa þó farið hækkandi undanfarna mán- uði. Datapoint AB var megin sam- starfsaðili HP í Svíþjóð í sölu til stórra viðskiptavina og Virtus var hins vegar einn helsti samstarfsaðili Compaq á fyrirtækismarkaðnum í Svíþjóð. HP keypti Compaq og sam- einar félögin undir nafni HP á síðast- liðnu ári. Í framhaldi af því hvatti yf- irstjórn HP í Svíþjóð okkur til þess að skoða vel að kaupa Virtus AB og það höfum við nú gert. Virtus passar að öllu leyti vel sam- an við Datapoint. Með samruna þess- ara tveggja fyrirtækja erum við komnir með 280 manna fyrirtæki með tekjur yfir einn milljarð sænskra króna. Fyrirtækið verður leiðandi samstarfsaðili fyrir HP, fær um að þjóna stórum og virtum fyr- irtækjum í Svíþjóð. Þessi kaup okkar í Svíþjóð og Dan- mörku eru auðvitað stórt skref fyrir okkur og styrkir okkur sem norrænt upplýsingatæknifyrirtæki,“ segir Frosti Bergsson. Nú tala menn stundum um að menning innan fyrirtækja og milli landa komi oft í veg fyrir velheppn- aða samruna. Fellur þetta allt vel að núverandi menningu OKG? „Við viljum að starfsfólki komi til með að líða eins og það sé hluti af stórri fjölskyldu og til dæmis mun hugsanleg samræming í nafni félags- ins spila þar hlutverk í framtíðinni. Við höfum unnið þétt með HP í mörg ár og tileinkað okkur svokall- aða HP-menningu. Datapoint hefur svipaða reynslu og þar er því svipuð fyrirtækjamenning og er hjá Opnum kerfum. Fólk í Svíþjóð tekur því vel og er jákvætt fyrir því að litla Ísland sé að fjárfesta í Svíþjóð. Starfsfólk og stjórnendur eru allt heimamenn og samstarfið hefur gengið vel,“ segir Frosti. Hvað miðið þið við í mati ykkar á vænlegum kauptækifærum? „Við leggjum þrennt til grundvall- ar. Í fyrsta lagi athugum við hvort að sýn félagsins passar inn í langtíma- stefnu OKG, í öðru lagi þarf verðið að vera rétt, en þar á ég ekki endilega við að við kaupum það ódýrasta held- ur að við séum að kaupa arðsöm fyr- irtæki og þá er verðið kannski aðeins hærra en ella, og í þriðja lagi, sem er mjög mikilvægt, er að meta menn- ingu félagsins og líkur á að okkur takist að sameina félagið inn í OKG- samstæðuna,“ segir Jansen. Hvernig voru kaupin á Virtus fjár- mögnuð? „Við keyptum Virtus AB fyrir 850 milljónir íslenskra króna. Íslands- banki hefur nú nýlega gert verðmat á Virtus sem þeir telja að sé íhalds- samt og þeirra niðurstaða var að fé- lagið væri um 1.100 milljóna króna virði. Þannig að við teljum okkur vera að gera góð kaup. Til að fjár- magna kaupin voru 21 milljón hlutir seldir fagfjárfestum á genginu 19,5 samtals að markaðsverðmæti 410 milljónir króna. Að auki tökum við lán upp á 250 milljónir. Það sem eftir stendur greiðum við svo með hluta- bréfum í OKG, en þau verða ekki af- hent fyrr en eftir 18 mánuði,“ segir Frosti. Hvenær kemur að því að tekjur fyrirtækisins verði fyrst og fremst erlendis frá? „Á síðasta ári voru um 45% tekna utan Íslands. Virtus kemur ekki inn í bækurnar fyrr en 1. júní nk. Tekjur þeirra á þessu ári eru áætlaðar 567 milljónir sænskra króna og EBITDAn er áætluð vera 22 millj- ónir sænskra króna. Það er alveg ljóst að eftir þessi kaup verða meira en helmingur tekna okkar erlendis frá,“ segir Frosti. Aðilar á markaði hér heima hafa lýst því yfir að ástandið á sænska upplýsingatæknimarkaðnum sé verra en vænta mátti. Hafið þið áhyggjur af því? „Sænski upplýsingatæknimarkað- urinn er mjög öflugur og vel þróaður. Samkvæmt rannsóknarfyrirtækinu Gartner Group var samt sem áður samdráttur í fyrsta ársfjórðungi 2003. Við teljum að þrátt fyrir það sé sænski markaðurinn að taka við sér og útlit sé fyrir betri seinni helming ársins en þann fyrri,“ segir Chris. Til dæmis má nefna að Ericsson farsímafélagið var stór viðskiptavin- ur Virtus. Árið 2000 komu um 20– 25% tekna Virtus frá Ericsson en ár- ið 2001 og 2002 fóru viðskiptin nánast niður í núll. Fyrir mánuði síðan skrif- aði HP undir milljarðs dollara samn- ing við Ericsson um kaup á tölvubún- aði og þjónustu, því Ericsson þarf að fara að fjárfesta á ný í kerfum og tölvubúnaði. Við vitum ekki að svo stöddu hvað Virtus fær mikið af þeim viðskiptum, og við höfum ekki gert ráð fyrir neinum tekjum af þessu í okkar áætlunum. Við erum sem sagt að sjá það að fyrirtæki sem drógu mjög saman að fjárfesta í tölvubún- aði eftir árið 2000 eru aftur byrjuð að fjárfesta. Þessi samningur HP og Ericsson eru jákvæð teikn, þó að of snemmt sé að segja hve markaðurinn tekur hratt við sér aftur. Enn fremur höfum við séð spá fyrir árið 2004 og 2005 frá IDC sem gerir ráð fyrir vexti í greininni,“ segir Frosti. Hver verða ykkar næstu skref? Verða fleiri fyrirtæki keypt á þessu ári? „Það eru engar áætlanir um slíkt að svo stöddu. Aðaláherslan er á að samruni Virtus AB og Datapoint AB takist vel. Við erum undir áætlunum á fyrsta ársfjórðungi, með EBITDA upp á 115 millljónir króna, sem er 50– 60 milljónir undir væntingum. Við er- um að skoða áætlanir okkar upp á nýtt. Við höfðum EBITDA upp á 780 milljónir á síðasta ári og við vonumst til að ná því aftur í ár. Við erum nú þegar norræna upp- lýsingatæknifyrirtækið sem við ætl- uðum okkur að verða, með skýra framtíðarsýn. Við vitum hver við er- um og hvert við viljum fara og þeim skilaboðum viljum við miðla til allra hlutaðeigandi aðila, viðskiptavina, starfsmanna, hluthafa og birgja,“ segir Frosti. „Við erum komnir með 300 starfs- menn á Íslandi, 280 í Svíþjóð og 25 í Danmörku. Við höfum fengið góð við- brögð frá fjárfestum, hluthöfum, starfsmönnum, birgjum og viðskipta- vinum. Norrænir samkeppnisaðilar eru farnir að taka eftir okkur. En við verðum að fara varlega og passa vel upp á arðsemi fyrirtækis- ins. Ef við finnum að við erum ekki að ná arðsemismarkmiðum munum við hægja á ferðinni, ná arðseminni upp á nýjan leik og halda síðan af stað aft- ur.“ Stefnt að tvöföldun á verðmæti félagsins Opin Kerfi Group hf. hafa stigið annað skref sitt í nýrri stefnu sem gerir ráð fyrir útrás og vexti. Þóroddur Bjarnason ræddi við Frosta Bergsson stjórnarformann og Chris Jansen forstjóra og innti þá eftir helstu markmiðum félagsins. Frosti Bergsson Chris Jansen ÞORVALDUR Finnbjörns- son, forstöðumaður greiningar- sviðs RANNÍS, segir að ekki sé hægt að meta sérfræðinga, eða fólk almennt, til fjár. „Það er einungis hægt að leggja mat á framlag þess til fyrirtæk- isins. Þá eru einstakling- ar ekki eign fyrirtækis- ins, heldur hefur það aðgang að þeim í vissan tíma. Oft leggur fyrir- tækið í um- talsverðan kostnað við að þjálfa og mennta mannauð sinn, með það að markmiði að mannauð- urinn skili enn betri arði.“ Í nýrri skýrslu, sem Þorvald- ur er aðalhöfundur að, er gerð grein fyrir því hvernig megi mæla þekkingarverðmæti og skrifa þekkingarskýrslu. „Ef umtalsverður hluti mannauðs- ins hverfur frá fyrirtækinu má búast við að markaðsverðmæti þess minnki.“ Ekki skráð í bókhaldi Þorvaldur segir að gagnsemi mats og skráningar þekkingar- verðmæta sé mikil, séu niður- stöðurnar notaðar sem stjórn- tæki. „Hægt er að sjá með þessu hvaða verðmætum aðgangur er að og hvað kann að vanta til að hægt sé að ná markmiðum fyr- irtækisins.,“ segir hann. Hann tekur dæmi af fjármálafyrir- tæki í Reykjavík, sem lenti í því að rúmlega 20 sérfræðingar hurfu til eins af keppinautum þess. „Þetta gerðist í kjölfar breytinga á eignarhaldi í fyrir- tækinu. Ekki er vitað til þess að fyrirtækið hafi skráð þessar breytingar í bókhaldi sínu, eða að þetta hafi haft áhrif á verð- mæti þess,“ segir hann. Viðskipta- og iðnaðarráðu- neyti, Stýrihópur NORDIKA Ísland, RANNÍS, Viðskipta- fræðistofnun HÍ og Stjórnvísi hafa gefið út fyrrnefnda skýrslu, sem ber heitið „Mat á þekkingarverðmætum og út- gáfa þekkingarskýrslu“. Skýrsl- an er niðurstaða samnorræns verkefnis Nordika, sem hafði að markmiði að auka meðvitund fyrirtækja um mat á þekking- arverðmætum og skráningu þeirra. Jafnvægi þarf að vera Þorvaldur segir að til þekking- arverðmæta teljist mannauður, skipulagsauður og viðskipta- auður. „Þessi auður þarf að vera fyrir hendi í ákveðnu jafnvægi og það eru tengsl þar á milli,“ segir hann. „Þekkingarverðmæti hafa það hlutverk að bæta arðsemi fyrirtækja, séu þau rétt notuð og séu þau til í réttu hlutfalli við stærð og starfsemi fyrirtækis- ins. Falli eitthvað af þessum verðmætum burt kann það að hafa afgerandi áhrif á starf fyr- irtækisins. Hafi fyrirtækið ekki áttað sig á yfir hvaða þekking- arverðmætum það býr kann það að missa af ákveðnum mögu- leikum,“ segir Þorvaldur. Ekki hægt að meta fólk til fjár Þorvaldur Finnbjörnsson     ! G:H:3 G66(Q3 6:JK>HG6>@>6>J C G6> Q:3   >     >    >   >   >   >   >    >      >     >    &'  & + ;  "$+$ /"   " , ?" $ $ -./! -.0!1.2! -3.! 133!-./! GRS3G6> J<3T -./! ..! -22! 1.4! 'C G6> <@3

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.