Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 B 5 N OKKUÐ vítt er til veggja og á milli rekka í glænýrri Krónuverslun, sem opnuð verður með pomp og prakt á morgun í húsnæði Húsgagnahallarinnar á Bíldshöfða enda er verslunin sú stærsta í Krónukeðjunni sem opnuð hefur verið til þessa. Verslunin, sem er á jarðhæð, er jafnframt níunda Krónuverslunin sem til verður og er stefnt að því að opna tvær til fjórar Krónuverslanir til viðbótar á árinu. Fyrstu fjórar Krónubúðirnar, þ.e. verslanir við Skeifuna og Hring- braut í Reykjavík, Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði og á Selfossi, voru opn- aðar sama daginn í desember árið 2000, en síðan þá hafa bæst í hópinn verslanir á Höfn í Hornafirði, í Vest- mannaeyjum, í Mosfellsbæ, við Dalshraun í Hafnarfirði og nú síðast í Húsgagnahöllinni á Bíldshöfða. Áhersla á sérvöru Krónan er alfarið í eigu Kaupáss hf. og hyggst nú á næstunni hefja aukna sókn í samkeppni lágverðs- verslana, að sögn þeirra Sigurðar Teitssonar, framkvæmdastjóra matvörusviðs Kaupáss, og Sigurjóns Bjarnasonar, rekstrarstjóra Krónu- búðanna. Búið er að móta nýtt útlit fyrir verslanirnar, stofnað verður til nýrra búða með glænýjum innrétt- ingum, auk þess sem eldri búðir fá andlitslyftingu, gangar verða gerðir breiðari og stefnt er að því að allt viðmót í Krónuverslunum verði nú- tímalegra og þægilegra en menn hafa vanist til þessa í lágverðsversl- unum. Lögð verður sérstök áhersla á aukið vöruúrval, en í nýju versl- uninni er sérvara ýmis konar mjög áberandi sem telst til nýjunga hjá Krónunni. „Við ætlum að leggja sér- staka rækt við sérvöru, svo sem leik- föng, búsáhöld, nærfatnað, skófatn- að, verkfæri, grill, tölvur og prentara, svo fátt eitt sé nefnt og munum verða með fjölda spennandi opnunartilboða á sérvörunni um helgina,“ segir Sigurjón. Nýja Krónubúðin á Bíldshöfða er sú stærsta til þessa, alls um 900 fer- metrar að stærð og stefnan verður að hafa breitt vöruúrval með áherslu á sérvöru og nýjungar af ýmsum toga. „Sérstaða okkar verður með öðrum orðum fólgin í miklu mat- vöruúrvali og auknu sérvöruúrvali svo að okkar viðskiptavinir geti lokið innkaupunum á einum stað og þurfi ekki annað til að klára þau. Í dag er- um við orðin mjög sátt við úrvalið í matvörunni og munum einbeita okk- ur á næstunni betur að sérvörunni til að geta boðið lægra verð,“ segir Sigurjón. Eigum fullt erindi Auk Krónunnar á og rekur Kaupás hf. bæði Nóatúnsversl- anirnar og 11-11 búðirnar þó segja megi að hver þessara keðja starfi eftir sinni viðskiptahugmynd. Krón- an er lágverðsverslun með minnsta þjónustustigið, Nóatún með mesta þjónustu og mesta úrvalið, kjötborð, salatbar, heitan mat og brauðbakst- ur. Flestar eru hinsvegar 11-11 verslanirnar, þar sem opnunartím- inn er hvað lengstur. Þegar Sig- urður er spurður hvort ekki hafi ver- ið að bera í bakkafullan lækinn að koma með eina matvörukeðjuna í viðbót á markaðinn með tilkomu Krónunnar fyrir hálfu þriðja ári, svarar hann því til að svo hafi alls ekki verið. Krónan eigi fullt erindi á markaðinn. Það að ráða yfir þremur mismunandi keðjum gefi Kaupási færi á að gera innbyrðis breytingar með því t.d. að gera 11-11 búð eða Nóatúnsbúð að Krónubúð og öfugt. Sömuleiðis hafi matvörumarkaður- inn smátt og smátt farið stækkandi og hafi keppinauturinn þar með ver- ið að gleypa sífellt stærri sneið af kökunni. „Við ætlum að veita keppi- nautum í lágverðsverslun harða samkeppni og stefnum á að auka hlutdeild Krónunnar til muna á næstu árum með öllum þeim ráðum, sem tiltæk eru. Við hyggjumst ná aukinni markaðshlutdeild með meiri markaðssetningu, fleiri staðsetning- um og betri verðum eftir því sem við náum meiri sölu og aukinni hag- kvæmni. Stækkun Krónunnar er viðleitni í þá veru að bjóða sam- keppninni byrginn. Því styrkari sem við verðum, þeim mun samkeppnis- færari verðum við.“ Sigurður dregur enga dul á það að helsti keppinautur Krónunnar á lág- verðsmarkaði sé Bónus og þar sé við ansi harða samkeppni að etja. „Full- yrða má að Kaupás sé eina fyrir- tækið, sem hafi haldið það út að vera í samkeppni við Bónuskeðjuna, en í verðkönnunum hefur Krónan yfir- leitt náð að vera næstlægst. Sam- keppnin er auðvitað hörðust í verð- unum. Menn eru að slást alla daga og eru að fylgjast með verðum hvor- ir hjá öðrum á hverjum einasta degi. Við erum til að mynda með heilan starfsmann í því að keyra á milli verslana til að kanna verð á hinum og þessum vörum og fáum þannig inn nýjustu verðin hjá samkeppnis- aðilum. Þá svörum við með því að koma með eitthvað nýtt og spenn- andi inn á markaðinn sem gengur á hverjum tíma. Svona gerast kaupin á eyrinni.“ Nóg af bílastæðum Ljóst er, að sögn Sigurðar, að Krónan hefur hlotið góðar viðtökur enda hafa lágverðsverslanir vaxið mest innan matvörugeirans á allra síðustu árum. Staðsetning nýju Krónubúðarinnar uppi á Bíldshöfða sé að sama skapi frábær. Búðin sé í nálægð við fjölmörg íbúðahverfi auk þess sem kjörið sé fyrir ferðafólk að gera þarna innkaupin áður en haldið er út úr borginni. Nóg sé af bíla- stæðum fyrir utan búðina fyrir bíl- ana, fellihýsin og tjaldvagnana. „Við bjóðum alla hjartanlega velkomna í heimsókn um helgina því mikið verð- ur um dýrðir,“ segir Sigurður að lok- um. Sérstök áhersla verður lögð á fjölbreytt úrval sérvöru í Krónubúðinni á Bíldshöfða. Sækjum fram á lágverðsmarkaði Morgunblaðið/Árni Torfason Sigurður Teitsson, framkvæmdastjóri matvörusviðs Kaupáss, og Sigurjón Bjarnason, rekstrarstjóri Krónubúðanna. Ný Krónuverslun, sú stærsta hingað til, verð- ur opnuð í verslanahöll Kaupáss við Bíldshöfða á morgun. Þeir Sigurður Teitsson framkvæmda- stjóri matvörusviðs Kaupáss og Sigurjón Bjarnason rekstrarstjóri Krónubúðanna segja að þótt samkeppnin á lág- verðsmarkaði sé grimm sé Krónan staðráðin í að ná til sín aukinni mark- aðshlutdeild með þeim ráðum sem tiltæk séu. nýtt hlutverk. Þarna er t.d. komið inn öflugt bakarí með konditori og síðan eru tvær hæðir óinnréttaðar og er meiningin að þróa þær frekar.“ Þetta hefur verið viðamikið verk- efni? „Já, mjög.“ Og mikið álag eins og alltaf þegar ráðist er í svona framkvæmdir? „Já, þetta er eiginlega það sem kall- að er að hanna og byggja um leið,“ svarar Valdimar og hlær. Hann segir að húsið hafi verið endur- hannað frá grunni, inngöngum breytt og öll lýsing, gólfefni, stigar og handrið fært í nútímahorf. Er húsið óþekkjanlegt? „Nei, það ber alltaf sterkan svip í borgarmyndinni og er áberandi sem verslunarhús við mjög fjölfarin gatna- mót.“ En að innan? „Já, húsið hefur alveg skipt um kar- akter að innan. Það hefur líka fengið arhúsa í Evrópu Morgunblaðið/Árni Torfason Arkitektarnir Valdimar Harðarson og Júlía P. Andersen hjá Ask, Arkitektum Skóg- arhlíð, sem báru hitann og þungann af endurhönnun Húsgagnahallarinnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.