Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6
6 B FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ F RIÐBERT Friðbertsson, framkvæmdastjóri sér- vörusviðs Kaupáss, segir að Bodum-verslunin sé í eigu Kaupáss, en verði rekin í nánu samstarfi við Bodum. „Til þess að opna svona búð þarf að uppfylla kröfur Bodum um rými, inn- réttingar, lýsingu og vöruúrval. Búð- in er algerlega hönnuð af Bodum, það á bæði við um innréttingar og útlit. Starfsmenn Bodum settu innrétting- arnar upp og röðuðu vörum í hillur. Afgreiðslufólkið í versluninni fékk sérstaka þálfun hjá Bodum og mun ganga í merktum fötum við af- greiðslu. Þá er gert ráð fyrir að fulltrúar Bodum komi reglulega í heimsókn og fylgist með því að allt sé eins og fyrirtækið krefst.“ Friðbert segir að Bodum leggi áherslu á að vörunni sé rétt stillt upp og að starfsfólkið sé hæft. Það á að kunna að nota allt sem selt er í versl- uninni og geta veitt viðskiptavininum hluta af „Bodum-reynslunni“, það er að gæðin og þjónustan séu fullkomin. En hvernig kom Bodum-verslunin í Húsgagnahöllinni til? „Hugmyndin kviknaði seint á síð- asta ári,“ segir Friðbert. „Bodum hef- ur opnað meira en fimmtíu búðir utan Danmerkur og við vissum að fyrir- tækið hafði áhuga á að koma hingað. Eftir fyrstu samtöl okkar var ljóst að við næðum saman. Þetta samstarf hefur farið mjög vel af stað.“ Vel þekkt vörumerki Friðbert bendir á að vörumerkið Bodum sé vel þekkt hér á landi, þótt það hafi ekki mikið verið auglýst. Vörur frá Bodum hafa fengist hér í takmörkuðum mæli í áranna rás. Eins hafa Íslendingar kynnst merk- inu erlendis og ekki síst af lestri dönsku blaðanna. Það er því viðbúið að margir fagni því að eiga aðgang að allri framleiðslu fyrirtækisins hér á landi. „Danirnir voru ekki búnir að vera hér nema í tvo daga, að setja versl- unina upp, þegar fólk var farið að hringja og spyrja hvenær búðin yrði opnuð,“ segir Friðbert. „Við höfum góða reynslu af að selja danskar vörur, bæði húsgögn og annað. Dönsk hönnun og vörugæði höfða sterkt til Íslendinga.“ Friðbert segir að vel megi líta svo á að með opnun Bodum-verslunarinnar sé Húsgagnahöllin að koma til móts við aukinn áhuga á húsbúnaði og bús- áhöldum. „Athygli fólks hefur í aukn- um mæli beinst að því að gera heim- ilin hugguleg. Þetta á ekki einungis við um Ísland heldur sér maður að víða á Vesturlöndum eru sjónvarps- þættir um hús og húsbúnað, mat- reiðslu og annað slíkt, með vinsælasta efni sem boðið er upp á. Við sjáum það einnig hér að fólk er reiðubúið að fjárfesta í heimilum sínum.“ Húsgagnahöllin hefur lengi lagt megináherslu á sölu húsgagna. Að sögn Friðberts er verslunin að auka sölu á ýmissi smávöru og er þannig að svara sívaxandi eftirspurn frá við- skiptavina. „Fólk hefur keypt hér húsgögn og spurt eftir smávörunni. Bodum líkar vel að starfa í þessu um- hverfi, þar sem fólk kemur að leita að hlutum í heimilið. Markmið okkar er að fólk fái sem flest til heimilisins hér í húsinu. Húsgögnin, eldhúsáhöld, hluti í baðherbergið og meira að segja matvöru!“ Friðbert segir að Hús- gagnahöllin hafi lengi átt mjög gott samstarf við danska framleiðendur og þar beri hæst húsgagnafyrirtækið Idé Möbler. Nú eykst úrvalið enn af dönskum vörum. „Auk Bodum verður hér deild með ljósum frá Fritz Han- sen, úrval af vörum úr burstuðu stáli frá Zone og glervara frá Idé Möbler.“ Við höfum lagt áherslu á að vera með vandaðan og hagkvæman hús- búnað á góðu verði. Bodum er einnig upptekið af því. Ekta fjölskyldufyrirtæki Bodum er fjölskyldufyrirtæki og jafngamalt íslenska lýðveldinu, stofn- að 1944. Stofnandinn, Peter Bodum, fékkst í fyrstu við innflutning á krist- al og mokkabollum frá Austur- Evrópu. Bodum fór út í eigin fram- leiðslu 1958 og fyrsta varan var kaffi- kanna úr gleri, Santos, sem enn er framleidd. Peter Bodum lést 1967 og þá tók sonur hans Jörgen, við stjórn- artaumum og er enn við stjórn. Pressukaffikannan, the Bistro, kom á markað 1974 og hefur notið mikilla vinsælda. Bodum opnaði fyrstu sér- verslun sína í London 1986. Nú er Bodum-verslanir víða að finna. Flaggskip þeirra er Bodum Hus í Kaupmannahöfn. Jörgen Bodum starfar eftir þeirri reglu að góð hönnun ætti ekki að vera dýr. Vörur Bodum séu til dæmis um það, hagkvæm í notkun og fallega út- lítandi. Hann segir að verslanir Bod- um séu eins og litlar tilraunastofur fyrirtækisins, þar sem hægt er að kynna nýjar framleiðsluvörur og sjá viðbrögð viðskiptavina. Þar fái fyrir- tækið einnig tillögur viðskiptavinanna og hugmyndir að nýjum framleiðslu- vörum. Bodum hefur ekki síst fengist við gerð áhalda sem notuð eru við kaffi- og tedrykkju. Markmið fyrirtækisins er að vera í fremstu röð á því sviði á heimsvísu. Auk kaffikanna, tepotta, bolla og drykkjarmála selur Bodum einnig sérbrennt og malað kaffi og valið te. Bodum framleiðir allar sínar vörur í Evrópu, en hefur ekki valið að fara til landa þar sem ódýrara vinnu- afl er að fá. Þungi framleiðslunnar er í Danmörku, en einnig á fyrirtækið málmhlutaverksmiðju í Portúgal og Melior-verksmiðjurnar í Frakklandi. Friðbert segir að forráðamenn fyrir- tækisins leggi áherslu á danska ímynd fyrirtækisins og að viðhalda henni. Innan þess ríki sannur fjöl- skylduandi og allir starfi eins og í einu teymi. En hvernig verður verðlagningin hér á landi samanborið við útlönd? „Verðið verður mjög sambærilegt við verðið í Danmörku,“ segir Frið- bert. „Vegna þess hve verslunin hér er ný vildu þeir hjá Bodum að allar nýjustu vörurnar yrðu hér til sölu. Til dæmis fengum við nýstárlegan teket- il, eins og ættaðan úr 1001 nótt, sem var að koma á markað. Fólkið sem vann við að stilla upp vörunum hafði ekki séð hann fyrr en hér. Þessi te- ketill er ekki kominn í bæklinga fyr- irtækisins og hefur ekki fengist til þessa í Danmörku.“ Starfsfólk kom frá Bodum í Danmörku til að setja upp innréttingar fyrirtækisins og raða vörum í hillurnar. Bodum leggur mikið upp úr hönnun og á það jafnt við um umbúðir og innihald. Búsáhöld frá Bodum Morgunblaðið/Árni Torfason F.v.: Friðbert Friðbertsson, framkvæmdastjóri sérvörusviðs Kaupáss, og Haukur Þórðarson, rekstrarstjóri, í nýju Bodum-versluninni. Bodum-sérverslun er ein þeirra nýjunga sem mun blasa við viðskiptavinum Húsgagnahallarinnar við opnunina á morgun. Undanfarin ár hefur Bod- um opnað fjölda sér- verslana utan Danmerk- ur og mun verslunin í Húsgagnahöllinni vera 52. í röðinni. VERSLUNIN Intersport er stærsta íþróttavöruverslun landsins, í rúm- lega tvö þúsund fermetra rými. Verslunin er hluti af stærstu sport- vöruverslunarkeðju í heimi sem starfar í 26 þjóðlöndum og er með rúmlega 5 þúsund verslanir út um allan heim, með höfðustöðvar í Sviss. „Við líkt og aðrar Intersport- verslanir í heiminum kaupum vörur okkar á sama stað,“ segir Þorgeir Jónsson, innkaupastjóri Intersport. „Lögð er áhersla á að vera með gott verð og vandaðar vörur og mikið vöruúrval.“ Stærsta íþróttaskódeild landsins Líkt og í öðrum verslunum Inter- sport býður verslunin á Bíldshöfða upp á íþótta- og útvistarfatnað og annan sportlegan fatnað, að sögn Þorgeirs. „Fólk þarf þó ekki að vera í íþróttum til að finna fatnað við hæfi í versluninni eða öðrum verslunum Intersport hér á landi,“ segir hann en Intersport er einnig með verslun í Smáralind og í Kjarnanum á Sel- fossi. Á Bíldshöfðanum er að finna merki eins og Nike, Adidas og Puma svo einhver séu nefnd. „Við erum með stærstu íþróttaskódeild á land- inu þar sem við erum að selja meðal annars skófatnað frá þessum merkj- um auk annars íþróttafatnaðar. Við erum einnig með útivistardeild og innan hennar er stór veiðideild en í þeirri deild fæst allt til stangaveiði og skotveiði.“ Sérfræðingar í hverri deild Það kemur fram hjá Þorgeiri að forráðamenn verslunarinnar leggja mikið upp úr góðri þjónustu og hafa því sérfræðinga í hverri deild sem geta ráðlagt viðskiptavinunum um kaup á vörum sem duga við hinar ýmsar aðstæður. „Við erum með stærstu og glæsi- legustu útivistardeild landsins sem hefur reynda menn innanborðs, sem gjörþekkja allt sem viðkemur úti- vist. Einnig bjóðum við upp á stærstu veiðideild landsins þar sem Ólafur Kr. Ólafsson ræður ríkjum og hann gefur þeim ráð sem vilja, en í þeirri deild fæst allt sem viðkemur stangaveiði. Í veiðideildinni erum við meðal annars að selja vörur frá Elbe, norskar veiðivörur, sem eru með vörumerki meðal annars frá Rapala og VMC, Shimano, Vangen og fleiri framleiðendum. Þessar vörur hafa reynst mjög vel. Vinsældir línuskauta eru sífellt að aukast og erum við með stóra deild þar sem við seljum línuskauta á sumrin og hokkískauta á veturna. Hvað varðar línuskauta þá erum við Með réttum búnaði getur útilegufólk látið eins og það hafi aldrei farið úr húsi, svona hér um bil. Starfsmaður íþróttavöruverslunarinnar Intersport bregður á leik. Stærsta íþróttavöru- verslun landsins Verslunin Intersport á Bíldshöfða 20 var sett á laggirnar um miðjan apríl 1998 og hefur notið mikilla vinsælda síðan. Þar er að finna helstu merkin í íþróttafatnaði og stærstu íþróttaskó- og veiðideild landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.