Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 B 7 N EVADA Bob, golf- vöruverslunin í Hús- gagnahöllinni, fagnar fimm ára afmæli um þessar mundir. „Frá upphafi höfum við hugsað með okk- ur að nú hlyti að fara að koma að því að salan stæði í stað eða drægist saman, en þess í stað hefur hún auk- ist á hverju ári. Golfáhugi lands- manna eykst sífellt, enda er golfið íþrótt sem hentar öllum, konum og körlum, ungum sem öldnum. Núna höfum við ekki eingöngu ástæðu til að fagna afmælinu, heldur líka glæsilegum umbótum á Hús- gagnahöllinni,“ segir Hans Hentt- inen, framkvæmdastjóri Nevada Bob. Nevada Bob hefur reyndar ekki verið til húsa í Húsgagnahöllinni öll árin, fyrstu fjögur árin var starfsem- in í húsnæði við Nethyl. „Við opn- uðum Nevada Bob í apríl 1998, um svipað leyti og Intersport-verslunin var opnuð í Húsgagnahöllinni,“ segir Hans. „Í apríl á síðasta ári, á fjög- urra ára afmælinu, fluttum við versl- unina í Húsgagnahöllina og fórum úr tæplega 400 fermetra húsnæði í um 600 fermetra. Verslunarplássið sjálft er um 450 fermetrar, en var 280 fermetrar í Nethylnum. Núna er verslunin því miklu stærri en hún var og vöruúrvalið hefur aukist að sama skapi.“ Afdrifarík sumarbústaðarferð Upphaf þess að Hans fór í versl- unarrekstur má rekja til þess að hann fékk golfbakteríuna. Það byrj- aði ósköp sakleysislega: „Ég var í sumarbústað austur á Flúðum árið 1993. Þar voru golfkylfur, í nágrenn- inu var golfvöllur og ég ákvað að prófa þessa íþrótt. Um svipað leyti var ég að hætta í handbolta og fót- bolta, sem ég hafði stundað lengi, svo það var kjörið að fá útrás fyrir keppnisskapið á öðrum vettvangi, njóta útiveru og góðs félagsskapar. Golfið greip mig strax heljartökum.“ Þremur árum síðar fór Hans að velta því fyrir sér hvort ekki væri grundvöllur fyrir stofnun sérversl- unar með golfbúnað. „Ég nefndi þetta við þrjá kunningja mína, sem eru líka með golfdellu, og þeim leist ágætlega á hugmyndina. Okkur fannst vanta verslun sem byði upp á mikið úrval golfvöru. Verslanirnar sem voru hér fyrir bundu sig tölu- vert við eitt ákveðið merki, en við vildum stofna verslun sem byði upp á öll helstu merkin. Snemma árs 1997 ákváðum við að láta til skarar skríða og hófum undirbúning.“ Kylfingum hefur fjölgað um 10% á ári undanfarin ár, segir Hans. „Við erum enn að bíða eftir fyrsta sam- dráttarárinu okkar, en hingað til hefur verið stanslaus vöxtur og tölur yfir fyrstu mánuði þessa árs benda til að sú þróun haldi áfram. Það er ekkert lát á golfáhuga landsmanna. Miðað við tölur yfir iðkendur íþrótta er þetta næststærsta íþróttagrein á Íslandi, næst á eftir fótboltanum.“ Skýringin á þessum mikla fjölda, að mati Hans, er að golfið höfðar til allra. „Tíu ára krakki getur spilað við sjötugan mann og byrjandi getur keppt við atvinnumann, vegna for- gjafarkerfisins.“ Ódýrt að byrja Um fimmtíu Nevada Bob- verslanir eru í Evrópu. „Þetta er keðja verslana með golfbúnað, en verslunin hér á landi er algjörlega í okkar eigu. Við njótum hins vegar góðs af samningum sem keðjan gerir við framleiðendur. Tengslin eru eng- in að öðru leyti.“ Hans segir útbreiddan misskiln- ing að golfið sé kostnaðarsöm íþróttagrein. „Fólk getur byrjað í golfi fyrir nokkur þúsund krónur, með tvær eða þrjár kylfur. Hingað koma byrjendur og fara út með einn pútter og eina járnkylfu. Þeir þreifa sig svo áfram og finna út hvort þetta sport hentar þeim. Ef menn fá áhuga, þá kaupa þeir sér fleiri kylf- ur, poka undir kylfurnar, kerru und- ir pokann ef þeir vilja ekki bera hann, bolta og hanska. Svo seljum við sífellt meira af skóm og fatnaði. Íslendingar voru dálítið seinir að taka við sér í golffatnaði og þegar við byrjuðum rekstur verslunarinnar var sala á fatnaði og skóm á bilinu 5– 10% af veltunni. Við lögðum áherslu á að auka úrvalið og núna er þessi vara um þriðjungur af veltunni. Ís- lenskir kylfingar, sérstaklega karl- menn, hafa tekið sig á í þessu efni og vilja gjarnan vera fínir í tauinu á vellinum.“ Mjög misjafnt er hvort kylfingar taka ástfóstri við ákveðið vörumerki, eða hvort þeir eiga „bland í poka“ eins og Hans kallar eigin útbúnað. „Margir velta ekkert fyrir sér hvað kylfurnar heita, svo framarlega sem það er gott að slá með þeim og bolt- inn flýgur langt og beint. En svo eru auðvitað alltaf dellumenn í þessu, sérstaklega karlmenn, þótt konur eigi það líka til. Þessir kylfingar nota eingöngu Callaway, Ping eða Titleist, svo dæmi séu tekin. Þetta er bara svipað og með bíladelluna, sumir vilja ekkert annað en Benz, en aðrir aka á Toyotu í áratugi. Og ekk- ert nema gott um það að segja, ef menn vilja hafa þetta svona.“ Ef menn eru með golfdellu þá er endalaust hægt að kaupa búnað af öllu tagi. Núna fer vaxandi að kylf- ingar kaupi sér rafdrifnar kerrur undir kylfupokann. „Þessar kerrur létta auðvitað undir með þeim sem eru t.d. ekki góðir í baki og við selj- um töluvert af slíkum búnaði.“ Golfið er ekki bara sumaríþrótt. Verslunin Nevada Bob er opin allan ársins hring og starfa sex manns við hana að vetrarlagi, en tveir bætast í hópinn á sumrin. Golfáhugi lands- manna eykst sífellt Morgunblaðið/Árni Torfason Það var afdrifarík sumar- bústaðarferð sem kom Hans Henttinen í kynni við golfíþróttina. En að- eins þremur árum síðar hóf hann, í félagi við aðra, rekstur Nevada Bobs, sérverslunar með golfvörur. Hans Henttinen, framkvæmdastjóri Nevada Bob, segir golfið íþrótt fyrir alla. með skauta og hlífðarsett, meðal annars frá Crazy Creek, Salmon, K2 og Rollerblade. Hokkískauta erum við að selja frá vörumerkjum eins og Koho, CCM og Bauer. Þá erum við með stóra deild sem selur sundfatnað, meðal annars frá Speedo og O’Neil.“ Afsláttarklúbbur starfandi Þorgeir segir að í Intersport- versluninni á Bíldshöfða sé að finna vörur fyrir alla aldursflokka „allt frá fæðingu upp í tírætt“. „Við erum með mjög stóra barnafatadeild, þar sem við erum að selja íþróttafatnað frá helstu sportvörumerkjunum. Eru þetta bæði úti- og inniflíkur.“ Í útliti líkist verslunin á Bíldshöfða erlendum Intersport-verslunum. Hún er rúmgóð og reynt að hafa fatn- aðinn og aðra hluti sem aðgengileg- asta. Fastráðnir starfsmenn í öllum verslunum eru tuttugu auk lausa- fólks sem starfar um helgar. Starfandi er Intersport-klúbbur innan verslunarinnar, Club Int- ersport, sem er afsláttarklúbbur og geta allir gengið í hann. „Það eru alltaf klúbbtilboð í gangi. Fer afslátt- urinn eftir því hve mikið er keypt ár- lega en afslátturinn er frá 6–12%. Hægt er að skrá sig í klúbbinn á Net- inu en slóðin er www.intersport.is og í versluninni sjálfri. Við erum alltaf með það nýjasta sem er verið að framleiða hverju sinni. Við vorum til dæmis að taka upp nýja sendingu af línuskautum,“ segir Þorgeir að lokum. Morgunblaðið/Ásdís Morgunblaðið/Árni Torfason Jón Guðmundsson verslunarstjóri og Þorgeir Jónsson, innkaupastjóri Inter- sport á Bíldshöfða, segja verslunina hafa sérfræðinga í hverri deild. Í útivistardeildinni er að finna þessa sérfræðinga, frá vinstri: Ingi Haukur Georgsson, Ólafur Kr. Ólafsson og sonur hans Ólafur Óskar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.