Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 23.05.2003, Qupperneq 1
F Ö S T U D A G U R 2 3 . M A Í 2 0 0 3 B L A Ð C  F-BEKKURINN Í HÓFI/2  ATLAGA AÐ ÍMYNDUM/4  SNÚIÐ ÚT ÚR STAÐALÍMYNDUM/5  BORGARBARN EÐA GEIMALDARGLYÐRA?/6  AUÐLESIÐ EFNI/8  STRANDFATNAÐUR er tekinn aðseljast í íslenskum verslunum,enda landinn þegar í maí farinn að spóka sig á erlendum sólarströndum. Á næsta leiti er svo íslenska sumarið í allri sinni dýrð og sundlaugar í sveit og byggð fyllast af fólki. Í baðfatnaði gætir tískustrauma eins og annars staðar á hönnunarsviði. Stundum tekur litaúrval mið af því sem gerist almennt í kvenfatnaði og svo er einnig í ár. Hermannagræn bikiní eru ný af nálinni og sundfatnaður í felulitum einnig. Þá eru skær, einlit bikiní áberandi, í sömu gulu, bleiku, rauðu, grænu og túrkísbláu litunum og flík- urnar sem nú sjást í gluggum tísku- verslana. Enn fremur ratar röndótta bylgjan inn í baðfatahillurnar. Talsvert færist í vöxt að ungar konur komi sér upp tveimur settum af sundfatn- aði, annars vegar til þess að synda í og hins vegar til þess að sleikja sólina. „Ef ætlunin er að vera bara í heita pottinum með vin- unum, þá virðast stúlkurnar kjósa efn- isminni baðföt,“ segja stúlkurnar í Útilífi. Þær benda á að bikiní-buxur, lágar í mittið, njóti vinsælda hjá unglingsstúlkum og þá annaðhvort mynstraðar eða einlitar. Þá séu brjóstahöld með púðum einnig talsvert eftir- sótt. „Bikiníin frá Seafolly eru svo þannig að hægt er að raða saman mismunandi númerum eða sniðum eftir þörfum,“ segir Guðlaug Þórð- ardóttir, deildarstjóri í sportdeildinni, og á við að toppar og buxur séu seld stök. Það kemur sér vel fyrir margan viðskiptavininn, enda hver með sitt sköpulag. Seafolly-strandfatnaðurinn er einnig nýstárlegur að því leyti að hægt er að fá töskur og hatta í stíl við sum bikiníin, að ógleymdum fagurlega litum sandölum. Sænsku sundfötin frá Firefly og Etriel, sem fást í Intersport, gefa einnig möguleika á að raðað sé saman mismunandi númerum. Þar á bæ njóta sterku litirnir einnig vinsælda, en sniðin eru mismunandi. „Það eru annars vegar tíglarnir – þríhyrnd brjóstahöld með böndum – og hins vegar fylltir púðar,“ segir Ollý Ólafs- dóttir, deildarstjóri í dömudeild, spurð um það helsta. „Svo eru buxurnar frekar hátt skornar. Það eru reyndar alltaf einhverjar sem spyrja um bikiní-buxur með skálmum, en eftirspurnin eftir þeim hefur þó minnkað mjög.“ Þá er enn ónefnd ein heitasta nýjungin á markaðnum, svonefnt tankini, sem er eins kon- ar sambland af sundbol og bikiníi. Um er að ræða hefðbundnar bikiní-buxur og topp sem nær niður að nafla, þannig að hlutarnir ná nærri því saman. Í sumum tilfellum er hægt að fá slíkan topp og brjóstahald við sömu buxurnar, og víxla svo eftir veðri eða skapi. Tankini-settin koma í ýmsum litum og snið- um, oft er toppurinn bundinn fyrir aftan háls og í flestum tilvikum eru buxurnar hátt skornar. Í báðum verslunum eru Speedo-vörur ann- ars vinsælastar til bókstaflegra sundferða og æfinga, og þá sérstaklega nýja línan sem merkt er Endurance, úr efni sem talið er sérlega endingargott í klórbættum laugum. Og þá er bara spurningin; er ferðinni heit- ið í sund, eða einungis á sundlaugarbakkann sjálfan? Saltbragð af strandtísku Morgunblaðið/Árni Torfason Bikiní – Röndótta bylgjan ratar inn í baðfatahillur búðanna sem og einlit bikiní með ýmsu sniði; skærlituð, hermannagræn eða í felulitum. T.v. eru tvær gerðir af bikiníi frá Intersport en t.h. tvær frá Útilífi. S U M A R IÐ 2 0 0 3 Samfestingar í ýmsum útfærslum. Franskt póstkort 1905. B A Ð FA TN A Ð U R Á sandi, í sundi, á landi 7

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.