Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 3
spjöld“ þennan vetur. Ég gat ekki annað en hrósað þeim, veif- aði kladdanum og spurði svo hver hefði mætt best í 12 ára bekk. Svörin voru á ýmsa vegu, en það kom á daginn að tveir strákar mættu hvern einasta dag: Halldór Jónsson, verkfræð- ingur og forystumaður hjá Knattspyrnusambandi Íslands, og Hannes Tómasson pípulagn- ingamaður, sem einnig er mikill skíðamaður og hefur kennt á skíðum í Noregi. Svo fór ég að rifja upp hverjir hefðu náð gulli, silfri og bronsi hvað varðar námsárangur. Elmar Geirsson tannlæknir var gullverðlaunahafi. Kristín Geirsdóttir, kennari og listmálari, náði í silfrið og Hall- dór náði svo í bronsið. Til gam- ans má geta þess að Halldór hefði fengið gullið ef leikfimi og sund hefðu ekki dregið hann nið- ur. Elmar var aftur á móti mjög hár í þessum greinum enda varð hann síðar afreksmaður í knatt- spyrnu. Hann lærði svo tannlækn- ingar í Þýskalandi, en mig minnir að það hafi verið ákveðið þegar hann var tíu ára að hann yrði tann- læknir! Upp til hópa voru krakkarnir mjög samviskusamir. Á þessum ár- um var mikið lagt upp úr ljóðum, en ljóðakunnáttu hefur því miður hrakað almennt á seinni árum, enda eru óhefðbundin ljóð ekki auðlærð. Spaugilegt atvik er mér minnis- stætt. Eitt sinn komu foreldrar, sem áttu mjög samviskusama stúlku í bekknum, til mín á for- eldradag og höfðu mjög óvenjulega kvörtun fram að færa. Hún var þess eðlis að á fimmtudagsmorgn- um, þegar ljóð voru tekin fyrir í kennslunni, þá fengu þau hjónin aldrei að sofa út því dóttirin kom niður til þeirra um fimmleytið á morgnana til að láta hlýða sér yfir.“ Ýmsar sögur rifjaðar upp „Ég rifjaði upp sögur og ýmsa þætti úr skólanum og það var mikið hlegið. Smá atvik, sem tengdust þessum krökkum og höfðu setið í manni, fengu líf á ný. Einn nemandinn varð til dæmis ósáttur við það að ég setti þeim of mikið fyrir heima og hann neitaði að mæta. Pabbi hans hringdi í mig og spurði hvort strákurinn mætti ekki fara í annan bekk þar sem væri minna að læra og ég sagði að það væri í lagi mín vegna. Hann fór svo í annan bekk og var þar í þrjá eða fjóra daga. Þá hringdi mamman í mig og sagði að þetta hefði nú ver- ið meira ruglið í pabbanum. Nú neitaði drengurinn algjörlega að fara í skólann og vildi koma aftur í F-bekkinn. Ég lét nokkra daga líða og tók hann svo aftur þótt engin fordæmi væru fyrir slíku. Eftir þetta kvartaði strákur aldrei og stóð sig með prýði. Þessi nemandi mætti hér galvaskur um kvöldið og við rifjuðum upp þennan atburð og höfðum gaman af.“ Birgir lítur yfir bekkjarmyndina, sem tekin var þegar krakkarnir voru í 10 ára bekk, og ýmis fleiri brosleg atvik rifjast upp. Í efstu röð fyrir miðju er til dæmis Erlendur Kristjánsson, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu. Á mynd- inni er hann ívið lægri en hinir strákarnir en það er einfaldlega af því að Erlendur situr á myndinni. „Erlendur var svo hávaxinn að hann hefði skagað upp úr myndinni hefði hann staðið. Það kom stund- um fyrir, þegar ókunnugt fólk kom í skólann og mætti Erlendi á göng- unum, að það hélt að hann væri einn af kennurunum,“ sagði Birgir og bætti því við að Erlendur hefði mætt í hófið og flutt þar snjallt ávarp eins og hans var von og vísa. Virkilega skemmtilegt kvöld Yfir tuttugu nemendur úr F-bekknum mættu í hófið hjá gamla kennaranum sínum. Í þeim hópi voru Jóna Borg Jóns- dóttir og Erling Sigurðsson og voru þau sammála um að kvöldið hefði verið einkar ánægjulegt og vel heppnað. „Nokkrar af okkur stelpunum hafa verið saman í saumaklúbb alveg frá því við vorum saman í Langholtsskól- anum, en að öðru leyti hefur hópurinn tvístrast í allar áttir og því ánægjulegt að fá tækifæri til að hittast svona mörg aftur eftir öll þessi ár,“ sagði Jóna Borg. „Já, það voru allir afar ánægðir með þetta framtak Birgis að kalla hópinn saman,“ bætti Er- ling við. „Maður hefur auðvitað hitt einn og einn á förnum vegi og þá hefur oft verið rætt um að koma hópnum saman, en það hefur alltaf vantað frumkvæðið að því að hrinda hugmyndinni í fram- kvæmd þar til nú, að Birgir kennari tók af skarið.“ Þau Jóna Borg og Erling voru sammála um að einstakt trúnaðar- samband hefði ríkt milli bekkjarins og Birgis kennara. „Hann var bara svo mikill vinur okkar og gerði svo margt fyrir okkur. Hann fór með okkur í ferðalög, stundum upp á sitt eindæmi, hjálpaði okkur að safna fyrir þessu með happdrætti og tók þátt í mörgu með okkur af lífi og sál. Auk þess var hann góður kenn- ari.“ Þau Jóna Borg og Erling sögðu að það hefði lífgað mjög upp á kvöldið að Birgir hefði rifjað upp ýmsar sögur og atvik, sem hefðu komið upp á bak við tjöldin og eng- inn vitað af fyrr en nú. „Þetta var virkilega skemmtilegt kvöld og hóp- urinn náði vel saman.“ F-bekkurinn ásamt Birgi kennara rúmum 40 árum síðar. Ekki eru þó allir veislugestir á þessari mynd því sumir notuðu tækifærið og tóku myndir á eigin myndavélar. Hjónin Birgir G. Albertsson og Edda Guðmundsdóttir á heimili sínu ásamt nemendum úr gamla F-bekknum í Langholtsskóla. Erlendur Kristjánsson, „stærsti strákurinn í bekknum“, flytur þakkarávarp fyrir hönd nemenda. Til hvorrar hliðar eru bekkjar- bræðurnir og „Framararnir“ Halldór Jóns- son og Elmar Geirsson. DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 C 3 Kringlunni, sími 588 1680. Seltjarnanesi, sími 5611680. tískuverslun iðunn Glæsilegt úrval af sumarfatnaði svg@mbl.is                       !  mbl.isFRÉTTIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.