Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 23.05.2003, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 C FÖSTUDAGUR 23. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ MEÐAL andlita kanadíska snyrtivörufyrirtækisins MAC eru skemmtikraftarnir RuPaul og Elton John. Fyrir- tækið hefur enda orð á sér fyrir að vera framsækið og óhefðbundið og ber augnskuggaúrval MAC m.a. vitni um það. Auk hefðbundinna litatóna má m.a. sjá sterkbláa eða skærgula, en alls eru MAC-augn- skuggar til í 120 litum. Íslenskir förðunarfræðingar og almenningur geta nú nálgast MAC-vörurnar hér á landi, eftir að hafa les- ið um þær í tískublöðum eða prófað þær erlendis hing- að til. Snyrtivöruheildsalan Artica hefur fengið umboð fyrir MAC og sett upp sölubás í Debenhams í Smára- lind. Artica er fyrir með umboð fyrir Clinique og Est- ée Lauder, en MAC er í eigu síðarnefnda merkisins. MAC, sem stendur fyrir Make-up Art Cosmetics, var stofnað í Toronto í Kanada árið 1985 af þeim Frank Angelo og Frank Toskan, förðunarfræðingi og ljósmyndara. Allt frá þeim tíma hafa MAC- snyrtivörurnar verið markaðssettar sem tæki til persónulegrar tjáningar og vörur sem standa fyrir óhefðbundna förðun, eins og fram kemur í kynn- ingu fyrirtækisins. Slagorð MAC er m.a.: „All Rac- es, All Sexes, All Ages.“ MAC-snyrtivörurnar eru nú seldar í 44 löndum. Sjóður til styrktar alnæmissjúklingum Árið 1994 setti MAC á fót sjóð til að styrkja alnæmissjúklinga. Sérstök varalitalína, Viva Glam, er framleidd fyrir sjóðinn og allt sölu- andvirðið er látið renna til alnæmissjúklinga á hverjum stað, og verður einnig svo hér á landi. Þekkt fólk, þ.á m. RuPaul, hefur lagt mál- staðnum lið með því að vera andlit þessarar varalitalínu, en fjórar slíkar hafa verið settar á markað frá árinu 1994. Vöruúrval MAC er mótað af 35 manna liði förðunarfræðinga víðs vegar að úr heiminum. Þetta lið bregst við tískustraumum og mót- ar þá, m.a. þegar það hannar förð- un fyrir helstu tískusýningar í heimsborgunum. Fyrirsætur í myndaþáttum tískublaðanna eru oft farðaðar með MAC-snyrtivörum, sem og sjónvarpsstjörnurnar m.a. í Vinum og Beðmálum í borginni. MAC-snyrtivörur eru einnig mikið notaðar í leikhúsförðun, að sögn Sigríð- ar Björnsdóttur hjá Artica. Einungis förðunarfræðingar starfa í verslunum og sölubásum MAC og eru miklar kröfur gerðar af höfuðstöðvunum, að sögn Sigríðar. Förðunarfræðingar sem hefja störf hjá MAC fara á nám- skeið í höfuðstöðvunum og regluleg hæfnispróf eru haldin. Túrkísblátt og bleikt eru meðal litanna í nýjustu línu MAC, Aquad- isiac, sem kynnt var við opnunina fyrr í þessum mánuði. Litirnir vísa í sjóinn, kóralrif, skeljar, sand og fiska, og koma fram í varalitum og -glossi, naglalakki, augn- skuggum og kinnalitum. Gyllt og brons ásamt sterkbleikum kem- ur saman í línunni TanRay sem kynnt verður í næsta mánuði og vísar til hásumars. Litir í nýjustu línunni frá MAC, Aquadisiac. FÖRÐUNARVÖRUR fráMAC settu að venju sinnsvip á tískusýningarpalla íNew York, London, París og Mílanó er hausttískan var kynnt nú fyrr á árinu. Enda tóku stílistar og förðunarfræðingar frá fyrirtæk- inu þátt í að hanna og móta útlit fyr- irsætnanna svo það félli að straum- um hausttískunnar. Einn þeirra stílista sem tóku þátt í þessari vinnu var Nadine Luke, einn af yfirmönnum teymisins sem mótar förðunarlínur MAC. En Nadine var stödd hér á landi fyrir skemmstu og kynnti þá íslenskum förðunar- fræðingum, stílistum og snyrtifræð- ingum strauma og stefnur haust- tískunnar. „Galdurinn við að ná að flytja förð- unarlínu af tískusýningarpöllunum og yfir í hversdagsleikann er að taka hlutina ekki of bókstaflega,“ segir Nadine sem telur gott að velta fyrir sér í því sambandi hvaða förðunar- línur séu raunhæfastar, þó að henn- ar mati megi oftast tóna farða og áhersluatriði þannig niður að þau eigi vel heima í hversdagsleik- anum. Nadine hefur unnið með fjölda þekktra hönnuða og nægir að nefna Alexander McQueen, Oscar de la Renta, Roberto Cavalli og Patrick Cox svo nokkrir séu nefndir, auk þess sem hún hefur farðað tónlistarfólk á borð við Aliciu Keys og Kelly Osborne. Sjálf segir hún McQueen vera í sérstöku uppá- haldi hjá sér. „Það er alltaf viss áskorun að vinna með McQueen því maður mætir á svæðið fyrir sýningu og veit aldrei hvað bíður manns, enda hönnun hans einstaklega ævintýraleg.“ Róttækar hugmyndir Nadine sjálfrar hafa einmitt fallið vel að hug- myndafræði MAC, en hún þykir sér- lega skapandi, litaglöð og hug- myndarík, auk þess að vera lítið fyrir að útiloka nýjar og óvenjulegar hug- myndir. „Það er í raun allt leyfilegt,“ segir Nadine sem æfði sig upphaf- lega með förðunarpenslana á móður sinni og bróður áður en vinnan hjá MAC tók við. „Við notum til dæmis oft varablýanta við augnmálningu og augnblýanta við varamálningu þegar unnið er við tískusýningar. Sömu- leiðis höfum við sett gerviaugnhár öfug á augnlokin til að ná fram réttu áhrifunum og að sjálfsögðu er þetta allt gert til að ná fram ýktari áhrifum fyrir tískusýningapallana.“ Innblástur að hugmyndum að nýj- um förðunarlínum kveðst Nadine hins vegar helst fá úr náttúrunni. „Til dæmis,“ segir hún og bendir á hafnarsýnina sem blasir við út um glugga Hafnarhússins þar sem við- talið fer fram, „rauði liturinn á skip- inu hérna fyrir utan og andstaðan sem er milli hans og bláa litar him- insins, sem er í raun alveg ótrúlega bjartur miðað við þennan tíma kvölds. Ég tók strax eftir þessu og velti litunum fyrir mér og það er einmitt svona sem ég fæ flestar mínar hugmyndir. Þetta virkar þó líka á hinn veginn og til dæmis málaði ég einu sinni húsið mitt í sama lit og augnskugga.“ Sjö mismunandi förðunarlínur verða ráðandi í hausttískunni að þessu sinni og má staðfæra þær allar fyrir hversdagsleikann. Borgarbarnið – Lykilorðin í þess- ari línu, sem Nadine kynnti sérstak- lega eru glæsimennska, eintóna litir og sterkur augnsvipur. Augnsvipur- inn er hér gerður sterkur með augn- skugga í dökkum jarðlitum með metalískum undirtónum. Maskari er hafður þykkur, varir í hlutlausum glosslit og húðin ungleg og frísk ásýndar. Skækjuskarið – Innblásturinn er hér sóttur í níunda áratuginn, rokk- tónlist, hvassar brúnir og skæra liti. Augnlínupenni, skærlitir augn- skuggar og ýmist hlutlaus eða sterk- bleik gloss setja sinn svip á línuna. Snæskvísan – Sterkir hvítir og ljósir litir eru áberandi í útliti snæ- skvísunnar og frískleg, ljós húð með perlumóðurkenndu og glitrandi yf- irbragði er miðpunktur athyglinnar. Ástargyðjan – Lykilorð ástar- gyðjunnar eru rómantík, kvenleiki, daður og bleikir litir. Augnskuggar eru ljósir, sanseraðir og frostkennd- ir ásýndar, húðin frískleg, kinnarnar rjóðar og varir bleikar. Geimaldarglyðran – Geimmynd- ir frá sjöunda áratugnum, myndir á borð við Barbarellu og fyrstu Star Trek þættina setja sterkan svip á geimaldarglyðruna sem einnig var kynnt sérstaklega af Nadine. Augn- skuggi er ýmist í sterkum litum eða pastel tónum, augnlínupenni setur sinn svip á línuna, sem og þykkur maskari, ljósbleikur eða ferskjulitur kinnalitur og hlutlaus perlumóður- kenndur varalitur. Hitchcock-hetjan – Endurhvarf til Hollywoodmynda fimmta og sjötta áratugarins þar sem kynþokki og glæsileiki er hafður í hávegum. Augabrúnir eru sterkar og áberandi og varir í djúpum flauelskenndum litum. Kúbistakvendið – Geómetrísk og línulaga form eru lykilorð kúbista- kvendisins sem byggir augnmáln- ingu sína á geómetrískum formum. Nadine Luke mundar pensilinn á einum þátt- takanda á kynningunni á hausttískunni. Geimaldarglyðran og borgarbarnið eru tvær af línunum í haustförðuninni. Hitchcock-hetjan Grace Kelly. Hin upprunalega geimaldarglyðra, Jane Fonda sem Barbarella. Málað með MAC Dragdrottningin RuPaul var fyrsta andlit VivaGlam- línunnar árið 1994. Borgarbarn eða geimaldarglyðra? Morgunblaðið/Árni Torfason Morgunblaðið/Árni Torfason Lið-a-mótLið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.