Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 139. TBL. 91. ÁRG. LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Áfram hjá Aston Villa? Jóhannes Karl Guðjónsson óttast ekki um sinn hag Íþróttir 53 Hjátrú og bannhelgi Bjarni Harðarson myndaði átján álagabletti Árborgarsvæðið 24 UDAY Hussein, eldri sonur Saddams Husseins, var í gær sagður íhuga að gefa sig fram við hernáms- liðið í Írak en vera hikandi vegna þess að hann væri ekki sáttur við svör banda- rískra embættismanna í samningaviðræðum við full- trúa hans. The Wall Street Journal skýrði frá þessu í gær og hafði eftir heimildarmanni sínum að Uday væri í felum í úthverfi Bagdad. Er hann sagður óttast að íraskir and- stæðingar hans drepi hann og telja að hann yrði öruggari í bandarísku fangelsi. Að sögn blaðsins vill Uday fá að vita hvaða ákærur hann eigi yfir höfði sér og hvernig yfirheyrslum yfir honum og varðhaldi verði háttað. Bandarísk yfir- völd virðist hins vegar ekki hafa mikinn hug á að semja við Uday þar sem þau telja að hann verði handsamaður fyrr eða síðar. Blaðið sagði að ættingi Saddams Husseins full- yrti að íraski forsetinn fyrrverandi væri einnig í fel- um í úthverfi Bagdad en geðheilsa hans væri „tæp“. Uday sagður íhuga að gefa sig fram Washington. AFP. Uday Hussein ARIEL Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær vera „tilbúinn að samþykkja“ svokallaðan Vegvísi að friði í Mið-Austurlöndum. Hann sagðist því ætla að bera friðar- áætlunina upp til sam- þykktar í stjórn sinni eftir að bandarísk stjórnvöld hétu því að taka tillit til at- hugasemda hans. Sharon lýsti þessu yfir aðeins rúmri klukkustund eftir að Colin Powell, utan- ríkisráðherra Bandaríkj- anna, og Condoleezza Rice, þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjaforseta, gáfu út yfirlýsingu um að athuga- semdir Ísraelsstjórnar væru réttmætar og tekið yrði tillit til þeirra þegar friðaráætluninni yrði hrint í framkvæmd. Sharon hafði gert fimmtán athugasemdir við Vegvísinn og ísraelskur embættismaður hafði sagt að án slíkrar skriflegrar tryggingar væri ógjörningur fyrir for- sætisráðherrann að fá stjórnina og almenning til að styðja friðaráætlunina. Powell sagði síðar á blaðamannafundi að engin áform væru um að breyta Vegvísinum. Nabil Abu Rudeina, ráðgjafi Yassers Arafats, leiðtoga Palestínumanna, sagði að palestínska heimastjórnin myndi ekki fallast á neinar breyt- ingar á friðaráætluninni. Bush íhugar leiðtogafund George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær vera að „íhuga alvarlega“ að eiga fund með Sharon og Mahmud Abbas, forsætisráðherra palestínsku heimastjórnarinnar, teldist það líklegt til að koma friðarviðræðum á rekspöl. Bandarískir embættismenn sögðu að fundurinn kynni að verða haldinn eftir leiðtogafund átta helstu iðnríkja heims í Frakklandi 1.–3. júní. Sharon styður Vegvísinn Jerúsalem. AFP, AP. Ariel Sharon HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur úrskurðaði þrjá menn í gæslu- varðhald í gær vegna lögreglu- rannsóknar á meintum auðgun- arbrotum þeirra gegn Lands- síma Íslands, sem grunur leikur á að gætu numið á bilinu 130–150 milljónum króna, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Efnahagsbrotadeild rannsak- ar málið og fékk einn sakborn- inginn úrskurðaðan í 14 daga gæsluvarðhald. Hann gegndi starfi aðalgjaldkera Landssím- ans en var sagt upp í fyrradag. Hinir tveir voru úrskurðaðir í 10 daga gæsluvarðhald. Samkvæmt heimildum Morg- unblaðsins er viðkomandi starfs- maður Landssímans grunaður um að hafa dregið sér fé úr fyrir- tækinu og beitt óvenjulegum að- ferðum við svikin með því að breyta tölvuskráningum í bók- haldi fyrirtækisins með þeim hætti að honum tækist að fela slóð sína. Að sögn Heiðrúnar Jónsdótt- ur, forstöðumanns upplýsinga- og kynningarmála Landssímans, beindust ætluð brot starfsmanns fyrirtækisins eingöngu gegn fyr- irtækinu sjálfu en ekki viðskipta- vinum þess. Komst upp við innri endurskoðun Upp komst um málið þegar innri endurskoðun fyrirtækisins tók út ákveðna bókhaldsþætti og bárust böndin að umræddum starfsmanni. Honum var sagt upp störfum á fimmtudagsmorg- un vegna málsins og samþykkti hann þá ákvörðun fyrirtækisins, þegar honum var tilkynnt hún. Í kjölfarið handtók lögregla hann í tengslum við rannsóknina vegna gruns um fjárdrátt. Samkvæmt 247. gr. almennra hegningarlaga varðar fjárdráttur allt að 6 ára fangelsi. Hinir sak- borningarnir tveir eru ekki starfsmenn Landssímans, en ætla má, að sögn lögreglu, að þeir eigi hlutdeild í hinum meinta fjárdrætti eða hafi tekið við ágóða af þeim brotum sem eru til rannsóknar og liggur allt að 4 ára fangelsi við því. Grunur um allt að 150 milljóna króna fjárdrátt Þrír menn úrskurðaðir í gæslu- varðhald vegna stórfelldra auðgunarbrota hjá Símanum HERNÁMSSTJÓRN Bandaríkja- manna í Bagdad, höfuðborg Íraks, er nú tekin að greiða út líf- eyri til aldraðra íbúa og öryrkja í borginni. Upphæðin nemur 40 Bandaríkjadölum, andvirði 2.900 króna, á mánuði. Styrkþegarnir þurfa að sýna skilríki og hafa langar biðraðir myndast í Bagdad, segir Þorkell Þorkelsson, sendifulltrúi Rauða krossins og ljósmyndari Morgun- blaðsins, sem tók meðfylgjandi ljósmynd. Margir írösku styrkþeganna þurfa að bíða klukkustundum saman eftir peningunum og nokkuð er um að líði yfir fólk í brennheitri sólinni í Bagdad, að sögn Þorkels. Myndin sýnir mann koma með móður sína til að innheimta greiðsluna á skrifstofu hernáms- liðsins í Bagdad. Þorkell segir að starfsmenn hjálparstofnana vinni nú að því að auðvelda öldr- uðum og öryrkjum að nálgast þessa peninga. Morgunblaðið/Þorkell Beðið eftir lífeyri í Bagdad ♦ ♦ ♦ ATKVÆÐAMIKILL þing- maður í Rússlandi sakaði í gær stjórn Saparmurats Niyazovs, „eilífðarforseta“ Túrkmenist- ans, um að styðja hryðjuverka- menn og eiturlyfjasmyglara. Dmítrí Rogozin, formaður utanríkismálanefndar dúm- unnar, neðri deildar rússneska þingsins, sagði nefndina hafa fengið „ógnvekjandi upplýsing- ar“ um stjórn Niyazovs, sem kallar sig Turkmenbashi, eða „Föður allra Túrkmena“. Hún hefði aðstoðað stjórn talibana í Afganistan skömmu áður en Bandaríkjaher steypti henni af stóli, væri viðriðin eiturlyfja- smygl og hefði stutt alþjóðlega hryðjuverkastarfsemi. Þá sakaði Rogozin stjórn Turkmenbashi um að ætla að vísa mörgum íbúum af rúss- neskum ættum úr landi. Bendlar Turkmen- bashi við hryðjuverk Moskvu. AFP. Harðjaxl á heimavelli Clint Eastwood er hagvanur í Cannes Fólk 61
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.