Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ FJÓRÐA STJÓRN DAVÍÐS FJÓRÐA ríkisstjórnin undir for- sæti Davíðs Oddssonar tók við völd- um á ríkisráðsfundi á Bessastöðum eftir hádegi í gær. Tveir nýir ráð- herrar undirrituðu þá eiðstaf, þeir Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, sem tók við ráðuneyti dóms- og kirkjumála af Sólveigu Pétursdóttur og Árni Magnússon, Framsókn- arflokki, sem tók við félagsmála- ráðuneytinu af Páli Péturssyni. Fyr- ir hádegi var þriðju ríkisstjórn Davíðs, sem setið hefur í fjögur ár, veitt lausn frá störfum. Þrír í gæsluvarðhaldi Héraðsdómur Reykjavíkur úr- skurðaði þrjá karlmenn í gæslu- varðhald í gær að kröfu ríkislög- reglustjóra, vegna rannsóknar á fjárdrætti innan Landssímans sem grunur leikur á að geti numið allt að 150 milljónum króna. Einn sakborn- inga var starfsmaður Landssímans og var hann úrskurðaður í 14 daga gæsluvarðhald, en hinir tveir standa utan fyrirtækisins og voru úrskurð- aðir í 10 daga gæsluvarðhald. Sharon styður Vegvísi Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, kvaðst í gær vera „tilbúinn að samþykkja“ svokallaðan Vegvísi að friði í Mið-Austurlöndum og ætla að bera friðaráætlunina upp til sam- þykktar í stjórn sinni. Skömmu áður höfðu bandarísk stjórnvöld lofað því að taka tillit til athugasemda Shar- ons við áætlunina. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði þó að engin áform væru um að breyta Vegvísinum. L a u g a r d a g u r 24. m a í ˜ 2 0 0 3 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Minningar 36/43 Viðskipti 12 Kirkjustarf 44/45 Erlent 16/20 Skák 45 Höfuðborgin 21 Brids 47 Akureyri 22 Staksteinar 50 Suðurnes 23 Myndasögur 48 Árborg 24 Bréf 48 Landið 25 Dagbók 50/51 Neytendur 36 Leikhús 56 Heilsa 37 Fólk 56/61 Listir 28-29 Bíó 58/61 Forystugrein 32 Ljósvakamiðlar 62 Viðhorf 36 Veður 63 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir auglýsingablað frá Hús- gagnahöllinni. Einnig fylgir Morgun- blaðinu í dag auglýsingablaðið Þitt mál frá VR. Báðum blöðum er dreift um allt land. Húsgagnahöllinni fyrsta Bodum- verslun landsins auk þess sem Bak- arameistarinn starfrækir þar nýtt bakarí og kaffihús. Að auki eru í húsinu sportvöruverslanirnar Int- ersport og Nevada Bob. Verði þriðji stærsti verslunarkjarninn Húsgagnahöllin er alls 14 þús- und fermetrar að stærð á fimm hæðum að meðtöldum kjallara. Áætlaður kostnaður við enduskipu- lagningu hússins er um 140 millj- ónir króna. Í fyrsta áfanga end- urbótanna var miðað við að endurnýja 1. og 2. hæð hússins en í framtíðinni er ætlunin að taka í notkun 3. og 4. hæð hússins en óvíst hvort þar verður verslun eða önnur starfsemi. Í dag er lager hússins á 3. hæð. Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss, sem er eigandi Hús- gagnahallarinnar, hefur sagt að markmiðið sé að Húsgagnahöllin verði þriðji stærsti verslunar- kjarninn á höfuðborgarsvæðinu á eftir Smáralind og Kringlunni. Það eru arkitektarnir Valdimar Harðarson og Júlía P. Andersen hjá Ask, Arkitektum Skógarhlíð, sem höfðu yfirumsjón með end- urhönnun Húsgagnahallarinnar. HÚSGAGNAHÖLLIN var opnuð í gær að nýju eftir gagngerar breyt- ingar á versluninni að Bíldshöfða í Reykjavík. Á jarðhæð hússins hef- ur Krónan opnað matvöruverslun, þá stærstu sinnar tegundar. Þá er í Ný og bætt Húsgagnahöll opnuð að viðstöddu fjölmenni Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, og Ingimar Jónsson, forstjóri Kaupáss hf., klippa í sameiningu á borða í gær við opnun Húsgagnahallarinnar eftir breytingar og endurbætur. Morgunblaðið/Sverrir Húsgögn, matur og sportvörur KONUR í Feministafélagi Íslands tóku sér stöðu fyrir utan skemmti- staðinn Broadway í gærkvöld og dreifðu bæklingum meðal gesta á Fegurðarsamkeppni Íslands sem þar fór fram. Með þessu vildu fem- inistar mótmæla þeirri staðalmynd sem dregin er upp af kvenfólki með fegurðarsamkeppnum. Allir keppendur í fegurðarsamkeppn- inni fengu boli að gjöf frá félaginu sem á voru prentuð ýmis slagorð feminista. Í dag verður opnuð á kaffihúsinu Prikinu í Reykjavík sýningin Afbrigði af fegurð þar sem saga mótmæla gegn fegurð- arsamkeppnum er rakin í ljós- myndum og úrklippum úr dagblöð- um. Morgunblaðið/Jim Smart Feministar fengu ekki að fara inn á keppnina sjálfa en aðstandendur hennar féllust á að taka við gjöfum til keppenda. Feministar mótmæla staðalmynd kvenna Útflytjendur geta varist tapi með ábyrgðum ÚTFLYTJENDUR þurfa ekki alltaf að standa straum af kostnaði vegna vanefnda erlendra aðila á samning- um. Í slíkum tilfellum geta útflytjend- ur leitað til Tryggingadeildar útflutn- ings (TRÚ) sem veitir ábyrgðir m.a. vegna náttúruhamfara, innanríkis- deilna eða annars ástands sem leitt getur til þess að kaupandi í öðru landi verður gjaldþrota og getur ekki greitt fyrir vöru eða þjónustu eins og samn- ingur kveður á um. Íslenskum selj- anda er þannig tryggð greiðsla á kröf- um. Þá geta kröfuhafar fjármagnað söluna með því að selja ábyrgð, sem TRÚ gefur út, til banka. Á kynningarfundi TRÚ á Hótel Loftleiðum var starfsemin kynnt út- flytjendum og fulltrúum bankanna. Starfsemi TRÚ er hluti af Nýsköp- unarsjóði og á sér hliðstæður víða er- lendis, að sögn Ingibjargar H. Þráins- dóttur sérfræðings hjá Nýsköp- unarsjóði. Eitt af markmiðum þeirra ábyrgða sem TRÚ veitir er að greiða fyrir viðskiptum og verja útflytjendur tapi. Ábyrgðin virkar þannig eins og nokkurs konar trygging þar sem ís- lenska ríkið tekur á sig ákveðna áhættu ef útflytjandi fær ekki greitt eins og um er samið. KRISTJÁN Davíðsson og Þór Vig- fússon verða fyrstir til að sýna í nýjum húsakynnum Listasafns Ár- nesinga en það er nú að flytja í Listaskálann í Hveragerði sem Einar Hákonarson listmálari reisti og rak um nokkurt skeið með sér- stakri áherslu á málverkasýningar. Sýning Kristjáns og Þórs verður opnuð á uppstigningardag en þeir sýna ný verk. Að sögn Kristjáns hafa orðið breytingar á myndum hans undanfarin ár, þær séu að verða einfaldari. Ástæðuna segir hann vera áhrif frá starfsbræðrum sínum víða um heim. „Og svo vegna áhrifa frá tímanum sem við lifum. Þetta eru sérstakir og raun- ar einstakir tímar í myndlistinni. Annað eins hefur aldrei gerst. Það er gríðarleg fjölbreytni og átökin eru mikil. Ég finn fyrir þessu og það skilar sér inn í verkin,“ segir Kristján. Listasafn Árnesinga flyst í Listaskálann í Hveragerði Kristján Davíðsson og Þór Vigfússon sýna fyrstir Morgunblaðið/Árni Torfason Þór Vigfússon og Kristján Davíðsson sýna í fyrsta skipti saman í Listasafni Árnesinga. Hér bera þeir verk eftir Kristján út úr vinnustofu listmálarans en verkin voru flutt austur í gær. Að endingu/Lesbók ÞÁTTURINN Íslenskt mál hef- ur göngu sína á ný í Morgun- blaðinu í dag eftir nokkurra mánaða hlé. Nýr umsjón- armaður þáttar- ins er Jón G. Friðjónsson, pró- fessor í íslensku við Háskóla Íslands. Stefnt er að því að þátturinn birt- ist tvisvar í mánuði, á laugardögum eins og venja hefur verið. Íslenskt mál hefur göngu sína á ný  Íslenskt mál/30 ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.