Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 28
LISTIR 28 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ SUMARSÝNING Listasafns Íslands verður opnuð í dag og verður sýnt úrval 20. aldar verka í eigu safns- ins. „Í byrjun 20. aldar og fram á fimmta áratug hennar var náttúra landsins aðalviðfangsefni íslenskra málara. Hún var í huga manna tákn þess sem íslenskt var, þar sem birta og víðerni íslenskrar náttúru voru það sem íslenskir listamenn töldu fegurst. Málverkið á þessum tíma þróaðist úr hinni rómantísku upp- höfnu sýn á landinu yfir í nútíma- legri hugsun og þá þróun sem átti sér stað í myndlistinni í Vestur- Evrópu hvað varðar formbygg- ingu, litanotkun og hina innri tján- ingu listamannsins,“ segir í frétta- tilkynningu frá safninu. Sumarsýningin gerir þessum tíma skil og tengir nútíð við fortíð með því að sýna verk frá helstu um- brotatímum íslenskrar listasögu. Gestum gefst tækifæri á að skoða hver hafa verið helstu viðfangsefni listamanna frá frumherjunum í byrjun 20. aldarinnar eins og Ás- grími Jónssyni, Jóni Stefánssyni, Kjarval og Júlíönu Sveinsdóttur og fram til nýliðins tíma. Þannig má sjá verk frá 4. áratugnum eftir Gunnlaug Scheving, Jón Engilberts og Jóhann Briem þegar myndefnið breyttist frá hinu ljóðræna og róm- antíska landslagi yfir í heim hins vinnandi manns og svo abstrakt- listina með helstu lykilmönnum sem voru Svavar Guðnason, Þor- valdur Skúlason og Kristján Dav- íðsson. Á sjöunda áratugnum var listhugtakið tekið til endurskoð- unar og verða sýnd verk eftir frum- herja þess tíma, þá Sigurð Guð- mundsson, Kristján Guðmundsson, Hrein Friðfinnsson og Magnús Tómasson. Þá verða sýnd málverk frá sjöunda áratugnum og fram til Nýja málverksins á 9. og 10. ára- tugnum eftir Einar Hákonarson, Gunnar Örn, Guðrúnu Ein- arsdóttur, Helga Þorgils, Sigurð Árna og Georg Guðna. Einnig verða sýndar nýjar innsetningar og myndbandsverk sem safnið hefur eignast á síðustu árum. Þá eignaðist safnið nýlega verk eftir Jón Stefánsson, Móður jörð, frá þriðja áratugnum sem verður nú sýnt í fyrsta sinn. Aðspurður hvort ekki sé erfitt að setja saman heildstæða sýningu sem spanni þetta langt og marg- slungið tímabil segir Ólafur Kvar- an, forstöðumaður safnsins: „Jú, það er erfitt en jafnframt spenn- andi verkefni. Sýningin hefur þetta yfirgripsmikla markmið, eins og sumarsýningin hefur haft frá því ég tók við, 1997, að sýna ágrip af umbrotatímum í íslenskri list á 20. öld. Húsnæði og aðstaða býður ekki upp á að setja saman sýningu 350 verka eins og eðlilegt væri til að gefa heildstæða mynd af tíma- bilinu, svo við takmörkum valið og leggjum um leið misjafnar áherslur milli ára. Stóri markhópurinn með þessum sýningum eru ferðamenn, þeir eru yfirgnæfandi meirihluti safngesta á sumrin.“ Á þessari sýningu, sem stendur til 31. ágúst, gerir safnið fyrstu til- raunir með leiðsögn gegnum síma, þar sem gestir geta hringt í nokk- urs konar talhólf og beðið þar um upplýsingar um tiltekin verk. Listasafn Íslands er opið þriðju- daga til sunnudaga frá 11–17. Sýn- ingin stendur til 31. ágúst. Sumarsýning í Listasafni Íslands Tengir nútíð við fortíð Verk Jóns Stefánssonar, Móðir jörð, verður nú sýnt í fyrsta sinn. Pétur Valgarð Pétursson gítar- leikari lýkur síðari hluta einleik- araprófs með tónleikum í Gerðu- bergi kl. 16. Pétur hóf nám í klassískum gítarleik haustið 1994, hjá Þórarni Sigurbergssyni í Nýja tónlistarskólanum. Á efnisskránni eru verk eftir Milan, Bach, Brouwer og Albeniz. Í DAG  Sjá einnig Staður og stund á mbl.is PÍKUSÖGUR eftir Eve Ensler verða sýndar í 120. sinn í Borg- arleikhúsinu á sunnudag. Sýn- ingin var frumsýnd vorið 2001 og er nú komin í hóp vinsælustu leiksýninga Leikfélags Reykja- víkur frá upphafi. Sýningin hef- ur einnig verið sýnd víða um land og komið við í öllum lands- hornum. Leikkonur eru Halldóra Geirharðsdóttir, Sóley Elías- dóttir og Sigrún Edda Björns- dóttir. Píkusögur í 120. sinn GRAFARÞÖGN eftir Arnald Indr- iðason er tilnefnd af Íslands hálfu til Glerlykilsins, Norrænu glæpa- sagnaverð- launanna, en úr- slit verða kunn nk. föstudag, 30. maí. Í fyrra hreppti glæpa- saga Arnaldar Mýrin verðlaun- in. Paranoia eftir Gretelise Holm er tilnefnd fyrir hönd Danmerkur og bók Leenu Lehtolainen, Dödsspiral- en (Kuolemanspiraali), fyrir hönd Finnlands. Fyrir Noregs hönd bók Gunnars Staalesen, Som i et speil, og Svíar tilnefna bók Leifs G.W. Pers- sons, Mellan sommarens längtan och vinterns Köld. Grafarþögn tilnefnd til Glerlykilsins Arnaldur Indriðason Í LJÓSMYNDASAFNI Reykjavík- ur í Grófarhúsi verður opnuð sýn- ingin Frumefnin fimm – Ferðadag- bækur Claire Xuan, kl. 16 í dag, laugardag. Sýningin er byggð á ferðadagbókum frönsk-víetnömsku listakonunnar Claire Xuan og er safn ljósmynda sem eru geymdar í hand- gerðri öskju. Ljósmyndirnar eru unnar með litógrafíu og á pappír úr náttúrulegum efnum. Á milli mynd- anna er þunnur pappír (papyrus) með áþrykktum sérkennum og let- urtáknum mismunandi þjóða. Claire sækir innblásturinn að hug- myndinni um ferðadagbækurnar til meginfrumefnanna fimm í Asíu og spanna ferðadagbækurnar starfsfer- il Claire Xuan síðastliðin sex ár í fimm mismunandi löndum: Víetnam, París (Frakklandi), Marokkó, Mad- agaskar og á Íslandi. Á ferðum sín- um vítt og breitt um heiminn leitar Claire að birtingarmyndum þessara fimm náttúrulegu frumefna alheims- ins: trés, elds, jarðar, málma og vatns og festir þau á filmu. Ljósmyndir Claire Xuan vega þyngst í verkum hennar, en þær telj- ast þó einar og sér ekki vera mik- ilvægustu verk sýningarinnar heldur gegnir askjan sjálf og gerð hennar jafnveigamiklu hlutverki. Sýningin er opin kl. 12-19 virka daga, 13 -17 um helgar og stendur til 1. september. Aðgangur er ókeypis. Ferðadagbækur Claire Xuan Vorhátíð LHÍ, Listasafn Reykja- víkur – Hafnarhúsi kl. 15–16 Leið- sögn um sýninguna Fókusinn. Á MORGUN FREGNIR af rekstrarvandaþeim er Gallerí Hlemmurstendur frammi fyrir hafaborist manna á meðal með tölvupósti frá því fyrr í maímánuði. Kemur fram í tölvupóstinum, sem sendur er út af velunnurum gallerís- ins en ekki forsvarsmönnum þess, að Gallerí Hlemmur muni hætta starf- semi frá og með næstu áramótum vegna þess að ekki hafi fengist nægi- legt fjármagn til að viðhalda rekstr- inum, en Gallerí Hlemmur hlaut 400.000 kr. styrk frá Reykjavík- urborg á þessu ári. Hvetur tölvu- pósturinn til undirskriftasöfnunar galleríinu til handa og að farið verði þess á leit við menningarmálanefnd borgarinnar að framlög til þess verði aukin. Morgunblaðið leitaði til forsvars- manna gallerísins um stöðu mála. Er Gallerí Hlemmur að hætta starfsemi á næsta ári? „Við höfum ekki bókað sýningar frá og með næstu áramót- um, það er rétt,“ segir Þóra Þór- isdóttir, annar stofnandi Gallerís Hlemms. „Ég er tilbúin til að halda rekstrinum áfram og ætla að láta á það reyna fram á haustið hvort okk- ur takist að fá frekari framlög frá hinu opinbera, og erum við þá ekki að tala um neitt stórfé. Það er ekki á færi einstaklinga að halda fjárhags- lega úti þessum vettvangi til lengdar, sem kostar langt umfram þau fram- lög sem til hans renna. Hins vegar erum við tilbúin í áframhaldandi sjálfboðastarf og freista þess þá að fá fyrirtæki til að launa t.d. hálfan starfsmann.“ Gallerí Hlemmur hefur undan- farin ár skipað sér sess sem mik- ilvægur vettvangur íslenskrar sam- tímalistar. Haldið hefur verið úti sýningum árið um kring frá stofnun gallerísins árið 1999 og hefur upp- rennandi listamönnum sérstaklega verið boðið að sýna þar. Mikil gróska og tilraunastarfsemi hefur einkennt starfsemina. „Hér fer fram eins- konar „drullumall“, frumsköpun og rannsóknir óháð markaðsvænt- ingum. Samtímalistin þarfnast lista- safna og listastofnana – gallería á borð við i8 sem hefur til dæmis á sín- um snærum marga af okkar þekkt- ustu listamönnum og er í að mark- aðssetja og kynna listamenn erlendis, stofnana á borð við Ný- listasafnið sem er ómetanlegur vett- vangur og tengiliður við umheiminn, listamannarekin gallerí og einka- rekna sýningarsali. Aðalatriðið er að það sé einhver metnaður og viðleitni til fagmennsku. Ef við viljum að samfélagið fæði af sér mikla lista- menn verður að vera einhver grund- völlur. Ég held að við eigum núna listamenn eða listamannsefni, sem við réttar aðstæður gætu orðið Kjar- valar morgundagsins.“ Þóra segist telja að ekki þurfi mik- ið viðbótarfjármagn til þess að styrkja stöðu Gallerís Hlemms og fleiri svipaðra stofnana í Reykjavík. „Þeir sem hafa lítið þurfa ekki mikið til að styrkjast verulega. Úthlutun borgarinnar til hins nýja samtíma- listasafns hefur sýnt okkur að ým- islegt er hægt að gera, það eru til peningar í baksjóðum og við hin er- um hvött til að læra af þessu – hugsa stórt. Við erum að komast að því að það eru allt aðrar reglur í leiknum en við héldum, þótt þær virðist vera ein- hverjar leynireglur og ekki fyrir alla. Kannski eru engar reglur, en stað- reyndin er sú að það er ekki hægt að vinna í leik þar sem eru engar leik- reglur.“ Þóra bendir á að lítill hvati sé fyrir hendi til þess að reka gallerí. „Hvað þá reka það af metnaði – það vantar gulrótina. Skilaboðin sem við lesum út úr 400.000 kr. framlagi borgar- innar, sama og í fyrra, er að hærra verði ekki komist, sama hve vel við gerum. Við hefðum til dæmis ekki getað fengið betri umsögn nefndar, sem falið var að taka út styrk- umsóknirnar. Þar var starfseminni hérna hrósað mjög. Hins vegar virð- ist ekki vera það sama í orði og á borði. Þessi „menningarstefna“ er ekki bara slæm fyrir okkur í Galleríi Hlemmi, hún er slæm fyrir allt fram- sækið og skapandi starf í borginni. Þetta hvetur fólk í þessum geira ekki beinlínis til þess að reyna að gera sitt besta, heldur elur á metnaðarleysi, þreytu og uppgjöf í stéttinni.“ Þóra segist líta svo á, að Reykja- víkurborg sé að kaupa af Gallerí Hlemmi þjónustu sem sé til þess fall- in að renna stoðum undir áframhald- andi þróun íslenskrar myndlistar. „En hér á landi virðist ekki vera litið á list sem verðmæti, á þann hátt og gert er í löndunum sem við viljum bera okkur saman við. Ef ríki og borg finnst þessi tegund samtíma- listar ekki vera þess virði að henni sé haldið úti, sem þeir virðast vera að sýna okkur með þessari upphæð sem okkur var úthlutað, þá erum við að hætta að öllu óbreyttu. Hins vegar hef ég rökstuddan grun um að þetta sé misskilningur eða mistök hjá borginni, sem ég vona að verði leið- rétt,“ segir Þóra Þórisdóttir að lok- um. Gallerí Hlemm- ur að hætta? Morgunblaðið/Árni Torfason Engar sýningar hafa verið bókaðar í Galleríi Hlemmi eftir næstu áramót.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.