Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 29 BYLGJA Dís Gunnarsdóttir sópran og Lára S. Rafnsdóttir píanóleikari halda einsöngs- tónleika í Nor- ræna húsinu kl. 16 í dag. Tónleikarnir eru liður í burt- fararprófi í ein- söng frá Söngskólanum í Reykja- vík. Á efnisskránni eru m.a. íslensk sönglög eftir Árna Björnsson, Árna Thorsteinson og Jón Þórar- insson, þýskir ljóðasöngvar eftir Schumann, Brahms, Hugo Wolf og Alban Berg og aríur úr óperum eftir Händel, Verdi og Puccini. Bylgja Dís hefur komið fram sem einsöngvari við ýmis tækifæri, m.a. í Gloria eftir Vivaldi, Requiem eftir Fauré og B dúr messu Moz- arts. Lára S. Rafnsdóttir er kennari við Söngskólann í Reykjavík. Burtfararpróf í Norræna húsinu Bylgja Dís Gunnarsdóttir MENNINGARFÉLAGIÐ Hisp- ánica og Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur í erlendum tungumál- um gangast fyrir dagskrá um bókmenntir og bókmenntasögu Mexíkó í Alþjóðahúsinu við Hverf- isgötu kl. 16 í dag. Flutt verða þrjú stutt erindi: Dr. Hólmfríður Garð- arsdóttir stiklar á stóru um bók- menntasögu Mexíkó og nefnir er- indið Samtími í sífelldum blóma [Contemporaneidad que florece], Sigríður Ragna Birgisdóttir flytur erindið Svikakvendi í Kryddlegn- um hjörtum [El malinchismo en Como agua para chocolate] og Edna Mastache flytur erindi á spænsku sem hún nefnir: Literat- ura de mujer: Murmullo hecho voz [Bókmenntir eftir konur: Tuldur sem varð að röddu]. Kynnir og dagskrárstjóri verður Angélica Cantú, ráðgjafi og túlkur hjá Alþjóðahúsinu. Almennar umræður. Mexíkóskar bókmenntir í Alþjóðahúsinu NÝTT útilistaverk verður afhjúpað við Borgarholtsskóla í Grafarvogi, í dag kl. 15.30. Verkið nefnist Dýr- mæti og er eftir Gjörningaklúbbinn. Skólinn stóð fyrir opinni hugmynda- samkeppni síðastliðið vor og kaus dómnefnd verk Gjörningaklúbbsins. Verkið samanstendur af demants- laga skúlptúr úr ryðfríu, epoxy húðuðu stáli og áletruninni „Ómet- anlegt dýrmæti“ á rúðu í skólabygg- ingunni. Demanturinn er staðsettur í bíla- planinu. Áletrunin í glugganum vísar til mannauðsins innan skólans og þess starfs sem þar er unnið. Verkið var unnið af stálsmiðjunni Stálbæ í Kópavogi. Útilistaverk afhjúpað LEIKHÓPURINN Perlan efnir til styrktarsamkomu í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 16–18, en hópurinn hyggur á Noregsferð í júlí og sýnir ævintýrið Hringilhyrning á Regine- dögum. Perlan er leiksýningarhópur þroskahamlaðra og eiga þau 20 ára sýningarafmæli um þessar mundir. Einnig undirbýr hópurinn för á al- þjóðlega listahátíð fatlaðra í Wash- ington DC næsta vor. Umsjónarmaður og leikstjóri leik- hópsins er Sigríður Eyþórsdóttir. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Frá sýningu leikhópsins Perlunnar. Perlan á leið til Noregs STRENGJASVEIT Tónlistarskóla Ísafjarðar heldur tónleika í Krists- kirkju kl. 15.30 í dag og er það liður í fjáröflun sveitarinnar en hún hyggur á för til Tékklands og Póllands í byrjun júní. Áætlaðir eru tónleikar í Prag og í Krakáw. Á tónleikunum verða m.a. fluttir konsertar eftir Vivaldi og Händel, Adagio eftir Albinoni og Holberg- svítan eftir Edvard Grieg. Styrktartón- leikar í Krists- kirkju ♦ ♦ ♦ MORGUNBLAÐIÐ hefur á liðn- um vikum gert málefni Bókmennta- kynningarsjóðs að umfjöllunarefni, fyrst í ýtarlegu við- tali við Jónínu Mik- aelsdóttur, formann sjóðsins, og síðan í Reykjavíkurbréfi hinn 18. maí síðast- liðinn. Við fögnum mjög opinberri um- ræðu um stöðu Bók- menntakynning- arsjóðs en hér er hins vegar margt að athuga. Hvorki fugl né fiskur Bókmenntakynn- ingarsjóður hefur í ár úr um 6,5 millj- ónum að spila. Um helmingur þess fjár fer í beina styrki vegna þýðinga íslenskra verka á er- lend mál og styrki vegna ferða ís- lenskra höfunda á bókmenntahátíðir eða vegna kynningar á verkum þeirra erlendis. Hinn helmingurinn fer í rekstur skrifstofu Bókmennta- kynningarsjóðs, verktakalaun, ferða- kostnað á vegum skrifstofu og þátt- töku í bókmenntakynningum ytra. Vissulega eru þetta miklir pen- ingar – þangað til þeir eru settir í samhengi við annað. Frá árinu 1999 hefur á fimmta tug milljóna verið varið til útrásar íslenskrar tónlistar. Það er tvöfalt meira en allur Bók- menntakynningarsjóður. Umboðs- maður íslenska hestsins mun árlega fá á árunum 2003–2007 ellefu millj- ónir króna (þar af níu frá hinu op- inbera). Við ætlum síst að lasta það að stjórnvöld vilji kynna tónlist og hross erlendis en þegar upphæðir sem varið er til þeirra verkefna eru skoðaðar í samhengi við Bókmennta- kynningarsjóð verður hann hvorki fugl né fiskur. Þess má einnig geta að Edda – útgáfa, sem rekur sérstaka Réttindastofu til útflutnings á ís- lenskum bókmenntum, ver meira fé til þessara mála en íslenska ríkið. Hjá Bjarti fara einnig umtalsverðir fjármunir í kynningu á höfundum er- lendis og eru þá önnur forlög ótalin. Í fyrrnefndum Morgunblaðs- greinum var mjög vikið að hlið- stæðum bókmenntakynningarstofn- unum erlendis og sagt að þær sem væru sjálfstæðar og óháðar næðu miklum árangri. Það skyldi þó ekki vera í samræmi við þá fjármuni sem þær hafa úr að spila? Hollenska bók- menntakynningarstofan fær á ári hverju tvær milljónir evra til ráðstöf- unar, eða 170 milljónir íslenskra króna, og er auðvelt að ímynda sér hvað hægt er að gera fyrir slíka fjár- muni. Í fyrrnefndu viðtali við formann Bókmenntakynningarsjóðs kemur fram að sjóðurinn hafi veitt fimmtíu styrki til þýðinga á íslenskum bókum á árunum 2001–2002. Vissulega mun- ar um slíkt en þegar sá fjöldi er sett- ur í samhengi dofnar heldur yfir glansmyndinni. Árin 2000–2001 gerði Réttindastofa Eddu – útgáfu samn- inga vegna útgáfu á tvö hundruð verkum fyrir þrjátíu höfunda í þrjá- tíu löndum. Fjórfalt meira en Bók- menntakynningarsjóður var fær um að styrkja þau tvö ár sem tilgreind voru. Réttindastofa Bjarts selur á ári hverju verk höfunda til ýmissa landa – og eru þá ótalin verk sem fulltrúar annarra forlaga hafa samið um við útgefendur á erlendum vettvangi. Á undanförnum árum hefur orðið gríð- arleg aukning í sölu á útgáfurétti á ís- lenskum verkum til erlendra forlaga en því miður hefur Bókmenntakynn- ingarsjóði ekki verið gert kleift að mæta þeirri breytingu. Nýta fjármuni betur Það er ljóst að Bókmenntakynn- ingarsjóður er ófær um að sinna hlut- verki sínu við þessar breyttu að- stæður. Þýðingarstyrkir ríða á stundum baggamuninn þegar erlend forlög ákveða að festa kaup á ís- lensku verki en þeir fjármunir sem nú eru til skiptanna hrökkva hvergi til. Hvað er til ráða? Sú hugmynd hefur kviknað að hlutverki sjóðsins verði skipt niður á þá sem nú þegar eru að sinna hliðstæðum verkefnum til þess að nýta betur þá fjármuni sem varið er til þess að kynna ís- lenskar bókmenntir á erlendum vett- vangi. Ný sjálfseignarstofnun? Í stuttu máli yrði sett á laggirnar sjálfseignarstofnun sem hefði sama hlutverk og Bókmenntakynning- arsjóður: Að stuðla að sem víðtæk- astri kynningu á íslenskum bók- menntum erlendis og greiða fyrir útgáfu þeirra með því að úthluta þýð- ingarstyrkjum, hafa umsjón með þátttöku Íslands í erlendum menn- ingarviðburðum og alþjóðlegum samskiptum á sviði bókmennta. Þessu hlutverki yrði síðan deilt niður á þá sem nú þegar yrkja þennan akur og má þar nefna, fyrir utan mennta- málaráðuneytið, utanríkisráðuneytið, Rithöfundasamband Íslands, Félag íslenskra bókaútgefenda og ýmsa op- inbera aðila, auk einkafyrirtækja. Fulltrúar þeirra sem stæðu að stofnuninni ættu fulltrúa í stjórn hennar en síðan væri sérstök úthlut- unarnefnd vegna þýðingarstyrkja sem væri skipuð eins og stjórn Bók- menntakynningarsjóðs nú, með full- trúa frá menntamálaráðuneyti, Rit- höfundasambandi Íslands og Félagi íslenskra bókaútgefenda. Allir leggist á eitt Verði sú leið farin að styrkja út- flutning íslenskra bókmennta með þessum hætti er sjálfstæði stofn- unarinnar tryggt. Hún felur það einnig í sér að við forðumst tvíverkn- að og nýtum þá fjármuni sem fyrir hendi eru með sem bestum hætti. Og með þessu tryggjum við að hlutverki Bókmenntakynningarsjóðs er sinnt af meiri krafti en áður. Það ber að fagna þeirri umræðu sem nú hefur hafist um málefni Bók- menntakynningarsjóðs. Hins vegar er óþarfi að gera meira úr starfsemi sjóðsins en efni standa til. Núna er hann vanmáttugur og engan veginn í stakk búinn til að þjóna hlutverki sínu. Allir verða að leggjast á eitt og leita leiða til að hægt sé að auka veg íslenskra bókmennta erlendis sem mest – á sem hagkvæmastan hátt. Bókmennta- kynningarsjóður á krossgötum Eftir Pétur Má Ólafsson og Snæbjörn Arngrímsson Pétur Már er útgáfustjóri Vöku-Helgafells. Snæbjörn er útgefandi hjá Bjarti. Pétur Már Ólafsson Snæbjörn Arngrímsson UMRÆÐAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.