Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 31
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 31 FRÁ því að ég hóf afskipti af orkumálum hef ég haft áhuga á hvernig orkuframleiðslan geti sem best unnið með öðr- um þáttum þjóð- og atvinnulífsins. Í því sambandi hef ég horft nokkuð til Bandaríkjanna enda er þar almenn og sterk hefð fyrir að gera atvinnulífið aðgengilegt fyrir almenning með því m.a. að kynna sögu og starfsemi fyrirtækja á opn- um vinnustöðum. Þá er þar einnig sterk hefð fyrir því að stýra landnýtingu með heild- arhagsmuni að leiðarljósi. Þess ber að geta að eitt af því sem gerir slíka vinnu einfaldari þar en víða annars staðar er að í vesturhluta Bandaríkjanna er nánast allt land í ríkiseigu. Sterk hefð fyrir heildstæðri landnýtingu Á vegum alríkisins eru þónokkuð margar stofnanir til þess að fram- fylgja þessari stefnu. Flestar á vegum innanríkisráðuneytisins. Þar má nefna National Park Service, sem hefur umsjón með 375 þjóð- görðum, útivistarsvæðum, sögu- stöðum og minnismerkjum, og Bureau of Reclamation, sem stjórnar nýtingu og verndun vatns og vatnasvæða, þannig að tekið sé tillit til bæði umhverfis- og efna- hagslegra þátta (rekur m.a. margar vatnsaflsvirkjanir). Skrifstofan stýrir í samvinnu við stjórnvöld og heimamenn meira en 300 útivist- arsvæðum um öll Bandaríkin. Fleiri stofnanir eru einnig á vegum innanríkisráðuneytisins sem sinna margvíslegum landnýtingarverk- efnum. Einnig eru stofnanir á vegum annarra ráðuneyta sem hafa um- sjón með landi og landnýtingu í ríkiseign. USAD Forest Service stjórnar landnýtingu á stórum svæðum skóg- og graslendis í Bandaríkjunum. Þar eru fjölmörg útivistarsvæði sem eru á margan hátt hliðstæð því sem National Park Service hefur umsjón með. US Army Corps of Engineers stýr- ir stórum landsvæðum, fyrst og fremst á vatnasvæðum í tengslum við virkjanir og vatnsmiðlanir sem þeir reka, með nýtingu auðlinda og almenna útivist að leiðarljósi. Á þeirra vegum eru meira en 4.000 staðir á 450 vatnasvæðum í 43 ríkj- um sem bjóða upp á fjölbreytta að- stöðu og tækifæri til útivistar. Þá má nefna Tennessee Valley Auth- ority sem er undir beinni stjórn forseta Bandaríkjanna og var sett á stofn til þess að hefta flóð, gera ár skipgengar og til rafmagnsfram- leiðslu í Tennessee og nálægum ríkjum. Á þeirra vegum eru 51 uppistöðulón með margvíslegri að- stöðu til hvers kyns útivistar í alls sjö ríkjum. Það þarf efnahgslegan styrk til þess að sinna umhverfismálum Hvers vegna er ég að draga Bandaríkin svona sterkt inn í þessa umræðu? Fyrir því eru margar ástæður. Fyrir það fyrsta eru þau í fararbroddi varðandi allt skipulag landnýtingar með fjölbreyttar þarf- ir mannsins að leiðarljósi. Þá hefur nokkuð verið vitnað til skipulags þessara mála vestanhafs í íslenskri þjóðmálaumræðu síðustu mánaða, m.a. í nýlegum sjónvarpsþætti en þar kom ýmislegt fram sem orkar tvímælis. Í þessu sambandi tel ég einnig rétt að fram komi að ein af höfuðástæðum fyrir að lítið hefur verið virkjað af vatnsafli þar í landi síðusu 30 ár er að á þeim tíma voru þeir komnir mjög langt í nýt- ingu á hagkvæmstu kostunum. Síðast en ekki síst hafa kynni mín af viðhorfum og vinnu Banda- ríkjamanna á þessu sviði opnað augu mín fyrir því að það þarf efnahagslegan styrk til þess að geta sinnt umhverfismálum á við- unandi hátt. Það þarf ríka þjóð til þess að geta sinnt þessum mála- flokki á þann hátt sem þeir hafa gert og ríkidæmið kemur ekki að sjálfu sér. Það byggist að verulegu leyti á nýtingu auðlinda. Hér liggur hinn eilífi átakapunktur. Það er að finna hið gullna jafnvægi á milli verndar og nýtingar, á milli þarfa og óska um betra líf og hættunnar á varanlegum skaða á viðkvæmu vistkerfi jarðkringlunnar. Kárahnjúkar og Grand Canyon Í umræðu síðustu mánaða hefur oft verið bent á Grand Canyon- þjóðgarðinn sem dæmi um verndun í stað heildstæðrar nýtingar. Þetta er eðlilegt, m.a. með tilliti til þess að þessi þjóðgarður hefur verið í efsta sæti á alþjóðlegum óskalista ferðafólks. Við skulum skoða þetta aðeins nánar. Getur verið að hér sé ekki allt sem sýnist? Eftir að hafa skoðað þetta svæði með staðkunnugum leiðsögumanni er það skólabókardæmi um heild- stæða landnýtingu. Málamiðlun á milli náttúruverndar, auðlindanýt- ingar og ferðamennsku. Þar er allt að finna. Fyrst kemur Hoover- stíflan sem er rekin af Bureau of Reclamation og tekur á móti meira en einni milljón ferðamanna á ári. Uppistöðulón stíflunnar myndar síðan Lake Mead sem er rekið sem fjölsótt útivistarsvæði í umsjá Nat- ional Park Service. Í beinu fram- haldi er síðan hinn eiginlegi Grand Canyon þjóðgarður og síðan tekur við Glen Canyon stíflan með Lake Powell uppistöðulóninu sem einnig er fjölsótt útivistarsvæði. Þannig er Colorado-áin þar sem hún rennur í gegnum þjóðgarðinn virkjuð með jöfnu rennsli árið um kring. Það hefur verið sagt að miklar samlíkingar séu á milli Grand Can- yon-þjóðgarðsins og Colorado- árinnar og Kárahnjúkasvæðisins. Að mínu mati þarf mikið hug- myndaflug til þess að bera Hafra- hvammagljúfur saman við Grand Canyon. Eftir að hafa kynnt mér staðhætti þar vestra finnst mér miklu nær að segja að við stæðum í sömu sporum og þeir ef við vær- um í dag búin að virkja Jökulsá á Fjöllum bæði ofan og neðan við þjóðgarðinn í Jökulsárgljúfrum. Enda er mun nær lagi að segja að þau séu „örútgáfa“ af Grand Canyon. Eins og kunnugt er þá eru engin áform uppi um virkjanir í Jökulsá á Fjöllum og það hefur alla tíð verið mín persónulega skoðun að vatnasvið hennar eigi að vera heildstætt verndarsvæði. Þessi sjónarmið eru þess vegna sett fram til þess að benda á að hér höfum við tækifæri til þess að standa framar Bandaríkjunum hvað varð- ar verndun. Umræða um ósnortin víðerni Ég ætla hér að fara nokkrum orðum um þá umræðu sem hefur verið í gangi hér á landi um ósnortin víðerni. Það er mjög fróð- legt að bera saman ákvæði í banda- rískum lögum og viðhorf þar við það sem hefur verið efst á baugi í íslenskri þjóðmálaumræðu. Ef við lítum fyrst á bandarísku ákvæðin þá byggjast þau á Wilder- ness Act, frá 1964, sem á að tryggja borgurum Bandaríkjanna aðgang að ósnortnum svæðum um ókomna framtíð. Ákvæðin byggjast ekki á stærðarsjónarmiðum sem virðast hafa ráðið ferðinni hér, samanber ákvæðið um 5 kílómetra í næstu manngerðar framkvæmdir, heldur því fyrst og fremst að svæð- ið sé ósnortið og hafi eftir atvikum náttúrufarslega sérstöðu og henti til frumstæðrar útivistar. Ef við tækjum stærðarmörk þeirra upp hér þá eru enn svæði rétt við bæj- ardyr höfuðborgarinnar sem upp- fylla væntanlega allar kröfur hvað þetta varðar. Ef við lítum enn til Bandaríkj- anna með sína ríku hefð í skipulagi hvers kyns verndarsvæða og lítum einangrað á þróun ósnortinna svæða (wilderness) þá eru slík svæði þar orðin um 700 og þekja um 4% af öllu landi. Ef við berum þetta saman við Ísland þá næðum við sama árangri hvað varðar hlutfall af landi með því að fella helming Vatnajökuls undir slík ákvæði. Ef við lítum til annarra svæða á landinu og hvaða möguleikar eru þar sýnir þetta dæmi okkur hvaða gríðarlegu möguleika við eigum miðað við aðrar þjóðir til þess að skapa okkur framtíðarútivist- armöguleika í óbyggðum landsins. Þó svo að við göngum til takmark- aðrar nýtingar á náttúruauðlindum okkar. Málamiðlun byggð á traustum leikreglum Ég set þessar hugleiðingar fram hér vegna þess að framtíðarmögu- leikar orkuvinnslu á Íslandi byggj- ast ekki síður á málamiðlun um landnýtingu en hinum efnahags- legu rökum. Hér er um að ræða sjónarmið sem ég tel að sé nokkuð almennt innan orkugeirans þó svo að þeir sem þar eru í forsvari verði samkvæmt eðli máls að standa fast á sínu innan ramma þeirra leik- reglna sem eru í gildi á hverjum tíma. Ég geri mér einnig ljóst að á mörgum sviðum er verið að vinna gott verk hvað þetta varðar. Í því sambandi má m.a. nefna þær til- lögur um náttúruverndaráætlun sem Umhverfisstofnun hefur sett fram, sem nú verða til umfjöllunar hjá hagsmunaaðilum, og vissulega hljótum við að binda vonir við Rammaáætlunina um nýtingu vatnsafls og jarðvarma þótt ég telji að þar hafi verið færst meira í fang en við verður ráðið í fyrstu umferð. Orku- og landnýting í Bandaríkjunum og á Íslandi Eftir Jóhannes Geir Sigurgeirsson Höfundur er fyrrverandi alþingismaður og formaður stjórnar Landsvirkjunar.                       !  ! "    !      # #$ $ % &$ $ '#$    #  Flott föt Gott verð Hallveigarstíg 1 588 4848 ...símjúkur á brauðið N O N N I O G M A N N I I Y D D A • 6 2 9 0 / S IA                       !      !" ##$# Kæru ættingjar og vinir Innilegar þakkir til ykkar, sem gerðu mér sunnu- daginn 11. maí sl. ógleymanlegan. Sérstakar þakkir til starfsfólks Skálholtsútgáfunnar, til Harðar Áskelssonar og Schola Cantorum og einnig allra þeirra, sem glöddu mig með hlýjum orðum og komu sinni í Hallgrímskirkju þann dag, sumir um langan veg. Ég þakka líka heils- hugar blóm, skeyti, símtöl, kort, gjafir og alla vinnu við undirbúning hátíðarinnar. Guð blessi ykkur öll og launi kærleika ykkar. Lilja Sólveig Kristjánsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.