Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. S ÖGULEG tíðindi gerðust í vikunni, þegar Davíð Oddsson sagðist mundu víkja sem for- sætisráðherra 15. september árið 2004 fyrir Halldóri Ásgrímssyni, formanni Framsókn- arflokksins. Voru þetta í raun meiri stjórn- málatíðindi en þau, að þeim Davíð og Halldóri tókst á rúmri viku að komast að samkomulagi um nýjan stjórn- arsáttmála, sem setur ríkisstjórnarsamstarfi Sjálfstæð- isflokks og Framsóknarflokks rammann næstu fjögur árin. Að flokksformennirnir næðu saman um myndun nýrrar stjórnar og framlengdu þannig átta ára farsælt samstarf flokka sinna um fjögur ár, er vissulega sögu- legur viðburður. Einnig hitt, að Davíð Oddsson leiðir nú stjórnarmyndunarviðræður í fjórða sinn og lýkur þeim með samkomulagi á skömmum tíma. Hvort tveggja fell- ur þó í skuggann fyrir þeirri ákvörðun Davíðs, að boða afsögn sína sem forsætisráðherra. Davíð Oddsson varð forsætisráðherra 30. apríl árið 1991. Í senn er einsdæmi, að sami maður sitji jafnlengi sem forsætisráðherra hér og hann hefur gert, og einnig hitt, að frá því að hann tók við umboði til að mynda stjórn eftir kosningarnar 20. apríl 1991 hefur hann hald- ið því umboði með stuðningi þings og þjóðar eftir þrenn- ar þingkosningar, 1995, 1999 og 2003. Þegar Davíð varð forsætisráðherra, hafði hann ekki verið formaður Sjálfstæðisflokksins nema í fáeinar vik- ur, eða síðan 10. mars 1991. Bauð hann sig þá fram á landsfundi gegn Þorsteini Pálssyni, formanni flokksins, og hafði betur eftir harðan slag og leiddi svo flokkinn síðustu vikurnar fyrir kosningar. Davíð hafði aldrei set- ið á þingi, áður en hann varð forsætisráðherra, og hann hefur aldrei setið á þingi nema sem forsætisráðherra. Er óhætt að segja, að það hljóti að vera einstæð reynsla að kynnast aðeins störfum þingsins úr þeim stóli. Samskipti Davíðs við þingmenn bæði í eigin flokki og í öðrum flokkum eru almennt góð og stjórnarfrumvörp hafa runnið í gegnum þingið, stundum eins og á færi- bandi, í forsætisráðherratíð hans. x x x Í stjórnarsamvinnu Sjálfstæðisflokks og Fra arflokks er ekki fordæmislaust, að samið sé um sóknarmaður sé forsætisráðherra gegn því, að stæðismenn eigi meirihluta ráðherra í ríkisstjó Að vísu skiptir litlu á ríkisstjórnarfundi, hvort r herrar eru fleiri eða færri frá einum stjórnarflo en öðrum, því að þar greiða menn ekki atkvæði stjórn félags eða í nefnd. Ákvarðanir ríkisstjórn eru ekki teknar með atkvæðagreiðslu, enda á h herra stjórnskipulega síðasta orðið á sínu verks Fleiri málaflokkar falla hins vegar almennt í sk flokks, sem á flesta ráðherra, og þar með meiri ábyrgð og vigt. Fyrir 20 árum eða 26. maí 1983 gengu Sjálfst flokkur og Framsóknarflokkur til stjórnarsams var málum þannig háttað, að Geir Hallgrímsson maður Sjálfstæðisflokksins, hafði ekki náð kjör Reykjavík, enda í sjöunda sæti á lista flokksins stæðisflokkurinn hlaut þá 38,7% atkvæða og 23 menn og var talinn sigurvegari kosninganna, þó Geirs brygði skugga á sigurinn. Framsóknarflo tapaði verulega í þessum kosningum, fylgið min 24,9% í 18,5% og þingmönnum fækkaði úr 17 í 1 Geir Hallgrímsson lagði til við þingflokk sjálf ismanna 25. maí 1983, að Sjálfstæðisflokkurinn með forsætið í stjórn með Framsóknarflokknum hann það fram, að staða forsætisráðherra væri bundin við sig. Samkvæmt þeim kosti átti Sjálfs isflokkurinn að hafa fimm ráðherra og sex ráðu Hinn kosturinn var, að Sjálfstæðisflokkurinn h ráðherra og sjö ráðuneyti, en Framsóknarflokk færi með forsæti ríkisstjórnarinnar, hefði fjóra og fimm ráðuneyti. Í grein um Geir Hallgrímss vara árið 1994 segir Davíð Oddsson um það, sem gerðist: „En nú var komið annað hljóð í þingmenn Sjá isflokksins en árið 1974, þegar þeir stóðu framm svipuðum kostum, þá varð Geir forsætisráðher isstjórn sjálfstæðis- og framsóknarmanna. Efti Hallgrímsson hafði vikið af fundi, var gengið til um tillögu hans, og urðu úrslit þau, að 9 þingme VETTVANGUR Söguleg tíðindi við s Eftir Björn Bjarnason H VAÐ má segja um þjóðfélag þar sem verðbólga er minni en að var stefnt og verður undir því markmiði sem stjórnvöld og Seðlabankinn settu sér? Ennfremur að hagvöxtur sé að aukast og verði umtalsvert meiri á næsta ári og því þar næsta. Kaupmátturinn hafi einnig aukist mjög mikið, meira en hjá vel- flestum þjóðum og í lýsingu helstu efna- hagsstofnunar landsins sé talað um að kaupmáttur launa hafi „aukist verulega á undanförnu ári“. Þá sé atvinnuleysi með því minnsta sem þekkist í samkeppnislönd- unum og fari minnkandi. Þess sjái raunar nú þegar stað, því dregið hafi úr nýskrán- ingum á atvinnuleysisskrá. Þá hafi hreinar skuldir ríkissjóðs snarlækkað. Framundan séu síðan stærstu og umsvifamestu fram- kvæmdir sögunnar og að við þær aðstæður hætti menn að hafa áhyggjur af samdrætti en óttist fremur of mikinn vöxt efnahags- lífsins. Þrátt fyrir það, segir í áliti stofn- unarinnar, að jafnvægi verði í þjóð- arbúskapnum, jafnt á þessu ári og því næsta. Veldur hver á heldur Lesendur geta auðvitað kosið sér lýsing- arorðin sem hafa mætti um slíkt mat. En sannarlega er það til vitnis um að hér á landi sé efnahagslífið öflugt og framundan mikil uppbygging, að sjá slíka stað- reyndaupptalningu í Peningamálariti Seðlabankans sem út kom fyrir skemmstu, en þar getur m.a. framangreint að líta. Sá efnahagsárangur, sem óneitanlega hefur orðið, er ekki tilviljun. Hann verður ekki skrifaður á reikning hagstæðari ytri aðstæðna; í þeim efnum hafa skipst á skin og skúrir, eins og gengur. Bættur þjóð- arhagur er afrakstur pólitískrar og efna- hagslegrar stefnumótunar sem hefur skilað þjóðfélagi okkar fram á veginn. Um það má segja að veldur hver á heldur. Það er stundum sagt að oft sé erfiðara að stjórna við góðar efnahagsaðstæður heldur en þegar illa árar. Í góðu árferði eru kröfurnar meiri og ríkari. Menn hafa væntingar og vilja njóta ávaxtanna, eins og skiljanlegt er. Þess vegna skiptir máli hvernig haldið verður á málum á næstu mánuðum og árum. Mótsögnin mikla Það er líka rétt sem Seðlabankinn segir á einum stað í ritinu: „ Ástæða er til að hafa áhyggjur af áhrifum frekari hækkunar raungengis á þessar greinar“ (útflutnings- greinarnar, innsk. mitt EKG). Helsti hættuboðinn í efnahagslífi okkar er einmitt þessi gríðarlega hækkun íslensku krón- unnar, sérs og bandarík en enginn v hjá þeim gr ferðaþjónu um og sterl Í þessu e Sterk staða markaðarin unnar stafa síður erlend Þverstæður gó „Bættur þjóðarhagur er afrakstur pólitískrar og efnahag það má segja að veldur hver á heldur,“ segir greinarhöfu Eftir Einar K. Guðfinnsson HIN GLEYMDU STRÍÐ Undanfarna mánuði og ár hefurheimsbyggðin fylgst náið meðstríðsátökum í Írak, Afganistan og Júgóslavíu fyrrverandi. Hinn almenni borgari hefur látið skýrt í ljós áhyggjur sínar af ástandi í þessum löndum og verið reiðubúinn að fylgjast með gangi mála á átakatímum og jafnvel leggja sitt af mörkum við að koma á friði og aðstoða við endurreisn að loknu stríði. Það er hins vegar athyglisvert að á sama tíma og þessi átök hafa átt sér stað hafa önnur og mannskæðari átök farið fram víða um heim. Má þar nefna stríð í Lýðveldinu Kongó sem staðið hefur frá árinu 1998 og kostað hefur tvær og hálfa milljón manna lífið, borgarastyrjöld í Angóla þar sem hálf milljón manna hefur látið lífið á undanförnum árum, stríð milli Rúanda og Búrúndí hvar hálf milljón mun hafa látist og óöld í Sierra Leone þar sem 50 þúsund manns hafa verið myrt á kaldranalegan hátt. Þessa dagana fylgist umheimurinn með uppbyggingu í Írak að loknu stríði við Bandaríkin og banda- menn þeirra. Þar kemur glöggt fram að allir innviðir samfélagsins eru í molum. Fæstir hér á landi, sem og íbúar annarra friðsælla ríkja, gera sér líklega grein fyr- ir því hve víðtækar og alvarlegar afleið- ingar stríð hefur. Himinháar tölur um dauðsföll, flóttamenn, vannærða, sjúka og særða eru aðeins veik tákn um þá sorg, sársauka, örvæntingu og eymd sem blasir við fjölskyldum og einstaklingum að af- loknum átökum. Í sláandi frásögn Elínar Pálmadóttur blaðamanns sem birtist hér í Morgun- blaðinu um síðustu helgi er ástandinu í Sierra Leone að afloknu tíu ára stríði lýst á áhrifaríkan hátt. Eftir stendur þjóð- félag í rústum, þúsundir aflimaðra ein- staklinga, konur og stúlkur sem hefur verið nauðgað, munaðarlaus börn og for- eldrar sem séð hafa á eftir kornungum börnum sínum í stríðið þar sem þau börð- ust við hlið glæpamanna sem kenndu þeim að drepa. „Þessi börn voru bundin saman og látin bera þungar byrðar, fengnar byssur og látin berjast og drepa. Þeim var misþyrmt og þau kynferðislega misnotuð,“ segir í grein Elínar og fram kemur að um sé að ræða 26 þúsund börn. Þessar staðreyndir frá Sierra Leone bera vott um þær hörmungar sem átt hafa sér stað þar og víðar. Þrátt fyrir það hefur stríðið í Sierra Leone og önnur stríð sem nefnd voru hér að ofan fengið litla athygli á Vesturlöndum. Umfjöllun um þau í fjölmiðlum kemst ekki í hálf- kvisti við þá umfjöllun sem stríðin í Írak, Afganistan eða Kosovo hafa fengið. Vilji heimsbyggðarinnar til að stöðva þau er ekki fyrir hendi. Átökin halda áfram og heimurinn horfir framhjá. Við lestur greinar Elínar Pálmadóttur vakna fjölmargar spurningar um það hvers vegna morð og mannréttindabrot af því tagi sem framin voru í Sierra Leone voru látin viðgangast. Hvers vegna var ekki fjallað um þetta stríð og önnur, sem hér hafa verið upp talin, í vestrænum fjöl- miðlum á jafn öflugan hátt og stríðið í Írak? Hvers vegna brást alþjóðasam- félagið ekki við fyrr og stöðvaði hörmung- arnar? Svör við þessum spurningum eru ekki augljós en sjálfsagt hefur fjarlægð, þjóðerni og hagsmunir áhrif þarna á. Þessi augljósa mismunun og verðmæta- mat á mannslífum lætur engan sem leiðir að því hugann ósnortinn. Það geta nefni- lega allir skynsamir menn verið sammála um að allir jarðarbúar, sama hvaða heimsálfu, landi, kynþætti, aldri, kyni og þjóðfélagshópi þeir tilheyra eiga jafn mikinn rétt á að lifa. VIÐHORFSBREYTING Í SAMSTARFI ATVINNULÍFS OG LISTA Reykjavíkurborg og Flugleiðir, ásamtSamtökum tónskálda og eigenda flutningsréttar (STEFS) og Félags ís- lenskra hljómlistarmanna (FÍH) kynntu í vikunni stofnun sjóðsins „Reykjavík Loftbrú“, en hlutverk hans er að auð- velda framsæknu tónlistarfólki innan allra tónlistarstefna að hasla sér völl er- lendis. Mun sjóðurinn hafa 11 milljónir til úthlutunar á ári, en framlag Reykja- víkurborgar er tvær og hálf milljón, STEF og FÍH leggja fram þrjár millj- ónir og Flugleiðir fimm og hálfa milljón. Það er einstaklega ánægjulegt að þessir þrír aðilar skuli geta sameinað krafta sína í því skyni að vinna að útrás íslenskrar tónlistar, því eins og tónlist- arfólk á borð við Björk Guðmundsdóttur og Sigur Rós hefur sýnt og sannað eru sóknarfærin mörg og geta skilað stór- kostlegum árangri. Heiðurinn er auðvit- að fyrst og fremst listamannanna sjálfra, en ávinningurinn af listsköpun þeirra skilar sér þó með ótvíræðum hætti til þjóðarinnar allrar og stuðlar að því að byggja upp frumlega, kraftmikla og skapandi ímynd gagnvart umheimin- um. En þó þjóðin sameinist í því að eigna sér þessa listamenn og iðulega sé vísað til mikilvægs hlutverks þeirra fyrir heildina, virðist oft vera misbrestur á því að þeim alþjóðlega áhuga sem þeir njóta sé fylgt eftir með markvissu starfi er gefur öðrum íslenskum listamönnum færi á að sigla í kjölfarið – en sjóður á borð við „Reykjavík Loftbrú“ er einmitt vel til þess fallinn. Ekki má gleyma hverju slíkir menningarlegir landvinn- ingar skila þjóðarbúinu til baka, með beinum og óbeinum hætti. Oft er vísað til þess lærdóms er draga mátti af menn- ingarárinu 2000 í því sambandi, en marg- földunaráhrif þess verkefnis í samfélag- inu voru augljós og afhjúpuðu vel þátt menningar í atvinnu- og efnahagslífi. Þrátt fyrir þann lærdóm er sannleik- urinn sá að enn hefur ekki myndast nægilega sterk hefð fyrir samstarfi at- vinnulífs og lista hér á landi miðað við það sem gengur og gerist í nágranna- löndum okkar. Það fé sem atvinnulífið beinir í þennan farveg er talsvert, en svo virðist sem tilhneiging sé til að skil- greina það sem einhliða stuðning frekar en samstarf sem er arðbært fyrir báða aðila. Þau orð sem Guðjón Arngrímsson, talsmaður Flugleiða á ofangreindum fundi, lét falla eru því eftirtektarverð, en þar kvað við ferskan tón í viðhorfum til samstarfs atvinnulífs og lista: „Í gegnum tónlist höfum við komist með Ísland inn í fjölmiðla sem við hefðum annars ekki að- gang að,“ sagði hann og ennfremur að á „endanum snýst þetta um viðskipti en ekki um að vera huggó og indæll við tón- listarmenn. Þetta eru góð viðskipti, það er okkar sýn á þetta samstarf.“ Vonandi má túlka þessi orð Guðjóns sem merki um að hugarfarsbreyting sé að eiga sér stað innan fyrirtækja hvað viðhorf til samstarfs við listamenn varð- ar. Það er afar mikilvægt að stjórnendur fyrirtækja átti sig á þeim viðskiptalega ávinningi sem þau geta haft af slíku sam- starfi og líti ekki á framlög sín sem gjafir eða jafnvel ölmusur, heldur arðbæra fjárfestingu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.