Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Theodór Laxdalvar fæddur á Akureyri 10. maí 1967. Hann varð bráðkvaddur að heimili sínu að Túnsbergi föstudag- inn 16. maí.sl. Foreldrar hans eru hjónin Guðrún Fjóla Helgadóttir frá Grund í Höfða- hverfi og Sveinberg Laxdal bóndi í Túnsbergi á Sval- barðsströnd. Theodór ólst upp í foreldrahúsum í Túnsbergi og dvaldi þar alla tíð. Theodór var næstelstur þriggja systkina, eldri er Líney f. 12. apríl 1966 en yngri bróðir Theodórs er Helgi f. 4. maí 1981. Börn Lín- eyjar eru Guðrún Fjóla f. 1982, Hjördís Lilja f. 1986, Anna Sóley f. 1989, Sveinberg f. 1993, Daníel Smári f. 1995 og Theodór Helgi f. 2001. Theodór lauk grunnskólaprófi 1983. Eftir það starfaði hann við landbúnað eftir því sem heilsa og kraft- ar leyfðu. Hann hafði löngun til frekara náms en heilsa hans leyfði það ekki. Hann var víðlesinn og fróður á mörgum sviðum og aflaði sér sífellt auk- innar þekkingar með sjálfsnámi allt til æviloka. Útför Theodórs verður gerð frá Svalbarðskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14.30. Elsku vinur, misskipt er manns gæðum, örlög þung ýmsir bera, ætíð sýna, æðruleysi hug stóran þó halli undan. Augnaljós innri hlýja, göfug sál góður hugur. Hetju fylgir hjarta einlægt, blíð lund bundin fjötrum. Lokið er lífshlaupi, fallinn er að foldu svanur. Faðmur guðs fullur hlýju, fagnar vini að ferðalokum. (Hákon Aðalsteinsson.) Með sorg í hjarta en þakklæti í huga kveðjum við góðan son. Þú kvaddir þetta líf á þinn hógværa og hljóðláta hátt eins og þú lifðir því. Í gegnum öll þín veikindi og mótlæti stóðst þú eins og klettur og áttir allt- af orku til að hughreysta og gefa af einlægni. Við söknum þín sárt en er sorginni linnir getum við yljað okkur við minningar um ljúfan dreng. Betri sonar getur enginn óskað sér. Vertu nú Guði falinn, elsku drengurinn okkar. Við hittumst aftur. Mamma og pabbi. Elsku litli bróðir. Það er þyngra en tárum taki að vera í þessum spor- um. Síst átti ég von á því að sitja og skrifa minningagrein um þig í dag en oft fara hlutirnir öðruvísi en við ætl- uðum okkur, því miður. Öllum er okkur afmarkaður tími hérna á jörðinni. Hversu langan tíma eða stuttan við fáum veit eng- inn. Og ég leyfi mér að halda að fátt sé eins erfitt og að þurfa að horfast í augu við andlát ástvinar. Þótt við vit- um öll hvert stefnir, þá er áfallið allt- af mikið, og fráfallið ótímabært að okkar mati. Ekkert getur búið okkur undir slíkt. Föstudaginn 16. maí, urðum við fjölskyldan fyrir slíku áfalli, þegar bróðir minn Theodór varð bráð- kvaddur, þá nýlega orðinn 36 ára gamall. Höggið var snöggt, þungt og óvægið og sárindin eru mikil. Tárin sem fallið hafa frá því augnabliki eru fleiri en nokkur getur talið. Hann var öðlingur hann Teddi bróðir minn, ljúfmenni sem vildi engum illt en varð því miður sjálfur illa fyrir barðinu á þeim grimmlynda heimi sem við búum í. Hann var sjúklingur meira eða minna frá barnæsku og sjúkrahúsferðirnar voru margar. Þessu öllu tók hann þó með sinni stóísku ró eins og hans var von og vísa, hann vildi ekki vera baggi á neinum og sjaldan heyrðist hann kvarta þótt oft sæi maður að honum leið ekki vel. Fyrir um fjór- um árum tók sjón hans að hraka mjög og þurfti hann að gangast und- ir ítarlegar læknisrannsóknir og það ekki í fyrsta sinn á ævinni. Í þessum rannsóknum kom í ljós heilaæxli sem var fjarlægt og í framhaldi af því þurfti hann að gangast undir erf- iða geislameðferð sem ég veit að reyndi mikið á hann, bæði líkamlega og andlega. Án efa hafa þá verið margir dagar sem honum leið ekki vel en hann kvartaði ekki frekar þá en á öðrum erfiðum tímum. Hann talaði aldrei um þessi veikindi sín, en án efa hafa þau tekið mikinn toll. Hann vildi bara ekki valda neinu ónæði og eflaust hefur honum fund- ist erfitt að orða þetta við okkur, hann vildi ekki særa neinn. Minning- arnar hrannast upp í huga mínum og af mörgu að taka. Við vorum mjög náin, enda bara tvö systkinin framan af og einungis ár á milli okkar. Þegar Teddi fermdist hafði Helgi litli bróð- ir okkar bæst í hópinn. Teddi elti mig oft hvert sem ég fór og stundum þurfti ég að bíða eftir honum, sér- staklega á leið í skólann, þar sem hann var alltaf svifaseinn og djúpt hugsi. Hann þurfti allt að skoða og stundum gat ég orðið óþolinmóð, einkanlega ef við vorum að verða of sein. Þegar hann var lítill langaði hann til þess að verða fornleifafræð- ingur og pælingar hans voru miklar. Við áttum okkur góðan stað upp í brekkunni ofan við Túnsberg, þar sem moldarbarð eitt mikið var að finna. Þar gátum við legið og mokað. Ekki voru afköst hans mikil að mínu mati og hann var mjög ósáttur við það að finna engar fornleifar. Og þegar hann fór að geta lesið sér til þá voru það honum mikil vonbrigði að engar stórar orustur höfðu verið háðar á Svalbarðsströnd. Og því kannski ekki mikil von að finna forna fjársjóði. En draumurinn var svo sannarlega fyrir hendi. Teddi lét öll- um líða vel í návist sinni, yfirvegaður og rólegur hvað sem á dundi. Hann var hvorki frekur né lét fara mikið fyrir sér og ef hann vanhagaði um eitthvað þá bað hann um það mjög kurteislega. Hann öskraði ekki há- stöfum mamma ef hann vildi biðja mömmu um eitthvað heldur kom æv- inlega „móðir góð“, og svo fylgdi er- indið jafn hæversklega á eftir. Segir það okkur ýmislegt um hans per- sónuleika. Þegar ég kom í heimsókn þá fékk ég ævinlega að heyra „sæl systir góð“ eða „hvað segir þú, systir góð“ og svo fylgdi faðmlag í kjölfar- ið. Þannig tjáði hann okkur tilfinn- ingar sínar. Þegar erfiðleikar steðj- uðu að hjá honum fór hann afsíðis og var ekki að flíka tilfinningum sínum. Hann var fórnarlamb mikillar stríðni strax í barnaskóla og bar hann ekki hönd fyrir höfuð sér. Oft þurfti ég að skerast í leikinn, vernda hann og passa, þegar um þverbak keyrði. En ekki baktalaði hann krakkana sem stóðu að þessu, nei hann bar harma sína í hljóði. Hann hvarf ennþá meira inn í skel sína þegar hann fór í Hrafnagilsskóla þar sem hann lauk grunnskólaprófi. Stríðnin sem hann varð fyrir þar og illkvittnin var með þvílíkum ólík- indum að venjulegt fólk getur ekki ímyndað sér það. Það var ekkert venjulegt einelti. Samdar voru um hann níðvísur og ævinlega verið að pikka eitthvað í hann, og þá sér- staklega út af vaxtarlagi og hvað hann borðaði. Hann hélt sig að mestu inni á herbergi þegar ekki var kennsla og hætti sér ekki í mat fyrr en hann vissi að fáir voru í matsaln- um. En að kvarta, það datt honum ekki í hug, ónei, það var ekki hans stíll. Á Hrafnagili eignaðist Teddi bróðir sinn eina vin, Magnús, sem ættaður er úr Grímsey. Magnús sýndi það og sannaði að hann var traustur vinur og hann hjálpaði Tedda bróður afskaplega mikið. Með honum varð vistin á Hrafnagili bæri- legri þótt hún yrði aldrei góð. Á Magnús miklar þakkir skilið fyrir það. Teddi bróðir var bókhneigður mjög strax í barnæsku og las allt sem hann komst yfir spjaldanna á milli. Hann var sérstaklega góður í landafræði og trúarbrögðum enda bæði búinn að stúdera margar kortabækur að ógleymdum lestri á Biblíunni, Kóraninum og öðrum trúarbrögðum. Það var fátt sem hann hafði ekki áhuga á að fræðast um. Hans helsta áhugamál sl. ár var að safna saman upplýsingum um skip sem höfðu sokkið og átti hann orðið mjög stórt safn. Hann var kominn í samband við aðra slíka safnara víðsvegar um heiminn. Al- veg ótrúlegt sem honum tókst að grafa upp. Þegar farið var til útlanda bað hann ævinlega um að keyptar yrðu handa sér bækur um þetta efni, og varð kampakátur þegar honum barst slíkt nýtt efni í hendurnar. Þar sem þetta var hans stærsta áhuga- mál þá þráði hann að komast utan á söfn til að viða að sér meiri upplýs- ingum. London var þar efst á blaði en þangað hafði hann langað til þess að fara í mörg ár. Einmitt þess vegna var búið að ákveða að fjöl- skyldan færi með honum þangað núna í júní nk. Við systkinin ætluð- um í fyrsta sinn öll að fara til útlanda saman, ásamt foreldrum okkar. Teddi hlakkaði óskaplega mikið til og hann var búinn að gera miklar áætlanir um hvað hann ætlaði að sjá og sýna okkur. Löngum stundum sat hann við tölvuna, bæði við að finna gistingu á heppilegum stað og eins að finna út hvað væri um að vera þarna, á þessum tíma. Og hann var óþrjótandi fróðleiksbrunnur í þeim efnum sem öðrum. Vissi nákvæm- lega hvar yrði best að vera og svo framvegis. En þessi ferð verður ekki farin, Tedda tími var kominn og hann lagði af stað í aðra ferð sem hann snýr ekki aftur úr. Eftir sitjum við sorg- mædd og verðum að láta okkur nægja að ylja okkur við minningar um kæran dreng sem alltof snemma var tekinn frá okkur. Dreng sem var of góðhjartaður fyrir þessa óvægnu tilveru. Hin seinni ár hélt hann sig að mestu heima, hann var ekki mikið fyrir að vera í fjölmenni og ef hann einhverra hluta vegna var staddur innan um marga þá fann hann sér góðan stað einhvers staðar úti í horni og gjarnan með bók eða blað í hendi. Og ef honum var rétt kókglas, þá var hann sæll og þurfti ekki meira. Heima dundaði hann sér við lestur og tölvugrúsk en æ erfiðara varð samt fyrir hann bæði að lesa bækur og sjá á tölvuskjáinn, þar sem sjónin fór enn versnandi. Síðustu ár- in hafði hann gaman af því að taka þátt í að tengja saman tölvur og spila ýmsa tölvuleiki, bæði heima í Túns- bergi og annars staðar.Vinir Helga bróður höfðu hann með í sínum hópi, og Teddi bróðir var hrókur alls fagn- aðar. Í þessum hópi fann hann fyrir öryggi og að hann væri jafningi þeirra. Þá leið honum vel. Kettirnir hans eru kafli út af fyrir sig, en hann átti alltaf kött. Þeir hændust fljótt að honum og vildu helst sofa upp í hjá honum. Margar mýs fékk hann að gjöf, bæði dauðar og lifandi, frá þessum ferfættu vin- um sínum. Honum var mjög illa við að fá þær lifandi inn í herbergi en ekki sigaði hann köttunum á mýsn- ar, heldur freistaði þess að koma þeim heilum og lifandi út því hann mátti ekkert aumt sjá. Yngsti kött- urinn hans, Carlos að nafni, hefur undanfarna daga leitað hans um allt húsið og svefnstaður hans núna er fatastaflinn hans Tedda. Nafnið fékk Carlos vegna „hryðjuverka“ sinna sem kettlingur, en hann hrinti niður blómapottum og gerði allskyns skammir af sér. Og Tedda fannst þetta nafn við hæfi. Carlos slasaðist mikið fyrir nokkrum árum þegar hann lærbrotnaði. Teddi var bugað- ur þá, en hann vildi ekki láta svæfa hann heldur freista þess að bjarga honum, þótt það útheimti þónokkur fjárútlát. Lífi kattarins var bjargað og Teddi ljómaði eins og sól. Á með- an Carlos greyið var með spelkuna, þá bar Teddi hann um allt hús og gerði allt til þess að láta honum líða sem best. Keypti handa honum uppáhalds kattamatinn hans og sinnti honum alveg einstaklega vel. Má með sanni segja að Carlos hafi verið barnið hans, svo vel fór hann með hann. Teddi eignaðist ekki börn, en börnin mín fóru ekki var- hluta af gæsku hans og umburðar- lyndi. Fyrir tveimur árum lét ég skíra yngsta son minn Theodór Helga í höfuðið á bræðrum mínum Tedda og Helga yngri bróður okkar. Ég veit að Teddi var mjög upp með sér, þótt ekki talaði hann mikið um það. Sínum tilfinningum hélt hann út af fyrir sig en maður vissi þó hvort honum líkaði eða mislíkaði. Dagurinn í dag átti að vera gleði- dagur, þar sem ég næði langþráðu takmarki, því í dag set ég upp stúd- entshúfuna, elsku litli bróðir, eftir langa skólagöngu í Verkmenntaskól- anum á Akureyri. Og mamma á fimm ára stúdentsafmæli í dag. En þetta fór öðruvísi en við ætluðum. Ég hef ekki tölu á þeim stundum sem þú hjálpaðir mér með ýmis verkefni, þar sem ég átti ekki tölvu lengst af. Þess vegna kýs ég að líta svo á, að takmarki okkar beggja sé náð. Þetta er húfan okkar beggja. Hjartans þakkir fyrir alla aðstoðina, elsku litli bróðir, þú átt stóran þátt í þessu þar sem þú vissir svo ótrúlega margt og lást ekki á liði þínu ef það var eitthvað sem þú gast gert til þess að aðstoða. Hvað gerum við nú án þín? Þú varst alfræðiorðabókin okk- ar. Þú hafðir alltaf svar á reiðum höndum og ef þú vissir ekki eitthvað þá gastu bent okkur á hvar við gæt- um fundið það. Ég veit þú hefðir ekki viljað að ég breytti mínum áætlunum neitt í sambandi við daginn í dag, en það er erfitt að vera glaður í bragði í dag. Ég sakna þín mikið og hefði svo sannarlega kosið að hafa þig við hlið mér í dag en í stað þess þarf ég að kveðja þig. Og það er mjög erfitt. Ég vil þakka þér allar okkar góðu stundir. Minninguna um þig geymi ég í hjarta mínu. Ég vona að þér líði núna vel þar sem þú ert. Að þú sért laus við höfuðverkinn sem þjáði þig svo lengi og hafir fengið ný tækifæri til þess að gera það sem þér öðlaðist hvorki tími né heilsa til þess að fram- kvæma í þessu jarðlífi. Ég er þakklát fyrir að hafa átt slíkan bróður og kveð þig að sinni. En við hittumst aftur og þá verða fagnaðarfundir. Þín systir Líney. Bróðir minn er dáinn. Teddi, elsku hjartans stóri bróðir minn, er dáinn. Sannleikurinn síast hægt og erfið- lega inn í vitundina. Þú varst svo stór partur af fjölskyldu okkar, þó það færi lítið fyrir þér í amstri dags- ins, þá varstu alltaf til staðar – og það fyrir okkur öll. Tárin eru orðin mörg og verða fleiri, og skrefin eru ógurlega þung – þó ég viti, að það hefðirðu ekki viljað. Það sakna þín allir – og sakna þín sárt. Ég mun aldrei hætta að sakna þín, Teddi minn. Aldrei. Bróðir minn er dáinn. Skarðið er stórt, enda varstu stór maður til að geta rúmað svo stórt hjarta. Ávallt var óeigingirni þér efst í hug, hvort sem það sneri að fjölskyldu, vinum eða öðrum sam- ferðamönnum í lífi þínu. Þú tókst alltaf upp hanskann fyrir lítilmagn- ann og varðir hann af eldmóði og þeirri sannfæringu að í öllum mönn- um væri eitthvað gott að finna. Þú varst mannvinur – þó þú hefðir ekki mikla ástæðu til, eins og heimurinn lék þig. Sú grimmd sem þú varðst fyrir sem barn og unglingur í skóla- göngu þinni – en samt fannst í þér sú manngæska að fyrirgefa þeim. En samt vissi ég að sárin voru mörg og ristu djúpt, og sum þeirra greru aldrei. En þú barst harma þína í hljóði, ljúfi bróðir minn. Og þú fyr- irgafst þeim, því að í þér fannst ekki hatur né illvilji í garð nokkurs manns. Þú varst sannkristinn, lofað- ir og baðst til þíns Guðs í hljóði og í einrúmi. Ég hef alltaf átt erfitt með að trúa, Teddi minn, og erfiðar með að fyrirgefa. Minn missir í þér mun sjálfsagt gera það erfiðara – en fyrir þig, fyrir þig skal ég svo sannarlega reyna. Bróðir minn er dáinn. Ég man það eins og það hefði gerst í gær, þegar þú fórst með mig upp í fjárhús þegar ég var bara polli að líta eitthvað eftir með kindunum. Í einni krónni var mannýgur hrútur, og eitthvað álpuðumst við þar inn í króna. Hrúturinn ætlaði að stanga niður þetta litla peð sem var við hlið þér. Í augum ungs pilts var þetta ógnarstór, fnæsandi skepna, sem stappaði niður fótum, setur undir sig hausinn og rennir á okkur. Þá tókst þú í öxlina á mér þegjandi og hljóða- laust, og ýttir mér aftur fyrir þig. Þú tókst höggið af fullu afli í magann, og stundir við, en sagðir ekki neitt. Þú hefur sjálfsagt verið blár og marinn í mánuð, og helaumur eftir því – en ég man ekki eftir því að hafa heyrt þig kvarta. Svona verndaðir þú fjöl- skyldu þína, án stórra orða, án vænt- ingar um umbun. Af skilyrðislausri ást. Bróðir minn er ekki dáinn. Þú varst alltaf hetjan mín. Jafnvel þótt þú vissir það ekki, þá tók ég þig mér til fyrirmyndar. Ég vildi líkjast stóra bróður, sem vissi allt mögulegt og var svo góður og ljúfur, bæði við menn og málleysingja. Ég áttaði mig ekki á þessu fyrr en nú nýverið, en það er samt satt, að þín vegna kaus ég þá braut að læra og efla hug og sál, frekar en veraldlegri vegi. Mér þykir vænt um þá þekkingu og þau fræði sem skildir eftir í minni mér, vænna þó um þá visku sem þú skildir eftir í sál minni, en vænst – vænst af öllu þykir mér um minningu þína í hjarta mér, öll mín löngu ár og þungu skref til minna leiðarloka. Bróðir minn lifir – hann lifir með mér, foreldrum okkar og systur minni, vinum sínum og öllum þeim sem gáfu sér tíma til að kynnast ein- um ljúfasta dreng sem um getur. Helgi. THEODÓR LAXDAL  Fleiri minningargreinar um Theodór Laxdal bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Sérfræðingar í blómaskreytingum við öll tækifæri Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 551 9090. Erfisdrykkjur Persónuleg þjónusta fagmanna Breiðholtsbakarí V e i s l u þ j ó n u s t a Drafnarfel l i – s ími 557 4513
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.