Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 39 ✝ Ester Hjálmars-dóttir Hansen var fædd á Bjargi við Bakkafjörð hinn 19. júní 1922. Hún lést í sjúkrahúsi Vestmannaeyja að kveldi dags 14. maí síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigríður Sigurðar- dóttir, f. 21. septem- ber 1896 að Hólmum við Reyðarfjörð, d. 4. maí 1993, og Hjálmar Friðriks- son, f. 24. desember 1891 á Grímsstöðum í Þistilfirði, d. 20. mars 1964. Þau bjuggu all- an sinn búskap á Bjargi. Önnur börn þeirra eru Hjálmar Sigurð- ur, f. 20. október 1927, og Bryn- hildur, f. 12. nóvember 1932. Hinn 5. júní 1941 giftust Ester og Jógvan Hansen, f. 26. júní 1915 frá Fuglafirði í Færeyjum. Þau eignuðust sjö börn. Þau eru: 1) Ingólfur, f. 11.8. 1941, maki María Björk Eiðsdóttir, f. 3.5. 1940, d. 10.2. 2000. Þeirra börn: a. Reynir Harðarson, sem hún átti fyrir, hann á Freyju, Hall, og Björk. b. Ester Birna, c. Val- gerður Ósk. 2) Sonja, f. 25.1. 1944, maki Þórður H. Ólafsson, f. 5.1. 1937. Þeirra börn: a. Jór- unn Elva sem hann átti fyrir. Hún á Klöru, Mörtu og Gauta. b. Styrmir, og c. Guð- rún. 3) Sædís, f. 25.9. 1946, maki Svein Raastad, f. 24.12. 1945. Þeirra börn: a. Kristín og b. Leó. 4. Vigdís, f. 24.9. 1951, maki Matthías Nóason, f. 25.11. 1947. Þeirra börn: a. Eðvarð, b. Birkir Freyr, c. Kristín Ósk. 5) Ágústína, f. 30.12. 1954, maki Jóhann S. Andrésson, f. 23.5. 1953. Þeirra börn: a. Ester sem á Thelmu, b. Andrea og c. Jóhanna Ósk. 6. Sigríður Petra, f. 20.5. 1959, maki Magnús Kr. Kristleifsson. f. 27.12. 1957. Þeirra börn: a. Magnús Kristleifur sem á Magn- ús Kristleif, b. Ingveldur sem á Alexander og c. Jón Jakob. 7) Hans Hjálmar, f. 7.1. 1961, maki Sigurborg Birgisdóttir, f. 2.8. 1963. Þeirra börn: a. Birgir Jak- ob, b. Karólína og c. Ester. Ásamt rekstri á stóru og gest- kvæmu heimili starfaði Ester hjá Vestmanneyjabæ á leikskólanum Sóla í tæp 30 ár og þar af sem forstöðukona frá 1973-1991. Útför Esterar verður gerð frá Landakirkju Vestmannaeyjum í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Fallin er frá ein ágætasta kona sem ég hef kynnst, tengdamóðir mín, Ester Hjálmarsdóttir Han- sen, kona sem var einstaklega lif- andi, gefandi og skemmtileg. Ég kveð þessa afbragðskonu með mikinn söknuð í huga. Hún var einstklega vel af Guði gerð, heilsteypt, huguð og greind. Að vera í návist hennar var munaður sem ég hefði síst viljað missa af. Hér á við hið fornkveðna að oft skiptast á skin og skúrir því fyrir tæpu ári hélt hún upp á áttræð- isafmæli sitt með börnum og venslafólki af mikilli reisn og gleð- skap. Þá var hún lifandi, glöð og kát en nú tæpu ári síðar fallin frá og vonandi liggur leið hennar til nýrra stranda. Hjónaband Jógvans og Esterar var eitt besta hjónaband sem ég hef kynnst, gangkvæm virðing og væntumþykja sem oft var látin í ljós, meðal annars á áttræðisaf- mælinu þegar Jógvan flutti til hennar ljóð sem var einstaklega fallegt og ljúft. Við Sonja fórum nokkrar ferðir saman með þeim, meðal annars til Færeyja sumarið 1980 og gistum þá hjá ættingjum, við Sonja hjá Valborgu og Eiliv, afa og ömmu Eivörar söngkonu sem er að gera garðinn frægan víða um lönd og Ester og Jógvan hjá Klamund og Lúffu, en Klamund var bróðir Jógvans. Far- ið var vítt og breitt um eyjarnar eins og kostur var og ættingjar Jógvans heimsóttir. Er það ein eftirminnilegasta ferð sem ég hef farið. Færeyingar eru einstaklega góðir heim að sækja og halda við gömlum gildum. Einnig fórum við sumarið 1990 til Færeyja og Nor- egs með Norrænu í fermingar- veislu Kristínar, barnabarns þeirra, og var sú ferð sömuleiðis einstaklega skemmtileg og gef- andi, bæði að kynnast ljúfu við- móti Norðmanna og hinu hrífandi landi sem þeir eiga. Einnig voru ófáar ferðir farnar á Bakkafjörð þar sem þau hjónin höfðu reist sér sumarbústað ásamt Vigdísi og Matthíasi, tengdasyni sínum. Bakkafjörður var í þeirra augum himnaríki á jörð enda höfðu þau kynnst þar ung og átt sín bestu ár saman. Síðustu dagana skiptust börn hennar á að vaka yfir henni allan sólarhringinn. Sædís dóttir hennar greip með sér ljóðabók Davíðs Stefánssonar nokkrum dögum fyr- ir andlátið og las fyrir hana kvæði Davíðs en Davíð hafði verið í miklu uppáhaldi hjá henni. Hún virtist skynja innihald kvæðanna og gaf það til kynna með athugasemdum. Daginn áður en hún kvaddi heimsótti ég hana á sjúkrahúsið og í smástund bráði af henni, hún leit blíðlega til mín og sagði að þetta væri alveg ljómandi, þetta væri allt í lagi. Það var það síðasta sem ég heyrði til hennar. Þetta eru aðeins nokkur þakklætisorð til tengdamóður minnar sem ég mun ávallt verða stoltur af að hafa átt. Blessuð sé minning hennar. Þórður Ólafsson. Umhyggja, kærleikur, ljúf- mennska, alúð og orð í þessa veruna leika um hugann þegar ferskar minningar af kynnum mín- um af tengdamóður minni eru ann- ars vegar. Merking þessara orða er huglæg, því hver og einn skapar sér sína mælistiku þar sem hlutföll eru að breytast allt æviskeiðið. Ég trúi því að fólkið sem við umgöng- umst hvað mest eigi stóran þátt í að móta merkingarstikuna, mis- miklir áhrifavaldar þó, sumir hafa lítil aðrir mikil áhrif eftir atvikum. Að bera með sér kærleika í öllu fasi og gerðum var Ester afskap- lega eðlilegt. Elsku og alúð virtist hún eiga í óendanlega stórum brunni sem hún sparaði á engan hátt. Um langt skeið meðfram stóru heimili starfaði hún við barna- heimilið Sóla við Ásaveginn og fór það henni afar vel. Börn hændust að henni og undu sér vel þar sem hún var því hún varð strax við fyrstu kynni þeirra einlægi vinur. Í yfir þrjátíu ár varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að kynnast Ester, sem eitt af sjö tengdabörn- um hennar og Jögvans Hansen, og því nánast eins og eitt af hús- gögnum heimilisins. Og lífið var henni ein gleðistund sama á hverju gekk, ekkert fékk henni raskað þótt erillinn væri oft og tíðum með ólíkindum á hennar stóra heimili. Allur sá gestaflaumur sem flætt hefur gegnum eldhúsið hennar er mikill og pönnukökurnar ljúfu og góðu gætu klætt hálft landið. Sveitungar og vertíðarfólk að aust- an, færeyskir sjómenn, vinir og ættingjar Jögvans frá Færeyjum, nágrannarnir svo og allir krakk- arnir og þeirra vinir og kunningjar voru þeir er skópu meðal annars stemmninguna í eldhúsinu. Hljóð- færaleikur, þá gjarna harmoniku- leikur, söngur og gleði var á tíðum viðhaft og það er vart algengt í dag að bændur syngi og spili frumsamið fyrir elskuna sína í eld- húsinu en þannig var nú það á stundum við Breiðabliksveginn í þá daga. Minningar og sögubrot voru oft á vörum þeirra hjóna þegar svo bar undir og af mörgu var að taka. Viðburðarík ævi á vel við um ævi- skeið Esterar og Jögvans, ævin- týrablæ bregður fyrir á köflum þegar sagðar voru sögur frá stríðsárunum, dvölinni í Færeyj- um, lífinu á Bakkafirði og fyrstu árunum í Eyjum. Sem dóttir, móð- ir, eiginkona og systir sjómanna og útgerðarmanna liðu margar andvökunæturnar þar sem beðið var hvort komið yrði að landi eður ei og bænir beðnar í hljóði. Hún hafði á orði einhverju sinni að á slíkum stundum hafi hún þó oftast verið nokkuð róleg því eitthvað í undirvitund hennar segði að allt færi vel. Það varð og raunin, eng- an nákominn ættingja missti hún í hafið sem því miður var alltof al- gengt fyrr á árum. Börn þeirra hjóna uxu úr grasi heilbrigð og hraust og lifa móður sína. Nú er komið að kaflaskilum í lífi okkar sem vorum svo lánsöm að fá að kynnast Ester, því hún er horf- in á braut. Tómarúm fylgir í kjöl- farið, djúpur söknuður og tár munu falla af hvörmum þegar við oft hugsum til hennar um langa hríð. En eitt er morgunljóst, að ef fyrir handan fyrirfinnast fagrir staðir og bjartir getum við brosað gegnum tárin því þar sem þeir eru fegurstir sjáum við hana. Matthías Nóason. Ég kynntist Ester fyrir um það bil 17 árum. Þá var ég nýbúin að eignast son með syni hennar. Al- veg frá fyrsta degi tókst mikill vinskapur með okkur og aldrei bar skugga á hann. Hún var einstök kona og kenndi mér margt í gegn- um tíðina. Ótrúlegur dugnaður hennar, hún sá um garðinn sinn, sló og gerði allt sem þurfti. Dyr hennar stóðu alltaf opnar, hér áð- ur fyrr þegar alltaf var fullt hús af sjómönnum bæði á Bakkafirði og hér í Eyjum. Aldrei kvartaði hún þó að hún hefði mikið að gera. Hún vildi hafa alla hjá sér, vini barna sinna líka og oft sagði hún við mig að heimili okkar Hassa minnti sig á sitt í gamla daga, allt- af fullt hús og allir velkomnir að gista. Það eru ófáar ferðirnar sem við höfum farið með krakkana til Vestmannaeyja til að heimsækja ömmu Ester og afa Jogvan. Oftar en ekki tók hún á móti okkur með ilmandi pönnukökur og enginn gerði eins góðar og hún. Hún hafði mikla þolinmæði gagnvart börnum enda hafði hún unnið í mörg ár á leikskólum. Við fórum oft í göngu- túra þegar ég kom hingað til Eyja og það hafa ansi margir heilsað henni sem ömmu Ester en það er hún og verður í huga margra. Hún naut þess að spila við barnabörnin og hafði alltaf tíma fyrir þau. Henni fannst gaman að fá fréttir af fólkinu sínu sem ekki bjó í Vest- mannaeyjum og í gegnum árin hef ég alltaf skrifað nokkrar línur til þeirra í tölvupósti og alltaf höfðu þau jafn gaman af því. Hún hafði yndi af því að ferðast og talaði oft um það að hún sæi eftir því að hafa ekki gert meira af því. Sagði oft að Hassi hefði fengið landafræðiáhugann frá henni. Hún naut þess að dveljast á Bakkafirði yfir sumarið og höfðum við talað um að fara þangað þegar ég væri komin í sumarfrí. Það verður víst ekki að þessu sinni. Missir tengda- föður míns er mikill, þau voru búin að vera saman í 64 ár. Það var yndislegt að sjá svo mikla hlýju og ást á milli hjóna sem höfðu verið saman í allan þennan tíma. Alltaf var hún jákvæð og reyndi að sjá björtu hliðarnar, jafnvel þegar hún var orðin mikið veik í vetur, kom suður til læknis og dvaldi hjá okkur. Þá sagði hún alltaf: Þetta fer að koma, hún ætl- aði ekki að gefast upp, það var ekki að hennar skapi. Ég er þakk- lát fyrir þær stundir sem mamma mín sat hjá henni í vetur og þær spjölluðu saman. Þessar stundir gáfu þeim báðum mikið. Þegar Ester var komin á sjúkrahúsið í Vestmannaeyjum var vel hugsað um hana af yndislegu starfsfólki. Það var ekki hennar stíll að láta aðra hugsa um sig en þarna varð hún að gefa sig. Ég kveð yndislega tengdamóður mína með mikilli virðingu og þökk fyrir allt. Sigurborg Birgisdóttir. Elsku mamma og tengda- mamma. Takk fyrir öll yndislegu árin sem þú gafst okkur. Við kveðjum þig með miklum söknuði. „Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum. Hugsið ekki um dauðann með harmi og ótta. Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar tár snertir mig og kvelur, en þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóss- ins.“ (Höf. ók.) Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég tek þátt í gleði ykkar. Sigríður Petra Hansen og Magnús Kristleifsson. Að fá að vera í pössun hjá ömmu og afa í æsku minni var toppurinn á tilverunni. Hvort sem maður vildi þekja stofugólfið með legó- kubbum, spila handbolta niðri á gangi, glamra á píanóið, fá að fara í trommusettið hjá Hassa frænda eða busla í baðkarinu eins lengi og mann langaði til, þá voru allir möguleikar fyrir hendi. Amma var bara í eldhúsinu sönglandi yfir fiskinum og afi að leggja kabal og hlusta á veðurfregnirnar. Eftir matinn var svo vestri í sjónvarpinu og afi las textann upphátt fyrir ömmu sem var þá þegar sofnuð en ég var iðulega í sófanum fyrir aft- an með kókómalt og kex. Morgnarnir voru ekki síðri; full súpuskál af jarðarberjajógúrt, ristaðbrauð með banana, morgun- leikfimi í útvarpinu og afi í þann mund að fara niður að binda inn. Eftir hádegi var svo farið í Geysi að kaupa inn og fékk ég þar að velja mér íspinna. Gestirnir komu um kaffileytið og bakaði þá amma pönnukökur og hellti uppá könn- una og kisurnar fengu afganginn af fiskinum og smá mjólkursopa í skál úti á stétt svo að enginn yrði nú skilinn útundan. Allir gátu verið í essinu sínu á Breiðabliksvegi ef svo bar undir og hið ólíklegasta fólk gat leyst frá skjóðunni og sagt frá raunum sín- um sem oftar en ekki endaði með hlátrasköllum fram eftir degi og þegar mamma og pabbi komu til að sækja mig langaði mig sko ekki að fara heim. Þetta er ekki bara mín reynsla heldur allra barnabarnanna þeirra sem voru og eru enn að alast upp í Eyjum. Ófáir litlir snáðar hafa lognast útaf með sveittan skallann í sófanum hjá henni ömmu sinni eftir mikið fjör og hamagang í gegnum tíðina svo ég tali nú ekki um jólin og áramótin; fullt hús af fólki, stofuborðið hlaðið mat og all- ir sem einn hreinlega í sæluvímu fram undir morgun. Seinna varð ég svo þeirrar ánægju aðnjótandi að róa með afa á trillunni austur á Bakkafirði nokkur sumur þar sem amma sá til þess að við færum ekki svangir á miðin né yrðum svangir á meðan á skakinu stóð og þegar löndun var lokið steikti hún eina af skepn- unum sem við bárum í hlað. Hvar sem ég bregð niður í minningum mínum um hana Ester ömmu eiga þær það allar sameig- inlegt að vera umvafðar hlýju og gleði og svo eindæma atorkusemi að það hálfa væri nóg. Þótt ævi hennar hér sé nú lokið eigum við, sem vorum svo lánsöm að þekkja hana og eiga að, enn eftir að læra af henni og vitna í svo lengi sem við drögum andann. Takk fyrir að vera mér svo góð alla tíð, amma mín, að fá að vera í umsjá manneskju eins og þér voru hrein forréttindi. Birkir Freyr. Ég man fyrst eftir að hafa þurft að kljást við önnur börn á barna- heimilinu Sóla um það eitt, að Est- er væri bara amma mín en ekki allra barnanna á Sóla og þótti mér illa að mér vegið því það var feng- ur í þessari ömmu. Hún passaði mig mikið á þessum árum og eru minningarnar allar góðar, og geri aðrir betur. Það voru margar spurningarnar sem ég fékk svör við af hennar vörum og hún gaf mér heilræði sem nýtast mér enn í dag. Amma var hlý og góð og ég held í alvöru að hún hafi verið ófær um að hugsa illa í garð ann- arrar manneskju. Þegar ég óx úr grasi og gátur lífsins að mér fannst þyngdust var amma alltaf til staðar til að gera mér grein fyrir því hversu einfalt þetta er í rauninni allt saman og ég vona svo innilega að einhvern tímann eigi ég eftir að öðlast eins mikla víðsýni og umburðarlyndi sem ömmu minni var í eðli lagt. Hún var yndisleg. Ef til er himna- ríki fer hún þangað. Vertu sæl, amma. Eðvarð Matthíasson. Í dag kveðjum við í hinsta sinn okkar heittelskuðu ömmu. Okkur langar að skrifa nokkur orð til Esterar ömmu, en hún lést í sjúkrahúsinu í Vestmannaeyjum 14. maí. Ester amma, þú varst búin að þrauka af mikil veikindi, en samt er eins og við séum aldrei viðbúin þegar kallið kemur. Söknuðurinn er sár og þú átt hug okkar allan. Það var alltaf svo gott að koma til þín á Breiðabliksveginn, þú faðmaðir okkur innilega að þér og vildir ávallt fá fréttir af öllum. Þú settir fjölskylduna framar öllu. Margs er að minnast, t.d þegar við sátum við eldhúsborðið eða í sófanum og töluðum um okkar hjartans mál á meðan hrærðir þú í og bakaðir heimsins bestu pönnu- kökur. Skrítið er til þess að hugsa að fá þær aldrei aftur. Svo eru það litlu sólargeislarnir þínir, þeir Alexander og Magnús. „Amma gamla“ eins og þeir köll- uðu þig alltaf. Þú prjónaðir á litlu fæturna þeirra og talaðir um að þeir færðu líf í húsið þitt. Við elskum þig, amma. Megi Guð vera með þér. Við viljum þakka öll árin sem við fengum að eiga saman. Sá tími er dýrmætur og minningarnar um þig munu lifa í hjarta okkar. Nú hefur þú lagst til svefns og við bjóðum þér góða nótt. Kristleifur, Hildur og Magnús Kristleifur; Inga, Emil og Alexander; Jón Jakob. Elsku amma mín. Þú gerðir allt gott, með brosi og hlýju. Þú gafst okkur stolt okkar aftur. Tárin þau renna og kinnarnar brenna, hjartað það slær og þú enn hlærð. Tilfinningin segir mér að dauð- inn sé ekki það versta. Augnablikin sem ég átti með þér eru það besta. Ingveldur Magnúsdóttir. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur af skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Birgir Jakob Hansen. ESTER HJÁLMARSDÓTTIR HANSEN  Fleiri minningargreinar um Est- er Hjálmarsdóttur Hansen bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.