Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 41
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 41 ✝ Sigríður Árna-dóttir fæddist á Atlastöðum í Svarf- aðardal 22. maí 1917. Hún lést á Heilbrigðisstofnun- inni á Sauðárkróki að kvöldi 4. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Árnason, f. 18.6. 1892 á Atlastöðum í Svarfaðardal, d. 4.12. 1962, og kona hans Rannveig Rögnvaldsdóttir, f. 8.10. 1894 á Skeggs- stöðum í Svarfaðardal, d. 14.7. 1989. Sigríður átti sex systkini, þau eru: Anna Árnadóttir, f. 26.1. 1919, d. 12.10. 1980; Rögnvaldur Árnason, f. 16.3. 1920; Sigurlína Árnadóttir, f. 26.4. 1922; Ragn- hildur Árnadóttir, f. 5.11. 1923; Ísak Árni Árnason, f. 23.5. 1925; og Trausti Helgi Árnason, f. 21.5. 1929. Sigríður giftist 7. maí 1940 Ingunn Jónsdóttir. b) Ragnar Kjærnested, f. 31.3. 1970, eðlis- fræðingur í Reykjavík. Kona Ragnars er Guðrún Rósa Þór- steinsdóttir. Sonur þeirra er Ás- mundur Smári, f. 30.5. 1999. Rannveig er gift Alois Raschhof- er. Börn þeirra: a) Róbert Jón, f. 23.2. 1966, verkfræðingur í Aust- urríki. Kona Róberts Jóns er Margarete Schrems. Synir þeirra eru Jakob Jón, f. 12.10. 1998, og Matthías Kjartan, f. 7.2. 2000. b) Birgit, f. 19.5. 1968, BSc í hót- elstjórnun, búsett í Reykjavík. Maður Birgit er Jóhann Pétur Guðvarðarson. Sigríður fluttist með fjölskyldu sinni í Syðri-Hofdali í Skagafirði árið 1936. Þau Jón stofnuðu heim- ili á Syðri-Hofdölum árið 1940 en fluttu til Sauðárkróks árið 1946 þar sem þau bjuggu síðan. Sigríð- ur lærði fatasaum og ásamt heim- ilisstörfum vann hún við sauma- skap fram á síðustu stund. Í nokkur ár var hún verslunarstjóri í útibúi Hagkaups á Sauðárkróki en stofnaði síðar eigin sauma- stofu sem hún rak í mörg ár. Útför Sigríðar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Jóni Hjaltdal Jó- hannssyni, f. 24.6. 1911 á Hofi í Hjalta- dal, d. 18.3. 1999. Foreldrar Jóns voru Jóhann Guðmunds- son, f. 24.10. 1876, d. 31.7. 1940, og kona hans Birgitta Guð- mundsdóttir, f. 1.3. 1881, d. 20.12. 1966. Jón og Sigríður eign- uðust fjögur börn, sem eru: 1) Ásmund- ur, f. 7.3. 1940, menntaskólakennari á Akureyri. 2) Rann- veig, f. 4.9. 1941, hjúkrunarfræð- ingur í Reykjavík. 3) Jóhanna Birgitta, f. 22.8. 1950, d. 25.2.1955. 4) Árni, f. 5.11. 1957, d. 19.11. 2000, bifvélavirkjameistari á Sauðárkróki. Ásmundur er kvæntur Ragnheiði Kjærnested. Börn þeirra: a) Jón Hjalti, f. 21.12. 1968, verkfræðingur í Reykjavík. Kona Jóns Hjalta er Tengdamóðir mín var Svarfdæl- ingur, frá Atlastöðum, sem er fremsti bærinn í dalnum. Hún var elst í stórum systkinahópi og ólst upp í stórfjölskyldu þar sem afi og ömmur voru einnig til heimilis. Föð- uramma Sigríðar lá í rúminu í 30 ár og var hjúkrað heima, aðallega af tengdadóttur hennar, Rannveigu, móður Sigríðar. Fjölskyldan tók sig upp og flutti til Skagafjarðar að Syðri-Hofdölum vorið 1936, þegar Sigríður var 19 ára. Farið var yfir Heljardalsheiðina en þessi leið var fjölfarinn fjallvegur fyrri hluta síð- ustu aldar. Anna Björnsdóttir, amma Sigríðar, var borin á börum yfir heiðina og báru hana átta menn, tveir og tveir til skiptis. Ekki er vitað til að slíkur flutningur hafi farið um heiðina í annað skipti. Fyrir tæpum tólf árum gengum við hjónin ásamt þeim Jóni og Sig- ríði yfir Heljardalsheiðina, eða þann 21. ágúst 1991, skömmu eftir áttræðisafmæli Jóns. ,,Það hafa margir sagt við mig, hvað maður á níræðisaldri sé eiginlega að asnast þetta,“ sagði Jón í blaðaviðtali eftir gönguferðina. Ferðin tók liðlega fjóra tíma og alhvítt var á heiðinni og bleytuhríð, en er komið var nið- ur í Svarfaðardalinn tók við úrhell- isrigning. Þá var gott að koma til þeirra Lenu og Jóhanns á Atlastöð- um og fá heitt kaffi og kræsingar. Jón fór oft yfir Heljardalsheiðina á sínum yngri árum, en hafði ekki gengið hana síðan 1943 og Sigríður hafði síðast farið þar yfir 1936. Sigríður og Jón voru höfðingjar heim að sækja. Sigríður var afar fé- lagslynd og fólk kom í heimsókn á öllum tímum. Það er tómlegt að koma á Skagfirðingabrautina núna og mikil hafa umskiptin orðið á síð- ustu fjórum árum. Síðustu ár hafa áreiðanlega verið Sigríði erfið þótt hún tæki áföllum lífsins af miklu æðruleysi. Jón lést árið 1999 eftir veikindi en erfiðast var að missa Árna, yngsta barnið, sem varð bráðkvaddur í nóvember- mánuði árið 2000 aðeins 43ja ára gamall. Árni hafði verið henni stoð og stytta, ekki síst í veikindum Jóns. Árið 1955 misstu þau Jón dóttur sína, Jóhönnu Birgittu, að- eins fimm ára gamla, en hún hafði verið vanheil frá fæðingu. Ísak bróðir Sigríðar hefur ekki verið heill heilsu í nokkur ár og bar hún mikla umhyggju fyrir honum og var sífellt að hugsa um velferð hans og hvað hún gæti gert til að honum liði betur. Hún sinnti honum meira af vilja en mætti síðustu ár. Sigríður fór tvisvar með okkur hjónum til Svíþjóðar. Það átti vel við hana að vera þar sem hitinn er heldur meiri en gerist og gengur á Íslandi og naut hún þess að fara í þessar ferðir til Svíþjóðar og eins til meginlandsins en hún fór í nokkrar slíkar. Henni var minnis- stætt að sjá hvernig búið er að öldr- uðum í Lundi í Svíþjóð og talaði oft um að þarna gæti hún hugsað sér að búa. Í september 1999 var hún viðstödd doktorsvörn sonarsonar síns og var það stolt amma sem hlýddi á vörnina allt til enda þótt hún skildi ekkert í tungumálinu eða viðfangsefninu. En eins og ömmum einum er lagið var hún ekki í vafa um að betur hefði ekki verið hægt að gera. Hún tengdamóðir mín var skemmtilega stjórnsöm þannig að ljúft var að uppfylla óskir hennar, jákvæð, listræn og einstaklega verklagin. Hún hannaði, sneið og saumaði flíkur úr íslenskri ullarvoð og skinni bæði til útflutnings og til sölu innanlands. Sigríður var virðu- leg og fáguð í allri framkomu, alltaf fallega klædd og smekkvís og mér datt oft í hug að hún hefði sómt sér vel sem húsfreyja á herragarði á meginlandinu. Það hljóta að hafa verið vonbrigði að eignast tengda- dóttur sem lítinn áhuga hafði á föt- um eða saumaskap, þótt hún hafi aldrei látið það í ljós. Sigríður dvaldi hjá okkur Ás- mundi í viku skömmu fyrir andlátið og Skagafjörðurinn skartaði sínu fegursta miðvikudagskvöldið 30. apríl þegar við ókum með henni heim. Hafði hún orð á því hve Jóni hefði alltaf þótt Blönduhlíðin fögur. ,,Þeir sem guðirnir elska deyja ungir,“ var sagt fyrir margt löngu í merkingunni að þeir sem guðirnir elska deyja ungir í hárri elli. Það er að deyja ungur ef hugurinn er ennþá síkvikur og starfandi þótt ell- in hafi sótt menn heim. Tengdamóð- ir mín dó ung í þeirri merkingu. Henni verður best lýst með orðum hennar sjálfrar um klukkutíma áður en hún andaðist: ,,Og ég sem átti svo margt eftir ógert.“ Hún leit allt- af til framtíðar og með sanni má segja að hún hafi verið ung til síð- asta dags, enda hugurinn sístarfandi og áhugi fyrir lífinu í kringum hana. Hún fylgdist af áhuga með því hvað fólkið hennar og allir sem hún hafði kynni af var að fást við. Núna stóð fyrir dyrum brúðkaup sonarsonar hennar þann 17. maí og hún hlakk- aði mikið til. Tilgangur lífsins var henni stöð- ugt umhugsunarefni og ræddu þau Ásmundur löngum stundum um ým- is málefni, bæði andleg og veraldleg, en þau töluðu saman á hverjum degi síðustu ár. Nú að leiðarlokum vil ég þakka Sigríði fyrir vináttuna og alla góð- vildina í minn garð. Ekki er hægt að eignast betri tengdamóður. Ég sakna hennar. Ragnheiður Kjærnested. Mig langar að minnast ömmu minnar, Sigríðar Árnadóttur, með nokkrum orðum. Ég kveð hana með söknuð í hjarta en þakka fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman frá því að ég var smábarn. Ég minnist allra páskanna og sumranna sem ég var hjá ykkur afa og Árna með gleði en nú verða þau ekki fleiri. Ferðirnar sem við amma, afi og Róbert fórum í saman, í sumarbústaði, veiðiferðir, ættarmót og fleira eru ógleyman- legar og órjúfanlegar í lífi og minni okkar. Það sem við lærðum sem börn af ykkur afa, lifir áfram í okk- ur fullorðnum. Hún amma mín var að mörgu leyti langt á undan sinni samtíð, hún var sjálfstæð, ákveðin, mild og blíð kona sem auðgaði tilveru okkar allra. Hún var sérlega handlagin og hugmyndarík hvað snerti alla fata- hönnun enda sást það vel í öllu hennar starfi og því sem hún skilur eftir sig. Þegar Árni frændi dó aðeins 43 ára gamall bognaði amma en brotn- aði ekki, hún hélt sínu striki og sjálfstæði alveg fram á síðasta dag. Ég þakka fyrir allan góða tímann sem við áttum saman. Birgit Raschhofer. SIGRÍÐUR ÁRNADÓTTIR það hvað hún átti létt með að útdeila andlegri næringu. Henni fannst gam- an að rifja upp bestu árin sín í Vest- mannaeyjum, en upp úr stóð þó alltaf fallega sveitin hennar, Eyjafjöllin, þar sem hún sleit barnsskónum, og var það mikið tilhlökkunarefni hjá henni að komast þangað á hverju sumri þeg- ar hún bjó í Eyjum. Það mun hafa ver- ið mikið ævintýri þeirra systranna á síðkvöldum sumars að labba út að „Vatni“, sem var fallegt uppistöðuvatn með grashólmum, fremur stutt vestur af bænum Efri-Kvíhólma og entist þar til farið var að þurrka landið, til að fylgjast þar með álftunum synda um með unga sína, hvítar og tignarlegar, og verða vitni að virðulegum höfuð- hneigingum með rómantísku kvaki, svo unun var að njóta. Og þegar roða- gylltir geislar kvöldsólarinnar sindr- uðu um vesturgluggann og ánægðar kýrnar lágu enn jórtrandi á stöðlinum, þegar komið var heim í kyrrðinni, var himneskt að vera til. Ásta lauk jarðvist sinni um það leyti sem vorið tánum tyllti tindana á. Og kæmi mér ekki á óvart að mættu henni himnasvanir á vatni eilífðarinnar og kvöldsól, sem kemur og fer eftir óskum og má vera að rætist allir draumarnir, sem ekki uppfylltust hér á jörðinni af einhverj- um ástæðum. Ég þykist vita að Ásta fái gott leiði til landsins fyrirheitna, hinumegin sundsins, og gular sóleyja- breiður prýði þar umhverfið, henni til heiðurs. Ég treysti vel drottni vorum, sem hefur gefið okkur lífið, til að taka vel á móti henni. Tengdamóður minni þakka ég trausta og góða samfylgd í lífinu. Jóhann Sveinsson. Elsku frænka mín, mig langar að minnast þín með nokkrum orðum. Við áttum svo vel saman og það var svo oft gaman hjá okkur. Mikið hlakkaði ég alltaf til þegar von var á þér til sum- ardvalar í sveitinni þegar þú bjóst í Vestmannaeyjum. Það var yndislegt sem við trúðum hvor annarri fyrir þegar við vorum að raka í sama flekknum, það fékk enginn annar að vita, mér fannst það svo mikil upphefð að þú skyldir trúa mér stelpuskottinu fyrir svo mörgu sem þér lá á hjarta, elsku Ásta mín, ég brást þér ekki og sagði engum frá. Þú varst mikill dýra- vinur, þær voru ófáar kisurnar sem nutu góðvildar þinnar og þú hafðir í fæði í lengri eða skemmri tíma. Það var gaman að sjá þegar ég kom í heim- sókn til þín í Keflavík og kisurnar komu á eldhúsgluggann að gá hvort þú værir ekki örugglega heima, en það varst þú ævinlega, þú gerðir ekki víð- reist, það var þá aðallega austur undir Eyjafjöll. Já, þar var hægara um vik að hittast eftir að þú fluttir upp á land. Þó var það ekki nógu oft, ég sé það best núna. Það var alltaf stutt í húm- orinn hjá þér og ekki voru það fýlu- köstin, ég man aldrei eftir þér nema í góðu skapi. Þú varst ekki allra eins og sagt er, en þú varst líka vinur vina þinna og naust þín vel í góðra vina hópi. Þú hafðir yndi af því að dansa og kenndir mér að dansa þegar ég var lít- il. Mikið fannst mér frábært að þú skyldir treysta þér til að koma á ætt- armótið okkar sem var á Heimalandi í júní fyrir tveimur árum þá komin í hjólastól og þú naust þín svo vel enda leið þér örugglega hvergi betur en í sveitinni þinni undur Eyjafjöllum. Ég hef oft velt því fyrir mér síðan þá að það mátti ekki seinna vera að halda ættarmótið svo þið systur gætuð mætt en það tókst og þá var tilganginum náð. Nú er komið að leiðarlokum og þú komin í sveitina þína kæru. Ég þakka fyrir að hafa fengið að þekkja þig og fyrir allar góðu stundirnar sem við átt- um saman og kveð þig með þessu fal- lega ljóði. Í sveitinni sumar grænu er söngur í kjarri og mó ilmþrungin angan úr grasi og aftansins draumljúfa ró. Þar gnæfa fjarlægu fjöllin fagurblá himninum mót sólbjartir liðast um lendur lækir og straumþung fljót. Í hillingum hafið ljómar hvítbryddir sker og sand und heiðinu bjarta brosir bernskunnar fagra land. (Þorvaldur Sæmundsson.) Guðfinna Sveinsdóttir (Ninna). Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, vináttu og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KATRÍNAR SIGURÐARDÓTTUR, Logafold 42, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki líknarde- ildar Landspítalans í Kópavogi fyrir frábæra umönnun og hlýju. Guðlaugur Jónsson, Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Jón Guðlaugsson, Katrín Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Systir mín, stjúpsystir, mágkona og frænka, GUÐRÚN ELÍASDÓTTIR, Sunnubraut 50, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 26. maí kl. 13.30. Ingibjörg Elíasdóttir, Jóhann Pétursson, Þórarinn Haraldsson, Ólöf Magnúsdóttir og frændsystkini. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUÐBJÖRT ÓLAFSDÓTTIR, Njálsgötu 72, Reykjavík, sem andaðist miðvikudaginn 14. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. maí kl. 15.00. Börkur Þ. Arnljótsson, Valborg Ó. Jónsdóttir, Kolfreyja Arnljótsdóttir, Halla Arnljótsdóttir, Grímkell Arnljótsson, Esther Ólafsdóttir og barnabörn. Elskuleg móðir mín, systir, mágkona og frænka, HILDUR STRAND, lést á heimili sínu í Wales þriðjudaginn 29. apríl. Jarðarförin hefur farið fram. Charlie Strand, Viðar Strand, Titti Strand, Una, Æsa og Karl Johan Freyr Strand.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.