Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 54
ÍÞRÓTTIR 54 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT ÍSLENSKIR körfuknattleiksmenn lögðu Norðmenn tvívegis í lands- leik í Keflavík í gærkvöldi, fyrst kvennalandsliðið 67:53 og síðan karlarnir 86:78. Konurnar náðu strax forystu og héldu henni til loka. Þær gerðu 44 stig í fyrri hálfleiknum, í þeim síð- ari gekk ekki eins vel að skora en sigurinn var engu að síður örugg- ur. Þriggja stiga skotin hjá stúlk- unum gengu vel í gærkvöldi og var nýtingin um 50%. Karlarnir byrjuðu einnig vel og lék liðið ljómandi vel á köflum en miður vel þess á milli og vildi bolt- inn einfaldlega ekki ofan í körfuna á löngum köflum. Þetta virtist fara í taugarnar á leikmönnum sem voru seinir til baka í vörnina. Eftir fyrsta leikhluta var for- ystan örugg, liðið gerði þá 31 stig en síðan tók það næstu tvo fjórð- unga og rúmlega það til að skora jafn mikið. Norðmenn gengu á lagið og kom- ust yfir og höfðu mest 12 stiga for- ystu. Þá voru dæmdar tvær tækni- villur á varamannabekk þeirra og íslenska liðið nýtti vítaskotin, sem annars gengu illa í leiknum og var vítanýtingin aðeins 52%. Við þetta vaknaði neisti á ný í liðinu og það náði að sigra. „Við prófuðum ým- islegt nýtt í þessum leik. Sumt gekk ágætlega annað ekki eins og geng- ur en það er auðvitað í svona leikj- um sem maður prufar hlutina,“ sagði Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálf- ari karlalandsliðsins eftir sigurinn. Norðmenn lagðir tvívegis í körfuknattleik í Keflavík Björgvin aðeins einu höggi frá efsta sæti BJÖGVIN Sigurbergsson, kylfingur úr Keili, stóð sig vel á Peugeot golfmótinu í Englandi, en mótið er liður í Europro mótaröðinni. Björgvin lék hringina þrjá á 209 höggum, fjórum höggum undir pari vallarins og höggi á eftir efsta manni. Fyrsta daginn lék Björgvin á pari, annan daginn var hann á þremur undir, 68 höggum og í gær lék hann á 70 höggum. Þetta dugði honum í 4.-5. sætið en fjórir kylfingar léku á 208 höggum og eftir bráðabana stóð Tom Whitehouse frá Englandi uppi sem sigur- vegari og fékk 1,2 milljónir króna fyrir. Hinir þrír fengu 365.000 krónur hver um sig en Björgvin fékk um 160.000 krónur þannig að það munar rúmum 200.000 á þessu eina höggi. KNATTSPYRNA Laugardagur: Efsta deild karla Landsbankadeildin: Akranes: ÍA – Þróttur R............................14 Hlíðarendi: Valur – ÍBV ............................14 KA-völlur: KA – FH...................................14 Efsta deild kvenna Landsbankadeild: Kaplakriki: FH – Breiðablik .....................14 Garðabær: Stjarnan – Þór/KA/KS ...........14 Hásteinsvöllur: ÍBV – Þróttur/Haukar....14 KR-völlur: KR – Valur...............................16 1. deild karla: Njarðvík: Njarðvík – Leiftur/Dalvík ........16 3. deild karla: Árskógsstönd: Vaskur – Reynir Á............17 Ólafsvík: Víkingur Ó. – Deiglan ................15 Sunnudagur: Efsta deild karla Landsbankadeildin: Laugardalsvöllur: Fram – KR .............19.15 1. deild karla: Garðabær: Stjarnan – Afturelding ...........14 Þórsvöllur: Þór – HK .................................16 2. deild karla: Þróttarvöllur: Léttir – ÍR..........................14 Helfafellsvöllur: KFS – Selfoss.................14 Garðsvöllur: Víðir – KS..............................16 Sauðarkrókur: Tindastóll – Sindri............16 Fjölnisvöllur: Fjölnir – Völsungur ...........16 3. deild karla: Gróttuvöllur: Grótta – Númi .....................14 Fífan: Drangur – Skallagrímur............14.30 Grýluvöllur: Hamar – ÍH...........................14 Leiknisvöllur: Leiknir R. – Ægir..............14 Laugardalur: Afríka – Freyr ....................14 Grenivík: Magni – Hvöt .............................14 Hofsós: Neisti H, – Snörtur ......................16 Vopnafjörður: Einherji – Neisti D............14 Seyðisfjörður: Huginn – Fjarðabyggð16.30 1. deild kvenna: Grundafjörður: HSH – RKV................16.30 Mánudagur: Efsta deild karla Landsbankadeildin: Fylkisvöllur: Fylkir - Grindavík ..........19.15 3. deild karla: Selfoss: Árborg - Reynir S. .......................20 Fáskrúðsfj. Leiknir F. - Höttur................20 1. deild kvenna: Smárahvammur: Breiðablik 2 - ÍR...........20 Fjölnisvöllur: Fjölnir - HK/Víkingur .......20 GOLF Fyrsta stigamót Golfsambands Íslands, Toyota-mótaröðin, fer fram á golfvellinum að Korpúlfsstöðum í dag og á morgun. KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Landsleikir í KR-húsinu (DHL-höllinni): Konur: Ísland – Noregur......................14.30 Karlar: Ísland – Noregur .....................16.30 Sunnudagur: Landsleikir á Ásvöllum: Konur: Ísland – Noregur...........................18 Karlar: Ísland – Noregur ..........................20  Aðgangur er ókeypis á leikina í boði Esso, Lýsingar og Hópbíla. UM HELGINA KNATTSPYRNA 1. deild karla Víkingur - Haukar....................................3:0 Bjarni Hall 45., Daníel Hjaltason 59., 82. Breiðablik - Keflavík................................0:2 - Magnús S. Þorsteinsson 51., 87. Svíþjóð Bikarkeppnin, 32-liða úrslit: Örgryte - Helsingborg..............................3:0 KÖRFUKNATTLEIKUR Vináttulandsleikur kvenna Ísland - Noregur ...................................67:53 Gangur leiksins: 24:18, 44:29, 59:43, 67:53. Stig Íslands: Birna Valgarðsdóttir 17, Erla Þorsteinsdóttir 14, Hildur Sigurðardóttir 9, Sólveig H. Gunnlaugsdóttir 6, Hanna B. Kjartansdóttir 6, Signý Hermannsdóttir 4, Alda Leif Jónsdóttir 4, Marín R. Karlsdótt- ir 2, Helga Þorvaldsdóttir 2, Kristín Blön- dal 2. Vináttulandsleikur karla Ísland - Noregur ...................................86:78 Gangur leiksins: 31:19, 43:41, 54:61, 86:78. Stig Íslands: Logi Gunnarsson 28, Friðrik Stefánsson 17, Magnús Gunnarsson 15, Baldur Ólafsson 12, Páll Axel Vilbergsson 9, Helgi M. Magnússon 3, Jón N. Haf- steinsson 2. GOLF Colonial-mótið í Texas Kenny Perry .............................................132 Dan Forsman............................................132 Jim Furyk .................................................133 Chad Campbell .........................................134 Jesper Parnevik .......................................134 Rory Sabbatini..........................................134 Tim Petrovic .............................................134 Jay Williamson .........................................134 Frank Lickliter.........................................134 Pat Bates...................................................135 Steve Flesch..............................................135 Esteban Toledo ........................................136 Jeff Sluman...............................................136 Mike Sposa................................................136 Loren Roberts ..........................................136 Billy Andrade............................................136 Morgunblaðið kannaði í gærástandið hjá liðunum átta sem verða í eldlínunni um helgina. ÍA Skagamenn verða með sitt sterk- asta lið ef undan er skilinn Hjálmur Dór Hjálmsson. Hann sleit liðband í ökkla í leik með ungmennaliði ÍA og verður frá í allt að tvo mánuði. Þróttur Hjá Þrótti eru allir sömu tilbúnir og gegn KR. Ingvi Sveinsson hefur náð sér af höfuðmeiðslum sem hann hlaut í þeim leik og Charles McCormick er laus úr leikbanni. Hilmar Ingi Rúnarsson er frá vegna meiðsla. Valur Ólafur Þór Gunnarsson mark- vörður og Sigurður Sæberg Þor- steinsson hafa lítið getað æft með Valsmönnum í vikunni en leika þó að öllum líkindum með liðinu gegn ÍBV. Aðrir Hlíðarendadrengir eru heilir nema Kristinn Lárusson sem er frá keppni í langan tíma. ÍBV Bjarnólfur Lárusson tekur út leikbann í dag eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn KA. Möguleiki er á að Tryggvi Bjarnason komi inn í vörnina en hann er að jafna sig eftir meiðsli. Það verður hins vegar lengri bið á að Páll Hjarðar verði leikfær. KA Pálmi Rafn Pálmason og Jón Örv- ar Eiríksson eru lausir úr leikbanni en þeir misstu af sigurleiknum við ÍBV. Ívar Bjarklind og Sigurður Skúli Eyjólfsson verða ekkert með KA-mönnum í sumar og Örn Kató Hauksson spilar ekki næstu vikurn- ar. FH Ásgeir G. Ásgeirsson og Calum Þór Bett eru frá vegna meiðsla en Freyr Bjarnason er orðinn leikfær. Hermann Albertsson tekur út síðari leik af tveimur í banni frá á síðasta keppnistímabili. Fram Andri Fannar Ottósson tekur út leikbann eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn Fylki. Ragnar Árna- son kemur inn í liðið á ný en hann missti af Fylkisleiknum vegna meiðsla. Kristinn Tómasson verður hins vegar ekki leikfær fyrr en um miðjan júní og lengra er í Þorbjörn Atla Sveinsson, sem er þó byrjaður að æfa eftir langvarandi meiðsli. KR Ólíklegt þykir að fyrirliðinn, Einar Þór Daníelsson, geti leikið vegna nárameiðsla. Garðar Jóhannsson er meiddur í baki og verður ekki með. Guðmundur Benediktsson er enn að berjast við hnémeiðsli og spilar ekki strax. Þá eru akkeri KR-inga á miðj- unni, þeir Kristinn Hafliðason og Sigurvin Ólafsson, báðir tæpir og skýrist í dag hvort þeir verði með. Auk þeirra er Hilmar Björnsson frá út leiktíðina vegna slitins kross- bands og Jökull I. Elísabetarson er meiddur á ökkla. Fjórir leikir í 2. umferð Íslandsmótsins Tvísýnt með lykilmenn KR FJÓRIR af fimm leikjum í 2. umferð úrvalsdeildar karla í knatt- spyrnu verða leiknir í dag og á morgun. Umferðinni lýkur með við- ureign Fylkis og Grindavíkur á mánudagskvöld. Í dag taka Vals- menn á móti ÍBV á Hlíðarenda, KA mætir FH á grasvelli sínum á Akureyri og ÍA fær Þrótt í heimsókn á Skipaskaga. Annað kvöld mætast síðan Reykjavíkurveldin Fram og KR á Laugardalsvellinum. Blikar komu greinilega til leiksmeð það markmið að halda jöfnu eins lengi og kostur væri. Þeir héldu sig mjög aftar- lega á vellinum og komu þannig í veg fyrir að sóknarmenn Keflavíkur næðu að nýta hraða sinn. Keflvíkingar voru með boltanum úti á velli nánast allan fyrri hálfleikinn án þess að skapa sér umtalsverð færi, en þeir héldu þó ró í sínum leik. Þeir verða að vera undir þetta búnir í sumar – það er ljóst að liðin í 1. deild munu reyna að verjast þeim af mætti til að forðast slæma út- reið. Blikavörnin hélt þar til sex mínútur voru liðnar af síðari hálfleik. Þá lék Hólmar Örn Rúnarsson miðvörð Blika, Sævar Pétursson, grátt við markteigshorn og renndi boltanum á Magnús S. Þorsteinsson sem skoraði af stuttu færi, 0:1. Við þetta opnaðist leikurinn. Blikar komu framar á völlinn og voru tvíveg- is ekki langt frá því að jafna. Hreiðar Bjarnason átti hörkuskot rétt framhjá og Ómar Jóhannsson varði glæsilega frá Kjartani Einarssyni. En annars héldu Keflvíkingar örugg- um tökum á leiknum og Magnús skoraði aftur undir lokin, skallaði af markteig eftir hornspyrnu Hólmars og skalla Kristjáns Jóhannssonar frá vítateig, 0:2. Magnús var hársbreidd frá þrennunni – skaut í stöng rétt áð- ur en flautað var af. „Við spiluðum mjög vel og vorum miklu betri. Blikarnir lágu aftarlega og það var erfitt að brjóta þá á bak aftur, en um leið og við náðum að skora var þetta engin spurning. Við erum með ungt lið, frábæra stráka, en þeir þurfa sinn tíma og verða að sýna mikla þolinmæði. Við lékum mjög vel í vetur og ætlum að gera það áfram, en hugsum bara um einn leik í einu. Nú eru sex stig komin og fram- undan er mikilvægur heimaleikur gegn Þór,“ sagði Zoran Daníel Ljub- icic, fyrirliði Keflavíkur. Zoran og Haraldur Guðmundsson í vörninni, Stefán Gíslason og hinn sí- vinnandi Jónas Sævarsson á miðjunni og hinn eldfljóti og marksækni Magn- ús í framlínunni voru í aðalhlutverk- um í annars mjög heilsteyptu og vel spilandi Keflavíkurliði. Hjá Blikum voru miðverðirnir Þorsteinn Sveins- son og Sævar Pétursson bestu menn lengst af en heildarsvipurinn á liði þeirra var ekki sannfærandi og sumir leikmanna virtust í lítilli æfingu. Maður leiksins: Jónas Sævarsson, Keflavík. Morgunblaðið/Jim Smart Magnús Páll Gunnarsson, Breiðabliki, og Hörður Sveinsson, Keflavík, eigast við í leik liðanna í gærkvöld. Víðir Sigurðsson skrifar Sannfær- andi Kefl- víkingar FLESTIR spá Keflvíkingum öruggum sigri í 1. deild karla í sumar eftir sannfærandi frammistöðu þeirra í vetur og vor. Miðað við leik þeirra gegn Breiðabliki á Kópavogsvellinum í gærkvöld eru þær spár á rökum reistar. Á útivelli, gegn liði sem spáð hefur verið að blandi sér í toppbaráttuna, voru Suðurnesjastrákarnir mun betri aðilinn og sigruðu verðskuldað, 2:0, og munurinn á leik og yfir- bragði liðanna tveggja var slíkur að þau gætu hæglega verið sitt í hvorri deildinni. Keflavík er með sex stig á toppnum en Blikar sitja án stiga á botninum eftir tvö töp á heimavelli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.