Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 55
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 55 Leikurinn byrjaði rólega og hvor-ugu liðinu tókst að skapa sér nein færi í fyrri hluta fyrri hálfleiks. Víkingar fengu mjög gott færi á 31. mín- útu þegar Daníel Hjaltason komst einn inn fyrir vörn gestanna en hann skaut framhjá markinu, en tíu mínútum áður átti Sævar Eyjólfsson ágætt skot að marki Víkinga. Á lokasekúndum fyrri hálfleiks náðu heimamenn for- ystunni þegar Bjarni Hall skoraði með hörkuskoti eftir að hafa fengið boltann eftir hornspyrnu. Í síðari hálfleik komu Víkingar mjög öflugir til leiks og stjórnuðu leiknum algjörlega. Á 59. mínútu átti Daníel Hafliðason góða sendingu inn fyrir vörn Hauka á nafna sinn Hjaltason, sem afgreiddi knöttinn örugglega framhjá Jörundi Kristins- syni, markverði gestanna. Tuttugu mínútum fyrir leikslok átti Stefán Arnarson gott skot sem fór í þver- slána á marki Hauka en heimamenn þurftu ekki að bíða lengi eftir þriðja markinu. Daníel Hjaltason skoraði annað mark sitt á snyrtilegan hátt á 82. mínútu eftir varnarmistök gest- anna. Hann fékk sendingu inn fyrir vörnina og vippaði knettinum yfir Jörund í markinu. „Það var smá stress í fyrri hálfleik og í hálfleik töl- uðum við um það sem við þurftum að bæta í spilamennsku okkar og eftir hlé keyrðum við á þá,“ sagði Daníel Hjaltason, besti maður heima- manna. „Seinni hálfleikurinn var hrein hörmung en við töluðum um það í hálfleik að koma með krafti inn í síðari hálfleikinn en við gerðum það ekki,“ sagði Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Hauka. Maður leiksins: Daníel Hjaltason, Víking  ÓLÖF María Jónsdóttir, kylfing- ur úr Keili í Hafnarfirði, tekur þessa dagana þátt í móti í Banda- ríkjunum sem er liður í Future mótaröðinni. Fyrsta daginn lék hún á 79 höggum, sjö höggum yfir pari og var þá í 93.–109. sæti af 144 kepp- endum.  BIRGIR Leifur Hafþórsson, kylf- ingur úr GKG, náði sér ekki á strik á öðrum degi móts í Hollandi, sem er liður í Áskorendamótaröðinni. Hann lék á sex höggum yfir pari, eða 78 höggum en fyrsta daginn lék hann á þremur undir og er því samtals þrjú högg yfir parinu eftir tvo daga.  FYLKISMENN lánuðu í gær þrjá knattspyrnumenn úr hópi sínum til liða í 1. og 2. deild. Andri Steinn Birgisson fór til Aftureldingar og þeir Andri Már Óttarsson og Jónas Guðmannsson til Selfyssinga.  OLIVER Kahn, markvörður Bay- ern München, ætlar að vera áfram hjá Bayern en hann hefur verið bendlaður við Manchester United. Kahn hefur þurft að þola mikla gagnrýni í Þýskalandi eftir að hafa viðurkennt að hafa haldið framhjá konunni sinni meðan hún var ólétt. „Forráðamenn United hafa reynt að fá mig til liðsins en ég ætla ekki að yfirgefa München. Ég spila fyrir besta knattspyrnulið í heimi og því er engin ástæða fyrir mig til að skipta um félag,“ sagði Kahn. DAVID Beckham mun líklega vera í gifsi í átta vikur en hann meiddist á hendi í vináttulandsleik í fyrrakvöld. Talið er að Beckham muni vera tilbúinn að hefja æfingar hjá Manchester United þegar und- irbúningstímabilið hefst hjá liðinu.  STEVE Bruce, knattspyrnustjóri Birmingham, hefur áhuga á að kaupa David Dunn frá Blackburn. „Ég er mikill aðdáandi Dunns og hann er einmitt þannig leikmaður sem mig langar að fá til Birming- ham,“ sagði Steve Bruce. Dunn hafnaði nýlega að skrifa undir nýjan samning við Blackburn en grunnt hefur verið á því góða á milli Dunns og Graeme Souness, knattspyrnu- stjóra Blackburn. FÓLK Gylfi Einarsson, sem var í byrj-unarliðinu gegn Finnum, var ekki í náðinni að þessu sinni og ekki heldur þeir Veigar Páll Gunnarsson og Ólafur Stígsson. Helgi Sigurðsson lék síðast með landsliðinu í vináttuleiknum í Eist- landi í nóvember en þeir Guðni og Tryggvi voru með gegn Skotum í mars. Þá er Þórður Guðjónsson í hópnum en hann þurfti að draga sig út úr liðinu fyrir Finnaleikinn á síð- ustu stundu vegna meiðsla. Ásgeir valdi eftirtalda leikmenn fyrir leikina tvo: Markverðir Birkir Kristinsson, ÍBV 73 Árni Gautur Arason, Rosenb. 27 Aðrir leikmenn Rúnar Kristinsson, Lokeren 98 Guðni Bergsson, Bolton 78 Arnar Grétarsson, Lokeren 59 Hermann Hreiðarss., Charlton 47 Helgi Sigurðsson, Lyn 45 Þórður Guðjónsson, Bochum 44 Lárus Orri Sigurðsson, WBA 39 Brynjar B. Gunnarsson, Stoke 36 Arnar Gunnlaugsson, KR 32 Tryggvi Guðmundsson, Stabæk 30 Arnar Þór Viðarsson, Lokeren 24 Eiður S. Guðjohnsen, Chelsea 22 Marel Baldvinsson, Lokeren 11 Ívar Ingimarsson, Wolves 11 Jóhannes K.Guðjónsson, A.Villa 11 Indriði Sigurðsson, Lilleström 8 Hópurinn kemur saman til æfinga mánudaginn 2. júní og hefur því óvenju langan tíma til undirbúnings, eða fimm daga, og verður saman alls í ellefu daga í kringum leikina tvo. Tryggvi, Guðni og Helgi aftur í hópinn GUÐNI Bergsson, Helgi Sigurðsson og Tryggvi Guðmundsson voru í gær valdir í fyrsta landsliðshóp Ásgeirs Sigurvinssonar. Þeir eru í 18 manna hópi sem hann tilkynnti fyrir Evrópuleikina gegn Fær- eyjum og Litháen 7. og 11. júní en þremenningarnir voru ekki með í síðasta leik, gegn Finnum í Vantaa. Eyjólfur Sverrisson er hins veg- ar ekki í hópnum, hann meiddist á æfingu með Herthu Berlín í vik- unni og þar með varð ekkert af því að hann gæfi kost á sér á ný. Helgi Sigurðsson Örugg- ur sigur Víkinga VÍKINGAR sigruðu Hauka 3:0 á Víkingsvelli í 1. deild karla í gærkvöldi. Sigur Víkinga var sanngjarn og heimamenn hefðu getað bætt við enn fleiri mörk- um. Atli Sævarsson skrifar ANNIKA Sörenstam er úr leik á PGA golfmótinu í Tex- as. Hún lék á 74 höggum eða fjórum höggum yfir pari á öðrum leikdegi og samtals á fimm höggum yfir pari eftir 2 keppnisdaga. Sörenstam náði sér ekki á strik í gær eftir að hafa spilað mjög vel á fyrsta leikdegi. Hún endaði í 96.–101. sæti og komst ekki í gegnum niðurskurðinn. Sörenstam er fyrsta konan í 58 ár sem spilar á móti karl- mönnum á PGA-mótaröð- inni, en hún hefði þurft að leika á fjórum færri höggum til að komast í gegnum niðurskurðinn. Annika úr leik
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.