Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 24.05.2003, Blaðsíða 64
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 24. MAÍ 2003 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Áskriftarsími 881 2060 Í FORMI – leiðandi í lausnum Skeifunni 17AcoTæknival Sími 550 4000 Fax 550 4001 SJALDAN hefur verið jafnmikil eftirvænting á Húsavík fyrir Evróvisjón og í ár. Ástæðan er ein- föld, Birgitta Haukdal, og munu bæjarbúar al- mennt vera bjartsýnir á gengi hennar í keppn- inni. Þeir eru þó umfram allt vissir um að hún muni gera sitt besta fyrir land og þjóð, og ekki síst heimabæinn Húsavík, burtséð frá því í hvaða sæti lagið hafnar. Eflaust verða evróvisjónpartíin mörg í bænum í kvöld en það stærsta verður að öllum líkindum haldið á Fosshóteli Húsavík. Þar verður hægt að fylgjast með keppninni á breiðtjöldum og sjón- varpstækjum og hlusta á hana í fullkomnu hljóð- kerfi. Einnig verður getraun og fleira í gangi varðandi keppnina og eins verður tilboð á uppá- haldspizzu Birgittu, sem mun vera Hawaii-pizza. Eftirvænting á Húsavík  Borgin/58  Stigatafla/60 Húsavík. Morgunblaðið. RAGNHILDUR Steinunn Jónsdóttir, 22 ára fegurðar- drottning Suður- nesja, var kjörin ungfrú Ísland 2003 við hátíðlega athöfn á Hótel Íslandi í gær- kvöldi. Í öðru sæti varð Tinna Alavis og Regína Diljá Jóns- dóttir í því þriðja.Morgunblaðið/Jim Smart Kjörin ungfrú Ísland HEIÐSKÍRT var yfir öllu land- inu samtímis í gær eins og sést á þessari gervitunglamynd sem tekin var í gær en samkvæmt upplýsingum Veðurstofunnar er það fremur sjaldgæft. Veður- fræðingur Veðurstofunnar sagði að ekkert í kortunum benti til að annað kuldakast gengi yfir landið líkt og gerðist fyrr í mánuðinum. Lofthiti er samt ekki orðinn mjög hár ennþá en mikil sól að undan- förnu hefur hlýjað landanum. Í dag má búast við breytilegri átt og léttskýjuðu veðri. Líkur eru á síðdegisskúrum sunnan- lands. Í nótt þykknar upp. Á morgun má búast við að skýjað verði með köflum og lítilsháttar rigning víða um land. Hiti verð- ur á bilinu 6 til 16 stig. Hlýjan mun endast NÝ ríkisstjórn tók við völdum á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í gær, fjórða ríkisstjórnin undir forsæti Davíðs Oddssonar. Fyrir hádegi var þriðja ráðuneyti Dav- íðs veitt lausn frá störfum en að því búnu snæddu ráðherrarnir hádegisverð á Bessastöðum í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands. Tveir nýir ráðherrar, Björn Bjarnason, Sjálfstæðisflokki, og Árni Magnússon, Framsóknar- flokki, undirrituðu eiðstaf og hafa því formlega tekið við ráðu- neytum dóms- og kirkjumála og félagsmálaráðuneyti. Stefnt er að því að 129. löggjafarþing Al- þingis komi saman nk. mánudag. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn stilltu sér upp við tröppur Bessa- staða í gær. Morgunblaðið/Kristinn Ný ríkisstjórn tekin við völdum  Fjórða ráðuneyti/4 BANDARÍKJAMENN hafa hert eftirlit með innflutningi til landsins og hugsanlegt er að þeir muni innan tíðar gera kröfu um að varn- ingur sé eingöngu fluttur þangað um hafnir sem standast ákveðnar öryggiskröfur. Sig- urður Skúli Bergsson, forstöðumaður toll- gæslusviðs tollstjórans í Reykjavík, segir að geri Bandaríkjamenn slíkar kröfur þurfi Ís- lendingar annaðhvort að flytja vörur til Bandaríkjanna um erlenda höfn eða koma sér upp búnaði til að gegnumlýsa gáma. Sigurður bendir á að Bandaríkjamenn hafa gert samninga um öryggismál við 20 stærstu útflutningshafnir heims. Bandarískir eftir- litsmenn séu þar að störfum og þar sé ákveðið hlutfall gáma, sem er á leiðinni til Bandaríkj- anna, gegnumlýst. Hertar kröfur vegna hryðjuverkavarna Bandaríkjamenn hafi hert mjög eftirlit á flugvöllum í kjölfar hryðjuverkanna 11. sept- ember 2001 og hafi nú í auknum mæli beint sjónum sínum að vöruinnflutningi með gám- um en þeir óttast að reynt verði að smygla efna- eða kjarnorkuvopnum til landsins þá leiðina. „Maður veit ekki hvar þessi þróun endar. Hvort hugsanlega verði það þannig að ekki verði leyfður útflutningur til Bandaríkjanna nema frá viðurkenndum höfnum þar sem ákveðin öryggisskoðun hefur farið fram,“ segir Sigurður. Íslendingar standi þá frammi fyrir tveimur kostum; annaðhvort að flytja vörurnar um erlenda höfn eða koma upp gegnumlýsingarbúnaði sem stenst kröfur Bandaríkjamanna. Sigurður segir að embætti tollstjórans í Reykjavík muni væntanlega gera úttekt á því hvað slíkur búnaður kosti og hvort það sé skynsamlegt eða nauðsynlegt að fá hann til landsins. Aðspurður segir hann að gegnum- lýsingarbúnaður fyrir gáma kosti frá 200 milljónum og upp í 1,4 milljarða, eftir því hvaða eiginleika hann hefur. Gegnumlýsingarbúnaður fyrir gáma kostar 200–1.400 milljónir Gæti orðið nauðsynlegur fyrir útflutning til Bandaríkjanna BANDARÍSKI listamaðurinn Matthew Barney opnar sýningu í Nýlistasafninu í dag en þar hefur hann sett upp nýtt verk sem er yfirlit yfir Cremaster-hringinn, frægasta verk hans, sem saman- stendur af fimm íburðarmiklum kvikmyndum sem sýndar verða á sýningunni og á kvikmyndasýn- ingum í Regnboganum. Barney er einn af eftirsóttustu myndlist- armönnum samtímans og sagður mikilvægasti listamaður sinnar kynslóðar af gagnrýnanda The New York Times. Sýning Matthew Bar- ney í Nýlistasafninu Yfirlit yfir Cremaster- hringinn  Líkaminn/Lesbók HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur dæmdi í gær fyrrverandi atvinnurekanda á sviði múrverks og flísalagna í eins árs fangelsi, þar af 9 mánuði skil- orðsbundna, og 48,5 milljóna króna sekt fyrir skattsvik og bókhaldsbrot á árunum 1999 og 2000. Tveir menn til viðbótar voru ákærðir í sama máli, þar af annar sonur ákærða, sem hlaut 6 mánaða fangelsi og 3,6 milljónir króna í sekt. Þriðji mað- urinn var dæmdur í 5 mánaða fangelsi. Sá sem þyngstan dóminn hlaut játaði brot sín, en hann hafði gefið út 29 tilhæfulausa sölureikninga, sem hann fékk hjá öðrum meðákærða gegn endur- gjaldi, til gjaldfærslu og innsköttunar í bókhaldi sínu 1999 og 22 reikninga frá syni sínum árið 2000. Oftalinn innskattur og vangreiddur tekjuskattur og útsvar hans nam 24 milljónum króna. Að mati dómsins var hér um að ræða skipulagða háttsemi og mjög háar fjárhæðir og því voru brot ákærða stórfelld að mati dómsins. Einbeittur ásetningur og skipulögð brotastarfsemi Sá sem hlaut 5 mánaða fangelsi játaði að hafa ýmist gefið út eða útvegað reikningana 29. Sannað þótti að hann hefði fengið tvo menn til að gefa út hluta reikninganna, en hafði áður séð sjálfur um að láta prenta þá á nafni mannanna og sækja um virð- isaukaskattsnúmer fyrir þá. Að mati dómsins sýndi ákærði einbeittan ásetning og voru brot hans skipulögð. Hann var hins vegar sýknaður af ákærulið sem varðaði hlutdeild hans í bókhalds- broti þess sem fékk þyngsta dóminn. Sá sem hlaut 6 mánaða fangelsi játaði að hafa af- hent umrædda 22 tilhæfulausa reikninga gegn endurgjaldi. Af fjölda þeirra reikninga sem hann gaf út, þeirri aðferð sem hann beitti og þeim háu fjárhæðum sem um ræddi, þótti dóminum ljóst að ásetningur hans hefði verið einbeittur og brot hans skipulögð, en reikningarnir námu 51,4 milljónum króna. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um hlutdeild í bókhaldsbroti föður síns. Dæmdur í eins árs fangelsi og 48,5 milljóna króna sekt ♦ ♦ ♦ ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.