Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 140. TBL. 91. ÁRG. SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is Lagvísir vinir Pavarotti efnir til góðgerð- artónleika Sunnudagur 4 Íslensk rokksnilld Skarphéðinn Guðmundsson dæm- ir nýja plötu Mínuss Fólk 52 SAMBANDIÐ milli George W. Bush Bandaríkjaforseta og Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, hefur hlotið varan- legan skaða vegna and- stöðu þýska leiðtogans við stríðið í Írak og verður ekki bætt, að því er haft er eftir Condo- leezzu Rice, þjóðarör- yggisráðgjafa Bush, í viðtali, sem mun birtast í þýska tímaritinu Focus á morgun. „Sambandið milli Bush og Schröders verður aldrei eins og það var og eins og það ætti að vera,“ segir Rice í viðtalinu. Hún segir að samskiptin við Joschka Fischer, utanríkisráðherra Þýskalands, séu í sömu lægð og bætir því við að Bush telji að „bakgrunnur Fischers og ferill hæfi ekki ímynd stjórnmálaleiðtoga“. Fischer er einn vinsælasti stjórnmála- maður Þýskalands um þessar mundir. Hann var herskár vinstri maður á sjöunda áratugnum áður en hann gekk til liðs við flokk græningja við stofnun hans árið 1970. Kjósa að sniðganga kanslarann Rice sagði að stjórnvöld í Washington reyndu nú að endurbæta samskiptin við Þýskaland á öllum stigum stjórnkerfisins, en bætti við: „Í þeirri viðleitni förum við framhjá kanslaranum, sem við kjósum að sniðganga.“ Samskipti Bandaríkjamanna og Þjóð- verja hafa verið stirð eftir að Schröder gerði andstöðu við stríðið í Írak að lyk- ilatriði í kosningabaráttu sinni á liðnu ári. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, virtist ekki hafa tekist að bæta sam- skiptin er hann fór til Berlínar fyrr í mán- uðinum. Powell hefur síðan sagt ólíklegt að hann muni eiga fund með Schröder þegar þeir verða samtímis í Pétursborg síðar í vikunni vegna 300 ára afmælis borgarinn- ar. Stirð tengsl Schröders og Bush verða ekki bætt Berlín. AFP. Condoleezza Rice COLD Spring Harbor Laboratory, ein þekktasta rannsóknarmiðstöð heims, auglýsir eftir vísindamönn- um til starfa hér á landi í blaðinu í dag. Ástæða þess að rannsóknar- miðstöðin hyggst opna útibú hér á landi er samstarf hennar við fyr- irtækið NimbleGen Systems í Reykjavík. Fyrirtækið hefur smíð- að svokallaðar DNA-örflögur fyrir vísindamenn Cold Spring Harbor og unnið ýmsar þjónusturannsóknir fyrir miðstöðina. Sigríður Valgeirsdóttir, forstöðu- maður NimbleGen Systems á Ís- landi, segir að ef Cold Spring Har- bor setji upp rannsóknarstofu hér á landi gæti það laðað að fleiri vís- indamenn og haft góð áhrif á ís- lenskt vísindasamfélag. NASA, geimferðastofnun Banda- ríkjanna. Vísindamenn við Cold Spring Harbor-rannsóknarmiðstöðina hafa lagt stund á erfðarannsóknir í eina öld. Nóbelsverðlaunahafinn James Watson, sem ásamt Francis Crick uppgötvaði uppbyggingu erfðaefn- isins árið 1953, veitti rannsóknar- stofum Cold Spring Harbor for- stöðu frá 1968 til 1994 og er nú forseti rannsóknarmiðstöðvarinn- ar. Í Morgunblaðinu í dag er auglýst eftir yfirmanni og starfsmanni á rannsóknarstofu sem fyrirhugað er að setja á laggirnar í Reykjavík. NimbleGen Systems hefur haslað sér völl í smíði DNA-örflagna. Fyr- irtækið er bandarískt, en smíði DNA-örflagnanna fer fram hjá útibúi þess í Reykjavík. Örflögu- tæknin gerir vísindamönnum kleift að skoða tugi þúsunda gena í einni tilraun. Undir forsæti Watsons Á meðal viðskiptavina Nimble- Gen Systems, auk Cold Spring Har- bor-rannsóknarmiðstöðvarinnar, er Þekkt vísindastofnun hyggur á umsvif á Íslandi  Hægt að skoða/16 NÚ er ljóst að a.m.k. 1.750 biðu bana í jarðskjálftanum sem reið yf- ir í Alsír sl. miðvikudag og er senni- legt að tala látinna eigi eftir að hækka, enda hundraða enn saknað. Ekki eru taldar miklar líkur á því að margir finnist á lífi í rústunum úr því sem komið er. Eru yfirvöld í Alsír nú að gera ráðstafanir til að hindra farsóttir en veruleg hætta er á sýkingum þegar lík í rústunum fara að rotna í miklum hitanum. Stjórnvöld voru í gær gagnrýnd vegar byggingarverktökum um hversu margir hefðu farist, auk embættismanna sem lagt hefðu blessun sína yfir byggingarfram- kvæmdir sem aldrei átti að ráðast í. Eru verktakar sakaðir um að hafa byggt hús á svæðum þar sem vitað var um mikla skjálftavirkni. Jafnframt er lélegu byggingarefni kennt um og því að ekki hafi verið hirt um byggingarstaðla, sem settir eru til að tryggja að hús hrynji ekki er jarðskjálfti ríður yfir. sagði í gær að grjóti hefði verið kastað að ráðherra í ríkisstjórn landsins er hann fór um skjálfta- svæðin á föstudag. „Stjórnvöld brugðust,“ sagði blaðið og kenndi óviðunandi björgunarviðbúnaði um. Mohamed Laichaoui, sem er arkitekt í Algeirsborg, kenndi hins fyrir að bregðast seint og illa við hörmungunum. Þá hefur tekið að gæta reiði meðal fólks sem lifði jarðskjálftann af. Beinist reiðin m.a. að byggingarverktökum sem reistu húsin á þeim svæðum, sem urðu hvað allra verst úti í skjálft- anum. Alsírska dagblaðið Le Matin Margra hundraða enn saknað í Alsír Stjórnvöld sæta mikilli gagnrýni fyrir að bregðast seint og illa við Reuters Alsírbúar við björgunarstörf í bænum Reghaia. Afar heitt er nú í Alsír og skapar það hættu á farsóttum. Algeirsborg. AFP, AP. SPARNAÐUR í olíunotkun fiski- skipa gæti numið allt að 650 millj- ónum króna með notkun nýs tölvu- forrits, sem þróað hefur verið hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins í samvinnu við innlenda og erlenda að- ila með fjárstuðningi Evrópusam- bandsins. Hugbúnaðurinn miðar að því að draga úr orkunotkun íslenska skipaflotans og í fiskvinnslu í landi. Notkun fiskiskipa 225.000 tonn Eitt markmiða umhverfisráð- stefnunnar í Kyoto 1995 var að minnka útblástur gróðurhúsaloft- tegunda. Nýi hugbúnaðurinn sam- ræmist þeim markmiðum um að draga úr umhverfisáhrifum. Nefnist hann ORKUSPAR-Orkuhermir. Árið 2001 var olíunotkun Íslend- inga alls 833.000 tonn. Fiskiskip not- uðu það ár 225.000 tonn eða 27% af heildinni. Verð á flotaolíu er nú 30,40 krónur fyrir kílóið án VSK. Ef 10% af olíunotkuninni sparast með til- komu ORKUSPAR svarar það til 684 milljónum króna á ári. Þar sem stærri fiskiskip eins og togarar nota aðeins aðra olíutegund sem er 6–7% ódýrari hvert kíló, er sparnaðurinn kannski í raun aðeins minni, gæti numið um 650 milljónum króna á ári. 650 milljónir gætu sparast Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins þróar hugbúnað til olíusparnaðar SAUTJÁN manna alþjóðleg björgunarsveit Slysavarnafélags- ins Landsbjargar undir stjórn Ás- geirs Böðvarssonar flaug frá Róm til Alsírs í gær og var áætlaður komutími kl. 10.20 að íslenskum tíma, eða 12.20 að staðartíma. Sveitinni er einkum ætlað að nota sérþekkingu sína til þess að leita að fólki í rústum en ekki til að grafa það upp, enda nægum mannskap til að dreifa í þau verk. Læknir er með sveitinni og tveir bráðatæknar, sem eiga eink- anlega að huga að öryggi sveit- arinnar sjálfrar, enda miðast út- gerð hennar við að geta verið sjálfbær á vettvangi í ákveðinn tíma með mat og lyf, án þess að vera byrði á þjóðfélagi sem er í rústum fyrir. Ekki er óalgengt að leitarmenn verði fyrir meiðslum á vettvangi og skiptir þá miklu máli fyrir utanaðkomandi sveitir að geta annast sig sjálfar. Íslensk björgunar- sveit til starfa Guðni Bergsson segir frá lífinu í atvinnumennskunni 10 Farið yfir ferilinn Auglýst eftir vísindamönnum í íslenskt útibú
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.