Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ Úr aðvífandi þyrlunniblasa við í grænniskógarbreiðu kílómetr-ar af brúnum upp-gröfnum flekkjum með gryfjum og hólum eftir demanta- leit. En þegar lent er á jörðu í Síerra Leone austur við landamæri Líberíu tekur við alger auðn, varla fært um götur í bænum Koindu nema á fjórhjóla herjeppum, þótt rigningartím- inn sé enn ókominn. Ið- andi mann- fjöldi af heim- komnu flóttafólki fyll- ir götur og reynir að selja eitthvað. Kon- ur með börn á bakinu og hlass á höfði og karlar að krafsa í jörðu í von um happa- feng. Ég hefi komið með þyrlu friðar- gæsluliðs Sameinuðu þjóðanna, fengið far með læknum og eftirlits- fólki frá UNAMSIL vegna hins ný- tilkomna lassa-sjúkdóms, sem strá- fellir fólk. Við höfðum lent í þremur bæjum og þeir skilja mig svo eftir í skjóli friðargæsluliðs Pakistana, sem hefur á hendi stjórnina á aust- urhéraði Síerra Leone, á svæðinu sem verst hefur orðið úti í þessu 11 ára hryllilega borgarastríði. Pak- istanarnir höfðu verið beðnir fyrir mig, enda engar samgöngur eða neitt annað fyrir aðkomufólk norð- an úr allsnægtum. Þegar friðar- gæslulið Pakistana kom síðla árs 2001 til bæjarins eftir að friður var saminn og ribbaldaflokkarnir, sem þar höfðu ríkt meira og minna í áratug, voru að afvopnast var þessi bær svo til í eyði, húsin í rúst og fólkið flúið. Nú virtist allt iðandi af lífi. Flóttafólkið streymdi að af ver- gangi um landið og ekki síst úr út- legð frá nágrannalöndunum Líber- íu og Gíneu. Pakistanarnir létu fara vel um mig í herbúðum sínum og sáu til þess að ég kæmist til að sjá allt sem ég vildi. Létu mig í 40 stiga hita búa í gámi með kælingu í „húsa- garði“ undir blómstandi tré. Svo vel varin af hermanni á vakt allan sólarhringinn að hann hleypti ekki einu sinni fylgdarmanni mínum, Sylvanus Morray, inn í forgarðinn minn til að sækja mig eða inn- heimta undirskriftir á öll leyfisvott- orðin. Sjálfur vildi hann ekki koma inn í „kvennagarðinn“. Í búðum þessa 3.500 manna liðs Pakistana var allt hreint og snyrtilegt í reglu- semi og afslappaðri vinsemd, svo að þegar ég kom tilbaka til Freetown sagði María vinkona mín að Elín væri orðin svo heilluð af Pakistön- um að líklega yrði hún fyrr en varði íslamstrúar. Mér til mikillar uppörvunar birt- ist mér einmitt þarna, í að því er virtist óleysanlegri óreiðu og von- leysi, þessi takmarkalausa óeigin- gjarna velvild og hjálpsemi. Pakist- anarnir höfðu strax og þeir komu á vettvang tekið að byggja kirkju fyrir íbúana. Höfðu ætlað að byrja á að reisa mosku, en skynjað að þá yrði tilgangur þeirra tortryggður. Því höfðu þeir nú reist tvær rúm- góðar kirkjur og þrjár fallegar moskur, sem ég skoðaði og mynd- aði. Fólkið þyrfti að geta fundið hugheystingu í trú sinni. Þótt Pak- istanar séu íslamstrúar skipti það ekki máli. Í búðunum barst annars vegar ljúfur sálmasöngur frá æf- ingu kirkjukórsins úr kirkju „Heil- agra píslarvotta Úganda“ og með áletruninni: „Gjöf til kristna safn- aðarins frá Pak Batt.“ Síðar um kvöldið heyrði ég Pakistanana kalla til bæna í mosk- unni sinni. Þetta var ekki gert fyrir fé frá UNAMSIL eða frá pakistanska hernum, enda eng- ar fjárveitingar til slíks. Hermenn- irnir úr pakist- anska friðar- gæsluliðinu PAKBAT höfðu einfaldlega byggt guðshúsin í sjálf- boðavinnu og lagt fé úr eigin vasa – greitt fyrir efnið af launum sínum. Og raunar fyrir margt annað, sem þeim fannst þetta allslausa samfélag skorta sár- lega. Í spjalli spurði ég nokkra þeirra hvernig þeir, sem eflaust ættu fyrir fjölskyldum að sjá heima í Pakistan og ekki á háum launum, gætu klipið af launum sínum í það sem ég sá þarna. Einn gaf þá skýringu að þeir væru í „peacekeeping“ (friðar- gæslu) og til að tryggja frið sé mik- ilvægt að fólkið fái traust og tiltrú að koma tilbaka. Svo mikill skortur sé þarna, að ekki sé hægt að horfa á það án þess að reyna að liðsinna. Þetta var versta bardagasvæðið og þurfi ekki stórt framlag til að muni um það. Einn sagði að í Pakistans- her ættu menn val um að fara í frið- argæsluliðið og þá gerðu það varla aðrir en þeir séu þessa sinnis. Lá við að mér fyndist þetta eins og að finna gimsteina í sorpi. Þeir sögðu árangurinn af þessari litlu viðleitni vera svo mikinn að það væri þeim ákaflega gefandi. Þegar síðast urðu liðsskipti og fyrra lið þeirra Pakbat 4 fór kom fjöldi bæjarbúa til að kveðja og sumir tárfelldu. Í vel útbúnum spítala þeirra í búðunum var daglega boðið upp á ókeypis læknisþjónustu fyrir þá íbúa sem að garði bar. Aðstaða og félagsheimili Stórt og rúmgott félagsheimili í miðjum bænum er eitt af því sem Pakistanarnir hafa þannig reist í sjálfboðavinnu svo að samfélagið geti komið einhvers staðar saman í bæ þar sem ekki er einu sinni kom- in virk sveitarstjórn. Og þeir hafa gengið frá stóru útivistarsvæði í kring. Þegar það var vígt nýlega komu bæði forseti landsins og yf- irhershöfðingi UNAMSIL, svo mikilvægt þótti það. Þarna á vel hirtu og frá gengnu útivistarsvæðinu marseraði nú syngjandi broshýr hópur 5-6 ára barna þegar mig bar að. Í einu horninu höfðu friðargæslumennirn- ir byggt yfir barnaheimili, sem leg- ið hafði niðri öll stríðsárin. Major Aamir Uppal, sem ekki lét sitt eftir liggja að setja undir mig jeppa með hermanni til verndar og fylgja mér sjálfur í öðrum, hélt sig með hinum Pakistönunum til hlés, en þegar hann kom að hlupu börnin út úr röðinni til hans og hrópuðu Pakist- aní! Fóstran sagði til skýringar: Þeir eru vinir þeirra! Sama gerðist þegar ég var að mynda eina mosk- una og hermaðurinn minn steig út úr bílnum, þá kom drengur, læddi lófanum feimnislega í höndina á honum og sagði: Pakistaní! Dreng- irnir voru ekki að betla, bara sýna vinarhót. Enginn var í húsinu, sem reist hafði verið þarna fyrir konur til að læra eitthvað til að geta séð fyrir sér. Saumavélunum tíu var staflað upp í einu herberginu. Skýringin sú að pakistanskir hermenn voru í sjálfboðavinnu að mála veggina í kennslustofunum þeirra þremur. Enda áberandi hve öllu er vel við haldið, sem áreiðanlega er ekki síð- ur fordæmi í þessari óreiðu allri og óþrifum. Svo snemma morguns var ekki margmenni á íþróttvöllunum, hvorki knattspyrnuvellinum né körfuboltavellinum. Áfram með veginn Þar sem varla er fært um nokk- urn veg eða moldargöturnar í bæn- um eftir stríðsátökin létu friðar- gæsluliðarnir verða sitt fyrsta verk að leggja þrjá mikilvæga vegar- spotta með varanlegu slitlagi. Við komum eftir þeim lengsta út úr bænum þar sem tveir pakist- anskir vegaverkfræðingar voru að stjórna viðgerð á kafla. Þeir bentu á hvar demantagrafarar höfðu í græðgi sinni grafið inn undir mal- bikið. Út frá veginum í allar áttir mátti sjá eins og mý á mykjuskán fólk að krafsa í moldinni í von um feng og hrista sigti yfir ánni. Verk- fræðingarnir kváðust geta lagt fram sína vinnu við skipulagningu og stjórnun á vegarlagningunni. Þar væri engin vinna greidd, en samt hefði fólk úr bænum komið í Komið til hjálpar Auðn og mannlegt niðurbrot eftir áratugar ribbaldastríð. Flóttafólkið streymir heim í allsleysið á verst leikna stað á jörðinni, austurhluta Síerra Leone. Í því ljóta útliti upplifði Elín Pálmadóttir hjá pakistanska friðargæsluliðinu einmitt hvernig hjálpsemi manneskjunnar getur blómstrað burtséð frá trúarbrögðum, þjóðerni, húðlit og aðstæðum.                                 Börnin á barnaheimilinu þustu til Aamirs Uppal majórs og fögnuðu honum með Pakistaní! Pakistaní! Knattspyrnuliðinu Dimond Stars í Konohéraði lagðist til sparkvöllur og fótboltar, en fótabúnaðurinn vakti með- aumkun. Níutíu barna bekkur af kátum krökkum og himinglöðum með að hafa fengið skóla. Morgunblaðið/Elín Pálmadóttir Dagheimilisbörn með fóstrum fyrir framan nýja Félagsheimilið, en allt slíkt lá niðri í 10 ára hörmulegum stríðsátökum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.