Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÞEGAR komið er inn yfir Kono-hérað blasa við úr lofti flákar af brúnum flekkjum með gryfjum og uppgrefri eftir demantaleit í áratugi. Grimmileg langvinn borg- arastyrjöld, sem Revolutionary United Front hóf 1991 þarna í austasta hluta Síerra Leone í Vestur-Afríku með pólitík að yfirvarpi snerist í raun um að ná yfirráðum yf- ir demantaökrunum. Aflaði þannig vopna til að halda við grimmilegum stríðsátökum í áratug. Naut til þess stuðn- ings Charles Taylors Líberíuforseta. Þessi átök um demantana, sem hefðu átt að gera Síerra Leone að auð- ugu landi en voru hættir að veita þjóðinni nokkrar tekjur, voru þó ekki ný af nálinni. Demantarnir runnu út úr landi eftir ólöglegum leiðum. Að tína demanta Hvar sem farið er á þessum slóðum birtist þessi furðulega sýn. Fólk að bogra með skóflu og höggva í jörðina. Út frá bænum Koindu við landamæri Líberíu dreifist þetta fólk hokið um hæðir svo langt sem augað eygir. Bograr svo og hristir sigtin sín yfir ánni. Örsnautt fólk að freista gæfunnar. Eygir vonina um að finna feng, sem þó oftast rennur út í sandinn. Sumir eiga að greiða einhverjar prósentur til eiganda landsins, sem hefur þá eftirlitsmann í litlu skýli. Sá vokir yfir þeim og sér með arnfráum augum ef einhver óeðlileg hreyfing kemur upp um fund. Er eldfljótur að koma í veg fyrir að finnandinn geti gleypt demantinn eða komið honum undan. Jafnvel þótt þar sé einskis manns tínsluland gengur ágóðinn hon- um úr greipum. Fer fyrir lítið til milli- manna, sem smygla demöntunum úr landi, mest um hin ótraustu landamæri til Líberíu og vestræn- ir demantahringir koma þeim svo áfram á markaðina í Evrópu. Mér er sagt að afrakstur þessa fólks af þrældómi í 40 stiga hita undir brennandi sól meðan dagur endist sé kannski jafngildi eins dollara á tveimur dögum. En það breytir engu, græðgin eða vonin rekur allt þetta fólk áfram og kemur í veg fyrir að það reyni að hafa ofan af fyrir sér með öðrum hætti. Ef bóndi finnur demant í landinu sínu við að rækta jörðina hættir hann búskap og tekur til við að róta daginn lang- an í jörðinni. Bannað er að grafa inni í bænum en það kemur ekki í veg fyrir að leitarfólkið krafsi inn undir ystu húsin og jafnvel í laumi undir sín eigin hús. Þar var aldrei búið að leita áður en það flúði! Enn von! Í þessum rústaða bæ Koindu, þar sem varla nokkur bygging stendur uppi, má þó sjá einstaka málað og íbúð- arhæft hús í rústunum. Þetta reynast undanteking- arlaust vera hús líberísku millimannanna og samtaka þeirra. Þeir voru og eru ríku mennirnir og voru fljótir á vettvang þegar bardögum linnti nú eins og þegar dem- antar fundust þarna fyrst. Demantar í moldinni En ekki vaxa demantar í mold, eða hvað? Þessir dem- antar, sem að gæðum eru allt frá lélegum iðnaðar- demöntum upp í ómetanlega stóra dýrgripi, dreifast yfir 8 þúsund ferkílómetra framburðarsvæði Sewa-árinnar í Kono-héraði og vatnasvæði hennar. Demantaæðin hefur aldrei fundist. Allir demantarnir, sem komið hafa frá Síerra Leone, eru úr framburði árinnar. Hafa í þúsundir ára borist með henni og sest í jarðlögin. Eftir því sem dýpra er grafið eru þeir sagðir stærri, svo að víða má sjá hvar aftur er tekið til við að freista þess að grafa í gömlu gryfjunum. Engu er eirt. Demantar fundust þarna fyrst upp úr 1930, í ná- munda við landamæri Líberíu og Gíneu. Fyrirtæki að nafni Sierra Leone Selection Trust, (grein af stóru málmvinnslufyrirtæki í Suður-Afríku) fékk einkaréttinn á demantavinnslunni til 99 ára og skyldi greiða 45% í skatt. Þá var Síerra Leone bresk nýlenda. Vandræðin hófust skömmu áður en Síerra Leone fékk sjálfstæði 1961. Þótt Selection Trust héldi áfram í samvinnu við stjórnvöld þá hafði spilling og óstjórn smám saman veitt demantavinnslunni í ólöglegan útflutningsfarveg. Flokk- ar manna tóku að grafa stjórnlaust hvar sem var. Þetta varð eins og gullæðin alræmdu og stjórnvöld höfðu ekki bolmagn til að koma í veg fyrir það. Þessi rányrkja fór hratt vaxandi og löglega vinnslan minnkandi að sama skapi. Fyrirtækið rak upp kvein, sem endaði 1955 með samningum við stjórnvöld um að það héldi einkaleyfinu við neðri hluta árinnar, en engin höft voru á öðru landi. Ólöglegu demantagrafararnir, sem margir voru gerðir út af útlendingum, Sýrlendingum og Líbönum, afhentu smyglurum fenginn sem fór gegnum Líberíu og Gíneu til vinnslu í demantafyrirtækjum í Ísrael og heims- borgum Evrópu. Um 1950 voru 20% af demanta- mörkuðum heims smyglaðir demantar frá Síerra Leone. Ástandið fór síversnandi í þeirri spillingu sem var í land- inu. Löglega demantavinnslan hrapaði hratt úr 2 milljón karata löglegri demantasölu seint á sjöunda áratugnum í 595 þúsund karöt 1980 og var komin í 48 þúsund karata sölu um 1990. Hvarf svo nánast á stríðsárunum. Sel- ection Trust mun þá hafa verið nánast búið að gefast upp. Ég sá í skóginum rústirnar af eyðilögðum hinum gríðarstóru byggingum þeirra. Þessi náttúruauðæfi af gæðademöntum og raunar fleiru, sem hefðu getað gert Síerra Leone að ríkasta landi í Afríku, skapaði þjóðinni meiri vandræði og hörmungar en lífsgæði. Sumir full- yrða að demantarnir séu böl þessa fátækasta lands á lista Afríku- landa. Skila engu Ekkert áhlaupaverk er að tak- ast á við þessa langþróuðu ólög- legu demantavinnslu, sem er býsna föst í sessi, þótt hin nýja stjórn undir forustu Kabbah forseta hafi það með stuðningi Sameinuðu þjóðanna efst á sinni stefnuskrá að fá inn fjárfesta til að koma henni í gang aftur og afla skatttekna til að standa undir rekstri samfélagins. Þeir sem nú bogra, grafa og krafsa þarna í moldinni skila engu, hvorki sjálfum sér né þjóðinni. Demantar eru auðveldasta leiðin sem mannkynið þekkir til að flytja auðæfi milli manna og skattlaust yfir landamæri. Þeir seljast hratt og auðveldlega og ógerlegt að rekja slík kaup. Er nú vitað að al-Qaeda hryðjuverka- samtök Osama bin Ladens höfðu einmitt keypt milljóna dollara virði af Síerra Leone demöntum til undirbúnings 11. september árásinni á turnana tvo í Bandaríkjunum 2001. Kannski hefur það loks orðið til að vekja vilja um- heimsins til að setja þessum ólöglegu viðskiptum skorð- ur. Í þeim tilgangi samþykktu Sameinuðu þjóðirnar á árinu 2000 að komið yrði á vottorðakerfi, sem jók lögleg- an útflutning. En aukningin er afar hæg. Kimberley- vottorðakerfið gengur út á að demöntum verði að fylgja upprunavottorð á öllum sölustigum eða sönnunargögn um að þeir séu ekki ólöglega fengnir. Gera menn sér vonir um að það geti komist á með hjálp World Diamond ráðsins. Slíkt alþjóðakerfi yrði Síerra Leone ómetanlegt. Enda fullyrt að jarðlög í allt að þriðja hluta landsins geymi demanta. Sjálfir eru þeir að byrja að veita einstaklingum leyfi til demantaleitar í Kono, en þótt þeir skuli þá greiða 1% í skatt verður það ódrjúgt þar sem ekki er mikið gefið upp af fengnum. En ég heyrði að löglegar demanta- vinnslur hygðu á að koma aftur eftir áralangt hlé, svo sem kanadíska námufyrirtækið Diamond Works. Demantar eru besti vinur ljóskunnar, er fullyrt í al- þekktu dægurlagi. En líklega eru þeir versti óvinur alls þessa bláfátæka, bograndi fólks í hitabeltissólinni í Kono-héraði. Fólk að krafsa í moldinni í demantaleit, eins og mý á mykjuskán, svo langt sem augað eygir. Demantar Fólk að krafsa í moldinni eins og mý á mykjuskán. Í stórum breiðum. Ekki þó að taka upp kartöflur. Ekki aldeilis. Að tína demanta. Maður trúir ekki eigin augum, segir Elín Pálmadóttir. Nú í lok hryllilegs stríðs er sjálfsbjargarviðleitnin alls ráðandi. Böl eða besti vinur vegavinnuna með hermönnunum. Þeir gáfu því bara að borða og gerðu því eitthvað gott, sem er raunar ekki til að forsmá við þessar aðstæður. Þeir kváðu það skipta geysimiklu máli að virkja samfélag- ið og koma því í gang, því ekki yrði lið Sameinuðu þjóðanna þarna til eilífðar. Þarna voru þeir búnir að leggja 144 km veg í átt til höfuðborg- arinnar og kváðust ætla að ná 375 km leið, þar til hann næði tengslum við færa veginn, en samgöngur eru þarna alls engar. Á gatnamótum við þennan veg höfðu Pakistanarnir strax við kom- una sumarið 2001 byggt skýli með 15-16 sölubásum og í annan stað biðskýli til hlífðar í brennandi sól- inni. Höfðu séð hve brýn þörfin var þegar fólkið fór að streyma að og setjast að við veginn með græn- metið sitt og ávexti. Konurnar með börnin á bakinu daginn langan í nær 40 stiga hita undir miðbaugs- sólinni. Þar sá ég meira að segja vatnspóst. Þarna var nú fólk sem hafði komið gangandi með byrði sína og börn úr sveitinni og bauð varning sinn í skugganum undir þaki. Mikill munur eða á aðstöðu fólksins í upphrófluðum hreysum við göturnar í bænum. Þetta er okkar eigið framlag, sögðu vega- gerðarmennirnir. Inngangur að lærdómi „Enter to learn“ mátti allt í einu lesa á snyrtilegu skilti við slóða- mót. Þarna hafði pakistanska liðið reist á fallegri hæð í sveitinni skólahús með sex stórum stofum. Að auki afsíðis hús undir kvöld- skóla, þar sem íslömskum ungling- um og fullorðnum er boðið upp á fræðslu. Eftir 10 ára allsleysi er mikill fjöldi ungs fólks sem aldrei hefur átt kost á skólagöngu. Þegar ég kom í gættina í barna- skólanum blöstu við brosandi and- lit á þétt setnum skólabekkjunum, höfuð við höfuð. Níutíu börn í bekk, sem hróp- uðu í kór: Vel- komin! Velkom- in! Sama í næstu stofu og þeirri þriðju. Skólastjórinn Tímí Kork- uru, sem kom aðvífandi, sagði að þetta væru alltof mörg börn í bekk. Fyrrum voru þau ekki nema um 40, en nú skortir kennara. Þeir hafa ekki snúið aftur. Sjálfur hafði skólastjórinn flúið til Gíneu og ver- ið í útlegð í 4 ár, enda allt í rúst og engir skólar. Svo kom hann aftur til að reyna að byrja skólastarf, en hafði ekkert til þess fyrr en pakist- anska friðargæsluliðið kom til bjargar. Í tveimur stofum til við- bótar var enginn, aðeins kennslu- gögn á borðunum, því stærri börn- in voru úti að læra verklegan landbúnað. Þetta er bændahérað og við erum að reyna að kenna þeim svolítið nútímalegar aðferðir, sagði skólastjórinn. Utan í hæðinni var stór hópur unglinga frá 15-25 ára að róta með skóflum og hökum og draga upp vatn til að vökva. Við settumst undir gríðarstórt mangótré á háhæðinni með fallegu útsýni yfir þessar grænu frjósömu lendur meðan brynnt var. Í þessu loftslagi verður maður alltaf að hafa með sér vatnsflösku og drekka mikið og oft. Pakistanarnir mínir sáu til þess að hafa alltaf tiltæka vatnflösku, hafa ekki viljað hafa kvenmann í yfirliði á sinni könnu. Skólastjórinn ætlaði að fara að krækja í mangóávöxt með langri stöng, þegar skólastrákur klifraði eins og api upp eftir trénu og leit- aði í þykkninu að nógu þroskuðum ávöxtum sem hann henti niður til mín. Skólastjórinn talaði um hve himinlifandi hann væri yfir að hafa komið upp þessum skóla við góðar aðstæður, því Pakistanarnir höfðu líka gefið bækur eða látið fjölfalda gamlar skólabækur handa börnun- um. Allir komu þeir sér saman um að það skipti sköpum ef þessari þjóð eigi að takast ná sér á strik að hlynna að æskunni, sem hefur liðið slíkar hörmungar og misst svo mik- ið úr. „Ef Síerra Leone á að ná árangri í tilraunum til endurhæfingar eftir stríðið verður æskan í landinu að geta átt sinn þátt í uppbyggingunni og endurreisnarverkefninu,“ stóð í einni af þeim framkvæmdaáætlun- um í þá veru sem fylgdarmaður minn, hann Sylvanus Murray, hafði fengið mér á diski og sýndi að ný stjórnvöld væru á þeim buxunum með aðstoð UNMASIL. Þetta eru umfangsmikar áætlanir fyrir end- urhæfingu æskunnar og ungling- anna og kostnaðaráætlanir til 18 mánaða. En að koma þessum um- fangsmiklu góðu áformum í fram- kvæmd er ekki auðhlaupið. Þessi ungi áhugasami Sylvanus hafði ver- ið sendur með mér í þennan leið- angur af því að hann var frá Kono- héraði og staðkunnugur. Sjálfur fór hann í byrjun átakanna í skóla í Freetown. Þegar ég spurði hann hverjir hefðu verið í þessum skelfi- legu ribbaldaflokkum, sem höfðu þarna meira og minna öll völd í 10 ár, svaraði hann: Bara fólkið hér! Hann kvaðst ekki hafa átt annarra kosta völ en að forða sér eða vera innlimaður í þeirra flokk og taka þátt í að limlesta og drepa. Allir sem ekki gerðu það voru umsvifa- laust drepnir. Stuðningsmaður knattspyrnuliðs Síðdegis var orðið krökkt af strákum á knattspyrnuvellinum og körfuboltavellinum við Félagsheim- ilið í bænum, þar sem Pakistanarn- ir höfðu úbúið og héldu við völlum til afnota fyrir unga fólkið í bæn- um. Þarna var knattspyrnulið við æfingar. Þetta reynist vera knatt- spyrnulið Kono-héraðs, Dimond Star, sem hafði verið í útlegð í Freetown yfir stríðsárin, en var nú komið aftur heim í algert allsleysi. Pakistönsku friðarliðarnir höfðu útbúið þennan ágæta völl og gefið til af- nota 10-15 frábæra fót- bolta, enda Pakistanar frægir fyrir sína bolta- framleiðslu. En að öðru leyti höfðu þeir ekkert. Ég leit á fæt- urna á þeim og sá að sumir voru í skóm sem varla voru á fætur setj- andi. Augnabliks hugljómun lét mig sækja peninga í bílinn og gefa þeim 60.000 leonur. Á dauða mín- um átti ég von en ekki viðbrögð- unum. Þessir kröftugu svörtu knattspyrnumenn hoppuðu í kring um mig og hrópuðu: I love you! I love you! Þótt þetta hafi ekki verið nema um 30 dollara virði sagði Sylvanus að þeir gætu líklega keypt skó á hálft liðið fyrir það. Þegar ég áttaði mig ætlaði ég að deyja úr hlátri. Að Elín væri orðin stuðningsmaður knattspyrnuliðs þykir félögum mínum á Morgun- blaðinu áreiðanlega ekki síður fyndið. Svo lengi sem ég hefi gert grín að þeim fyrir knattspyrnudellu þegar stórleikir eru á ferðinni. En Dimond Star-strákarnir báðu mig blessaða að bera íslenskum knatt- spyrnumönnum kveðju sína og ut- anáskriftina Dimond Stars, Foot- ball Team, Koindu Town, Kongo District, Síerra Leone, ef einhver vildi vera í sambandi við þá. Þeir eru alveg einangraðir orðnir. Eng- inn veit sína ævina ... Ekki er það þó svo að Pakbat sé eina friðargæsluliðið sem gefur slíka sjálfboðavinnu í þágu fólksins. Í Sameinuðu þjóða liðinu eru ófáir álíka krossfarar. Ég hafði farið í áramótafagnað hjá liðinu frá Bangladesh, þar sem hermennirnir léku sjálfir brúðkaup og höfðu komið upp sýningu á Bangladesh- þorpi. Framkvæmdastjóri UNMA- SIL, Steinar Berg Björnsson, var þar heiðursgesturinn og við María kona hans flutum með. Þar voru þeir einmitt að segja honum frá og sýna honum þessa vegi sem þeir voru að leggja í sínu héraði norðan við Freetown. Höfðu þeir lagt tvo dollara á hvern hermann til efnis- kaupa, en unnu annars þessa vegi, sem svo sárt var saknað, í sjálf- boðavinnu. Ég frétti raunar af fleiri Pakistanarnir byggðu strax þrjár moskur og tvær kirkjur svo allir mættu eiga sér sitt athvarf eftir hörmungar stríðs- áranna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.