Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 19
sett á sínum tíma vöruðu Samtök verslunarinnar sérstaklega við því að svona gæti farið, en það kom ekki í ljós fyrr en í þessu máli. Hann segir að í kjölfar þessa máls hafi komið upp umræða um að bragarbót þyrfti að gera á þessum lögum, því að tap birgjanna í þessu tilfelli var um 120 milljónir króna. Samstarfssamningur við Tækniháskólann undirritaður Samtök verslunarinnar hafa að- setur í eigin húsnæði í Húsi versl- unarinnar í Kringlunni í Reykjavík. Á vegum þeirra starfa fjölmargar nefndir og hópar um ýmis mál, enda eru aðilar þeirra úr öllum greinum verslunar. Þau hafa einnig komið að ýmsum átaksverkefnum svo sem byggingu þriggja heildsölumið- stöðva, t.d. Sundaborgar, stofnun Verslunarbanka Íslands á sínum tíma og Lífeyrissjóðs verslunar- manna. Þau beittu sér fyrir stofnun birgðaverslunarinnar Gripið og greitt ehf., Nýju skoðunarstofunni sem nú er hluti af Frumherja hf. og eru aðilar að Global Refund á Ís- landi sem annast endurgreiðslu virðisaukaskatts til erlendra ferða- manna. Samtökin hafa auk þess samið fyrir hönd félagsmanna um hagstæð kjör í ýmsum viðskiptum. Samtökin halda úti heimasíðu með greinargóðum upplýsingum um starfsemina, söguna og þar er einnig að finna fréttabréf þeirra. Slóðin er www.fis.is. Í tilefni 75 ára afmælisins bauð stjórn Samtaka verslunarinnar til móttöku í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu síðastliðinn miðviku- dag. Þar ávarpaði formaður sam- takanna samkomuna og Guðmund- ur Jónsson, dósent við Háskóla Íslands, flutti hátíðarerindi um verslun á Íslandi í upphafi 20. aldar. Þeim Birgi Rafni Jónssyni og Ragnari Gunnarssyni var afhent gullmerki samtakanna og undirritaður var samstarfs- samningur á milli samtakanna og Tækniháskóla Íslands. Pétur Björnsson sagði af því tilefni að mönnum yrði sí- fellt ljósara að til þess að at- vinnulíf hvers lands blómstri og nái að vaxa og þróast í takt við örar breytingar nútímans þurfi samstarf við skólakerfi að vera gott. Atvinnulífinu sé nauðsynlegt að fá til sín fólk sem aflað hefur sér nýjustu menntunar og hefur tileinkað sér þá tækni og aðferðafræði sem hæst ber hverju sinni. Hann sagði að Tækniskóli Íslands hefði skilað fyrirtækj- um innan vébanda samtak- anna fjölda starfsfólks sem hlotið hefði haldgóða menntun við skólann. Hann sjálfur væri einn af þeim. Samkomulagið felur í sér að Sam- tök verslunarinnar og aðildarfyrir- tæki þeirra munu koma á framfæri allt að fimm tillögum að lokaverk- efnum við nemendur í rekstrardeild skólans á hverju skólaári. Þá munu samtökin veita því verkefni sem skarar fram úr að mati dómnefndar vegleg verðlaun. Markmið samtak- anna með þessu samkomulagi væri annars vegar að efla skilning meðal nemenda í rekstrarfræðum við Tækniháskólann á mikilvægi versl- unarinnar í landinu og hins vegar að efla skilning á öflugri rekstr- arfræðimenntun meðal aðildarfyrir- tækjanna. grundvelli asdish@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 19 Stjórn Samtaka verslunarinnar – FÍS Pétur Björnsson formaður Þröstur Lýðsson Margrét Kristmannsdóttir Einar Guðbjörnsson Guðjón B. Steinþórsson Guðbjörg Alfreðsdóttir Halldór Jóhannsson Halldór Páll Gíslason Jón Ólafsson Til vara: Árni Sv. Mathiesen Grétar Leifsson Formenn frá upphafi: Arent Claessen 1928-1934 Eggert Kristjánsson 1934-1949 Egill Guttormsson 1949-1953 Karl Þorsteins 1953-1955 Páll Þorgeirsson 1955-1959 Kristján G. Gíslason 1959-1963 Hilmar Fenger 1963-1967 Björgvin Schram 1967-1971 Árni Gestsson 1971-1975 Jón Magnússon 1975-1979 Einar Birnir 1979-1983 Torfi Tómasson 1983-1987 Haraldur Haraldsson 1987-1991 Birgir Rafn Jónsson 1991-1995 Jón Ásbjörnsson 1995-1999 Haukur Þór Hauksson 1999 - 2003 Pétur Björnsson 2003 - www.NIVEA.com L ASH DESIGNER Fyrsti tvíhliða maskaraburstinn sem gefur tvöfalt lengri og þykkari augnhár. LENGD ÞYKKT Stutta hliðin fyrir takmarkalausa þykkt. Langa hliðin fyrir óendanlega lengd. NYTT! LASH DESIGNER                                                PIPAR OG SALT Klapparstíg 44  Sími 562 3614 GRILLPÖNNUR kr. 2.900 (stærri) kr. 2.300 (minni)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.