Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 25.05.2003, Blaðsíða 25
Innritað verður 26. 27. og 28. maí kl. 10–16. Fyrir þá sem ljúka grunnskóla í vor verður innritað 10.–11. júní kl. 10–17. G Ú ST A Upplýsinga- og margmiðlunarsvið Málmtæknisvið Grunnnám upplýsinga- og fjölmiðlagreina Sérsvið: Bókband Grafísk miðlun Tækniteiknun Prentun Veftækni Tækniteiknun Margmiðlunarskólinn 2ja ára nám þar sem umsækjendur þurfa að hafa lokið tveggja ára námi í upplýsinga- og fjölmiðlagreinum, lokið námi af listnámsbrautum, tölvubrautum, lokið stúdentsprófi eða öðru sambærilegu námi. Grunnnám bíliðna Málmtæknibraut Byggingasvið Grunnnám byggingagreina Húsasmíði Húsgagnasmíði Málaraiðn, 1. og 2. önn Múrsmíði Rafiðnasvið Grunnnám rafiðna Rafvirkjun Rafeindavirkjun Rafvélavirkjun Símsmíði Hönnunarsvið Klæðskurður Hársnyrting Listnámsbraut, almenn hönnun Kjólasaumur Almennt svið Almennar námsbrautir Tæknibraut Nám til stúdentsprófs Nýbúabraut Tölvusvið Tölvubraut, grunnnám Sérsvið í forritun og netstjórn Fjölbreytt nám við allra hæfi IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK Skólavörðuholti • 101 Reykjavík • Sími 522 6500 • www.ir.is • ir@ir.is LISTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25. MAÍ 2003 25 STARFSEMI kirkjukóra hefur eflst mjög á undanförnum árum og njóta þeir þess að tiltækur er góður hópur þjálfaðra söngvara, sem notið hafa kennslu við tón- listarskólana í landinu. Mikil- vægt er að hafa gott söngfólk en dugandi stjórn- andi, sem óragur tekst á við erfið verkefni og brýst út úr venjuhring hefðarinnar, sem heftir alla framþróun, getur náð ótrúlegum árangri, því í erfiðum verkefnunum fæst dýrmæt reynsla og þjálfun. Kór Hjallakirkju hefur nú haslað sér völl sem vel syngjandi stofnun og hefur stjórnandi kórsins, Jón Ólafur Sigurðsson, unnið vel, svo sem heyra mátti á tónleikum sem haldnir voru í Hjallakirkju sl. þriðju- dagskvöld. Tónleikarnir hófust á messu í C- dúr K.259 eftir Mozart, síðustu af þremur (K.257–59) C-dúr messum meistarans en sjö af messum hans eru í C-dúr, en eru aðgreindar með ýmsum nöfnum og sú sem hér var flutt er kölluð „Orgel-sólo“-messa. Messurnar þykja hvað snertir form mjög bundnar af notkun tónlistar- innar við messu, svo að tónskáldinu gafst ekki mikið rými til að leika sér með textann. Þrátt fyrir þetta er ým- islegt fallegt í þessari þjónustumessu og var flutningurinn allur framfærð- ur af öryggi. Til að bæta nokkuð úr var sunginn Lacrimosa-þátturinn úr sálumessu Mozarts, sem er meðal þess áhrifamesta í kirkjutónlist Moz- arts, þó hann hafi í raun aðeins samið fyrstu átta taktana en Süssmayr síð- an unnið úr hugmyndinni, sem er stórkostlegt angistaróp deyjandi manns. Kórinn söng þennan þátt á sérlega áhrifamikinn máta. Guð heilagur andi í útsetningu Ró- berts A. Ottóssonar, fallegt smálag, Drottinn, ég er þess eigi verður eftir Saint- Saëns, Hvítasunnusálmur við texta eftir Sigurbjörn Einarsson, Fyrirlátið mér við texta úr Lilju eftir Eystein Ásgrímsson og sigursöngur- inn frægi úr Júdasi Maccabeusi eftir Handel voru viðfangsefnin fyrir hlé, öll mjög vel flutt og sérstaklega sig- ursöngur Handels, þar sem kven- og karlaraddir skiptu með sér verkum við undirleik orgels (Lenka Mátéová) og tveggja trompetta (Ásgeir H. Steingrímsson og Guðmundur Haf- steinsson). Í þessum smáverkum, ásamt messunni, sungu kór Hjalla- kirkju og einstaka einsöngvarar (Gréta Jónsdóttir, Laufey Helga Geirsdóttir og Gunnar Jónsson) oft mjög vel en kórinn hefur á valdi sínu mjög vítt styrkleikasvið með þéttum og góðum hljómi. Eftir hlé flutti kórinn með orgel- undirleik Panis angelicus eftir Cesar Franck en einsönginn í þessum fal- lega kanón söng María Guðmunds- dóttir mjög vel, með sinni fallegu og hljómþéttu röddu. Eftir að kórinn söng fallegt en nokkuð erfitt lag eftir Max Bruch, var flutt aðalverk kvöldsins, Te Deum eftir Jón Þór- arinsson, sem var samið árið 2000 en nú flutt í endurskoðaðri gerð. Verkið er í þremur köflum. Fyrsti kaflinn hefst á samspili trompetta og orgels og ritháttur kóraraddanna er fyrst hljómrænn en í söng kerúbanna, Santus, sanctus, má heyra fúgufram- sögu og kemur upphaf fúgustefsins síðar fyrir í hljómrænni útfærslu og sem millistef í miðkafla þáttarins, sem endar á upphafsstefinu. Annar þáttur, Tu Rex gloriæ, Christe, er lofsöngskórall með rismiklu niður- lagi á orðunum Eterna fac cum sanctis tuis. Lokakaflinn hefst á ka- nón sem fluttur var af tveimur ein- söngvurum (Laufeyju Helgu Geirs- dóttur og Hákoni Hákonarsyni) og eftir smá innskot með upphafstónum verksins endar það á tvöfaldri og ris- mikilli fúgu. Te Deum er vel samið verk, ofið saman af andstæðum í blæ og styrk og rismikið á köflum, sem undirstrika mætti enn frekar með því að umrita undirleikinn fyrir hljómsveit. Í heild var verkið vel sungið, bæði af kór og einsöngvurum, í ágætum samleik orgels og tveggja trompetta. Jón Ólafur Sigurðsson hefur náð að byggja upp góðan kór, sem sérstak- lega kom vel fram í „a capella“-söng, og verður fróðlegt að fylgjast með kórsöng í Hjallakirkju í framtíðinni. Þá sakar ekki að geta þess, að Hjalla- kirkja er sérlega söngvænt hús. Tvöföld og rismikil fúgaTÓNLISTHjallakirkja Kór Hjallakirkju flutti erlend og íslensk kórverk, m.a. Te Deum, nýlegt og endursamið verk eftir Jón Þórarinsson. Stjórnandi Jón Ólafur Sigurðsson. Þriðjudagurinn 20. maí, 2003. KÓRTÓNLEIKAR Jón Ólafur Sigurðsson Jón Ásgeirsson Vorhátíð LHÍ Listasafn Reykjavík- ur – Hafnarhúsi kl. 12–2.30 Fók- usinn – verk nemenda skoðuð. Á MORGUN ATVINNA mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.